Tíminn - 23.06.1987, Side 2

Tíminn - 23.06.1987, Side 2
? ríminn Þriðjudagur 23. júní 1987. Klámkjaftar og þuklarar í verksmiðjum og Alþingi: Hraktist úr starfi vegna kynferðislegrar áreitni - Könnun á vegum Vinnunnar og Iðju á Akureyri sýnir að þriðja hver iðnverkakona á Akureyri hefur þolað áreitni 5"— júni '1987 • Vwikr.eO.Wrt'4**11, i,, 500 á ón rvww' m41cIr ; OKK.mASKK.«NDL'K1 VINNAN. s."111,304 SSÍÍTv* ástand í verk- Alvarlegtasv yri cinið 1111® , w iU't w'u'irk“' SIDIVJ . Akurt,,r, 'r Z......................................... k„„„ d Akurr.l ^ >i;ila nrA.A *>’nr 'l' ")* („i'i,, SW-L.li ‘A" i drc'il „„nisKiA I' IK" i"" '>r'TÖ%ow ÍCrkakwn,,a a Vínnan Akun“ vi-rkalniks . nirílu i m-rín BjanKUlotlur. tarviö 37 konur. aú„i.'..ara'"it tv." "*íl; mli • » » *" 11,Þ'V' , li »ll oR .„„...Í.SXn.*4""" Um þriðjungur iðnverkakvenna á Akureyri hefur orðið að þola kynferðislega áreitni á vinnustað sínum. Þetta kemur í ljós í könnun sem gerð var um miðjan maí á vegum blaðsins Vinnunnar, sem fylgist með málefnum verkalýðs- hreyfingarinnar, og Iðju, félags verksmiðjufólks á Akureyri í sam- ráði við Valgerði Bjarnadóttur, verkefnisstjóra norræna verkefnis- ins „Brjótum múrana'*. I könnun- inni tóku þátt 37 konur, en svo sem blaðið skýrir frá, var tilgangur hennar að leiða í Ijós að kynfcrðis- leg árcitni ætti sér stað hér á landi, fremur en að vera vísindaleg úttekt á fyrirbærinu. Af handahófi voru valin 50 nöfn af félagaskrá Iðju á Akureyri og féllust 37 konuráaðsvaraspyrlum. Af þeim höfðu tíu orðið fyrir áreitni. Tvær höfðu flúið vinnustað og svæsinn rógur borinn um tvær. Af fimmtán konum sem hafa konu sem yfirmann kvartar aðeins ein um áreitni á vinnustað. Hinar níu eru allar undir stjórn karlmanna, án þess þó að það séu endilega þeir, sem sekir eru um áreitnina. í grein Vinnunnar segir frá konu, sem sneri sér til yfirmanns síns í von um aðstoð en enga fengið:... það er þannig mórall þarna,“ svar- aði hún. Þukl, klúryrði og rógur Nauðgunartilraunir, káf, þukl og önnur snerting, sem þeim sem fyrir verða er á móti skapi, er skilgreint sem kynferðisleg áreitni. Einnig niðurlægjandi athugasemdir, klámbrandarar og önnur ummæli sem beint er gegn starfsmanni, vegna kyns hans, svo og kröfur um samræði í krafti yfirmannsstöðu. Rógburður sem beinist í sömu áttir bættist við þessa viðurkenndu skil- greiningu í umræddri könnun. Niðurstöður könnunarinnar eru í stuttu máli á þessa leið: 8% töldu að kynferðisleg áreitni ætti sér ekki stað á íslenskum vinnustöðum en 62% að hún væri til staðar. 29% „vissu ekki“. Af þeim sem töldu áreitni eiga sér stað höfðu 10 orðið sjálfar fyrir henni. Þrjár höfðu orðið vitni að henni. Lýsingum kvennanna, sem orðið hafa fyrir áreitni af þessum toga, ber að mörgu leyti saman. Þær taka áreitnina nærri sér og leggjast jafnvel í þunglyndi. Þær reyna að forðast vinnufélagann, sem á í hlut, eða hrekjast hreint og beint úr starfi. Slíkt dæmi er tekið í grein Vinnunnar. Varðandi klúryrði og klæmni virðast eldri konur en 35 ára þola það mun verr en yngri konur. Sltkur munnsöfnuður fer vaxandi á vinnustöðum að mati eins viðmæl- anda í könnuninni. Ærlegur kinnhestur Margvíslega virðist brugðist við kynferðislegri áreitni. Sumar bera harm sinn í hljóði, aðrar reka karlmanninum ærlegan kinnhest og hafa hann að spotti. Nýjar starfsstúlkur eru varaðar við af hinum eldri og bent á að bíta frá sér. Fjöldi kvenna taldi hugsanlegt að yfirmaður á vinnustað gæti kom- ið til hjálpar þar sem kynferðislegri áreitni er beitt, eða 16 af 37. Sex konur bentu á trúnaðarmann og jafn margará verkalýðsfélag. Færri nefndu félagsráðgjafa, lækna, vinnufélaga og fjölskyldu. Aðeins tvær töldu að best væri að snúa sér til sérstakrar kvennaráðgjafar eða til hins opinbera. Greinilega kom í Ijós í könnuninni, að konurnar áttu ekki von á miklum stuðningi laga og dómskerfis, enda fslensk lög ákaflega óskýr hvað athæfi sem þetta varðar. Þukl á Alþingi Vinnan hefur áður sagt frá kyn- ferðislegri áreitni í borgarstjórn, að þar ætti sér stað þukl og káf. í lesendabréfi frá fyrrverandi starfs- konu í þinghúsinu, sem látið er fylgja könnuninni, er ritað um kynferðislega áreitni í „hinu háa Alþingi1' Islendinga. í bréfinu segir að „sýknt og heilagt séu á ferð tvíræð orð og „blautlegur kveð- skapur'.'Orðrétt er ritað: „En verst er þó þuklið og þreiíingarnar. Kræfastir í því efni eru x, x og x. Drjúgir við klámið eru x og x.“ (Ekki nafngreint í Vinnunni). Seg- ir og að siðprúðum konum hafi blöskrað allt talið um smokkafar- aldurinn í vetur og gengu verjur manna milli eins og skæðadrífa og hafi steininn tekið úr þegar gripirn- ir sáust í umferð inni í þingsölum. Sjálf skrifar fyrrum starfskona á þingi ekki undir nafni, en kallar til vitnis fyrrverandi starfsfélaga sína sem telja klámið „ljótan blett á þessari „virðulegu“ stofnun og hafa af þessu mikla raun.“ þj Sýningaraðilar og fulltrúar útflutningsráðsins sænska: (f.v.) Esbjörn Skjöld, Ágúst Hafberg, Ágúst Ragnarsson, Bert Kristiansson, Vigfús Geirdal, Reynir Guðmundsson, Guðmundur Ólafsson, Sigurður Daníelsson og Gunnar Ingibergsson, innanhússarkitekt. (Tímamynd: BREIN) Stjórnarmyndunin: Strembnar viðræður Það verður varla sagt að „rífandi gangur" sé í stjórnarmyndunarvið- ræðunum. Stöðugt miðar þó í áttina og sátu hvers slags nefndir á stífum fundum í gær og verður þeim fram- haldið í dag. Stuttur fundur var um hluta beina- grindar af væntanlegum stjórnarsátt- mála í nefnd þeirri sem falið hefur verið að semja liann, en þar sitja Friðrik Sóphusson, Guðmundur Bjarnason og Jón Sigurðsson. Nefndarmenn munu hittast aftur fyrir hádegi í dag. Nefnd sú, sem falið var að fjalla um breytingar á skipan Stjórnarráðs- ins og í sátu Helga Jónsdóttir, Björn Friðfinnsson og Birgir ísleifur Gunn- arsson, lagði einnig hugmyndir sínar fyrir forystumenn flokkanna. Mikið verk var unnið í þeim málum í gær, en engin niðurstaða fékkst. Verður sá þráður tekinn upp snemma í dag. Ekki er talið að sú umræða tefjist mikið úr þessu, enda hafði mikið verk verið unnið í þeim málum af „stjórnarráðsnefndinni“ sem skipuð var í upphafi stjórnartímabils ríkis- stjórnar Steingríms Hermannssonar og skilaði af sér 1984. Ljóst er þó að viðskiptaráðuneytið verður lagt nið- ur í núverandi mynd og utanríkisvið- skiptin fari til utanríkisráðuneytis- ins. Þá er rætt um að taka skref til sameiningar atvinnumálanna í eitt ráðuneyti og hefur möguleikinn á sameiningu sjávarútvegs- og land- búnaðarráðuneytis verið nefndur í því sambandi. Hagfræðinganefndin helduráfram að fínpússa leiðir til að ná inn hinum alkunna milljarði. Skattur á krítar- kort er nú endanlega út úr myndinni, en verið er að athuga leiðir til að láta neytendur í einhverju borga kostn- aðinn af krítarkortaviðskiptunum til að stemma stigu við notkun þeirra. Nú felst vinnan í að að reyna að ná meiru út úr afnámi undanþága frá söluskatti en upphaflega var hugsað. Nefndar hafa verið frekari sölu- skattsálögur á þjónustu og á mat annan en mjólk.kjöt og fisk, en þó þannig að álögurnar verði nokkuð lægri en núverandi söluskattsprós- enta. Má segja að verið sé að feta sig í áttina að nýju söluskattskerfi, lík- lega virðisaukaskatti, sem taki við 1. janúar 1989. þó enn hafi menn ekki kveðið úr um hvaða kerfi það verður. Um þessi mál var fjallað á fundi hagfræðinganefndarinnar með full- trúum Seðlabanka, fjármálaráðu- neytis og Þjóðhagsstofnunar síðdeg- is í gær. ÞÆÓ Viðskiptajöfnuður við Svía óhagstæður: Sænsk vörukynn- ing í tilefni konungskomu Kynning á sænskum vörum, sem í áranna rás hafa rutt sér rúm á innlendum markaði, hefst í dag klukkan 15.30 að viðstöddum for- seta íslands og sænsku konungshjón- unum, en vörusýningin er í tilefni opinberrar heimsóknar þeirra. Sænska sendiráðið á íslandi efnir til sýningarinnar í Scania húsinu við Skógarhlíð 10, sem verður opin til 27. júní. Opnunarræðu flytur Mats Hellström, samstarfsráðherra Sví- þjóðar. Sendiráðið auglýsti ekki eftir sýn- endum, heldur valdi úr umboðshöf- um á íslandi, til þess að geta kynnt þversnið alls þess besta í sænskri tækni og verkmenningu og til að minna á góð viðskipti íslands og Svíþjóðar. Um það bil 30 íslensk fyrirtæki, sem flytja inn sænskar vörur, taka þátt í kynningunni og sýna allt frá stærstu þungaflutninga- bílum til hins fíngerðasta listiðnað- ar. Þó hefur sendiráðið af einhverj- um sökum litið að mestu leyti fram hjá stórum innflutningsþáttum við val á sýninguna, sem eru vörur úr trjáviði og einnig pappír. Auk þess- ara þátta skipa málmvörur, vélar, samgöngutæki og rafeindabúnaður alls konar veglegan sess í innflutn- ingi til landsins. Sænskar vörur voru 9% af inn- flutningsvörum til íslands á síðasta ári, sem náðu þá 0,1% af heildarút- flutningi Svía. Viðskiptajöfnuður er afar óhagstæður, því að vörur þær, sem Svíar flytja frá íslandi, eru ekki nema um þriðjungur afvörukaupum íslendinga í Svíþjóð. Á hinn bóginn ferðast fleiri Svíar til íslands en öfugt. Það yrði þó varla til að rétta viðskiptin af. Agúst Hafberg hjá Isarn tók fram á blaðamannafundi með sýningaraðilum og fulltrúm út- flutningsráðsins sænska í gær að útflutningur hefði aukist verulega að undanförnu, sem rekja má til stór- slyssins í Tjernobyl. Héðan hafa verið fluttar ómengaðar landbúnað- arvörur, meðan þær spilltust erlend- is. Þá hefur verið gerður samningur um byggingu þriggja frystiskipa fyrir ísland í Lunde varv í Svíþjóð, en langt er um liðið frá því skipasmíðar voru sóttar þangað síðast. Viðskipti þjóðanna hvíla á göml- um merg og innflutningurinn stór- tækur í íslenskri viðmiðun. Hann hefur tíðum verið mikilvægur í tækniþróun íslendinga, svo sem vél- bátaútgerð, símamálum, rafvæðingu landsins, samgöngumálum, mennt- un og síðast en ekki síst í kvik- myndaiðn. þj r

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.