Tíminn - 30.06.1987, Blaðsíða 19

Tíminn - 30.06.1987, Blaðsíða 19
Þriðjudagur 30. júní 1987. Tíminn 19 TNT- söngkonurnar: TINA OG TANIMY Söngkonurnar Tina Turner og Tammy Wynette hafa aldrei verið vinsælli en nú upp á síðkastið, - og þó eru þær komnar hátt á fimm- tugsaldurinn. Þær hafa báðar verið á söngferðalagi í Englandi nú í sumar, og einn rómantískur bresk- ur blaðamaður komst svo að orði, - að þær hefðu blómstrað upp á haustdögum lífsins og aldrei verið betri en nú. Blaðamaðurinn rekur æviferil þeirra, og þykir sem hann hafi um margt verið líkur, þrátt fyrir hvað þær sjálfar eru ólíkar: - Önnur, Tina, er blökkukona, sem mis-. þyrmt var í 16 ára hjónabandi, en hin, Tammy, hvít með ljósa lokka, og hún hafði farið lítið betur út úr hjónabandsmálunum. Hún hefur 5 sinnum gengið í hjónaband, og hafa öll þeirra endað með skilnaði, nema það síðasta sem staðið hefur í 9 ár. Breytt útlit og breyttur lífsstíll Báðar hafa söngkonurnar breytt algjörlega um útlit. Tina hafði sléttan ennistopp og dökkt hár hennar var klippt í jafnsítt passíuhár. Nú hefur hún látið klippa sig í tætingslegar stytt- ur og lýsa hárið. Vöxturinn er sá sami, þó hún sé orðin 48 ára. Hún var spurð hverju hún þakkaði það, hvort hún væri dugleg í líkams- æfingum og matarkúrum. „Þetta er bara heppni, held ég,“ sagði söngkonan, en hún bætti því við, að hún fengi líklega alveg nóga hreyfingu á sviðinu, því hama- gangurinn í sér væri svo æðislegur. „Ég reyki ekki og drekk ekki sterka drykki. Fer ekki í matarkúra öðruvísi en ég reyni að borða það sem hollt er - grænmeti og mikið af fiski.“ Við skilnaðinn sagðist Tina hafa fengið nóg af karlmönnum fyrir lífstíð. „Aldrei meira skal neinn ráða yfir mér!“ var yfirlýsing hennar. Hún segir að reyndar hafi hún átt góða vini, og nú sé hún skotin í einum, Ewin Bach, sem er Tina Turner á sviði fyrir 20 árum... ... og á tónleikum í dag. Hún segist hafa gaman af að daðra við karlmenn í áhorfendahópnum. Það seti alltaf fjör í sýninguna þýskur forstjóri fyrir. hljómplötu- fyrirtæki, en ekkert liggi á, og hún fari varlega í sakirnar. Tammy Wynette hefur ekki síð- ur breytt sínu útliti, - og til hins betra, er samdóma álit hennar og aðdáendanna. Hún hafði áður axlasítt og mikið krullað litað ljóst hár, borðaði allt of mikið og hlóð á sig spiki og hrukkum. „Ég var alveg tekin í gegn og „endurnýjuð“ í þekktri fegrunar- stofnun í Hollywood,“ segir Tammy. Hún grenntist um 15 kíló, og fór síðan í andlitslyftingu, lét stuttklippa hárið og stundaði lík- amsæfingar. Hún er orðin 45 ára og 2ja barna amma, en lítur betur út nú en þegar hún var þrítug! Hún hefur nú látið innrétta sér- stakt æfingaherbergi í húsi sínu, og stundar líkamsræktina af kappi. Hún segir: „Þetta er allt annað líf, ég er svo ánægð með mig og tilveruna!“ Tammy Wynette fyrir 9 árum.Miki- ar breytingar hafa orðið á síðan - svo sem sjá má á þessari mynd, sem er tekin nýlega af henni í sjónvarpsútsendingu Þriðjudagur 30. júní 6.45 Veðurfregnir. Bæn. 7.00 Fréttir. 7.03 Morgunvaktin. - Hjördís Finnbogadóttir og Óðinn Jónsson. Fróttir eru sagðar kl. 7.30 og 8.00 og veðurfregnir kl. 8.15. Fréttayfirlit kl. 7.30 og síðan lesið úr forustugreinum dagblaðanna. Tilkynningar eru lesnar kl. 7.25, 7.55 og 8.25. Guðmundur Sæmundsson talar um daglegt mál kl. 7.20. Fréttir á ensku sagðar kl. 8.30. 9.00 Fréttir. Tilkynningar. 9.05 Morgunstund barnanna: „Sagan af Hanska, Hálfskó og Mosaskegg“ eftir Eno Raud. Hallveig Thorlacíus les þýðingu sína (6). 9.20 Morguntrimm. Tónleikar. 10.00 Fréttir. Tilkynningar. 10.10 Veðurfregnir. '10.30 Ég man þá tíð. Hermann Ragnar Stefáns- son kynnir lög frá liðnum árum. 11.00 Fréttir. Tilkynningar. 11.05 Samhljómur. Umsjón: Þórarinn Stefánsson. (Frá Akureyri) (Þátturinn verður endurtekinn að loknum fréttum á miðnætti). 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.30 í dagsins önn. - Breytingaaldurinn, breyt- Ing til batnaðar. Umsjón: Helga Thorberg. 14.00 Miðdegissagan: „Franz Liszt, örlög hans og ástir“ eftir Zolt von Hársány. Jóhann Gunnar Ólafsson þýddi. Ragnhildur Steingríms- dóttir les (11). 14.30 Óperettutónlist. 15.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 15.20Afríka - Móðir tveggja heima. Fimmti þáttur: 16.00 Fréttir. Tilkynningar. 16.05 Dagbókin. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Barnaútvarpið. 17.00 Fréttir. Tilkynningar. 17.05 Síðdegistónleikar 1.7.40 Torgið Umsjón: Þorgeir Ólafsson og Anna M. Sigurðardóttir. 18.00 Fréttir. Tilkynningar. 18.05 Torgið, framhald. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Tilkynningar. Daglegt mál. Endurtekinn þáttur frá morgni sem Guðmundur Sæmundsson flytur. Glugginn. - Bandaríska skáldkonan Louise Erdrich . Ástráður Eysteinsson segir frá. 20.00 Leikhústónlist a. „Agon", balletttónlist eftir Igor Stravinsky. 20.40 Málefni fatlaðra Umsjón: Hilmar Þór Haf- steinsson. (Endurtekinn þáttur frá deginum áður). 21.10 Ljóðasöngur William Parker syngur lög eftir Aaron Copland. William Huckaby leikur á píanó. 21.30 „Útvarpssagan: „Leikur blær að laufi“ eftir Guðmund L. Friðfinnsson. Höfundur les (18)- 22.00 Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Rithöfundur í hálfa öld Dagskrá um Guðm- und Daníelsson. Gylfi Gröndal tekur saman og ræðir við skáldið. Flutt brot úr verkum Guð- mundar og fjallað um þau. (Endurtekinn þáttur frá sunnudegi). 23.20 íslensk tónlist. 24.00 Fréttir. . 00.10 Samhljómur Umsjón: Þórarinn Stefansson. (Frá Akureyri) (Endurtekinn þáttur frá morgni). 01.00 Veðurfregnir. Næturútvarp á samtengdum rásum til morguns. Þriðjudagur 30. júní 18.30 Vllli spæta og vlnir hans. 24. þáttur. Bandarískur teiknimyndaflokkur. Þýðandi Ragnar Ólafsson. 18.55 Unglingarnir í hverfinu. Fimmti þáttur. 19.25 Fréttaágrip á táknmáli. 19.30 Poppkorn Umsjón: GuðmundurBjarni Harð- arson og Ragnar Halldórsson. Samsetning: Jón Egill Bergþórsson. 20.00 Fréttir og veður. 20.35 Auglýsingar og dagskrá. 20.40 Bergerac. Breskur sakamálamyndaflokkur í tíu þáttum. Annar þáttur í nýrri syrpu um Bergerac rannsóknarlögreglumann á Ermar- sundseyjum. Þýðandi Trausti Júlíusson. 21.35 Saga tiskunnar. (Story of Fashion) Nýr flokkur - Fyrsti þáttur. Breskur heimilda- myndaflokkur í þremur þáttum um sögu þess menningarfyrirbæris sem tíska nefnist. (fyrsta þætti er uppruni Parísartískunnar rakinn allt til nítjándu aldar. Þýðandi Kristrún Þórðardóttir. 22.35 Kastljós. Þáttur um erlend málefni. Umsjón- armaður Árni Snævarr. 23.05 Leyniþræðir (Secret Societies) Annar þáttur umdeilds, bresks heimildamyndaflokks. Þýð- andi Bogi Arnar Finnbogason. 23.35 Dagskrárlok. ð 0 STOD-2 Þriðjudagur 30. júní 16.45 Laus úr vlðjum (Letting Go). Bandarísk sjónvarpsmynd bygqð á bók Dr. Zev Wanderer. 18.15 Knattspyrna - SL mótið -1. deild. Umsjón- armaður er Heimir Karlsson. 19.30 Fréttir. 20.00 Miklabraut. (Highway To Heaven). Banda- rískur framhaldsþáttur með Michael Landon og Victor French í aðalhlutverkum. Jákvætt viðhorf og bjartsýni eru aðalsmerki Jonathans Smith á ferðum hans um heiminn. 20.50 Uppreisn Hadleys (Hadley’s rebellion). 22.20 Oswald réttarhöldin (The Trial Of The Lee Harvey Oswald). Bandarískur framhaldsmyndaflokkur í 5 hlutum. 1. þáttur. Menn voru felmtri slegnir og í miklu uppnámi þ. 22. nóvember 1963 en þá var John F. Kennedy, forseti Bandaríkjanna, myrtur. Lee Harvey Oswald var grunaður um morðið, en aldrei var hægt að sanna eða afsanna sekt hans, þar sem hann var sjálfur myrtur á leið til réttarins. í þessum þáttum eru réttarhöldin sett á svið, kviðdómur skipaður og í lokin kveðinn upp dómur yfir Lee Harvey Oswald. 23.20 Lúxuslíf (Lifestyles Of The Rich And Fam- ous). í þessum þætti er rabbað við Robert Conrad, Uri Geller og Morgan Fairchild og þau veita áhorfendum innsýn í líf hinna frægu og ríku í Hollywood. 00.05 Aðdáandinn (The Fan). Bandarísk spennu- mynd frá 1981 með Laureen Bacall, Maureen Stapleton, Michael Biehn og James Garner í aðalhlutverkum. Leikstjóri er Edward Bianchi. Sally Ross (Laureen Bacall) er fræg leikkona. Einkaritarinn hennar, Belle Goldman (Maureen Stapleton) hugsar um nánast allt fyrir Sally, þar á meðai að svara aðdáendum sem skrifa til leikkonunnar. Einn aðdáandi Sallyar er ekki ánægður með þessa meðhöndlum á bréfum þeim er hann sendir leikkonunni, og tekur því til sinna ráða. 01.35 Dagskrárlok. Ath. Fréttirnar eru alla daga vikunnar, einnig um helgar og á almennum frídögum. 07.00-09.00 Inger Anna Aikman. Morgunstund gefur gull í mund og Inger er vöknuð fyrir allar aldir með þægilega tónlist, létt spjall, og viðmæl- endur koma og fara. 08.30 STJÖRNUFRÉTTIR (fréttir einnig á hálfa tímanum). 09.00-12.00 Gunnlaugur Helgason. Jæja... Helgason mættur!!! Það er öruggt að góð tónlist er hans aðalsmerki. Gulla fer með gamanmál, gluggar í stjörnufræðin, og bregður á leik með hlustendum í hinum og þessum get leikjum. 11.55 STJÖRNUFRÉTTIR (fréttir einnig á hálfa tímanum). 12.00-13.00 Pia Hansson. Hádegisútvarpið er hafið. Pia athugar hvað er að gerast á hlustunar- svæði Stjörnunnar, umferðarmál, íþróttir og tómstundir og einnig kynning á einhverri íþrótt- agrein. 13.00-16.00 Helgi Rúnar Óskarsson. Lagalistinn er fjölbreyttur á þessum bæ. Gamalt og gott leikið af fingrum fram, með hæfilegri blöndu af nýrri tónlist. Helgl fylgist vel með því sem er að gerast. 16.00-19.00 Bjarni Dagur Jónsson. Þessi hressi sveinn fer á kostum með kántrý tónlist og aðra þægilega tónlist, (þegar þið eruð á leiðinni heim). Spjall við hlustendur er hans fag og verðlaunagetraun er á sínum stað klukkan 5 og 6, síminn er 681900. 17.30 STJÖRNUFRÉTTIR. 19.00-20.00 Stjörnutíminn. The Shadows, Fats Domino, Buddy Holly, Brenda Lee, Little Eva, Connie Francis, Sam Cooke, Neil Sedaka, Paul Anka... Ókynntur klukkutími með því besta, sannkallaður Stjörnutími. 20.00-21.00 Helgi Rúnar Óskarsson, Stjörnu- spil, Helgi lítur yfir spánnýjan vinsældalista frá Bretlandi og leikur lög af honum. 21.00-23.00 Árni Magnússon. Hvergi slakað á. Árni hefur valið allt það besta til að spila á þessum tíma, enda dagur að kveldi kominn. 23.00 STJÖRNUFRÉTTIR. 23.10-00.00 íslenskir tónlistarmenn. Hinir ýmsu tónlistarmenn (og konur) leika lausum hala í einn tíma með uppáhalds plöturnar sínar. I kvöld: Björgvin Halldórsson. 00.00-00.15 Spennusaga fyrir svefninn. Jóhann Sigurðarson leikari les hrollvekju fyrir svefninn. 00.15-07.00 Gísli Sveinn Loftsson (Áslákur) Sjörnuvaktin hafin. Ljúf tónlist,... hröðtónlist,... sem sagt tónlist fyrir alla. Þriðjudagur 30. júní 7.00- 9.00Pétur Steinn og Morgunbylgjan. Pétur kemur okkur réttu megin framúr með tilheyrandi tónlist og lítur yfir blöðin. Fréttir kl. 7.00, 8.00 og 9.00. 9.00-12.00 Valdís Gunnarsdóttir á léttum nótum. Sumarpoppið allsráðandi, afmælis- kveðjur og spjall til hádegis. Litið inn hjá fjölskyldunni á Brávallagötu 92. Fréttir kl. 10.00,11.00. 12.00-12.10 Fréttir. 12.10-14.00 Þorsteinn J. Vilhjálmsson á hádegi. Þorsteinn spjallar við fólkið sem ekki er í fréttum og leikur létta hádegistónlist. Fréttir kl. 13.00. 14.00-17.00 Ásgeir Tómasson og siðdegis- poppið. Gömlu uppáhaldslögin og vinsælda- listapopp í réttum hlutföllum. Fréttir kl. 14.00,15.00,16.00. 17.00-19.00 í Reykjavík síðdegis. Leikin tónlist litið yfir fréttimar og spjallað við fólkið sem kemur við sögu. Fréttir kl. 17.00. 18.00-18.10 Fréttir. 19.00-21.00 Anna Björk Birgisdóttir á Flóamark- aði Bylgjunnar. Flóamarkaður milli kl. 19.03 og 19.30. Tónlist til kl. 21.00. 21.00-24.00 Sumarkvöld á Bylgjunni með Þor- steini Ásgeirssyni. 24.00-07.00 Næturdagskrá Byigjunnar - Bjarni Ólafur Guðmundsson. Tónlist og upplýsingar um veður og flugsamgöngur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.