Tíminn - 13.06.1987, Síða 7

Tíminn - 13.06.1987, Síða 7
Laugardagur 13. júní 1987 Tíminn 7 Jakob Jakobsson um hvalatalninguna í sumar: Friðarsinnar óttast útkomu Hvalatalning sú sem íslendingar, Færeyingar, Norðmenn og Danir fyrir hönd Grænlendinga munu framkvæma í sumar er mikill þyrnir í augum ýmissa friðunarsamtaka. hef orðið var við að margir friðu- narsinnar óttast niðurstöður þessar- ar talningar því þeir eiga von á því að við sláum öll vopn úr hendi þeirra. Margir þessara manna hafa einmitt haldið því fram að lítið sem ekkert sé af hval í sjónum. Þeir hreinlega óttast að við sjáum of marga.“ sagði Jakob Jakobsson á Hafrannsóknastofnun íslands í sam- tali við Tímann í gær. Tveir íslenskir hvalveiðibátar vinna að nokkurs konar fortalningu á hvalagengd við landið, til þess að undirbúa jarðveginn. Áhugi er meðal Spánverja að koma inn í hvalatalningarverkefnið á Norður-Atlantshafi, sem hefur náðst samstaða um fyrir tilstilli fs- lendinga. Ekki er þó útséð um hvort þeir verða með eða ekki. Tvær tegundir, sem eru alfriðaðar, hnúfubakur og steypireiður, eru að sögn Jakobs búnir að bæta verulega við stofna sína og hefur gegnd á þessum hvölum við landið stórlega aukist upp á síðkastið. - ES/ÞJ Heilbrigðisráð Reykjavíkur vegna ítrekaðra salmonellasýkinga: Endurskoða verður alifuglasláturhús - og fræða matreiðslumenn og neytendur betur um meðferð alifuglakjöts Heilbrigðisráð Reykjavíkur telur að landbúnaðarráðuneytið eigi að beita sér fyrir endurskoðun á reglu- gerð um búnað alifuglasláturhúsa, slátrun alifugla, verkun þeirra og heilbrigðisskoðun eða geri aðrar markvissar aðgerðir til þess að draga verulega úr mengun af völdum salmonellasýkla í alifuglakjöti. Heilbrigðisráð telur að heilbrigð- isskoðun sú sem framkvæmd er við allifuglasláturhúsin sé gagnslaus með tilliti til þess hvort kjötið hefur sýkst af salmonella-eða campyl- obactersýklum. Ennfremur vill heilbrigðisráðið að ábyrgð framleiðenda verði aukin og að heilbrigðisyfirvöld fræði mat- reiðslumenn og neytendur eins og kostur er um hvernig fara á með kjöt og matreiðsluáhöld ti! þess að kom- ast hjá sýkingarhættu. ABS Sigmar B. Hauksson t.h.kynnir athugun sína á mögulegum mörkuðum í Evrópu fyrir íslenskan vatnafisk. Við hlið hans er Bjarni Einarsson forstöðumaður Byggðastofnunar. Útflutningur íslenskrar bleikju: Bændur verða af tugmilljónatekjum Bændur verða af tekjum upp á tugmilljónir á ári hverju vegna doða embættismanna, pólitíkusa og ýmissa handhafa veiðiréttinda. Þetta kom fram á málþingi Byggða- stofnunar þar sem athugun á markaðsmálum fyrir vatnasilung í Evrópu var kynnt. Athugunin leiddi í Ijós að nægur markaður er fyrir íslenskan vatna- silung í Evrópu og horfur á mjög góðu verði svo fremi sem stöðugt nægjanlegt magn verði tryggt. Ef miðað yrði við 300 tonna útflutning af silungi á ári væri um að ræða tekjur upp á 45 til 60 milljónir króna á ári til að byrja með. Talið er að íslensk vötn geti gefið af sér 500 til 1000 tonn af silungi árlega en ekki er veitt nema um 10% þess magns. Á málfundinum kom fram að þeir aðilar sem hafa unnið að silungsveiði með útflutning í huga hafa rekist á vegg þar sem em- bættismenn ríkisins, stjórnmála- menn og handhafar veiðiréttareru. Áhugi meðal þeirra fyrir kerfis- bundnum netaveiðum með úlflutn- ing í huga hefur verið takmarkaður og í mörgum tilfellum verið unnið á móti þeim. Á meðan svo væri yrðu bændur af milljónatekjum á ári hverju. Lögðu þeir megin- áhcrslu á að til hugarfarsbrcytingar yrði að koma ef ætti að nýta þessa vannýttu auðlind iandsins. í skýrslu þeirri sem kynnt var á málfundinum kom fram að útflutn- ingur væri vart mögulegur nema hið opinbera veiti fjármagni til að koma útflutningnum af stað. Ríkis- valdið þurfi þá aðeins að veita 2 til 3 milljónum til undirbúningsað- gerða fyrir útflutninginn. Þar var m.a. lagt til að hafnar verði veiðar- færatilraunir svo hægt sé að fá fram hagstæðustu veiðitækin, komið verði á fót móttökustöð fyrir silung þar sem fiskurinn yrði flokkaður og pakkaður áður en hann yrði scndur á markað, hannað verði íslenskt vörumerki fyrir silunginn og það auglýst í tímaritum. í lokaorðum skýrslunnar segir að ef rétt yrði á málum haldið geti íslensk vötn orðið arðvænleg auð- lind, cn til að svo verðu þurfi stjórnvöld, landeigendur og stofn- anir tengdar þessum málaflokki að vinna saman og skipulcga við að byggja upp þcssa nýju útflutnings- grcin. - H\I Radíóamatörar spyrja: Vilt þú ná langt? Námskeið haldið í morsesendingum Nú þegar loftskeytanám liggur niðri á íslandi eru radíóamatörar orðnir þeir einu sem læra morse, en frá öryggissjónarmiðum er mjög mikilvægt að þessi kunnátta glatist ekki með þjóðinni. Radíóamatörar ná daglega um víða veröld með senditækjum sínum. En til þess að fá leyfi þurfa radíóamatörar að sýna leikni í send- ingu og viðtöku morse-merkja. Hef- ur sumum reynst tafsamt að læra morsið, en nú hefur ný aðferð við morse kennslu verið tekin upp hér á landi, sem talið er að sé tvöfalt fljótlegri en eldri aðferðir. Þetta er svokölluð hljóðlíkiaðferð. Dagana 15.-30. júní verður haldið námskeið í radíótækni og morsi til nýliðaprófs radíóamatöra þar sem hljóðlíkisaðferðin er notuð við kennsluna. Upplýsingar má fá í síma 31850. Frá Erni ÞórarinssynifréttaritaraTímans í Fljótum: Heimir í söng- ferðalag Karlakórinn Heimir í Skagafirði leggur land undir fót á næstunni en ákveðnar hafa verið fimm söng- skemmtanir víðsvegar um Suður- land á næstunni. Sú fyrsta verður í félagsheimilinu Logalandi í Borgarfirði 15.júnf og daginn eftir syngur kórinn í Lang- holtskirkju. Þann 17.júní syngur kórinn fyrir Landeyinga og nágranna í Njálsbúð, en 18.júní í kirkjunni á Höfn í Hornafirði. Lokatónleikarnir verða í félagsheimilinu að Flúðum í Árnes- sýslu föstudaginn 19.júní. Allir tónleikarnir hefjast klukkan 21.00 nema í Langholtskirkju klukk- an 20.30. Að sögn Þorvaldar Óskarssonar formanns karlakórsins hefur starf- semin verið blómleg í vetur. Kórinn hefur haldið sjö söngskemmtanir í vetur ýmist einn sér eðá í samstarfi við aðra kóra og undirtektir áhorf- enda verið ágætar. Karlakórinn Heimir var stofnaður árið 1927 af nokkrum bændum í Skagafirði. Enn er þorri kórfélaga bændur, flestir úr sveitunum í kring- um Varmahlíð. Söngstjóri hjá Heimi er Stefán Gíslason og undirleikari Katharine Seedell, en einsöngvarar í suður- ferðinni verða Páll Jóhannesson tenórsöngvari, Pétur Pétursson og Sigfús Pétursson. Rammaverkefni löntæknistofnunar, Háskólans og ÍSAL: ÍSLENSKT ÁLTAK - þáttur í norrænu átaki um nýtingu áls. Nú er að hefjast á vegum Iðn- tæknistofnunar, Háskóla íslands og íslenska álfélagsins hf. sérstakt rammaverkefni sem nefnt hefur verið íslenskt áltak. Markmið verkefnisins er að auka innlenda þekkingu á áli og álmelmi svo og að auka hæfni íslenskra sérfræð- inga, hönnuða og tæknimanna við stofnanir, skóla og fyrirtæki til nýtingar á áli og stuðla að aukinni notkun þess í fslenskum iðnaði. Verkefni þetta er þáttur í norrænu átaki, en Samtök norrænna álframleiðenda, Skanal- uminium, hefur veitt nokkru fjár- magni til að auka þekkingu á eiginleikum áls og mögulegri nýt- ingu þess á Norðurlöndum. íslenskt áltak skiptist í upphafi í fjögur undirverkefni og er síðan ætlað að ná yfir hugsanleg fram- haldsverkefni. Þessi verkefni eru í fyrsta lagi könnun á álnotkun í íslensku atvinnulífi og er það verk- efni þegar hafið og hefur íslenskum fyrirtækjum verið sendur spurn- ingalisti sem síðan verður fylgt eftir mcð símtölum og heimsókn- um. Þá verður haldin námsstefna um notkun áls á íslandi og mun sú námsstefna byggja á niðurstöðum könnunarinnar og taka fyrir þau svið sem sýnt er að skórinn kreppir í íslenskum iðnaði. Samhliða þessum verkefnum verður hafist handa um náms- gagnagerð í efnisfræði og tækni við nýtingu áls. Námsgögnunum er ætlað að nýtast til kennslu á ýmsum skólastigum, en verða í fyrstu mið- uð við þarfir háskóla og tækni- skóla. Námsgögnin verða síðan reynd á endurmenntunarnám- skeiði fyrir verk- og tæknifræðinga í ársbyrjun 1988 og er ætlað að fá erlenda fyrirlesara til að halda hluta námskeiðisins. Heildarkostnaður þessa verk- efnis er áætlaður um 2.5 milljónir króna og hefur stjórn Skanalumini- um samþykkt að veita þessu fé til vcrksins.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.