Tíminn - 30.06.1987, Blaðsíða 2

Tíminn - 30.06.1987, Blaðsíða 2
2 Tíminn Þriðjudagur 30. júní 1987' Stjórnarmyndunarmenúett Jóns Baldvins á enda: Sjálfstæðisfíokkurinn hafnaði landbunaðar" Dramatískum kafla í stjórnar- myndunarviðræðunum undir for- ' ystu Jóns Baldvins Hannibalssonar lauk í gærkvcldi þcgar Jón skilaði forseta íslands umboði sínu og , lýsti því yfir að hgnn bæri ekki ábyrgð á því hvernig farið hafði. Viðræðurnar náðu hámarki um miðnættið á sunnudagskvöld eftir 11 kiukkutíma fundarhöld í Al- þingi. Þá lá á borðum þingflokk- anna þriggja tillaga að uppstillingu ráðuneyta, sem ekki tókst að sætt- ast á og var því viðræðunum hætt að sinni. Eftir að Þorsteinn Pálsson varp- aði fram afarkostum sínum s.L fimmtudag hefur stöðugt verið teit- að leiða í verkaskiptingunni til að tryggja það að hlutfallslegt valda- jafnvægi ríki milli flokkanna Þriggja- Það hefur berlega ræst að Þor- steinn Pálsson ætlaði sér ávallt að verða málamiðlun í forsætisráð- herrastólinn, en á saina tíma að halda fast í að fá þrjá ráðhcrra í viðbót, þrátt fyrir það að forsætis- ráðuneytið sé almennt talið hafa tvöfalt ígildi á við önnur ráðuneyti. Þorsteinn segir nei við landbúnaðar- og heilbrigðismálum Það hefur ekki þótt síður merki- legt að Sjálfstæðisflokkurinn hafn- aði gjörsamlega frá upphafi við- ræðnanna að taka landbúnaðar- ráðuneytið. Þykir mörgum ábyrg afstaða stærsta flokks landsins hafa beðið þarna alvarlegan hnekki, að neita hreint og klárl út frá byrjun að taka að sér ákveðinn þá'tt lands- stjórnarinnar sé út í hött. Þá herma sömu heimildir að Sjálfstæði- sflokkurinn. hafi einnig hafnað að taka að sér heilbrigðisráðuneytið, enda reynslunni TíkarLaf Borgar- spftalamálinu fyrr í vetur. Lokatillaga Þegar allt um þraut og Jón Baldvin gafst upp lá eftirfarandi tillaga um verkefnaskiptingu á borðum þingflokkanna og var þar Sjálfstæðisflokkur og væntanlega Þorsteinn Pálsson í forsæti. Sjálfstæðisflokkur - forsætisráðuneytið - dómsmála- og kirkjumálaráðuneyti - iðnaðarráðuneytið ,- 'menntamálaráðuneytið - forseta Sameinaðs þings Framsókn - utanríkisráðuneytið með utan- ríkisviðskipti - landbúnaðarráðuneyti . - sjávarútvegsráðuneyti - heilbrigðisráðuneyti - formann fjárveitinganefndar AJ þingis Alþýðuflokkur - fjármálaráðuneyti - viðskiptaráðuneyti (bankamál) - félagsmálaráðuneyti - samgönguráðuneytið - formann utanríkismálanefndar Steingrimur vildi fækka ráðherrum Þama er um að ræða tillögu sem Steingrímur Hermannsson hafði lagt fyrir hina formennina, en henni breyttu síðan alþýðuflokks- menn án nokkurs samráðs við þingflokk framsóknarmanna í sam- ræmi við þarfir Sjálfstæðisflokksins með því að leggja til að hann fengi fjóra ráðherra. Tillaga Steingríms fól hins vegar í sér að hver flokkur fengi 3 ráðherra, ef Þorsteinn fengi forsæti. Var þessi skipting af hálfu framsóknarmanna talin nauðsyn- leg til að tryggja eðlilega og réttláta valdaskiptingu innan ríkisstjómar- innar, og um hana hafði ávallt verið full samstaða milli Framsókn- arflokks og Alþýðuflokks. Yfirleitt hefur forsætisráðherra- embættið verið talið mikilvægasta ráðherraembættið og því haldið fram að það hafi tvöfalt vægi á við önnur ráðuneyti. Framsóknar- menn hafa litið þannig á máiin og þegar þeir samþykktu möguleik- ann á að Þorsteinn Pálsson fengi að leiða þessa stjórn, þá þótti fram- sóknarmönnum eðlilegt að Sjálf- stæðisflokkurinn gæfi í einhverju eftir af fyrra skilyrði sínu um fjóra ráðherra og fimm ráðuneyti. Því gerðu framsóknarmenn það að tillögu sinni að ráðherrum yrði fækkað í níu alls og fengi hver flokkur þrjá ráðherra, að öðrum kosti að Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur fengju fjóra ráðherra hvor og Alþýðuflokkur þrjá. Sjálfstæðismenn snerust önd- verðir gegn þessari tillögu og við það sat þegar Jón Baldvin hleypti mannskapnum út úr Alþingishús- inu. Vantraust á formann og varaformann Framsóknarflokks Er mikii reiði meðal framsókn- armanna, sem þykir ekki mikið um vilja hinna flokkanna til stjómar- myndunar, sérstaklega þar sem þeir buðu upp á valkosti í verkefna- skiptingunni með forystumönnum allra flokka í forsæti. En aldrei kom tillaga um Steingrím sem forsætisráðherra frá hinum flokk- unum. Þykir mörgum þetta bein- línis vantraust á Steingrím Her- mannsson. Heimildir herma enn- fremur að Sighvatur Björgvinsson og Karvel Pálmason standi stífir gegn því að Framsóknarflokkurinn fái sjávarútvegsráðuneytið og um- fram allt að Halldór Ásgrímsson verði áfram sjávarútvegsráðherra. Túlka framsóknarmenn þetta á sama veg, sem algert vantraust á störf Halldórs undanfarin fjögur ár. Þykir þetta viðhorf þingmanna Alþýðuflokksins ekki bæta það ágæta andrúmsloft sem myndast hafði á milli þessara tveggja flokka varðandi málefnin. ÞÆÓ Svavar Gestsson i ■ - formaöur Alþýðubandalagsinsum hugsan- legar viðræöur félagshyggjuflokka: „Höfum heyrt hvert í öðru“ Þorsteinn Pálsson og þingflokkur Sjálfstæðisflokks: Þarf að reyna þetta mynsturtil þrautar Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins kom saman til fundar síðdegis í gær til þess að ræða breytta stöðu í stjórnarmyndunarviðræðum. Þing- flokkurinn tók þá afstöðu að annað væri óverjandi en að halda áfram stjórnarmyndunarviðræðum Fram- sóknar, Sjálfstæðisflokks og Al- þýðuflokks. Þorsteinn Pálsson sagði í gær að það væri óábyrgt ef þessir flokkar gerðu ekki úrslita Þorsteinn Pálsson kemur af fundi forseta í gær. atrennu að stjórnarmyndun. Það væri ekki gerlegt að láta slitna upp úr viðræðum vegna spurningarinnar um hvort bætt yrði við einum ráð- herra í ríkisstjómina eða ekki. „Ef þessi stjórnartilraun mis- heppnast þá erum við tilbúin til viðræðna um þátttöku í ríkisstjórn. Þar höfum við lagt áherslu á að kanna að minnsta kosti möguleika á myndun ríkisstjórnar svokallaðra félagshyggjuflokka, eða nánar til- tekið fjögurra flokka stjórnar, ann- arra flokka en Borgaraflokks og Sjálfstæðisflokks," sagði Svavar Gestsson formaður Alþýðubanda- lagsins. Aðspurður sagðist Svavar ekki vera viss um að stjórnarmyndunartil- raun Alþýðuflokks, Framsóknar- flokks og Sjálfstæðisflokks færi út um þúfur, vegna þess að það væri svo lítið sem væri eftir að koma sér saman um. Það hefði aldrei gerst að hugsanlegt stjórnarsamstarf slitnaði á því hvort ráðherrar væru einum fleiri eða færri. Um það hvort fulltrúar félags- hyggjuflokkanna hefðu rætt sín á milli um hugsanlega stjórnarmyndun sagði Svavar: „Ekkert sérstaklega, en við höfum svona heyrt hvert í öðru. Það getur nú varla heitið að við höfum haft neinar sérstakar viðræður en við höfum kannað það, jú, jú.“ Hver ætti að þínu mati að fá umboð til slíkrar stjórnarmyndunar? „Ég vil nú ekkert um það segja. Það er auðvitað forseti fslands sem verður að ákveða það, hvort hún lætur einhvern hafa umboðið eða hvort hún hefur þetta opið fyrir alla.“ ABS Askrift oq dreifingTímans í Garöabæ og Hafnarfirði, sími 641195

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.