Tíminn - 23.06.1987, Qupperneq 4

Tíminn - 23.06.1987, Qupperneq 4
4 Tíminn Þriðjudagur 23. júní 1987. Magnús L. Sveinsson formaður VR um frjálsan opnunartíma: Grípum til yfirvinnubanns „Það er grundvallaratriði að sam- komulag náist um vaktafyrirkomu- lag ef engar reglur eiga að gilda um opnunartfma verslana. Við munum að sjálfsögðu grípa til yfirvinn- ubanns ef við náum ekki viðunandi samningum í því sambandi," sagði Magnús L. Sveinsson formaður Verzlunarmannafélags íslands þegar blaðamaður Tímans innti hann eftir viðbrögðum VR við frjálsum opnun- artíma verslana. Magnús sagðist gera sér fullkom- lega grein fyrir því að núverandi ástand gæti ekki varað til lengdar. Það væri óeðlilegt að misjafnar regl- ur gildi um opnunartíma verslana á höfuðborgarsvæðinu sem væri í raun eitt viðskiptasvæði. En algjört afnám núverandi reglugerðar væri ekki lausnin, því eftir væri sá þáttur sem snýr að starfsfólkinu, þ.e. að tryggja að vinnutími þess yrði ekki óhóflega langur. Magnús sagði VR hafa viljað semja um vaktafyrirkomulag versl- unarfólks, en samningar um það hefðu ekki náðst. Hann sagðist vona að viðunandi samningar um vakta- fyrirkomulag næðust, en sannleikur- inn væri sá að í þau skipti sem reglugerðin hafi verið numin úr gildi hefði Verzlunarmannafélagið tvisv- ar þurft að beita yfirvinnubanni vegna þess að vinnutími fólksins fór svo langt út yfir þau mörk sem hægt væri að una við. Síðast var það 1971 og í kjölfar þess var reglugerðin aftur sett á. Magnús sagði einnig að það lægi ljóst fyrir að aukin þjónusta á kvöld- in og um helgar hlyti að kosta verulegar upphæðir. Hann benti á að launakostnaður í dag í verslunum sé á milli 50 og 60% af rekstrarkostn- aði. Ef allar verslanir gætu haft opið til miðnættis og á laugardögum og sunnudögum án þess að það kæmi fram í hækkuðu vöruverði, þá væri álagning allt of há í dag og væri möguleiki á stórlækkuðu vöruverði Þá bæri að líta til þess að það fólk sem verslar á daginn þurfi að borga ansi mikið fyrir það fólk sem verslar á kvöldin. -HM Opnunartími verslana í Reykjavík: Hagsmunaaðilar á móti alfrjáls- um opnunartíma Neytendasamtökin, Kaup- mannasamtökin og Verzlunar- mannafélag Reykjavíkur eru ekki fylgjandi alfrjálsum opnunartíma verslana í Reykjavík, en tillaga þess efnis var til umræðu í borgar- stjórn á fimmtudagskvöld. Tillög- unni var vísað til seinni umræðu í borgarráði og eru allar líkur á að hún verði samþykkt þar. Ef af því verður munu kaupmenn geta haft verslanir sínar opnar frá kl. 7 að morgni til kl. 23.30 að kvöldi alla daga vikunnar ef þá svo lystir. Formenn ofantaldra hagsmuna- samtaka eru sammála um það að alfrjáls opnunartími verslana geti orðið til þess að stórhækka vöru- verð vegna aukins launakostnaðar. í tillögunni er gert ráð fyrir að verslunareigendur geti einnig haft verslanir sínar opnar að næturlagi, en til þess þurfi að sækja um sérstakt leyfi til borgarráðs. Einu dagarnir sem skilyrðislaust skal hafa verslanir lokaðar verða föstu- dagurinn langi, páskadagur, hvíta- sunnudagur og jóladagur. Gert er ráð fyrir að ný reglugerð taki gildi 1. september í haust. -HM Leiðrétting Tímanum er ljúft og skylt að leiðrétta leiða villu sem kom fram í frétt blaðsins s.l. laugardag. Jón Ólafsson framkvæmdastjóri Skíf- unnar er ekki f nefnd þeirri sem Sjálfstæðisflokkurinn tilnefndi til að finna orsakir ófaranna í síðustu kosningum. Fimmti nefndarmaður- inn er Víglundur Þorsteinsson fram- kvæmdastjóri Steypustöðvar B.M. Vallá. Eru hlutaðeigandi beðnir vel- virðingar á þessum mistökum. Þór Óöinsson spyr: „Hvar er hamarinn?“ Þór sonur Óðins hefur týnt Mjölni, hamrinum góða, en fljótlega kemur í ljós að jötuninn Þrymur hefur gerst svo ósvífinn að stela hamrinum og heimtar hann Freyju í skiptum fyrir verkfærið. Freyja vill að sjálfsögðu ekki vera gefin Þrym og harðneitar að taka þátt í þessum skrípaleik. Loki Laufeyjarson finnur því það snjallræði að dulbúa Þór í brúðarlín og láta hann leika Freyju til að ná aftur hamrinum og öðlast sína fyrri reisn. Þetta er í grófum dráttum sögu- þráður Þrymskviðu, en á henni bygg- ir Njörður P. Njarðvík gleðileik sinn Hvar er hamarinn? sem Þjóðleikhús- ið frumsýndi á M-hátíð á ísafirði í byrjun mánaðarins og var feikivel tekið eins og blaðagagnrýni og al- mannarómur vitnar um. Og þann 18. júní hófst leikför Þjóðleikhússins um Vestfirði og Vesturland með þennan gleðileik. í aðalhlutverkum eru Erlingur Gíslason, sem leikur Þrym, Örn Árnason, sem leikur Þór, Randver Þorláksson, sem leikur Loka og Lilja Þórisdóttir, sem leikur Freyju. -SÓL Utanlandsfarar nær tvöfalt fleiri en 1984 og 29% fleiri en í fyrra: Um 7. hver ís- lendingur út janúar-maí Um 35 þúsund, eða að meðtaltali 7. hver íslendingur, varheimkominn úr utanlandsferð fyrir lok maí á þessu ári. Það er um 8 þús. (29%) fleira en á sama tíma í fyrra og hátt í tvöföldun frá árinu 1984 þegar utanlandsfarar voru um 19.800 á sama tíma árs. Hafi meðalútgjöld hvers ferðalangs verið 40 þús. kr. væri ferðakostnaður þessara 35 þús. ferðamanna um 1.400 milljónir króna, áður en sumarleyfistíminn byrjar. í maí einum voru utanlands- farar um 8.700 sem er 36% fjölgun frá í fyrra og 55% fjölgun frá sama tíma 1985. Á móti settu útlendingar nýtt met í heimsóknum til okkar. Nær 10.300 útlendingar heimsóttu okkur í ma- ímánuði, sem er 23% fjölgun frá í fyrra og 50% fjölgun frá 1985. Frá áramótum hafa um 31.500 erlendir ferðamenn lagt hingað leið sína, sem er fjölgun um 7 þús. milli ára og t.d. meira en tvöfalt fleiri en 1984, þegar aðeins um 14.700 voru komnir í maílok. Aukinn áhugi Norðurlandabúa virðist eiga hvað mestan þátt í í hinni miklu fjölgun erlendra ferðamanna. Af þessum rúmlega 10 þús. í maí voru um 4.200 frá hinum Norður- löndunum, samanborið við um 1.800 af alls um 6.800 ferðamönnum í sama mánuði 1985. Bandaríkja- menn eru hins vegar nær ekkert fleiri en í sama mánuði fyrir tveim árum, nú um 2.800 í maímánuði. Alls hafa um 14.700 Norðurlanda- búar komið hingað frá áramótum eða rúmlega 40% af öllum erlendum ferðamönnum. Bandaríkjamenn voru um 9.700 á sama tíma, en oft hafa þeir verið fleiri en Norður- landabúar. -HEI ísland og Evrópubandalagið: Sameiginleg nefnd ræðir um tolla og lýsisskatt Hér á landi voru staddir í fyrri viku fulltrúar frá 12 löndum Evr- ópubandalagsins til að sækja fund í „Sameiginlegu nefndinni", svo- kölluðu, en það er nefnd sem Evrópubandalagið og fsland skipa í samkvæmt ákvæðum í fríverslun- arsamningnum frá 1972. Eftir að fundi nefndarinnar lauk boðaði viðskiptaráðuneytið til blaða- mannafundar ásamt tveimur full- trúum framkvæmdanefndar Bandalagsins, þeim Benavites y Salas og H. De Lang. Að sögn Þórhalls Ásgeirssonar ráðuneytis- stjóra í viðskiptaráðuneytinu held- ur þessi sameiginlega nefnd fundi tvisvar á ári og ræðir um viðskipti íslands og Evrópubandalagsins. Sagði Þórhallur að þau mál sem mest hafi verið rætt um hafi verið tollar á útflutning okkar til Banda- lagsins, á saltfiski og lýsi. Benti hann á að nýlega hafi verið sam- þykktur 40 þúsund tonna viðbótar- kvóti á saltfisk með 5% tolli, eins og Tíminn greindi frá á sínum tíma. Varðandi lýsistoll sagði Þór- hallur að íslendingar hafi kynnt andstöðu sína við þann toll, en engin lausn væri komin í því máli enn. Benavites talsmaður fram- kvæmdanefndarinnar sagði á blaðamannafundinum að ógern- ingur væri að segja á þessu stigi hvort sérstakur skattur á jurtafeiti og lýsi yrði lagður á innan Banda- lagsins. Sagði hann mikinn þrýsting vera gegn slíkum skatti, bæði frá einstökum aðildarríkjum og einnig frá löndum utan Bandalagsins, eins og t.d. íslandi. Hins vegar sagði hann að Evrópubandalagið stæði frammi fyrir því að geta ekki frestað lengur róttækum aðgerðum til þess að draga úr umframfram- leiðslu á ýmsum landbúnaðaraf- urðum, einkum smjöri og olífuolíu og þessi skattur væri hugsaður sem einn liður í margþættri áætlun til að takast á við þann vanda. Um er að ræða 60-80% skatt á þessar afurðir en raunveruleg krónutala skattsins verður lægri á lýsi en aðra matarolíu þar sem lýsið er mun ódýrara en t. d. smjör og olífuolía. Benavites lýsti ánægju sinni með íslandsheimsóknina, en auk þess að sitja fund sameiginlegu nefndar- innar ræddi hann við þrjá íslenska ráðherra, Matthías Bjarnason, Matthías Mathiesen og Halldór Ásgrímsson. Benavites sagði að á fundi sameiginlegu nefndarinnar hafi verið rætt um samskipti íslands og Evrópubandalagsins í ljósi þeirrar stefnu Bandalagsins að gera aðildarríkin í ríkari mæli eina markaðsheild. Stefnt er að því að koma því í kring fyrir 1992 og því nauðsynlegt að ræða hugsanleg áhrif þess við viðskiptaþjóðir í EFTA. Benavites sagði að ekki hafi verið minnst á það að Evrópu- bandalagið fengi fiskveiðiheimildir innan íslenskrar fiskveiðilögsögu, enda væri þeim Ijós mjög ákveðin afstaða íslendinga í því efni. Loks tilkynnti Benavites um það að utanríkismálanefnd Alþingis hafi verið boðið að sækja heim Evrópuþingið í haust. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem utanríkismála- nefndferíferðafþessutagi. -BG

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.