Tíminn - 17.07.1987, Síða 8
8 Tíminn
Föstudagur 17. júlí 1987
Títninn
MÁLSVARIFRJÁISLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU
Útgefandi: Framsóknarflokkurinnog
Framsóknarfélögin í Reykjavík
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar:
Aöstoöarritstjóri:
Fréttastjórar:
Auglýsingastjóri:
Kristinn Finnbogason
Indriöi G. Þorsteinsson ábm.
IngvarGíslason
NíelsÁrniLund
OddurÓlafsson
Birgir Guðmundsson
Eggert Skúlason
SteingrímurGíslason
Skrifstofur: Síöumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími:
18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686306,
íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild
Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Kvöldsímar: 686387 (tæknideild)
og 686306 (ritstjórn).
Verð í lausasölu 55.- kr. og 65.- kr. um helgar. Áskrift 550.-
Gagnkvæmur skilningur
er nauðsynlegur
Ákveðið hefur verið að frá og með næstu helgi
verði gert hlé á vísindaveiðum íslendinga á hval um
óákveðinn tíma. Það er gert að ósk Bandaríkja-
manna meðan fyrirhugaðar viðræður þeirra við
íslendinga standa yfir. Þessi ákvörðun þýðir þó ekki
að vísindaveiðunum sé lokið og má benda á að sami
háttur var hafður á í fyrra þegar íslensk sendinefnd
fór utan til viðræðna við sömu aðila.
Sjávarútvegsráðherra, Halldór Ásgrímsson, hefur
marg ítrekað að íslendingar séu tilbúnir til að
endurskoða sína rannsóknaráætlun ef bent verður á
betri leiðir til rannsókna á hvalastofninun, en hann
hefur einnig ítrekað sagt að markmið okkar sé að fá
niðurstöðu úr þessum rannsóknum, sem Alþingi fól
sjávarútvegsráðuneytinu að gera og voru í fullu
samræmi við samþykktir Alþjóðahvalveiðiráðsins.
í 8. grein stofnsamnings Alþjóðahvalveiðiráðsins
er skýrt kveðið á um að „Ríkisstjórn sérhvers
aðildarríkis geti veitt einhverjum þegnum sínum
sérstaka heimild til þess að taka, drepa eða með-
höndla hvali til vísindalegra rannsókna, með skilyrð-
um sem viðkomandi ríkisstjórn aðildarríkis telur
nauðsynleg um fjölda hvala og önnur atriði“.
Með þeim kúgunaraðgerðum sem íslendingum er
nú hótað er því verið að brjóta þennan sáttmála og
skerða þar með sjálfsákvörðunarrétt okkar íslend-
inga til rannsókna á hvölum og þar með lífríki hafsins
umhverfis landið sem er dýrmætasta auðlind okkar.
Við getum því ekki annað en litið þessa íhlutun mjög
alvarlegum augum og hljótum að velta fyrir okkur
hvernig henni skuli mætt.
Það vita allir að íslendingar eiga gífurlega mikið
undir því komið að geta selt vörur sínar og haft
eðlileg viðskipti á öðrum sviðum við Bandaríkin.
Þeim hagsmunum má ekki fórna. Um það eru allir
sammmála. Hitt er aftur á móti engu að síður
mikilsvert að íslendingar, sem sjálfstæð þjóð, fái að
ráða sínum málefnum, án þess að erlendir drottnarar
hvar í heiminum sem þeir eru, taki fram fyrir
hendurnar á þeim.
Hér skal enn á það minnt að hafið er okkar stærsta
auðlind og verndun lífríkis þess og viðhald þess
jafnvægis er ekki síður nauðsynlegt þegar til lengdar
lætur en viðskiptahagsmunir líðandi stundar. Því er
mikilsvert að ábyrgir stjórnmálamenn ræði þessi mál
og leiti leiða til að koma í veg fyrir árekstra. Með
öllu er ófært að öfgahópar og sérvitrir einstaklingar
sem engra hagsmuna hafa að gæta ráði ferðinni. Það
hafa þeir gert allt of lengi, ekki einungis í hvalamál-
inu heldur á mörgum öðrum sviðum með vafasömum
árangri. Þar má minna á herferðir gegn selaveiðum
sem m.a. hefur stofnað afkomu heillar þjóðar,
Grænlendinga í, hættu.
íslendingar hljóta að vænta þess að Bandaríkja-
menn skilji málstað okkar og leggi sitt að mörkum
til að deila þessi leysist á friðsaman máta. Samskipti
þessara þjóða eru mikil og hafa alla tíð verið góð.
Vonandi verður svo í framtíðinni.
‘GARRI
Morgunblaðsþykkildið
Garri þurfti af sérstökum ástæð-
um í gær að fletta upp á grein sem
hann mundi að hafði birst í Morg-
unblaðinu einhvem undangeng-
inna daga. Þetta kostaði að hann
þurfti að fletta í gegn öllum blöðun-
um frá því á föstudag, og það vakti
með honum ýmsar hugleiðingar.
Það fer víst ekki á milli mála að
Morgunblaðið er að verða að alveg
sérstöku fyrirbæri í blaðaheimin-
um, ekki bara hér á landi heldur
einnig þótt víðar væri leitað. I viku
hverri sendir útgáfufélag blaðsins
þvílík gífurleg kynstur af pappír
inn á þau heimili landsins, sem
kaupa blaðið, að engu tali tekur.
Lesmálsflöturinn, sem viku-
skammturinn tekur yfir, er orðinn
svo risavaxinn, að erfitt er að skilja
hverjir gefi sér tíma til að fara yfir
þetta allt, hvað þá að lesa það.
Nú væri þetta kannski út af fyrir
sig í lagi ef Morgunblaðið væri gott
og vandað blað, en um það geta
víst verið skiptar skoðanir. Auglýs-
ingar taka yfir stærsta hlutann af
þessu flæmi, en síður með fréttum
og raunverulega áhugaverðu les-
efni em hlutfallslega mjög fáar.
Afgangurinn er svo fylltur upp
með hinu og þessu efni sem venju-
lega er meiri eða minni útþynning-
ur úr erlendum blöðum, að því
ógleymdu að á Morgunblaðinu
virðast menn fylgja þeirri stefnu að
birta hverja einustu aðsenda grein,
og skiptir þá engu hversu heimsku-
leg hún er.
Vítahringur
Morgunblaðið er þannig komið
inn í vítahring sem vant er að sjá
hvernig það getur losnað út úr. Á
liðnum áratugum hefur blaðið náð
að verða útbreiddast íslenskra
blaða, og því sækja auglýsendur
eftir að koma sjálfum sér og vörum
sínum á framfæri þar. Líka sækjast
greinahöfundar eftir að fá ritsmíð-
ar sínar birtar þar, í þeirri sælu
vantrú að þar með sé ömggt að
meirihluti þjóðarinnar lesi þetta
allt saman.
Það er hins vegar hinn argasti
misskilningur. íslenskir blaðales-
endur eru upp til hópa duglegt og
vinnusamt fólk, sem lætur ekki að
sér hvarfla að eyða heilum vinnu-
dögum í það verkefni að sitja og
lesa misjafnlega áhugavert Morg-
unblað. Tímarnir era breyttir, og
þessu hafa hinir fjölmiðlamir svar-
að með þvi að leitast við að vera
með samanþjöppuð skrif um fréttir
og önnur áhugaverð daglcg mál-
efni, þannig frá gengin að önnum
kafið nútímafólk geti gefið sér tíma
til að lesa þau. Af því leiðir að í dag
fletta flestir kaupendur Morgun-
blaðsins í gegnum það en lesa það
ekki. Áhrifamáttur þess fer sí-
þverrandi.
Garri segir það eins og er að
hann hefur áhyggjur af þessu fyrir
hönd Morgunblaðsins síns. Það
hefur vaxið upp í það að vera núna
orðið að þykkildi á líkama þjóðar-
innar, sem aðeins er tímaspursmál
hvenær hún sér ástæðu til að skera
burt. Og Garri myndi sjá eftir
Mogganum sínum ef hann einn
daginn springi í loft upp rétt eins
og hver önnur ofþanin sápukúla.
Það má oft hafa drjúgt gaman af
assvítans vitleysunum í Moggan-
um, ekki síst því sem þeir kalia
pólitík.
„Vinsældir" frétta-
stofunnar
Hún var merkileg fréttin sem
barst út á öldum Ijósvakans fyrir
fáeinum dögum um það að skoðan-
akönnun félagsfræðinga hér við
Háskólann hefði leitt í Ijós að
blaðamenn hér bæru mest traust til
fréttastofu útvarpsins, af þeim fjöl-
miðlum sem við fréttaflutning fást.
Þeir félagsfræðingarnir gættu ber-
sýnilega ekki að því að blaðamenn
á dagblöðunum eru í harðri sam-
keppni hver við annan, og vita-
skuld gefur enginn blaðamaður
það upp í skoðanakönnun að helstu
keppinautar hans standi sig betur
en hann sjálfur og félagar hans.
Þess vegna var aðeins eðlilegt að
margir nefndu fréttastofuna frem-
ur en keppinautablöðin. Þetta er
cinföld staðreynd sem félags-
fræðingar á launum hjá sameigin-
legum sjóði okkarskattborgaranna
virðast þó ekki skilja. Fréttastofa
ríkisútvarpsins er svo sem alls góðs
makleg, en félagsfræðingarnir eiga
enn eftir að læra að taka mannlega
þáttinn inn í störf sín. Það er að
segja að læra að beita því sem
oftast er kallað heilbrigð skynsemi,
en hefur kannski lítið með svo
kallaðar fræðikenningar þeirra að
gera. Garri.
VÍTT OG BREITT
Nútímamenn með framtíðarsýn
Nýjar búgreinar eru svar við
miklum samdrætti í hefðbundnum
landbúnaði og er mikið um þær
rætt og ritað og jafnvel þónokkuð
framkvæmt. Ræktun loðdýra og
fiskeldi eru efst á blaði svokallaðra
nýrra búgreina og dæmi eru um að
á ný séu að verða til útvegsbændur,
en einhverra hluta vegna gufaði sú
stétt upp einhvern tíma á þessari
öld. Hér er ekki verið að taka upp
neina nýja bugrein heldur endur-
vekja hefðbundinn atvinnuveg,
sem stundaður var síðan land
byggðist.
Garðyrkju- og gróðurhúsabænd-
ur auka framleiðslu sína jafnt og
þétt og sömuleiðis fjölbreytni
afurðanna. En minna fer fyrir að
þeir séu taldir meðal þeirra sem
taka upp nýja búskaparhætti eða
að þeir séu teknir í tölu lands-
stólpa.
Kartöflu- og gulrófnarækt er fyr-
ir löngu hætt að vera aukabúgrein
eða einhvers konar tómstund-
avinna. Atorkusamir bændur sem
margir hverjir þekkja sinn vitjun-
artíma sjá fyrir þörfum lands-
manna á þessu sviði.
Framleiðsla og
fjölbreytni vaxandi
Ylræktin skilar meiri framleiðslu
frá ári til árs. Langt er um liðið
síðan farið var að nýta jarðhitann
til ræktunar en lengi vel var það í
smáum stíl og afurðirnar fábreytt-
ar. Tómatar og gúrkur voru helstu
afurðirnar.
En tegundunum fjölgar og fjöl-
breytnin á markaðinum eykst.
Neytendur kunna vel að meta
framtakið og ylræktarmenn þurfa
ekki að kvarta yfir að framleiðsla
þeirra seljist ekki.
Áður fyrr þótti vinnufólki vond
vist hjá þeim bændum sem iétu
skammta kálslabb og væri það í
hæsta lagi búpeningi bjóðandi.
Nú er öldin önnur. Grænmeti er
ekki aðeins holl fæða, heldur vilja
þeir sem því venjast, helst borða
það í öll mál og nýjar tegundir
ganga út eins og heitar lummur.
Matarvenjur breytast og sem
betur fer að sumu leyti til hins
betra. Grænmetisneysla er hverj-
um manni nauðsynleg og sú krafa
er uppi meðal neytenda að ávallt
sé nóg af því á boðstólum.
Ræktunartíminn lengdur
Ylræktarbændur standa sig vel í
stykkinu og þeim hefur tekist að
lengja þann tíma verulega sem
hægt er að setja nýja framleiðslu á
markað. Stutt sumur hafa ávallt
staðið í vegi fyrir að hægt sé að
fullnægja markaði sem í raun er
opinn allt árið.
Samkeppni við innflutt grænmeti
er mikil og takmörk eru fyrir hve
hægt er að leggja í mikinn kostnað
við gróðurhúsaræktun. En ný að-
ferð hefur skotið upp kollinum,
sem garðyrkjubændur notfæra sér.
Það er að hita upp jarðveginn með
heitu vatni. Með því er hægt að
auka uppskeruna verulega og
lengja þann tíma sem hægt er að
hafa innlent grænmeti á boðstól-
um.
Vafalaust á eftir að auka ræktun
í upphituðum jarðvegi til mikilla
muna.
Ylræktin á mikla framtíð fyrir
sér og er ástæða til að hvetja
neytendur til að kaupa fremur
innlent grænmeti en erlent þann
tíma sem völ er á hvorutveggja.
fslenska grænmetið er síst verra
en erlent og nokkur trygging er
fyrir að hér þarf ekki að berjast við
margar skordýrategundir með
úðun, eins og algengt er erlendis.
íslenskir ylræktarbændur hafa
náð furðu góðum tökum á fram-
leiðslu sinni. Þeim hefur tekist að
lengja vaxtartímann verulega,
auka framboð og fjölbreytni og á
búgreinin, hvort sem hún er kölluð
ný eða gömul, góða framtíð fyrir
sér.
Því hefur ekki verið haldið mikið
á lofti hve ræktunartíminn hefur
verið lengdur mikið. Ekki er t.d.
langt síðan rósir voru ekki á mark-
aði nema yfir hásumarið og eitt-
hvað fram á haust.
Nú er hægt að kaupa íslenskar
rósir í hartnær tíu mánuði ársins og
þykir öllum sjálfsagt að geta gengið
að þeim í blómabúðum þótt maður
verði að dúða sig fyrir hríðum og
frosti til að skreppa eftir þeim.
Ylræktin er vaxandi atvinnuveg-
ur og á sú búgrein framtíðina fyrir
sér sé vel á málum haldið.
OÓ