Tíminn - 23.06.1987, Blaðsíða 9

Tíminn - 23.06.1987, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 23. júní 1987. Tíminn 9 VETTVANGUR lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll !|lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll Sigtryggur Stefánsson byggingarfulltrúi Akureyri: Eftirliti verið ábóta vant um allt land - og víöa í algeru lágmarki Sjónarmið byggingarfulltrúa - eftirlitsmanna - hafa lítið komið fram í þeirri miklu umræðu sem að undanförnu hefur farið fram um þolhönnun og eftirlit með burðarþoli bygginga. Tímanum þótti því ástæða til að fá að birta eftirfarandi erindi sem Sigtryggur Stefánsson byggingarfulltrúi á Akureyri flutti á ráðstefnu sem félagsmálaráðherra boðaði til um þetta efni 18. júní s.l. Til þessarar ráðstefnu er boðað af félagsmálaráðuneytinu í tengsl- um við könnun á burðarþoli mann- virkja sem gerð hefur verið og þær opinberu umræður sem fram hafa farið í sambandi við hana. Eg vil taka það fram að ég er hér frum- mælandi á vegum hins nýstofnaða félags byggingarfulltrúa. Þetta fél- ag var stofnað haustið 1985 og er höfuð markmið þess að samræma störf allra byggingarfulltrúa, koma á framfæri tillögum að breytingum á þeim lögum og reglugerðum sem í gildi eru og við teljum að betur mætti fara, og síðast en ekki síst, vinna að bættri starfsaðstöðu bygg- ingarfulltrúa almennt. Aður en lengra er haldið tel ég eðlilegast að fara nokkrum orðum um þær skýrslur og kannanir sem fyrir liggja og eru ástæðan fyrir því að þessi ráðstefna er haldin. Hinn 12. nóv. 1985 skipaði fél- agsmálaráðherra nefnd sem kanna skyldi ástand og þolhönnun bygg- inga og ef ástæða teldist til, koma þá með tillögur til úrbóta. Nefndin skilaði áliti sínu 19. mars 1986. í sjálfu sér kemur þessi skýrsla eng- um á óvart sem fylgst hefur með hönnun mannvirkja á undanförn- um árum, ekki bara hér á höfuð- borgarsvæðinu, heldur einnig um allt land. Þó að ég sé ekki sammála nefndinni á öllum sviðum þá eru þar atriði sem leysa má með nánari skoðun og umræðum, eins og t.d. viðkomandi tillögu sem sett hefur verið fram varðandi prófraunir hönnuða í sambandi við löggild- ingu, sem ég tel óraunhæfa. Það sem aðallega vekur mann til umhugsunar er hvernig staðið var að framhaldi á skoðun og umræð- um um þessi mál. í áðurnefndri skýrslu er gert ráð fyrir því að nánari athuganir verðir gerðar, sem ekki er óeðlilegt miðað við framkomnar niðurstöður. í sam- ræmi við tillögur nefndarinnar er R.B. falin stjórnun rannsóknarinn- ar og þeim falið að tilnefna til þess hæfa sérfræðinga. Sérfræðinganefnd R.B. skilaði áliti sínu 27. mars s.l. Einhvern- tíma var sagt þegar óhugnanlegan atburð bar að höndum, „íslands óhamingju verður allt að vopni", ég segi „allt verður þessari tækni- mannastétt til óláns“, í það minnsta þeim aðilum sem stunda mannvirkjahönnun. Við lestur rannsóknarskýrslunnar hljóta að vakna ýmsar spurningar, svo sem með hvaða hugarfari er þessi rann- sókn gerð? Þegar opinbert varð hverjir voru hönnuðir þeirra húsa sem tekin voru til athugunar virðist augljóst að spjótum var aðallega beint að embætti byggingarfulltrú- ans í Reykjavík, bæði persónulega og að innra starfi embættisins almennt. Það þýðir ekkert fyrir nefndarmenn að koma fram með yfirlýsingar á eftir um að svo hafi ekki verið meiningin, öll umfjöllun fjölmiðla og manna á milli um málið staðfestir betur en nokkuð annað að um beina árás á viðkom- andi embætti er að ræða, svo ósmekklegur og lágkúrulegur sem framgangsmátinn er. Þessir sér- fræðingar hafa ekki haft svo mikla siðferðistilfinningu að þeir gætu gert sér ljósa þá niðurlægingu sem þeir myndu leiða yfir alla kollega sína og þá um leið sjálfa sig með birtingu svo illa gerðrar skýrslu. Við verðum að gera okkur grein fyrir því að álit hins almenna borgara á þeim tæknimönnum sem hanna mannvirki hefur vægast sagt verið í lágmarki, ég vona að nú sé botninum náð, ég get ekki ímynd- að mér að neðar verði komist. Það er óhjákvæmilegt annað en að taka til athugunar þátt R.B. í framkvæmd umræddrar könnunar. Eins og rannsóknarskýrslan ber með sér er það fulltrúi R.B. sem semur skýrsluna og má því gera ráð fyrir að hann hafi haft töluverð áhrif á gerð hennar, frágang og hvernig hún yrði framlögð. Þáttur R.B. í þessu máli er því ekki svo lítill og ábyrgð í samræmi við það. Það hlýtur að flokkast undir meiri- háttar siðleysi af opinberri stofnun að láta slíkt plagg sem skýrslan er frá sér fara. Ég held að upp sé kominn mikill trúnaðarbrestur mílli þeirra sem starfa við byggingariðn- aðinn almennt og R.B. sem leiða mun til tortryggni og vantrúar á störf þeirra um langa framtíð. Það virðist augljóst að niðurlæging R.B. er í samræmi við niðurlæg- ingu hönnuða, ef hönnuðum skyldi vera það til einhverrar huggunar. Ég álít að tímabært sé að fram fari opinber rannsókn á starfsemi R.B., ekki hvað síst í Ijósi þess að starfsmenn stofnunarinnar hafa myndað með sér hlutafélag í þeim tilgangi að annast í aukavinnu, sérfræðilega hönnun mannvirkja. Menn geta svo spurt sig hvað er siðferði. Einhverjir kunna að telja það öfgakennt að kenna í brjósti um ráðherra að vera umgefinn slíkum ráðgjöfum, en ég geri það nú samt. Umsögn um rannsóknar- skýrsluna er því stutt og einföld, - hún verður að teljast marklítið plagg, án forsenda og marktækrar niðustöðu og gerða af vanhæfum mönnum. Ég læt nú lokið umfjöllun um skýrslur og kannanir og sný mér að verðugra verkefni, það er skipan byggingarmála almennt og hvernig staðið er að byggingareftirliti og hönnun mannvirkja. Samkvæmt gildandi byggingar- lögum eru öll sveitarfélög skyldug til þess að hafa starfandi byggingar- nefnd og byggingarfulltrúa á sínum snærum, þó er heimild í lögunum fyrir því að fámenn sveitarfélög geti sameinast um kosningu s.k. svæðisbyggingarnefnda og ráðn- ingu byggingarfulltrúa. Því miður náðist ekki samkomulag í endur- skoðunarnefndinni um að lögbinda ákveðna svæðaskiptingu í landinu, þar af leiðandi hefur skipan bygg- ingarmála í hinum dreifðu byggð- um algjörlega farið úr skorðum svo í þeim efnum rt'kir hinn mesti glundroði. Þessir sérfræðingar hafa ekki haft svo mikla siðferðistilfinningu að þeir gætu gert sér Ijósa þá niðurlægingu sem þeir myndu leiða yfir alla kollega sína og þá um leið sjálfa sig með birtingu svo illa gerðrar skýrslu. Við getum gert okkur í hugar- lund starfsaðstöðu byggingarfull- trúa í sýslufélagi með, segjum tuttugu sveitarfélög innan sinna vébanda. Ef farið er eftir bygging- arreglugerð gæti hann þurft að halda tuttugu byggingarnefndar- fundi á mánuði. Verst tel ég þó ástandið vera þar sem minni sveit- arfélög eru að berjast við að halda uppi slíkri starfsemi hvert fyrir sig, án þess að hafa til þess fjárhagslega getu, afleiðingin verður því sú að til eftirlitsstarfa ráðast vanhæfir starfskraftar og byggingarnefndir verða oftast lítt starfhæfar. Þegar byggingarlögin tóku gildi árið 1978 hóf ég umræður við sveitarstjórnarmenn heima í hér- aði og kynnti þeim þá möguleika á breytingum varðandi skipan bygg- ingarmála samkvæmt heimild í lögunum. í ljós kom ríkjandi skiln- ingur heimamanna á málinu, þann- ig að um áramótin 1980-’81 höfðu 14 sveitarfélög gert með sér sam- komulag um svæðaskipan sem byggðist á landfræðilegri legu þeirra og félagslegum samskiptum. Á svæðinu eru starfandi tvær 7 manna byggingarnefndir, með ein- um fulltrúa frá hverju sveitarfélagi og einn starfandi byggingarfulltrúi. Það má kannski segja að hér sé farið út fyrir það afmarkaða um- ræðusvið sem þessi ráðstefna gerir ráð fyrir, þó tel ég svo ekki vera. Það hlýtur að vera grundvallar- atriði að almenn skipan þessara mála sé í viðunandi lagi. Það mun hafa verið ákveðið að byggingarlög og reglugerð skyldi endurskoðast innan tveggja ára frá gildistöku þeirra. Nú eru liðin átta ár frá setningu reglugerðarinnar, mér vit- anlega hefur engin heildar endur- skoðun farið fram og má það heita meiriháttar sleifarlag af hálfu við- komandi yfirvalda, en þetta er ef til vill einkennandi fyrir það hörmulega ástand scm ríkir á flestum sviðum í byggingariðnaðinum. Ég get fullvissað viðkomandi yfirvöld um það að þau eru mörg atriðin í byggingarlögunt og reglugcrð sem betur mættu fara og sunt atriði þannig úr garði gerð að við ríkjandi ástand er útilokað að framfylgja þeim. Við í félagi byggingarfulltrúa gerum kröfu til þess að slík endur- skoðun verði gerð hið bráðasta, einnig að til slíks starfs verði fengnir aðilar sent hafa rcynslu í störfum sem eftirlitsmenn en ekki einhverj- ir byrokratar í Reykjavík. Eins og áður er getið hafa allar umræður beinst mjög að bygging- arfulltrúanum í Reykjavík ogemb- ættisrekstri hans. Ég ætla ekki hér að halda uppi vörnum fyrir hann, um það er hann einfær, enda tel ég að öll umfjöllun hafi þróast þannig að aðal sökudólganna sé annars staðar að leita. Okkur, sem við eftirlit störfum hefur lengi verið ljóst að því hefur verið ábótavant um allt land og víða mun það vera í algjöru lágmarki og til þess liggja nokkuð margar ástæður. I fyrsta lagi er ríkjandi skipulagsleysi í grundvallaratriðum, sem orsakar miklaerfiðleika. í byggingarnefnd- um minni sveitarfélaga ræðst af- staða nefndarmanna meira af til- litssemi við nágrannann en af lög- um og reglum. Víða úti um land eru byggingarfulltrúar neyddir til að hafa skrifstofuþjónustu á heim- ilum sínum vegna aðstöðuleysis. Mestu erfiðleikarnir eru þó við öflun teikninga. Það virðist ríkj- andi skoðun hönnuða að það þurfi ekki merkileg plögg handa þekk- ingarsnauðum dreifbýlismönnum og flest er talið fullgott handa ekki merkilegra fólki, það skiptir ekki máli frá hvaða aðila gögnin koma, gæðin eru svipuð. Sérstaklega er áberandi tillitsleysið og hrokinn sem einkennir framkomu hönnuða sem starfa á hinum stærri verk- fræðiskrifstofum, þeir virðast telja að við úti á landi séum ekki fær um að gagnrýna þeirra vcrk. Svo langt hefur gengið að þeir álíta að okkur komi málið ekki við. Skyldi bygg- ingarfulltrúinn í Reykjavík hafa orðið fyrir svipaðri reynslu. Einnig er mjög ríkjandi virðing- arleysi manna fyrir teikningum. Ekki er það óalgengt að þær séu meira taldar til þeirra plagga sem nauðsynlegt er að útvega vegna lántöku til framkvæmdanna, held- ur en til þess að byggja eftir og eiga tæknimenn mikla sök á þessu ástandi sem orsakast af illa útfærð- um teikningum. Eftirlit er yfirleitt heldur óvinsælt starf, sama í hverju það er fólgið, það er því mjög þýðingarmikið að almcnningur sé vel upplýstur um hvaða tilgangur sé með því - að við séum fyrst og _ fremst að gæta hagsmuna byggj- andans, eða þess sem leggur í verkið alla sína fjármuni og oftast meira til. Ég hefi reynt að gera grein fyrir ástandi í mannvirkjagerð, þessi fáu orð gefa þó engan veginn tæm- andi lýsingu á því, en nóg í bili. I framhaldi af þessu er ekki annað réttara en að koma á framfæri raunhæfum tillögum til úrbóta. Byggingarfulltrúar hafa töluvert hugleitt þessi vandamál og ég held að ég mæli fyrir ntunn okkar allra þegar ég tel upp eftirfarandi atriði sem þurfi fyrst og fremst og án tafar að skoða. 1. Nú þegar verði hafist handa við endurskoðun byggingarlag.. og reglugerðar. 2. Öll ákvæði og staðlar viðvíkj- andi þolhönnun mannvirkja og öðrum sérteikningum verði tekin út úr reglugerð og gefin út sérstak- lcga. 3. Unnið verði markvisst að því að upplýsa almenning um þýðingu byggingareftirlitsins til þess að eyða þeirri tortryggni sem virðist ríkjandi milli þessara aðila. 4. Þolhönnuðum sé skilyrðislaust gert skylt að skila inn til byggingar- fulltrúa öllum útreikningum sam- hliða teikningum varðandi þol- hönnun áður en byggingarfram- kvæmdir hefjast, ásamt öllum sér- teikningum. 5. Embætti byggingarfulltrúa séu efld svo þau geti yfirfarið gögn á eigin vegum. í þcssu sambandi teljum við út í hött að leita þurfi í því efni aðstoðar utanaðkomandi sérfræðinga nema í tilfellum sem flokkast undir undantekningar. 6. Stuðlað verði að auknum tengslum milli hönnuða og iðn- meistara og kröfur um aukna menntun iðnmeistara verði gerðar ásamt endurkoðun meistarakerfis- ins í heild. Það er öllum Ijóst að vinnubrögð á byggingarstað eru ákaflega misjöfn og óhjákvæmi- lega hafa þau mikil áhrif á endanleg gæði mannvirkisins. Þegar svo illa tekst til að á einum stað samcinast léleg hönnun, slæm vinnubrögð og jafnvel léleg steypa, þá geta gæðin ekki orðið nema á einn veg. 7. Herða mjög eftirlit með steypuframleiðslu á einingum framleiddum utan byggingarstaða og að steypuframleiðendur verði skyldaðir til að hafa á reiðum höndum niðurstöður yfir rann- sóknir á steypugæðum með ákveðnu millibili og skila því inn til byggingareftirlitsins á hverjum stað. Góðir fundarmenn; er nú ekki mál ao linni. Umræður undanfarn- ar vikur hafa verið hörmulegar. Fram í dagsljósið hefur komið hópur einstaklinga sem er ekki því siðferðisþreki gæddur að þeir gætu komið á framfæri aðfinnslum og tillögum til úrbóta án þess að draga kollega sína og alla stéttina niður í svaðið. Ég spyr - var ekki mögu- legt að miðla slíku á annan og mannlegri hátt. Við skulum minnast þess að stétt tæknimanna á fslandi er ung og á margt eftir ólært, við þurfum svo sannarlega á aðstoð hvers annars að halda. Það vantar ekki að við höfum með okkur félagasamtök, en þau virðast ekki síður en ein- staklingarnir hafa misst öll mann- leg sjónarmið svo helst er að finna þar ósvífinn menntahroka og skiln- ingsleysi, þessi samtök hafa að mestu látið undanfarandi deilumál sig litlu skipta. Fátt er þó svo með öllu illt að ekki fylgi nokkuð gott. Ég tel umræðurnar undanfarandi vikur hafa leitt í ljós hver staða okkar er í samfélaginu. Við eigum engan möguleika annan en að snúa vörn í sókn og gera það með reisn og að siðaðra manna hætti.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.