Tíminn - 23.06.1987, Síða 13

Tíminn - 23.06.1987, Síða 13
Þriðjudagur 23. júní 1987. Tíminn 13 llllllll ÚTLÖND llllllllllllll Shanghæborg: lllvirkjar vaða uppi Pekíng-Rculcr Mikil alda glæpa og annarra óhæfuverka flæðir nú yfir Shang- hæborg í Kína, helstu iðnaðar- borg þessa fjölmennasta ríkis heims. Þetta kom fram í frétt í blaðinu Wen Hui Bao sem gefið er út í borginni. Blaðið hafði eftir embættis- manni í borginni að fjöldi alvar- legra glæpa á fyrstu fimm mánuð- um þessa árs hefði aukist mikið, eða um tvo þriðju, miðað við sama tímabil í fyrra. Engar nákvæmar tölur voru gefnar upp en embættismaðurinn minntist þó á að 63 innbrot hefðu verið framin á fyrstu fjórum mán- uðunr þessa árs en alls hefðu 89 innbrot verið framin á öllu síðasta ári og 58 árið 1985. Samkvæmt fréttinni eru nú fleiri morð framin en áður og einnig eru leigubílastjórar oft og einatt rændir. Áströlsk bændahjón: Óánægð með olíufund Rockhampton, Ástralía-Rcutcr Flest fólk yrði ánægt ef það fyndi olíu í bakgarðinum hjá sér. Þetta á þó ekki við um Dick og Irenu Stevensen, áströlsk bændahjón. Þau lögðu allt sparifé sitt í að bora holu í bakgarðinum hjá sér og von- uðust til að finna þar vatn. Borað var og borað, allt niður á 1.170 metra dýpi, og viti menn, þau komu niður á vatn. Vatnsflaumurinn var þó varla nreira en spræna og Stevensenhjónin snéru óánægð á braut. Þegar þau komu aftur að holunni hafði vatnið breyst í olíu og sérfræðingar á því sviði rannsaka nú magn og gæði hennar. Dick og Irena eru þó ekki ánægð: „Við viljum ekki vera milljónamær- ingar“, segir Irena og bætir við: „Við vildum ná í vatn fyrir nautgripi okkar, ekki olíu. Hvað er hægt að gera við hana?“ Holland: Beðið fyrir betra veðri Hópur kaþólskra manna í Hol- landi bað um helgina presta í söfnuði sínum að biðja fyrir betra veðri. Kaþólikkarnir eru orðnir þreyttir á rigningum og óvenju köldu veðri sem herjað hefur á íbúa meginlands Evrópu að undanförnu. Mjög votviðrasamt hefur verið í Hollandi það sem af er þessum mánuði og reyndar hefur ekki rignt meira í nokkrum júnímánuði síðan mælingar hófust þar í landi. ÚTLÖND \ Reiðhjól til sölu Kalkhoff stelpureiðhjól til sölu. Upplýsingar í síma 75382, eftir kl. 18.00. Útboð Tilboð óskast í uppsteypu sökkla og kjallara fyrir félagsheimili á Hólmavík. Útboðsgagna má vitja á skrifstofu Hólmavíkurhrepps og á Teiknistofunni Óðinstorgi gegn 5.000,- kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á skrifstofu Hólmavíkurhrepps miðvikudaginn 8. júlí 1987 kl. 11.00. Sveitastjóri Hólmavíkurhrepps TÖLVUNOTENDUR Við í Prentsmiðjunni Eddu hönnum, setjum og prentum allar gerðir evðublaða fvrír tölvuvinnslu. Smiðjuvegi 3, 200 Kópavogur. Sími 45000 FIAT dráttarvélar: ÞÆR MEST SELDU í VESTUR-EVRÓPU UMBOÐSMENN OKKAR - YKKAR MENN UM LAND ALLT Vélabær hf. Andakílshr. S. 93-5252 Ólafur Guðmundsson, Hrossholti Engjahr. Hnapp. S. 93-5622 Dalverk hf. Búðardal S. 93-4191 Guðbjartur Björgvinsson, Sveinsstöðum, Klofningshr. Dal. S. 93-4475 Vélsm. Húnv. Blönduósi S. 95-8145 J.R.J. Varmahlíð S. 95-6119 Bílav. Pardus, Hofsósi S. 95-6380 Bílav. Dalvíkur, Dalvik S. 96-61122 Dragi Akureyri S. 96-22466 Vélsm. Hornafjarðar hf. Höfn S. 97-8340 Víkurvagnar, Vík S. 99-7134 Ágúst Ólafsson, Stóra Moshvoli, Hvolsvelli S. 99-8313 Vélav. Sigurðar, Flúðum S. 99-6769 Vélav. Guðm. Og Lofts Iðu S. 99-6840 - okkar heimur snýst um gxði Einkaumboð fyrir FIATAGRI á íslandi Lágmúla 5, sími: 91-681555 Bera hæst i harðri samkeppni. Það er áreiðaniega vandfundinn traustari gæðastimpill á dráttarvél en sá að hún skuli vera sú mest selda i Vestur-Evrópu. Samkeppnin er hvergi harðari en einmitt á því markaðssvæði. Það er heldur engin tilviljun, þegar höfð er í huga öflug rannsóknar- og þróunarstarfsemi FIAT verksmiðjanna í 60 ár. Uppskriftin að velgengni FIAT dráttarvélanna liggur i framúrskarandi fjölhæfni þeirra, rekstrarhagkvæmni og þeirri miklu áherslu sem lögð er á þægindi og öryggi stjórnandans. Afar fjölbreyttur búnaður er innifalinn í verðinu á FIAT dráttarvélunum, s.s.: 1. Læst framdrif 2. Tveggja hraða aflúttak 3. Lyftutengdur dráttarkrókur 4. Tvö tvívirk vökvaúttök 5. 12 hraðastig áfram/12 aftur á bak 6. Yfirstæró á dekkjum 7. Hljóðeinangrað ökumannshús 8. Útvarp og segulband 9. Veltistýri og m.fl. ’Verð: 60-90 hestöfl kr. 779.000,- 70-90 hestöfl kr. 829.000,- 80-90 hestöfl kr. 879.000,- Verð miðað við gengi 4.6. '87

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.