Tíminn - 03.07.1987, Qupperneq 16
16 Tíminn
Föstudagur 3. júlí 1987
verður haldið að Varmahlíð í Skagafirði dagana 5. og 6. september
n.k.
Þingið hefst með þjófstarti föstudagskvöld 4. sept.
Aðalmál þingsins verður:
Stórátak til aukinnar þátttöku og áhrifa kvenna í Framsóknar-
flokknum.
Fulltrúar frá Senterkvinnerne í Noregi og Svíþjóð segja frá starfi
samtaka sinna.
Allar framsóknarkonur og gestir þeirra velkomnar á þingið.
Framkvæmdastjórn LFK.
Sumarferð SUF
Dagskrá fyrir sumarferð Sambands ungra framsóknarmanna í
Húsafell 3.-5. júlí.
Föstudagur 3. júli
Kl. 20.00 Lagt af stað frá Nóatúni 21 í Reykjavík.
Kl. 23.00 Tjaldað og komið sér fyrir í Húsafelli.
Gengið snemma til náða!
Laugardagur 4. júlí
Kl. 10.00 Morgunleikfimisæfingar, umsjónarmaður Jón Kr.
Kristjánsson.
Kl. 11.00 Gönguferð um nágrenni Húsafells.
Kl. 15.00 Iþróttakeppni. Keppnisgreinar: Knattspyrna, stígvéla-
kast, pokaboðhlaup, reiptog og brennibolti.
Kl. 18.00 Afslöppun og sund.
Kl. 20.00 Grillveisla og kvöldvaka.
Sunnudagur 5. júlí
Kl. 13.30 Brottför frá Húsafelli.
Kl. 17.30 Heimkoma til Reykjavíkur (fyrir þá sem þaðan koma).
Sumarferð SUF
Samband ungra framsóknarmanna hefur ákveðið að fara í sumarferð
í Húsafell helgina 3.-5. júlí n.k.
Dagskrá verður kynnt síðar.
Frekari upplýsingar veitir Egill Heiðar í síma 24480.
SUF
Aríðandi fundur
Áríðandi fundur hjá fulltrúaráði Framsóknarfélaganna á Akranesi
verður haldinn mánudaginn 6. júl í n.k. kl. 20.30 í framsóknarhúsinu.
Fundarefni: bæjarmálefni.
Fulltrúaráðið.
Suðurland
Skrifstofur Þjóðólfs og kjördæmissambands Framsóknarfélaganna í
Suðurlandskjördæmi Eyrarvegi 15, Selfossi eru opnar alla virka daga
frá kl. 9.00 til 12.00 og 14.00 til 16.00. Símar 99-1247 og 99-2547.
Lítið inn.
Sumarferð
Hin árlega sumarferð verður farin 18. júlí. Nánar auglýst fljótlega.
Framsóknarfélögin í Reykjavík.
TÖLVUNOTENDUR
Við í Prentsmiðjunni Eddu
hönnum, setjum og prentum
allar gerðir eyðublaða fVrír tölvuvinnslu.
Smíðjuvegi 3, 200 Kópavogur. Sími 45000
60 ára afmæli
í dag 3. júlí er 60 ára Ragna H. Hjartar
bankaritari, Kleppsvegi 144 Reykjavík.
Ragna og eiginmaður hennar Jón F.
Hjartar taka á móti vinum og kunningjum
í Oddfellowhúsinu við Vonarstræti, ann-
arri hæð, frá kl. 17-20 í dag.
Jón Gunnar Árnason hefur um árabil
verið einn ákafasti brautryðjandi nýrra
hugmynda meðal íslenskra listamanna.
Hann var einn af stofnendum SÚM
hópsins og tók þátt í uppbyggingu Nýlista-
safnsins. Myndin var tekin á sýningu hans
í Nýlistarsafninu 1984.
Sumarsýning Norræna hússins
á verkum Jóns Gunnars Árna-
sonar:
„Sól, hnífar, skip“
Sumarsýning Norræna hússins verður
opnuð á morgun, laugardag kl. 15. Að
þessu sinni hefur Jóni Gunnari Árnasyni
verið boðið að sýna verk sín og stendur
sýningin bæði í sýningarsölum og anddyri
hússins. Sýninguna nefnir Jón „Sól, hníf-
ar og skip“ og þar má sjá skúlptúra unna
á árunum 1971-1987.
Sumarsýningin verður opin daglega kl.
14-19 til 2. ágúst. ”
Hedwig Bilgram
Sumartónleikar í
Skálholtskirkju:
Hedwig Bilgram og
Helga Ingólfsdóttir leika
Um helgina hefjast hinir árlegu Sumar-
tónleikar í Skálholtskirkju. Hedwig Bil-
gram og Helga Ingólfsdóttir flytja bar-
okktónlist á sembal og orgel.
Hedwig Bilgram er prófessor við Tón-
listarháskólann í Munchen og kennir þar
bæði sembal- og orgelleik, en Helga nam
semballeik hjá henni á sínum tíma.
Hedwig Bilgram vann fyrstu verðlaun í
orgelleik árið 1959 í tónlistarkeppni
þýsku útvarpsstöðvanna. Hún hefurkom-
ið fram víða um heim og leikið inn á
hljómplötur. Hin síðari ár hefur hún enn
fremur snúið sér að þriðja hljóðfærinu,
„Hammerklavier" (18. aldar píanó), og
haldið á það fjölda tónleika.
Goethe stofnunin, menningarstofnun ■
Þýskalands, hefur styrkt komu Hedwig
Bilgrams hingað.
A laugardag kl. 15:00 leikur Hedwig
Bilgram einleik, bæði á orgel og sembal.
Hún flytur þá verk eftir J.S. Bach, m.a.
franska svítu í E- dúr, en einnig verk eftir
Buxtehude. J.G. Walther og G. Böhm.
Á laugardag kl. 17:00 leika þær Hedwig
Bilgram og Helga Ingólfsdóttir saman
verk fyrir tvo sembala. Á efnisskrá eru
tvö verk eftir ensku tónskáldin N. Carlton
og Th. Tomkins, konsert eftir J.L. Krebs
og konsert eftir J.S. Bach, og loks átta
pólskir dansar frá 17. öld eftir óþekktan
höfund.
Á sunnudag kl. 15:00 verða seinni
tónleikar frá laugardegi endurteknir.
Kl. 17:00 á sunnudag er síðan messa og
er prestur sr. Guðmundur Öli Ólafsson í
Skálholti, en listamenn sjá um tónlistar-
flutning.
Áætlunarferðir eru báða dagana í
Skálholt. Faríð er kl. 13:00 frá Umferðar-
miðstöðinni í Reykjavík og til baka frá
Skálholti kl. 18:15.
Dúkskurðarmyndir sýndar í Ný-
listasafninu
I dag, föstud. 3. júlí verður opnuð
sýning í Nýlistasafninu Vatnsstíg 3b á
dúkskurðarmyndum eftir þrjá unga
norska myndlistarmenn: Guttorm Nordö,
Anne Kraft og Knut Nerby. Þau eru öll
búsett í Þrándheimi og eiga það m.a.
sameiginlegt að tengjast útkomu tímarits-
ins „El Djarda" sem oft stendur fyrir
uppákomum, bæði á heimaslóðum og
annars staðar.
Sýningin stendur til 12. júlí.
Leikferð Alþýðuleikhússins um
landið
Um þessar mundir er Alþýðuleikhúsið í
leikferð um landið með leikritið „Eru
tígrísdýr í Kongó?“ Leikritið hefur verið
sýnt í Reykjavík unandafarna mánuði við
frábærar undirtektir.
Heilbrigðisráðuneytið styrkir þessa
leikferð að hluta til. Sýningunum um
landið fylgir kaffi- og veitingahúsa-
stemmning.
Næstu sýningar verða: I kvöld, föstu-
dagskvöld, á Hólmavík, 5. júlí á
Hvammstanga um eftirmiðdaginn og
Hótel Blönduósi um kvöldið. Síðan er
farið til Sauðárkróks 6. júlí, Siglufjarðar
, 7. júlí og Ólafsfjarðar 8. júlí.
Alþýðuleikhúsið nrun svo verða á
Landsmóti ungmennafélaganna á Húsa-
vík 10.-12. júlí og sýna þá í samkomuhús-
inu þar alla dagana.
Dagsferðir Útivistar
Laugardagur 4. júlí: Kl. 8.00 Hekla
Gangan tekur 7-8 klst. (Verð 1.100 kr).
Sunnudagur 5. júlí: Kl. 8.00 Þórsmörk -
Goðaland Stansað í 4 klst. í Mörkinni
(Verð 1.100 kr.).
Kl. 13.00 Húshólmi - Gatnla Krísuvík
Létt ganga. Merkar fornminjar. Brottför
frá BSÍ, bensínsölu. Farmiðar við bíl (600
kr.) Frítt er fyrir börn með fullorðnum.
Laugardagsganga Hana nú
Vikuleg laugardagsganga Frístunda-
hópsins Hana nú í Kópavogi verður á
morgun, laugardaginn 4. júlí. Lagt verður
af stað frá Digranesvegi 12 kl. 10:00.
Markmið göngunnar er: Samvera, súr-
efni, hreyfing. Einfalt tómstundagaman.
Nýlagað molakaffi á boðstólum.
Helstu vextir við banka og sparisjóði (% á ári)
1. júlí 1987
(Ein ' merkir breytingu vaxta frá síðustu skrá og þrjár *** vísa á banka
og/eða sparisjóði sem breyta vöxtum)
I. Vextir ákveðnir af bönkum og sparisjóöum
Lands- banki Útvegs- banki Búnaðar- banki Iðnaðar- banki Verslunar- banki Samvinnu banki Alþýðu- banki Spari- Vegin sjóðir meðaltöl
Dagsetning siöustu breytingar 21/6 21/6 1/7 1/7 21/6 21/6 1/7 1/7
Innlánsvextir: Hlaupareikningar 6.00 6.00 6.00* 8.00’ 4.00 4.00 6.00’ 4.0091, 5.60’
Ávisanareikningar 6.00 6.00 6.00* 6.00’ 4.00 7.00 12.00’ 4.0091' 6.00’
Alm.sparisj.bækur 1300 12.00 13.00* 14.00’ 12.00 10.00 12.00’ 12.003,‘ 12.60
Annað óöundiðspanló1, 7-22.00 12-23.90 7-22.00’ 10-19.00 11-22.50 12-18.00’ 3.50
7-22.00
Uppsagnarr.,3mán. 14.00 15.00 13.00’ 13.50 15.00 16.00’ 13.00’ 13.80’
Uppsagnarr.,6mán. 17.00 14.00’ 20.00 19.00 17.00 19.00’ 14.00’ 16.10’
Uppsagnarr., 12mán. 15.00 19.00 20.00’ 26 50,)z,‘ 16.20’
Uppsagnarr., 18mán. 25.00'1' 27.00’ 25 501)3). 25.60’
Verðtr.reikn3mán. 2.00 2.00 2.00 2.00 2.00 2.00 2.00’ 2.00’
Verðtr.reikn6mán. 3.50 4.00 3.50 2.50 3.50 3.00 4.00 3.50 3.40
Ýmsirreikn, ^ 9.00 5-6.506>’
Sérstakarverðbætur 13.0 12.00 18.00’ 14.00’ 12.00 10.00 12.00 120Í2568191' 15.10’
Innl.gjaldeyrisreikn.: Bandarikjadollar 6.00 6.50 6.00 6.25 6.50 6.00 6.50’ 6.00 6.10
Sterlingspund 7.50 8.00 8.00 7.50 9.00 8.00 8 00’ 7.50’ 7.80’
V-þýskmörk 2.50 3.00 2.75 2.75 3.50 3.00 3.00’ 3.00 2.80
Danskarkrónur 8.50 9.50 8.50 8.50 10.00 9.00 9.00’ 8.50’ 8.70’
Otlansvextir: Víxlar(lorvextir) 23.50 23.50 24 OO41, 28.50’ 24.50 ít.OO41 25.50’ 24.5041' 24.30’
Hlaupareiknmgar 25.00 24.50 25.00’ 30.00 26.00 25.00 27.00’ 26.00’ 25.60’
þ.a.grunnvextr 12.00 12.00 12.00’ 11.00 12.00 12.00 12.50’ 12.00 11.90’
Alm skuldebrél51 24.50 24I24.57* 25.00’ 29.50’ 25.50 25.00 26.50’ 2S26.071' 25.30’
þ.a.grunnvextir 10.00 12.00 12.00’ 11.00 12.00 12.00 12.00 12.00 11.20’
Verðtr.skbr.að2.5ár5) 7.00 6.75/7.071 7.50’ 8.00 8.00 7.00 7.50 7.5Æ.071' 7.30’
Verötrskbr. >2.5 ár5> 7.50 6.75/7.07* 7.50’ 8.00 8.00 7.00 7.50 7.5Æ.07)' 7.50’
AfurðaJáníkrónum 23.00 21.00 23.00* 23.00 23.00 24.00 23.00’
Afurðalán í SDR 7.75 7.75 7.75 7.75 8.00 8.25 7.90
Afurðalán i USD 8.75 9.00 8.75 8.75 9.25 8.75 8.60
Afurðalán i GBD 10.00 10.50 10.00 10.00 10.75 11.50 10.40
Afurðalán i DEM 5.25 5.25 5.25 5.25 5.50 5.50 5.30
II. Vanskilavexlif, ákveðniratSeálaúanka: Fra 1. júnl 1987 2.8% (33.6%árán). I.júlí 19873.0% (36.0% áóri).
III. Meðalvexír 21.5.87 (gela gilt I |0ni 87): Alm. sktx. 22.9% (10.2+12.7), vtr lán að 2,5 ínjm 68% og minnst 2.5 ár 7%. Meðalvextir 21.6.87 (geta g* I
júli 67): Alm. skbr. 24.6% (10.9+13.7), vtr. lán að 2,5 ámm 7.2% og mmnst 2.5 ár 7.3%.
1) Sja meðíylgjandi lýsingu. 2) Aðeins hjá Sp. Vétetj 3) Aðems h|á SPRON, Sp. Kíp., Hatnart|„ Mýras, Akureyrar, Ölats^. Svarfd.. Siglulj., Norðfj. Arskðgsstr.
i Eyrar i Kelayik 4) Vrðsk.vixlar keyptr m.v. 26.0% vexí hjá Bún banka 25.0% hjá Samv banka og 26.5% h|á nokkmm spahsj. 5) Vaxtaálag á skuldahtél
lil uppgjórs vanskrlalána er 2% á án. Venl.b. beitir þessu ekki. 6) Aðeins hjá Sp. Bol., Mývetn, Reýkd. og Akureyrar. 7) Lægri vextmr gilda el um íasteignaveð
eraðræða.8)tæghtalanervegnalnnláni9)Undant.erSp.iKe«avik:Tékkareikn.3%.alm.sparibókogsérst verðbælui10%ogSp.V+(ún:Tékkareikn.7%.