Tíminn - 23.06.1987, Qupperneq 8

Tíminn - 23.06.1987, Qupperneq 8
8 Tíminn Þriðjudagur 23. júní 1987. Tíminn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinnog Framsóknarfélögin í Reykjavík Fr&mkvæmdastjóri Ritstjórar: Aöstoöarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason NíelsÁrniLund OddurÓlafsson BirgirGuömundsson Eggert Skúlason SteingrímurGíslason Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími 18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaöaprent h.f. Kvöldsímar: 686387 (tæknideild) og 686306 (ritstjórn). Verð í lausasölu 55.- kr. og 65.- kr. um helgar. Áskrift 550.- Útvarpshús í Reykjavík Útvarpshúsið við Efstaleiti í Reykjavík var formlega tekið í notkun sl. föstudag, 19. júní. Byggingarsaga þessa húss er að verða alllöng, og húsbyggingasaga Ríkisútvarpsins er reyndar enn lengri, ef hún er rakin aftur til daga Jönasar Þorbergssonar. Er ástæða tíl að fagna þeim áfanga sem náð hefur verið, þótt enn sé smíðinni ekki lokið að fullu. Saga núverandi útvarpshúss hefst fyrir rúmum 16 árum þegar ákveðið var á 40 ára afmæli stofnunarinnar að stofna sérstakan framkvæmdasjóð Ríkisútvarpsins og ákvæði um það efni fellt inn í útvarpslögin frá 1971. Var svo ráð fyrir gert að 5% af brúttótekjum Ríkisút- varpsins rynnu árlega til framkvæmdasjóðsins, en löngu síðar varsú hundraðstala hækkuð í 10%. FramkVæmdá- sjóðurinn varð við það svo öflugur að hann hefur að kalla verið fær um að fjármagna byggingaframkvæmd- irnar svo ekki hefur verið þörf fyrir að leggja þeim sérstakt fé á fjárlögum. Sem við var að búast um slíka stórbyggingu tók langan tíma að undirbúa eiginlegar byggingafram- kvæmdir, enda var ekki hafist handa um að taka grunn hússins fyrr en árið 1978. Síðan lágu bygginga- framkvæmdir niðri nokkur ár, enda varð útvarpshúsið að bitbeini ráða og nefnda sem töldu sig hafa vald til að ákveða áfanga og byggingarhraða. I árslok 1980, á fimmtíu ára afmæli Ríkisútvarpsins, ákvað þáverandi menntamálaráðherra að losa um tengslin við samstarfs- nefnd um opinberar framkvæmdir í samræmi við þann skilning á lögum um opinberar framkvæmdir að vald þeirrar nefndar næði ekki til framkvæmdasjóðs Ríkisút- varpsins. Var jafnframt skipuð ný byggingarnefnd út- varpshúss og henni falið að hefjast handa um framhald verks þess sem hafið var 1978, og hefur byggingarfram- kvæmdum miðað jafnt og þétt áfram síðan. Hornsteinn útvarpshússins var lagður 5. maí 1983, þegar verkið var komið vel á veg og raunsæ byggingaráætlun fyrir næstu ár lá fyrir. Þótt þeirri byggingaráætlun hafi að vísu ekki verið framfylgt til hins ýtrasta síðustu ár hefur ekki orðið beint uppihald á framkvæmdum, svo að þeim mikilvæga áfanga er náð að starfsemi hljóðvarpsdeildar Ríkisútvarpsins hefur nú verið fiutt í húsið. Miklar breytingar hafa orðið síðustu 2 ár að því er varða útvarpsstarfsemi í landinu. Með nýjum útvarps- lögum var losað verulega um einkarétt Ríkisútvarpsins til rekstrar útvarps- og sjónvarps, og eru þegar komnar til sögunnar margar stöðvar sem ekki eru á vegum þess. Verður tíminn að leiða í Ijós hvert líf þessar nýju stöðvar eiga í vændum og reyndar ekki annars óskandi en að þeim megi vegna vel, því ekki getur það verið markmið í sjálfu sér að öll útvarpsstarfsemi sé á vegum Ríkisútvarpsins. Hins vegar eru þegar uppi raddir um að nýju útvarpsstöðvarnar standi ekki svo í stykkinu sem menningarlegar stofnanir sem af þeim er þó krafist samkvæmt útvarpslögum. Tilkoma nýju útvarpsstöðvanna hefur því orðið til þess að æ fleiri landsmenn setja traust sitt á Ríkisútvarp- ið um að vera - sem það ætíð hefur verið - alhliða menningarstofnun og sá fjölmiðill sem sameinar lands- menn en sundrar þeim ekki eða hólfar niður í menning- arkima, þar sem stjórnendur láta skeika að sköpuðu um heildarmarkmið og áhrif dagskrárstefnu sinnar. Hið nýja hús mun bæta starfsaðstöðu Ríkisútvarpsins og gera því kleift að rækja óaðfinnanlega hlutverk sitt sem forystuaðili á sviði útvarpsstarfsemi í landinu. Með þessu húsi er loks að rætast draumur fyrsta útvarps- stjórans, Jónasar Þorbergssonar um eiginhúsnæði stofn- unarinnar. Hefði verið við hæfi að minrtast hugsjóna- starfs hans rækilega á þessum tímamótum. ‘GARRI Meiðingar í gamni og alvöru Gurri lcs oft ýmislei’t sérkenni- legt i Morgunblaöinu sínu, eins og lesendur hans hafa oröiö varir við. Þannig ininntist blaöiö sjómanna- dagsins á dögunum m.a. með því aö birta viötal viö trillusjómann á Akurcyri sem þjóðkunnur maöur tók, nánar til tekiö Árni Johnsen hlaöamaður og fyrrvcrandi alþing- ismaður. í þessu viðtali var ásamt öðru drepiö á áróöur gegn smábát- um scm sagt var aö kæmi meöal annars frá „hclvítis drullusokkun- um hjá Samhandinu". Aö þvi er Garri hcfur sannfrétt síðan brá sjóinanninum, sem ekki má vamm sitt vita, ■ brún þegar hann sá þetta viðtal. Þótt hann heföi tckið stórt upp í sig kannaðist hann ekki viö aö hafa haft uppi þau orð sem eftir honum voru höfð þarna. Hann brást þá drengilcga við og baö þá sem hlut áttu að máli afsökunar. Jafnframt mun hann hafa fariö fram á þaö viö Morgun- blaöið aö þessi ummæli yröu dregin til baka og bcðist yröi afsökunar á þeim. Gálgahúmorinn Á sjálfan þjóöhátíöardaginn mátti svo sjá eftirfarandi athuga- semd frá Árna Johnsen í Morgun- blaðinu: „/ sjómannadagsblaði Morgun- blaðsins, í riðlali við Ingva Arna- son trillukarlá Akureyri, féllniður setning þess efnis, að víða í sjávar- plássum hefðu sjómenn gaman af gálgahúmor og því töluðu þeir oft tæpitungulaust, bseði í gsimni og alröru, eins og fram ksemi í viðtal- inu rið Ingra. Þar lét hsmn snagg- araleg orð falla um menn og mál- efni án þess að það vseri illa mcint. Ámi Johnsen: Fór offari í skrifum sínum. Beðið er relvirðingar á mistökun- um, orðin áttu engan að meiða. “ Hér sýnist Garra raunar cngu máli skipta hvcrjir urðu fyrir skeyt- inu í viötali Árna Johnsens. Þótt Árni eigi vitaskuld, eins og aörir, leiöréttingu oröa sinna þá er gjörö lians söin þrátt fyrir þetta yfirklór. Og þessi sérkcnnilega skýring er aö sjálfsögöu algjörlega á hans ábyrgö, trillusjómaöurinn á þar engan hlut aö máli. En það er ekki öllum gefið aö geta haldiö því fram að þaö sé allt í lagi aö kalla menn drullusokka, sé þaö aðeins gert í gamni. Og jafnframt hitt aö þaö sé allt í lagi aö kalla menn þessu ónefni, bara ef þaö sé gert í fyllstu alvöru. Rökfestan hér er því greinilega dálítið laus í reipunum. En sam- kvæmt þessu er það þó bersýnilega í hiinnalagi aö kalla Árna Johnsen drullusokk að gamni sínu. Og sam- kvæmt þessu er þaö í jafnmiklu himnalagi aö nefna hann svo ef menn meina það í alvöru. Þetta á engan aö ntciða. Greindarstig fimm ára barna Þjóöviljinn hefur, eins og alþjóö veit, átt viö mikiö cfnishrak aö stríða um nokkurra missera skeið. Út yfir þótti Garra þó taka á laugardag þegar blaðið birti „frétt“ á áberandi stað um ályktun frá cinhverju sem nefnt er „Hiö ís- lenska félagsráðgjafafélag". Þaö fer ekki á milli mála að í þcssari ályktun er beitt því sem Árni Johnsen nefnir gálgahúmor, því að þar ægir öllu saman. Þar er mótmælt launastefnu ríkisstjórnar- innar, nýskipuðum lögreglustjóra í Osló, akstri fjórhjóla utan vega, brestandi buröarþoli, hcimsvalda- og vígbúnaðarstefnu stórveldanna og kosningasigri Thatcher. Ekki er þörf á að rekja þctta lengra, nema hvað í lokin eru veðurguöunum sendar sérstakar þakkir og kunn- gert að félagið niuni næstu daga undirbúa á viðeigandi hátt komu Karls Gústafs Svíakonungs og Silv- íu konu hans. Fullorðnir menn gera sér það stundum að dægrastyttingu að bregða sér niður á þroskastig fimm ára barna og skemmta sér viö aö setja saman ýmsa bölvaöa vitleysu. Slíkt þarf engum aö gera neitt, en hitt tekur þó út yfir allan þjófahálk að gera úr því stórfrétt í dagblaöi. Ef Hið íslenska félagsráögjafafélag er til þá er fréttin því til lítils sóma. Og mikið er efnishrak Þjóðviljans fyrst nienn þar finna sig nauð- bcygða til að nota efni á borö viö þetta. Garri. VÍTT OGBREITT Naflaskoðun orðin að samsæriskenningu r noflorl/Annnor nnl/l/ Árangur naflaskoðunar nokk- urra flokksbrodda Sjálfstæðis- flokksins er nú að koma í ljós og þá bregður svo við að yfirskoðarinn heldur því blákalt fram, að álit skoðunarmanna sé einkar vel til þess fallið að Steingrímur Her- mannsson verði forsætisráðherra næstu ríkisstjórnar. Það er ekki til einskis barist fyrir sjálfstæðismenn að fara loks að ástunda einhverja sjálfsrýni. Eftir ófarir í kosningunum brugðu sjálfstæðismenn á það al- gilda ráð stjórnmálamanna að skipa nefnd. Verkefnið var að kanna og útskýra fylgishrunið og benda á leiðir til að koma í veg fyrir frekari uppdráttarsýki. Skýrslan er nú tilbúin og aðalefni hennar var rakið á miðstjórnar- fundi s.l. föstudag. Eins og góðum fréttamiðii sæmir birti Tíminn inntak úr áliti nefndar- innar á laugardag. Heimildirbiaðs- ins eru þess eðlis að þær verða ekki vefengdar. En upp rýkur naflarýnirinn mikli, Friðrik Sophusson, varafor- maður Sjálfstæðisflokksins, og fer mikinn í hverjum ljósvakafjölmiðl- inum af öðrum, og hefur nú fengið þá vitrun, að verið sé að nota skýrslu sína til að lauma Steingrími Hermannssyni í stól forsætisráð- herra. Vegir stjórnmálanna eru oft ó- rannsakanlegir og hvern hefði órað fyrir því að yfirskoðunarmaður íhaldsnaflans sparkaði forsætisráð- herrastólnum yfir til Framsóknar með því einu að þylja efnisúrdrætti úr skýrslu yfir miðstjórn Sjálf- stæðisflokksins. Og svo er vaðið uppi í fjölmiðl- um og Tímanum kennt um. Samsærið mikla Morgunblaðið hefur eftir vara- formanni Sjálfstæðisflokksins og yfirnaflaskoðara, að frétt Tímans um gónið á gatið á maga íhaldsins sé „alger heilaspuni.“ Og samsæris- kenningin er áréttuð. Innanflokks- nefndin gerir Þorstein Pálsson ábyrgan fyrir fylgishruni flokksins. Ergo: Steingrímur á að verða for- sætisráðherra. Fréttaskýring um gang stjórnarmyndunarviðræðna á öðrum stað í blaðinu á að taka af öll tvímæli. Samkvæmt heilaspuna formanns naflaskoðunamefndar er hér lag- lega að verki staðið af hálfu Tímans. En honum og öðrum til minnis er rétt að fram komi að Tíminn hefur ekkert með skýrslugerð nefndar hans að gera og enn síður tímasetningu á því hvenær hún var kynnt. Tíminn skýrði aðeins frá nokkrum þeirra atriða sem fram koma í nefndarálitinu. Það er meira að segja vafasamt að kenna Tímanum um, eða þakka, að Sjálf- stæðisflokkurinn glutraði niður þriðjungi fylgis síns. Nefnd Friðr- iks Sophussonar er ekki á vegum Tímans og skyldi maður ætla að hann viti það eins og hitt, að nefndarálitið er samið af honum sjálfum og samrýnurum. Best geymt undir teppi DV birti frétt um naflaskoðun- ina í gær og eru þar talin upp svipuð ámæli sem flokkur og for- ysta fá í títtnefndri skýrslu og jafnvel fastar að orði kveðið en í Tímafréttinni. Fróðlegt væri að fá að vita hvað yfirskoðunarmaður fylgishruns hefur um þann frétta- flutning að segja. Ný samsæris- kenning? Eða undir hvern eru fréttamenn DV að skjóta stóli forsætisráðherra með því að birta útdrátt heilaspuna naflaskoðar- anna um ófarir íhaldsins? Væntanlega kemur að því að skýrsla valinkunnra flokksmanna um hrunadans Sjálfstæðisflokksins verði birt. Þá mun ekki verða stætt á því lengur að kenna öðrum um hvað í henni stendur. Annars er það helst að heyra á varaformanninum að alit sé í lukk- unnar velstandi í Sjálfstæðis- flokknum og Morgunblaðið hefur eftir honum í allri sinni hógværð, að í skýrslunni sé vikið að ýmsum ágreiningsmálum sem upp hafa komið innan flokksins. DV vitnar í „skýrslu einnar undimefndar naflaskoðunamefnd- ar“ í sinni frétt. Þar er veist að formanni og framkvæmdastjóra flokksins. Forystan er gagnrýnd fyrir að sinna ekki viðhaldi, endur- nýjun og forystu í flokksstarfi. Starfsemi flokksins er máttvana. Aðgerðaleysi forystumanna. Val- höll er dauðs manns gröf. Mistök í áróðri. Miðstjórnin stöðutákn, en ekki til að leysa verkefni. Þing- flokkurinn nýtist ekki í félags- og stefnumótun. Ef naflaskoðunarnefnd og undir- nefndir hennar verða felmtri slegn- ar þegar þær sjá eigin niðurstöður á prenti og vilja ekkert við þær kannast, væri best fyrir þær að sópa hugverkum sínum undir teppi og láta eins og engin naflaskoðun hafi átt sér stað. Samsæriskenningar væru þá líka best geymdar undir teppinu. OÓ

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.