Tíminn - 03.07.1987, Page 9
Föstudagur 3. júlí 1987
Tíminn 9
Sellafield:
Hvers vegna ii
þar hvítblæði?
í
Kjarnorkuverið í Sellafield í Englandi er eflaust eitt hið
umdeildasta sinnar tegundar. Því er kennt um krabbamein,
hvítblæði, stórfellda fækkun fugla og vanskapnað í móður-
lífi stúlkna.
Víst er að óhöpp hafa verið þar tíð og geislavirkni á
svæðinu farið upp úr öllu valdi oftar en einu sinni. Fólk,
sem reynir að vekja athygli á þessu, sætir aðkasti og flytur
gjarnan burt, en þeir sem eiga hagsmuna að gæta, þegja
þunnu hljóði, sem ef til vill má vænta á atvinnuleysistímum.
Cumbria er sýsla á vesturströnd
Englands og hét það svæði til
skamms tíma Cumberland og
Westmoreland. Við ströndina eru
sumarhús og heimilisleg smáþorp
og umhverfið virðist allt hið nota-
legasta. En þarna er líka kjarn-
orkuverið Sellafield, sem margir
líta til með ugg í brjósti. Óttinn
þykir ekki ástæðulaus, því komið
hefur í Ijós, að í þorpunum í
grenndinni hafa svo mörg börn
fengið hvítblæði og annað krabba-
mein, að nemur tíu sinnum lands-
meðaltali í Englandi. Mörgum
sinnum hefur orðið vart leka frá
verinu og fólk er kvíðið.
Vísindamenn telja sig ekki geta
sannað tengsl milli Sellafield-vers-
ins og sjúkdómanna eða aukinnar
geislavirkni á svæðinu. Ibúarnir
vilja líka ógjarnan fordæma vinnu-
veitendur sína á atvinnuleysistím-
um, en þrátt fyrir það fengust
nokkrir til að segja álit sitt. í síðari
hluta greinarinnar koma síðan við-
brögð ýmissa aðila við því sem
fólkið hafði að segja.
Óvissa og kvíði ríkir meðal íbúa
þorpanna í skugga Sellafield-
kjamorkuversins. I kjölfar síend-
urtekinna leka frá verinu, var fyrst
staðfest árið 1983, að í Seascale-
þorpi, sem er við þröskuld versins,
hafa tíu sinnum fleiri börn fengið
hvítblæði og annað krabbamein,
en nemur landsmeðaltali í Eng-
landi.
Ekki bætir úr skák, að British
Nuclear Fuels Ltd (BNFL) sem
rekur Sellafieldverið, hefur viður-
kennt, að eitt sinn hafi geislavirknin
á svæðinu mælst meira en 40 sinn-
um hærri, en leyfilegt er. Slíkt
styrkir ekki traustið á hinu „full-
komna öryggi“ sem þingmanna-
nefnd sagði í skýrslu sinni 1984, að
þarna væri fyrir hendi. Ennfremun
sagði þar, að áhættan við að búa í
nágrenni Sellafield væri ekki meiri
en annars staðar í landinu.
Rannsókn þingmannanefndar-
innar var fyrirskipuð 1983, eftir að
geislavirkum úrgangi frá verinu
var fyrir mistök varpað í írlands-
haf, aðeins 30 km frá strönd Cum-
briu. BNFL fékk fyrir vikið sem
nemur um 600 þúsund ísl. króna
sekt. Eftir þetta atvik mældist
geislavirkni á svæðinu allt að 100
sinnum hærri en leyfilegt er og sýni
af ryki á húsþökum í Seascale,
innihéldu mjög eitrað plútóníum,
sem vitað er að getur valdið
krabbameini.
I „svörtu skýrslu“ þingmanna-
nefndarinnar sagði að alls ekki
væri sannað að há dánartíðni af
völdum hvítblæðis á svæðinu
tengdist á nokkurn hátt geisla-
virkninni, en þó var viðurkennt, að
hún væri meiri en góðu hófi gegndi
og það kallaði á frekari rannsóknir
- einnig á börnum í Seascale.
Síðan skýrslan var birt, hefur
BNFL eytt milljörðum til að losa
sig við úrganginn frá verinu á
öruggari hátt. Talsmaður fyrir-
tækisins segir: - Við sjáum landinu
fyrir fimmta hluta þess rafmans
sem það þarf. Valið stendur um
kjarnorkuverið með hæfilegri
áhættu og að hafa einn dag í viku
rafmagnslausan.
Thatcher forsætisráðherra og
helstu ráðherrar hennar hafa þung-
ar áhyggjur af öllum þeim óhöppum,
sem orðið hafa í Sellafield, til
dæmis lak þaðan geislavirkum efn-
um fjórum sinnum á fyrstu sex
vikum ársins 1986. írska stjórnin
hefur harðlega mótmælt losun úr-
gangs í sjóinn milli landanna og
ráðherrar hafa lofað að „farið verði
rækilega í saumana“ á allri stjórn
versins.
Óttinn varð að veruleika
Hverjar sem niðurstöður frekari
rannsókna á Sellafieldverinu
verða, koma þær of seint fyrir hinn
14 ára Lee Allis-Smith, sem er með
hvítblæði. Þegar staðfesting fékkst
á því, varð óttinn, sem Jeanine
móðir hans, hafði alið í brjósti
árum saman, að veruleika.
Jeanine og Tony Allis-Smith búa
í Broughton rétt við ströndina,
ásamt tveimur sonum sínum og á
sumrin halda þau gjarnan til í einu
sumarhúsanna á hinni menguðu
Millom-strönd.
Jeanine er tortryggin varðandi
ítarlegar rannsóknir á næstunni. -
Það vill enginn verða til þess að
fullyrða, að þetta sé geislavirkni,
segir hún. - Þegar ég fór með Lee
á sjúkrahúsið í Manchester, sögðu
sjúkraliðarnir í bílnum: -Nú, jæja,
enn einn frá Cumbriu? Krabba-
meinsdeildirnar eru fullar af börn-
um héðan frá ströndinni, en ef
minnst var á geislavirkni, fékkst
ekki orð frekar upp úr læknunum.
í huga Jeanine eru orðin „hæfi-
leg áhætta" ógnvekj andi. - Ég vildi
gjarnan fara með þessa menn á
krabbameinsdeildina og láta þá
segja börnunum þar, að þau séu
hin hæfilega áhætta, sem því fylgir
að hafa svona mengunarvald hér.
Sum þeirra hafa misst hárið og
horast svo, að þau geta ekki staðið
og þurfa að taka lyf sem gera þau
enn meira veikburða.
Lee hefur batnað lítillega, hann
hefur þyngst aftur, en þarf tveggja
ára meðhöndlun, áður en hægt er
að segja, hvort hann er úr lífs-
hættu. - Mörg eru ekki svo heppin,
segir Jeanine. - Lyfin eyðileggja
mótstöðuafl þeirra. Telpa, sem við
þekktum, var á góðum batavegi,
þangað til hún fékk eitthvað í
lungun.
Jeanine segist alla ævi hafa
samviskukvalir vegna þess að hún
lofaði Lee að leika sér í leðjunni á
ströndinni og hún vakir eins og
haukur yfir Steve, yngri syninum.
Helmingur barna í Broughton, sem
fengið hafa hvítblæði, eru látin.
Jeanine er beisk og segir fjöl-
skyldur ringlaðar. - Fólk þrasar
innbyrðis, því það veit ekki, hverju
á að trúa, segir hún að lokum.
Læknar geta ekki
róað Tony
Tony Warburton, náttúru-
fræðingur hefur áhyggjur af heilsu
Ann, dóttur sinnar og einnig
minnkandi fuglalífi á svæðinu.
Hann getur ekki annað en hugsað
til Sellafield í báðum tilfellum.
Ann er 18 ára og sjúkleiki hennar
kom fyrst í ljós, þegar hún varð
kynþroska. Rannsóknir sýndu, að
hún hefur tvö leg, nær stöðugar
Merlin-hjónin þurftu að senda
ryksýni til Bandaríkjanna, því eng-
inn hlustaði á þau heima fyrir.
Þrátt fyrir niðurstöðurnar eru þau
kölluð vandræðafólk og það af
yfirvöldum heima fyrir.
blæðingar og óvíst er, hvort hún
getur orðið móðir. Ekki bætir úr
skák, að hún hefur aðeins eitt nýra.
Warburton-hjónin bjuggu alveg
við sjóinn á Ravenglass-ströndinni
og borðuðu að mestu fisk, sem
veiddur var í víkinni. Ekkert vildi
Tony fremur en fullvissu um að ótti
hans væri ástæðulaus, en læknar
vilja ekki fullyrða neitt um það.
Tony rekur friðland fyrir fugla
og kveðst hafa tekið eftir stöðugri
fækkun í stofnunum. Fyrir tíu
árum voru 25 þúsund mávar í
nýlendu við Ravenglass, nú eru
þeir 3000. - Ungarnir drápust iðu-
lega, nýskriðnir úr eggjunum. Sex
til sjö aðrar fuglategundir láta ekki
lengur sjá sig og tvær tegundir
skelfisks, sem fuglarnir lifa á, eru
horfnar.
Tony viðurkennir, að veðrið geti
átt sinn þátt í þessu, sumrin hafi
verið óvenju heit og köld til skiptis.
- Það er samt einkennilegt, heldur
hann áfram, - að það eru aðeins
fuglarnir af víkinni, sem eru
horfnir, þeim sem einkum öfluðu
sér fæðu úr leðjunni á yfirborðinu,
einmitt þar sem mengunin sest að.
Fuglar eru svo næmir fyrir um-
hverfi sínu, að þeir fara ef eitthvað
ber út af.
Opinber nefnd er nú að athyga
fuglamálið, en Tony hefur átt erfitt
með að sannfæra menn um að það
sé alvarlegt í samanburði við hvít-
blæðið. Hann bendir hins vegar á,
að það voru fuglarnir, sem fyrst
vöktu athygli manna á ofnotkun
skordýraeiturs á gróður á sjötta
áratugnum.
Geislavirkni í ryksugunni
Chris Merlin, eiginkona og tveir
synir fluttu úr húsi sínu við Ra-
venglass-víkina, þegar þau komust
að raun um að húsrykið var hlaðið
geislavirku plútóníum.
Mælitæki í garðinum, sem sett
voru upp eftir lekann í Windsdale
1977, sýndu að plútóníum var í
fllllllffll
börnin
andrúmsloftinu við víkina. Þau
höfðu áhyggjur af að eitthvað
kynni að hafa slæðst inn í húsið og
vildu athugun, en enginn hlustaði
á þau. Þá tóku þau til ráðs að senda
ryksugupokann til Philadelphiu-
háskóla Bandaríkjanna til grein-
ingar innihaldsins.
Rannsóknin tók nokkur ár og
Merlin-hjónin eignuðust tvo syni á
meðan og urðu einnig vitni að
undarlegum hlutum. Gæsirnar
þeirra voru meira og minna van-
skapaðar og báðir hundarnir þeirra
drápust úr krabbameini. Þar sem
þau ráku pósthúsið á staðnum,
höfu þau aðstæður til að fylgjast
með því sem gerðist og það var
sitthvað. Allmargt fólk lést úr
krabbameinum og að minnsta kosti
þrjár stúlkur greindust með tvö
Ieg, ein þeirra áðurnefnd Ann
Warburton.
Það voru fuglarnir og gífurleg
fækkun þeirra, sem loks kom Merl-
in-hjónunum til að selja hús sitt.
Það tók tvö ár og aðeins helmingur
af matsverði fékkst fyrir eignina.
Þau seldu póstreksturinn líka og
fluttu innar í landið. Chris lifir nú
að mestu á smíði pústkerfa og
mengunarkúta undir bíla.
Merlin-hjónin hafa glatað mörg-
um vina sinna fyrir vikið. Fólk lítur
á okkur sem æsingamenn og við
höfum sætt hrekkjum og aðkasti.
Framtíðin er óljós. Drengirnir fara
reglulega í blóðrannsókn, en erfitt
er að greina sjúkdóma í líffærum,
nema skera. Ef til vill kemur ógnin
ekki fram fyrr en í næsta lið.
Mótmæli og gagnrýni
Eftir að viðtölin hér að framan
birtust, linnti ekki mótmælabréfum
og hringingum vegna þeirra til
blaðsins. Unnið var úr því til
birtingar og helstu ásökunum á
hendur blaðamanna og viðmæl-
enda svarað.
Það var birt fjórum mánuðum
síðar, en í millitíðinni gerðist sitt
af hverju, bæði varðandi Sellafield
og önnur kjarnorkuver.
Fyrir lá, að slysið í Chernobyl
hefði orsakað hættu á krabbameini
síðar fyrir 100 þúsund manns,
vegna geislavirkni. Sú fullyrðing
kom frá Dr. Robert Gale, sérfræð-
ingi í beinmergsfræðum, sem annast
hefur mörg fórnarlömb slyssins.
Á þessum fjórum mánuðum
varð enn eitt óhappið í Sellafield-
verinu, eldsvoði varð í Dounreay-
kjarnorkurannsóknastöðinni í
Skotlandi, leki frá kjarnakljúfi f
Sizewellverinu í Suffolk og spreng-
ing í kjamorkuveri A í Kent.
Tíu dögum áður en seinni grein-
in birtist, sendi nefnd þingmanna
úr öllum flokkum frá sér skýrslu,
þar sem segir að Sellafield sé
„samnefnari þess óhugnanlegasta
sem kjarnorkan hafi í för með sér“
og að auki „stærsta uppspretta
geislavirkni í öllum heiminum".
Nýlega segir í opinberri skýrslu
frá skoskum heilbrigðisyfirvöld-
um, að fjöldi ungra krabbameins-
sjúklinga á svæðinu umhverfis Do-
unreay-verið, gæfi ástæðu til að
hafa áhyggjur af hlutunum. í sömu
skýrslu er getið um sams konar
aukningu frá umþverfi Sellafield,
Hunterston, Aldermaston og West
Burghfield, en það eru allt kjarn-
orkuver.
Þá skal vikið að mótmælum og
gagnrýni. Fólk virtist í meira lagi
hörundsárt vegna viðtalanna við
fólkið hjá Sellafield. Blaðamenn
voru sakaðir um fullyrðingar, sem
enginn fótur væri fyrir, þó raunar
væru engar slíkar í greininni.
Hjón í Ravenglass skrifuðu: -
Við verðum að láta til okkar heyra,
við höfum bæði starfað eða störfum
sem vísindamenn við Sellafield-
verið. Sérlega vekur athygli okkar
þetta með tíu sinnum fleiri hvít-
blæðis- og krabbameinstilfelli, en
landsmeðaltal. í svörtu skýrslunni
stendur, að hærri tíðni finnist á
öðrum stöðum á landinu og að
þetta sé að vísu óvenjulegt, en alls
ekki einstakt.
Blaðið svarar: - Heimildarmað-
ur okkar við Newcastle-háskóla,
lagði fram þær niðurstöður rann-
sókna sinna, sem leiddu til svörtu
skýrslunnar. Landsmeðaltal er
ekkert nema meðaltal, þannig að
sums staðar er tíðnin hærri, annars
staðar lægri. Hún gæti verið yfir 10
sinnum hærri einhvers staðar, en
hitt er feykinóg.
Auk þess þykja þær fjárupphæð-
ir, sem áætlað er að verja til úrbóta
og rannsókna í Sellafield ekki
benda til að allt sé þar í góðu lagi,
eða hvað?
Húsmóðir í Ravenglass skrifar:
- Greinin ykkar telur lesendum trú
um að Sellafield-verið orsaki van-
skapnað ungra kvenna og eyðingu
fuglalífs. Ég hef búið í Ravenglass
í 23 ár, komið upp heilbrigðri
fjölskyldu og á alheil barnabörn
líka. Ég hef aldrei vitað um nein
börn í þorpinu eða grennd, sem
fengið hafa hvítblæði eða krabba-
mein. Hvað Merlin-fólkið varðar,
er það tæpast miklu „öruggara" í
sveitinni hérna fyrir ofan og kaupir
allt sitt kjöt enn hér. Ég leyfi mér
að kalla þetta fólk hræsnara, sem
vilja bara vekja á sér athygli...
Blaðið svarar: - Við fullyrðum
ekkert um að Sellafieldverið orsaki
það sem þú nefnir, við komum
aðeins ugg fólksins um það á
framfæri og vörpuðum fram spurn-
ingunni. Jeanine Allis-Smith segir
að fólk sé ringlað og viti ekki
hverju það eigi að trúa. Við sáum
ekki vansköpuðu gæsirnar, en það
gerðu margir og komið hafa
myndir af þeim í virtum dagblöð-
um.
Merlin-fjölskyldan er vissulega
mun öruggari nú, því mengunin
sest að á ströndinni, einkum í
leðjunni og litlum víkum. Hún fer
ekki upp á landið. ítarlegar rann-
sóknir á börnum sýna, að þau sem
búa innar í landinu, hafa engin þau
einkenni sjúkleika, sem börnin við
sjóinn bera.
Frá fundi sýslunefndar í Mun-
caster kom mikið plagg: - Þessi
grein ykkar er skrifuð til að vekja
ótta og vantraust meðal almenn-
ings hér og stöðva gestakomur
hingað, til að svipta okkur tekjum.
Ekkert af því fólki, sem þið
rædduð við, er í tengslum við
Sellafield. Það er allt þekkt sem
meðlimir ýmissa andófshópa.
Merlin-hjónin hafa valdið okkur
vandræoum. Fannst ykkur ekkert
undarlegt, að þau sendu rykið sitt
til Bandaríkjanna, þegar hægt
hefði verið að athuga þetta á fáum
dögum hérna heima? Vitið þið
heldur ekki, að oft þegar gæsaeggj-
um er ungað út í vélum við of
rnikinn hita, verða ungarnir van-
skapaðir? Menn á þessum fundi
sáu báða Merlin-drengina að leik á
ströndinni hér á laugardaginn var.
Blaðið svarar: - Við leggjum
enn áherslu á að vísindamenn geta
ekki sannað tengsl milli Sellafield
og sjúkdómanna. Allar skýrslur
telja möguleika á slíku og í sumum
löndum þykjst menn vissir um
tengsl.
Merlin-hjónin sneru sér til
Bandaríkjanna eingöngu vegna
þess að það var hlegið að þeim
heima fyrir og þeim alls staðar
vísað á bug. Bandaríkjamenn nota
önnur vinnubrögð og athuga alla
möguleika. Philadelphiuháskóli er
þekktur um allan heim fyrir rann-
sóknir einmitt á þessu sviði. Dokt-
or við háskólann í Manchester
rannsakaði einnig ryksýnin af
heimili Merlin-hjónanna, en ekki
fyrr en niðurstöðurnar voru komn-
ar frá Bandaríkjunum.