Tíminn - 17.07.1987, Side 2

Tíminn - 17.07.1987, Side 2
2 Tííriinn Föstudagur 17. júlí 1987 Guðmundur J. Guðmundsson formaður Verkamannasambands íslands: Samningagerð á frystihúsgólfið Steinunn Eyjólfsdóttir: LJÓDABÓK UM LÁTINN SON Bókrún hf. hefur sent frá sér ljóðabók sem nefnist, „Bókin utan vegar“, eftir Steinunni Eyjólfsdótt- ur. Bókin er ort í minningu sonar hennar sem lést af slysförum. Bókin utan vegar er 50 síðna kilja í litlu broti. í henni eru nítján Ijóð sem höfundurinn, Steinunn Eyjólfsdóttir fylgir úr hlaði með tileinkunninni: „Til allra foreldra sem missa börnin sín af slysförum. Og til allra hinna.“ Ljóðin í bók- inni yrkir hún í minningu sonar síns Leifs Dags Ingimarssonar, sem lést 4. maí 1984. Guðrún Svava Svavarsdóttir listmálari hefur gert teikningar við nokkur ljóðanna. „Það er óhjákvæmilegt annað en að það verði gerðar sérstakar kröfur fyrir fiskvinnslufólk. Það verða öngvir samningar gerðir í ágúst af hálfu Verkamannasambandsins nema fólk beint af frystihúsgólfinu sé í meirihluta í samninganefnd“, sagði Guðmundur J. Guðmundsson formaður Verkamannafélags Islands aðspurður um hvað Verkamannas- ambandið hyggðist gera til þess að koma til móts við háværar kröfur fiskvinnslufólks um hækkun launa. „Ég held að ef ekki verður búið að semja um mánaðamótin ágúst- sept- ember, þá stöðvist fjöldi frystihúsa og vandræðaástand skapist. Ég held að samhliða því sem skólafólk hættir þá aukist flótti fólks með réttindi og í góðri starfsþjálfun úr greininni. Ég held að menn séu að gera sér grein fyrir því að þeir halda ekki fólkinu ef ekki verður stórbreyting hér á. Inn í þetta kemur fólksflótti úr sjávarplássum sem voru gróskumikil hér áður“, sagði Guðmundur. Hann sagði ennfremur að menn hefðu komið sér saman um að við- ræður hefðust ekki fyrr en í byrjun ágúst. Það hefði verið yfirlýst af Vinnuveitenda- og Vinnumálasam- bandinu að þeir treystu sér ekki í viðræður fyrr en ný ríkisstjórn væri komin og það hefði verið ákaflega skiljanlegt. Þeir töldu líka júlí von- lítinn fyrir báða aðila vegna þess hve erfitt væri að ná saman fundum í félögunum. Aðspurður um kröfugerð verka- fólks sagði Guðmundur að menn vildu fá gömlu aldurshækkanirnar aftur sem teknar hefðu verið af í desember sl. Fólk hefði haft um 15 til 20 prósent hærri laun eftir 15 ára starf hér áður en nú hefði fólk sem búið væri að vinna í 15 ár ekki nema um 5 prósent hærri laun en byrjend- ur. Síðan vildu menn 15 til 20% grunnkaupshækkun til viðbótar starfsaldurshækkunum þannig að heildarkröfugerðin er á bilinu 30 til 40 prósent hækkun launa. Guð- mundur sagði að þetta væru ekki staðfestar kröfur af Verkamanna- sambandinu en þetta væri skoðana- könnun hans byggð á viðtölum við fjölda fiskvinnslufólks. Guðmundur sagði að óánægjan hjá fiskverkunarfólki væri svo mikil að það væri allt á suðupunkti. Það hefði raskast svo mikið launahlutfall milli fiskvinnslumanna og annarra sem hefðu samið á eftir þeim. Það væri samt yfirgnæfandi meirihluti sem vildi vera áfram í Verkamanna- sambandinu, engin styrjöld væri þar á milli. Hins vegar vildi það tryggja betur ítök sín í samningagerð innan Verkamannasambandsins, jafnvel að fiskvinnslufólk yrði í sér deildum í félögunum eða það kæmi sjálft meira að samningsborðinu en verið hefði. ABS Steinunn Eyjólfsdóttir áritar hér fyrstu eintök af Ijóðabók sinni Bókin utan vegar, en hluti upplagsins var tölusettur. Hjá henni stendur Björg Einarsdóttir, formaður útgáfufélagsins Bókrún hf. sem gaf ljóðin út. Sakadómur Reykjavíkur vísar Hafskipsmáli frá: Bræðraböndin gerðu saksóknara vanhæfan Ákæru ríkissaksóknara, Hall- varðs Einvarðssonar, á hendur þremur fyrrverandi forráðamönn- um Hafskips hf. ogendurskoðanda skipafélagsins var vísað frá dómi í Sakadómi Reykjavíkur í gærmorg- un. Dómsorð kvað upp Haraldur Henrysson. Verjendur Hafskipsmanna til- greindu þrjár forsendur fyrir frá- vísun málsins, sem_allar lutu að því að ríkissaksóknari hafi verið van- hæfur til að fara með málið. Sak- adómur hafnaði tveimur þeirra en féllst á þá þriðju, að ekki hefði verið rétt að Hallvarður gegndi dómarastörfum í máli þessu, þar sem hann er bróðir eins banka- ráðsmanna, Jóhanns Einvarðsson- ar, sem sat í ráðinu hluta af þeim tíma sem ákærur taka til, eða á árinu 1985. Ákærðir í málinu voru Björgólf- ur Guðmundsson, Ragnar Kjar- tansson, Páll Bragi Kristjónsson og Helgi Magnússon. Verjendur þeirra lögðu fyrst fyrir dómara þá röksemd fyrir meint vanhæfi ríkis- saksóknara, að hann hafi stjórnað rannsókn þess í upphafi sem rann- sóknarlögreglustjóri ríkisins. Því til stuðnings var bent á að Hall- varður hafi staðið að fyrirmælum um handtöku ákærðu og kröfum um gæsluvarðhald þeirra, svo og ýmis ummæli, sem eftir honum voru höfð í fjölmiðlum í upphafi rannsóknar um eðli málsins og umfang. Hallvarður var hins vegar skipaður ríkissaksóknari frá 1. júlí 1986 að telja og sem slíkur gaf hann einnig út ákæruna í máli þessu. f dómi segir að eins og háttað er skipan ákæru- og dómsvalds, svo og lögreglustjórn hér á landi, verður ekki talið að embættisafskipti manns í starfi rannsóknarlögreglustjóra ríkisins af máli valdi vanhæfi hans til að fjalla um það mál síðar sem ríkis- saksóknari og má segja, að um þetta liggi fyrir ótvíræð vcnja. í dómi segir að afskipti Hallvarðs sem rannsóknarlögreglustjóra af þessu máli hafi verið eðlileg og ummæli hans í fjölmiðlum breyti engu um það. Þess vegna verður ekki talið, að krafa um frávísun vegna vanhæfis Hallvarðs að þessu leyti sé á rökum reist og henni var hafnað í Sakadómi. í öðru lagi sögðu verjendur að ákveðin tengsl séu milli Hallvarðs, ríkissaksóknara, og Alberts Guðmundssonar, fyrrverandi fjármálaráðherra, sem einnig gegndi um tíma formennsku bæði í stjórn Hafskips hf. og bankaráði Útvegsbanka íslands. Hér var einkum bent á óvenjulega hag- stæða lánafyrirgreiðslu úr Lífeyris- sjóði starfsmanna ríkisins er Hall- varður naut fyrir milligöngu Al- berts 1984 og 1985, þegar hann var fjármálaráðherra. Ekki vildi Sakadómur faliast á kröfu verjenda vegna þessa. Stað- fest er að Hallvarður hafi þegið samtals 600 þúsund króna lán úr sjóðnum á þessum tíma og ekki er mælt gegn því að lánin hafi fengist fyrir tilstuðlan fjármálaráðherra. Albert vár stjórnarformaður Haf- skips hf. 1979 til 1983 og hefur einnig setið í bankaráði Útvegs- bankans. Ofangreindar lántökur áttu sér stað á árunum 1984 og 1985. Málið kom svo til opinberrar rannsóknar ári síðar. Lántökur þessar tengjast málinu því ekki á þann veg, að mati Sakadóms, að þær geti valdið vanhæfi Hallvarðs til að" fjalla um það sem ríkissak- sóknari. Frávísun málsins á þeim grundvelli kom því ekki til álita. í þriðja lagi vildu verjendur sanna vanhæfi Hallvarðs Einvarðs- sonar með því að bróðir hans hafi átt sæti í bankaráði Útvegsbanka íslands frá 1. janúar 1985 eða hluta þess tímabils, sem ákæran í málinu tekur til, en málið tengist mjög bankanum og hljóti bankaráðið mjög að eiga hér hagsmuna að gæta á ýmsa vegu. Sækjendur málsins höfðu mót- mælt rökstuðningi fyrir frávísunar- kröfu verjenda og kröfðust þess að henni yrði hrundið. En Sakadómur Reykjavíkur féllst á þriðju röksemd verjenda svo sem fyrr er greint frá. Ákærðu eru saksóttir fyrir að hafa staðið að gerð villandi og rangra gagna á árunum 1984 og 1985 varðandi rekstur og efnahag Hafskips hf., m.a. í því skyni að skapa félaginu áframhaldandi fyrirgreiðslu og lánstraust hjá Útvegsbanka íslands. Þá eru Björgólfur, Ragnar og Páll Bragi ákærðir fyrir fjársvik, með því að hafa staðið að öflun fjármuna fyrir félagið með því að vekja hjá bankastjórn Útvegs- bankans rangar eða villandi hug- nryndir um raunverulegan efnahag félagsins og framtíðarhorfur. Hafi þeir með þessum hætti náð að auka skuldir félagsins við bankann um kr. 403.196.000,oo á árunum 1984 og 1985. Fyrir liggur að Jóhann Einvarðsson, bróðir saksóknara, hafi setið í bankaráði hluta þessa tímabils, en ráðið hafði yfirumsjón með starfsemi bankans og Ijóst er af ákvæðum laga um starfsskyldur bankastjórnar og erindisbréfi bankastjóra, að eftirlitsskylda bankaráðsins með starfsemi bank- ans er rík. Ákærðu eru saksóttir fyrir að hafa með sviksamlegum hætti auk- ið skuld Hafskips hf. við Útvegs- bankann um rúmar 400 milljónir króna. í dómi segir að ekki fari hjá því að mál þetta hljóti itð varða mjög bankaráð Útvegsbankans enda liggi fyrir að málefni Hafskips hf. hafi oft verið til umræðu á fundum ráðsins. Með hliðsjón af þessu verði að líta svo á, að ríkissaksóknari sé þannig skyldur einum bankaráðsmanni Útvegs- bankans að hann mætti ekki gegna dómarastörfum í þessu máli og ekki rétt að hann fjallaði um ofan- greindar sakir. í dómi segir: „Enda þótt ákæran snúist ög um önnur atriði, sem ckki tengjast hagsmun- um Útvegsbanka fslands, er eðli- legast að um þessi efni öll sé fjallað í einu máli og því þykir rétt að vísa ákærunni í heild sinni frá dóminum af þessum sökum.“ Ríkissjóður var dæmdur til að greiða áfallinn kostnað af málinu. þar með talda þóknun til skipaðra verjenda ákærðu. Bragi Steinarsson, saksóknari, lýsti því yfir í Sakadómi í gærmorg- un er dómur hafði verið kveðinn upp að hann kærði þennan úrskurð til Hæstaréttar. þj

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.