Tíminn - 13.06.1987, Page 14

Tíminn - 13.06.1987, Page 14
14 Tíminn Laugardagur 13. júní 1987 III....... lllllllll ÚTLÖND llllllllll Itarfrétt um þingkosningarnar í Bretlandi: Úrslitin í bresku þingkosningunum: Hundrað sæta meirihluti - MargrétThatcherog íhaldsflokkur hennarmunu haldaáfram umstjórnvölinneftir stóran sigur Kculer - Margrét Thatcher forsætisráð- herra Bretlands byrjaði í gær að stjórna þriðja kjörtímabilið í röð eftir mikinn sigur í þingkosningun- um í fyrradag sem hún kallaði raunar sinn „stórkostlegasta sigur." Urslitin úr kosningunum urðu að fullu ljós síödegis í gær og sýndu að Thatcher og íhaldsflokkur hennar munu hafa töglin og liagld- irnar á uæsta þingi. íhaldið fékk hundrað sæta mcirihluta, alls 375 þingmcnn kjörna en Verkamann- aflokkurinn, helsti andstæðingur- inn, fékk 229 mcnn kjörna. Banda- lag frjálslyndra og jafnaöarmanna fékk h'ins vegar ekki ncma 22 þingmcnn kjörna og önnur 24 sæti skiptust á milli nokkurra smá- flokka. Sigur Thatchers var að vísu ckki jafn stór og árið 1983 þegar flokkur hennar náði 144 sæta meirihluta á þingi en engu að síður var hann merkilegur og mun meiri cn kosn- ingaspár höfðu sagt til um. Thatcher sagði í sjónvarpsviðtali í gær að hún myndi halda áfram að framkvæma stjórnarstcfnu síöustu átta ára scm byggðist á ábyrgri fjármálastcfnu, minni ríkisforsjá scm leiddi til þess að fólkið sjálft rnyndi sjá um framkvæmdirnarscm skiluðu auknum hagvexti. Enginn annar núverandi vest- rænn leiðtogi hefur stjórnaö lengur en Thátcher scm kjörin hefur verið fram til ársins 1992 og er fyrst allra lciðtoga Brctlands til að stjórna landi sínu þrjú kjörtímabil í röð. Ekki vildi Thatchcr gefa út yfir- lýsingu um hvort hún hygðist bjóöa sig aftur fram til lorystu árið 1992: „Við skulurn sjá hvernig hlutirnir ganga", sagöi forsætisráðherrann umdeildi. Verkamannaflokkurinn gekk nokkuð sterkur til leiks í þessari kosningabaráttu undir forystu Itins unga Neil Kinnockssem varstjarna kosningaslagsins. Flokkurinn bætti viö sig tuttugu þingsætum cn varla eru meölimir hans ánægðir með það því útkoman út úr kosningun- um árið 1983 var sú versta fyrir Verkamannaflokkinn síðan eftir stríð. Stjórnmálaskýrcndur voru Margrét Thatchcr og Denis maður hennar: Áfram í Downingstræti 10 flestir sammála um það í gær að óviss framtíð biði Kinnocks sem formanns og svo gæti farið að rcynt yrði að velta honum af stalli á ársþingi flokksins í októbcr. Bandalag frjálslyndra og jafnað- armanna stefndi aö því að brjóta niður tveggja flokka kerfið í land- inu cn í stað þcss má segja að bandalagiö sjálft hafi klofnað og hinir 22 þingmenn þess verði áhrifalitlir einstaklingar á þingi. „Þetta er mikil vonbrigðanótt," sagði David Owcn leiðtogi jafnað- armanna í fyrrinótt þcgar úrslit fóru að koma inn og spár að birtast. Owen og jafnaðarmenn liann komu illa út úr kosningunum og aðcins fjórir þeirra komust inn á þing. David Stcel og frjálslyndi flokkur hans hélt hins vegar velli á flestum stöðum þar sem hann var sterkur fyrir. Þótt kosningasigur Thatchers væri ótvíræður sýndi hann enn einu sinni hversu tvískipt þjóðin cr, hversu djúpt bil er á milli Lokaúrslitin: íhaldsflokkurinn................ 375 þingmenn Verkamannaflokkurinn............ 229 þingmenn Bandalag frjálslyndra og jafnaðarmanna ................. 22 þingmenn Aðrir...................................... 24 þingmenn suðurs og norðurs. íhaldsflokkur- inn tryggði sér stórsigur þrátt fyrir að fá aðeins 43% atkvæða. Hann vann næstum öll þingsæti í suður- og miðhéruðum Englands en í norðurhéruðunum og í Skotlandi. þar sem hnignandi iðnaður og þrjár milljónir atvinnuleysingja setja svip sinn á mannlífið, vann Verkamannaflokkurinn á. Fimm blökkumenn, allir fulltrú- ar Verkamannaflokksins, voru kjörnir á þing í kosningunum og var það í fyrsta sinn síðan árið 1924 að litaöir einstaklingar fara inn á þing. Fimmenningarnir eru full- trúar 2,4 milljón blökkumanna og Asíubúa sem í Bretlandi búa. Bresk blöö um kosningaúrslitin: Spegillinn þögull David Steelft.v.) og David Owen: Grátleg útkoma Viðbrögö erlendis frá: Reagan og Botha fagna Thatcher- sigri Reuter - Ronald Reagan Bandaríkjafor- seti fagnaði í gær úrslitunum í bresku þingkosningunum, úrslitum sem gáfu Margréti Thatcher for- sætisráðherra óskorað vald til að stjórna landinu þriðja kjörtímabil- ið í röð. Reagan sýndi viðbrögð sín er Ijósmyndarar tóku myndir af hon- um og Richard Von Weizsácker forseta Vestur-þýskalands fyrir framan Bellevue kastala, bústað vestur-þýska forsetans í Vestur- Berlín. „Nú get ég sagt „já““, sagði Reagan er hann var spurður hvort hann væri ánægður með kosning- aúrslitin. Fleiri fögnuðu kjöri Thatchers. P.W. Botha forseti Suður-Afríku sendi henni hamingjuóskaskeyti enda hefur Thatcher staðið gegn frekari efnahagslegum refsiaðgerð- um gegn stjórn hvíta minnihlutans í Suður-Afríku. Leiðtogar íhaldsflokka alls stað- ar í heiminum sendu heillaóska- skeyti til forsætisráðherrans og reyndar voru fáir erlendir aðilar sem lýstu yfir vonbrigðum með kosningaúrslitin. „Fyrir milljónir venjulegra Breta mun sigur íhaldsmanna þýða áframhald á stjórnmálastefnu sem í raun gengur þvert á hagsmuni þeirra,“ sagði að vísu sovéska fréttastofan Tass í gær. Tass sagði ennfremur að Thatcher hefði efnt til kosninga fyrr en áætlað var þar sem efnahagsspár hefðu verið hag- stæðar og að auki skammaði sovéska fréttastofan stjórnarand- stöðuna í Bretlandi sem hún sagði vera tvístraða og veikbyggða. - íhaldsblööin hins vegar í sjöunda himni I.iindúnir - Reuter Eitt helsta dagblað Bretlands- eyja sem er andsnúið Margréti Thatcher forsætisráðherra minntist ekkert á kosningaúrslitin á forsíðu og fjallaði aðeins lítillega um þau inni í blaðinu í gærmorgun. Lesendur Daily Mirror cða Spegilsins, blaðs er styður Verka- mannaflokk Neils Kinnocks, gátu ekki lesið neitt um kosningaúrslitin á forsíðu, aðeins fréttir af popps- tjörnunni Madonnu. krikkctleikar- anum Sylvester Clarke og hinum fjögurra ára gamla Vilhjálmi prins. Inni í blaðinu mátti þó finna fréttir af úrslitunum þótt ekki væri þeim gert hátt undir höfði. Þess má geta að Spegillinn er eina blaðið, af annars mjög íhaldssinnuðum fjölmiðlum, sem styður Verka- nrannaflokkinn dyggilega. í fyrradag var Spegillinn aftur á móti í besta kosningaskapi og var þá stór mynd af Neil Kinnock á forsíðu blaðsins og feitletruð beiöni til kjósenda: „Þið vitið að hann hefur rétt fyrir sér - kastið henni út“. Flest blaðanna í Flect Street í Lundúnum, Síðumúla þeirra Eng- lendinga, voru hins vegar með stórarfyrirsagnirá forsíðum sínum þar sem kosningasigri Thatchers var gert hátt undir höfði. „Þrenna hjá Möggu", stóð í Daily Mail erstyður íhaldsflokkinn í hvívetna og „Magga hin þriðja", stóð í öðru íhaldsblaði The Sun. The Times, virtasta íhaldsblað- ið, gekk jafnvel enn lengra í fyrir- sögn sinni: „Stefndu á fjórða kjör- tímabilið, segja kjósendur við Thatcher". Neil Kinnock leiðtogi Verka- mannallokksins: Baröist hetjulega en tapaði Keppnin um að koma fyrstir með úrslit: Torbaymenn voru klukkustund að telja atkvæðin Lundúnir - Rcutcr Fyrstu úrslit úr bresku þing- kosningunum voru kunn aðeins kiukkustund eftir að kjörstoðum hafði verið lokað enda kepptust kjörstjórnir í bæjum út um ailt land við að verða fyrstir að telja sín atkvæði. Sigurvegarinn í þessu kapph- laupi var smábærinn Torbay í Devonskíri í suðvestur Englandi. Úrslitin þaöan voru komin aðeins 61. mínútu eftir að kjörstöðum hafði verið lokað klukkan tíu að breskum tíma. Torbaymenn náðu þó ekki að bæta metið sem kjörstjórnin í Billericay, austur af Lundúnum, setti árið 1959 þegar úrslitin voru kunngjörð aðeins 57. mínútum eftir lokun kjörstaða. Guildfordbær, suður af Lundúnum, varð annar í fyrra- kvöld en bæði þar og í Torbay voru fulltrúar fhaldsflokksins kjörnir á þing. l.þriðja og fjórða sæti í keppn- inni um fljótustu talninguna voru kjördæmin Basildon í grennd við Lpndúnir og Cheltenham á vest- anverðu Englandi. fhaldsmenn unnu einnig sigur á þeim stöðum.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.