Tíminn - 17.07.1987, Blaðsíða 15

Tíminn - 17.07.1987, Blaðsíða 15
Föstudagur 17. júlí 1987 lllllllllllllll MINNING llllllllllllllllllllllillllllllllllllllllllllllllllllllllllll^ Dr. Selma Jónsdóttir Fædd 22. ágúst 1917. Dáin 5. júlí 1987. Það er eins og dauðinn komi alltaf að óvörum. Mér varð óneitanlega hverft við þegar ég frétti, að hún Selma væri dáin. Með gleði í huga hafði ég hugsað til þess, að hún lyki árangursríku starfi sem forstöðu- maður Listasafns íslands, með opn- un safnsins í nýjum og glæsilegum húsakynnum. Og það var svo stutt eftir. Nýja safnbyggingin verður opnuð í september í haust. Sjálfri hefði henni þótt ánægjulegt að skilja þannig við safnið og starfið. Safnið og nýbyggingin áttu huga hennar. Ég kynntist Selmu í starfi mínu í byggingarnefnd Listasafnsins. Raunar lágu leiðir okkar aðeins saman þar sem brautirnar skárust við byggingu Listasafnsins. í því starfi var Selma eldhugi. Það er varla árennilegt að standa að safnbyggingum á íslandi, fé af skomum skammti og þröskuldar margir. Mér er til efs að þessi nýbygging væri enn hafin, ef Selmu hefði ekki notið við. Ég kom að þessu starfi 1975 og í nærfellt 12 ár finnst mér eins og bjartsýni Selmu hafi verið leiðar- stjarnan sem við stýrðum eftir. Henni tókst alltaf að sjá ljósgeisla handan allra erfiðleika. Safninu og nýbyggingunni var ekkert of gott og úrræðagóð var hún með eindæmum. En jafnframt var hún föst fyrir og ákveðin, þegar hagsmunir safnsins voru í veði. Þegar ég renni huganum fyir störf Selmu í byggingarnefndinni koma mér í huga orð Hávamála: Eldur er bestur með ýta sonum og sólarsýn. Éldur brann í huga að koma málunum fram og yfir erfiðleika og skyndilæti blasti við sólarsýn. Ég held að allir í byggingarnefnd- inni hafi verið vinir Selmu. Hún var svo einlæg, átti hlýjan hug og var að eðlisfari hjálpfús. Sjálfum finnst mér það hafa auðgað æviferil minn að hafa átt þess kost að kynnast henni. Ekki kann ég að ráða gátu lífs og dauða. Sé bátur hennar kominn að landi handan móðunnar miklu, þyk- ist ég þess fullviss að gleði hennar verði mikil er safnið flytur í nýbygg- inguna við tjörnina. Þótt hún fái ekki sjálf að njóta þess að ganga um á meðal góðra vina og fagna þessum sigri, þá er markinu náð. Ef lífsgátan er hins vegar rétt ráðin á þann veg að svefninn langi sé draumalaus, eigum við hin í huga minningu um mikilhæfa konu, sem vann vel, vildi vel og náði langt. Það er ekki lítils virði meðan gengið er „ófarið örstutt æviskeið“. Einhvem veginn finnst mér eins og ég minnist Selmu í hvert sinn, sem ég hugsa um byggingu Lista- safns Islands við tjörnina. Það eru einhver órjúfanleg tengsl byggingar- innar við brautryðjandann, sem reisti merkið, dr. Selmu Jónsdóttur. Guðmundur G. Þórarinsson, form. byggingarnefndar Listasafns fslands. Dr. Selma Jónsdóttir er fyrsti íslendingurinn, sem lauk prófi í listfræði, og starfaði hér á landi. Hún var jafnframt fýrsta konan sem fékk doktorsnafnbót frá Háskóla íslands árið 1960. Á sérsviði sínu, miðaldalist, vann hún mikið og merkt brautryðj- andastarf. Þekking og áræðni ein- kenndu rannsóknarstörf hennar. Þá er ekki síður að minnast markverðs framlags hennar til samtímalistar, er hún sem forstöðumaður Listasafns íslands byggði það upp og gerði að meginsafni20. aldar listar á íslandi. Að leiðarlokum vill Félag íslenskra listfræðinga þakka dr. Selmu Jóns- dóttur störf hennar í þágu íslenskrar listfræði og myndlistar. Félag íslenskra listfræðinga. Það hillir nú loks undir að Lista- safn íslands flytji í nýtt húsnæði og öll aðstaða þess gjörbreytist. Þegar þessi langþráði draumur er að verða að veruleika, kemur sú sorgarfrétt að Selma sé látin. Hún hafði barist fyrir þessu húsi og því var það enn meira miskunnarleysi örlaganna að henni skyldi ekki auðnast að sjá safnið flytja inn í það. Á þessari stundu hvarflar hugur- inn víða og margar minningar sækja á, en ég staldra við leiftrandi gáfur Selmu, djúpt innsæi og næmni á myndlist, glettni hennar og glaðværð í fasi. Það fór ekki fram hjá neinum þegar hún var á ferð, svo sterkur var persónuleiki hennar. Selma Jónsdóttir helgaði líf sitt framgangi íslenskrar myndlistar. Þetta gerði hún fyrst og fremst sem forstöðumaður Listasafns fslands, sem hún byggði upp af einstökum skilningi og alúð. Einnig vann hún brautryðjandastarf sem sérfræðing- ur í miðaldalist, einkum á sviði handritalýsinga. Það er sá þáttur ævistarfs hennar sem ég ætla að gera að umtalsefni. Selma lærði hjá meisturum list- fræðinnar beggja vegna Atlantsála. En tveggja lærifeðra hennar, sem hún mat mikils, vil ég sérstaklega geta. Sá fyrri var prófessor Meyer Schapiro, við Columbia-háskólann, sem á þeim tíma var einn talsmanna nýrra viðhorfa í listfræðum; fjölgáf- aður og kynngimagnaður fræðimað- ur. Hann opnaði augu hennar fyrir ríkidómum myndlistarinnar, og þá einkum miðaldanna. Síðar lá leiðin til prófessors Francis Wormalds, sem var einn merkasti miðalda- fræðingur Breta fyrr og síðar, sér- fræðingur í handritalýsingum og handritafræðum. Báðir þessir menn voru brautryðjendur innan miðalda- fræða, þess tímabils sem varð sérsvið Selmu. Þetta fararnesti varð henni gífur- leg hvatning til að takast á við þau verkefni sem biðu hennar hér í rannsóknum á miðaldalist. Selma leysti gátu fjalanna frá Bjarnastað- arhlfð, færði Stjórn á ný til íslands og uppgötvaði að líklega áttum við enn hina helgu Maríu, kennda við Hofstaði, svo einhvers sé getið. Doktorsritgerð hennar um býs- anska dómsdagsmynd, sem hún taldi hafa verið í Flatatunguskála, braut blað í rannsóknum í íslenskri list- fræði. Þar kom einnig sterkt fram allt það er einkenndi stíl hennar: Hann var einfaldur og knappur en lýsandi og nákvæmur - laus við allar málalengingar og skraut - og hún þorði að varpa fram mjög afgerandi og djörfum hugmyndum. Textinn hefur taktfasta stígandi, svo að stundum er sem lesandinn sé frekar staddur í miðjum reyfara en alvar- legu fræðiriti. Selma byggði rann- sóknir sína á mjög ákveðinni stílgrein- ingu, sem hún nýtti síðan til að skyggnast á bak við verkið í leit að uppruna myndefnis og stíls. Næmni hennar og vísindaleg skarpskyggni koma vel fram í þessu verki. Ég vil nefna hér að fyrsta grein hennar sem birtist á prenti var í hinu merka tímariti Art Bulletin, árið 1950, og fjallaði hún um höggmyndir úr steini í Kilpeck-kirkju í Here- fordshire á Englandi. Hún er mjög merkt framlag til rannsókna enskrar rómanskrar listar. Þar var sýnt fram á að höggmyndirnar í Kilpeck voru, ásamt höggmyndum úr nálægum kirkjum, verk myndhöggvara sem störfuðu í því héraði og mynduðu ákveðinn skóla. Grein hennar er enn á lista yfir skyldurit sem lesin eru til prófs í rómanskri enskri höggmyndalist. - Eina grein finnst mér þó ávallt vænst um, en hún fjallar um gjafaramynd í Skarðsbók, ÁM 350, og birtist í Árbók fornleifa- félagsins 1964. Hún er dæmigerð um stíl Selmu og hvernig ein mynd verður uppspretta gagnmerkra rann- sókna. Að undanförnu hafði Selma unnið við rannsóknir á Stjórnarhandriti, AM 227, vegna útgáfu þess í ritröð- inni um íslensk miðaldahandrit, sem hún var langt komin með. Þar ætlaði hún að endurmeta fyrri skoðanir, sem birtust í bók hennar um Stjórn, um skyldleika Stjórnar við ýmis íslensk 14. aldar handrit. En þannig voru einmitt vinnubrögð hennar sem fræðimaður. Rannsóknin hélt ætíð áfram og fyrri hugmyndir voru í stöðugri endurskoðun. Með ná- kvæmum athugunum á innbyrðis skyldleika handrita, uppruna stíls og íkónografíu reyndi hún að komast að hvernig listamennirnir störfuðu og hvert þeir sóttu áhrif. Það liggur eftir Selmu mikið og merkilegt brautryðjandastarf á sviði íslenskrar listfræði og fráfall hennar skilur eftir stórt skarð í þeim fá- menna hópi fræðimanna, sem á þeim vettvangi vinnur. Að leiðarlok- um er mér þó efst í huga þakklæti fyrir vináttu hennar og uppörvun og allt sem hún miðlaði mér af þekkingu sinni og reynslu. Ég votta eiginmanni Selmu, dr. Sigurði Péturssyni, og fjölskyldu hennar mína dýpstu samúð. Bera Nordal. Minningargjafir um dr. Selmu Jónsdóttur Samkvæmt ósk fjölskyldu dr. Selmu er þeim sem vildu minnast hennar vinsamlega bent á Listasafn íslands. Minningarspjöld fást á skrifstofu safnsins og í bókaverslun Snæbjarn- ar, Hafnarstræti 4. Listasafn tslands. t Þökkum innilega öllum þeim er sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu. Júlíönu Jóhannsdóttur Kirkjuvegi 9, Ólafsfirði Skúli Pálsson Guðrún Lúðvíksdóttir Birgitta Pálsdóttir Pálmi Sighvats Sigursteinn Pálsson Jóhanna Tómasdóttir Hreinn Pálsson Arna Antonsdóttir Kristín Pálsdóttir og ömmu börn Kristinn Ásmundsson ^^SSE^FERGUaQ N Bindivél með magnað jafnvægi Tíminn 15 Massey Ferguson wm í Heybindivélar KAUPFELOGIN | IBÚNABARDEILD ARMULA3 REYKJAVIK SlMI 38900 IŒLAND , HORSE SsÍFIÉLAG IIIÍ0SSABÆNDA BÆNDAIIÖLLINNIIIAGAIOIIGI 107 IIEYKJAVlK ISLAND Hrossamarkaður BÚ ’87 Þeir félagar í Félagi hrossabænda sem óska eftir að taka þátt í sölusýningu á Landbúnaðarsýning- unni BÚ’87 dagana 21.-23. ágúst n.k., snúi sér til stjórnarmanna viðkomandi deilda og láti skrá söluhross. Deildarformenn veita nánari upplýsingar. Markaðsnefndin. Startarar - Alternatorar fólksbíla - vinnuvélar og bátar 12 V og 24 Volta Delco Remy, Bosch Cav, Lucas og fl. fyrir Caterpillar, Perkings, Leister, Volvo, Scania, japanska og evrópska fólksbíla. Cav og Bosch 24 volta alternatorar fyrir báta og vinnuvélar. Spennustillar fyrir flestar gerðir alternatora. Varahlutir fyrir startara og alternatora. Viðgerðaþjónusta. Sendum í póstkröfu. ÞYRILL HF. Tangarhöfða 7 2. hæð 110 Reykjavík Sími 91-673040 BÍLALEIGA Útibú í kringum landið i REYKJAVIK:.. 91-31815/686915 AKUREYRI:.... 96-21715/23515 BORGARNES:.......... 93-7618 BLÖNDUÓS:...... 95-4350/4568 SAUÐÁRKRÓKUR: ..95-5913/5969 SIGLUFJÖRÐUR:...... 96-71489 HÚSAVÍK:..... 96-41940/41594 EGILSSTAÐIR: ....... 97-1550 : VOPNAFJÖRÐUR: . 97-3145/3121 : FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR: . 97-5366/5166 HÖFN HORNAFIRÐI: ... 97-8303 interRent ÖLL VINNSLA PRENTVERKEFNA

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.