Tíminn - 26.08.1987, Blaðsíða 6
6 Tíminn
Miðvikudagur 26. ágúst 1987
Svona lítur aðaltorgið í Gimli út.
Flugvél sem fórst í nágrenninu í
seinni heimsstyrjöldinni og gömlum
vita hefur verið stillt þar upp. A.U
nokkur útgerð er frá Gimli en þar
er stutt á miðin á Manitohavatni.
Það var ekki hvað síst þessi útgerð-
armöguleiki sem laðaði landnema
frá íslandi að þessum stað á sínum
tíma, en þegar vatnið lagði á vetr-
um voru það indjánar sem kenndu
íslensku landnemunum að veiða
gegnum ís.
Tímamyndir stjas
Hér má sjá skoska háiandasveit
þramma um götur Gimli í skraut-
göngunni.
íslendingadagurinn var haldinn
hátíðlegur í Gimli í Manitóba um
verslunarmannahelgina, en það er
árviss atburður. 1 ár var þó öllu
meira um dýrðir en endranær því
liðin eru hundrað ár frá því að
sjálfstjórnarfylkið Nýja ísland var
lagt niður og það sameinað sam-
bandsfylkinu Manitoba. Hcraðið
sem áður var Nýja ísland fagnar
því aldarafmæli undir kanadískri
lögsögu.
Af þessu tilefni fóru óvenju
margir íslendingar til Gimli á ís-
lendingadaginn. Þar voru Lúðra-
sveit Reykjavíkur og Samkór
Selfoss, sem voru á tónleikaferð
um Bandaríkin og Kanada. Þar
voru jafnframt tvcir hópar bænda
en sérstakar bændaferðir voru vest-
ur um haf í ár. Að sögn Stefáns
Jasonarsonar sem var í annarri
bændaferðinni heppnaðist ferða-
lagið með eindæmum vel, og tóku
Vestur-íslenskir kollegar einstak-
lega vel á móti íslensku bændun-
um. Stefán sagöi að einn þeirra Óli
Narfason, sem býr skammt frá
Gimli og var þulur á hátíðinni vildi
koma þeim skilaboðum til íslend-
inga á íslandi að það gleddi mjög
kanadíska Islendinga að sjá scm
flesta koma frá gamla landinu eink-
um og sér í lagi fyrstu helgina í
ágúst og að hann vonaðist til að sjá
fjölda þeirra koma á ókonmum
árum.
Jafnan þykir börnum og raunar
lullorðnum líka það vera hápunkt-
ur íslendingadagsins (en hátíðar-
höldin standa raunar í 3 daga
þannig að réttara væri að tala um
íslendingadagana) þegar skraut-
gangan fer um bæinn. Þar eru á
ferð skreyttir vagnar og furðulega
klætt fólk, sem ýmist er fulltrúar
fyrirtækja, félagasamtaka, eða op-
inberra stofnana o.s.fv. Skraut-
gangan er iðulega rúman klukku-
tíma að fara framhjá aðaltorginu í
Gimli en að þessu sinni tók það um
2 klukkutíma.
- BG
Hér má sjá víkingaskip mikið sem
túk þátt í skrautgöngunni um
bæinn, en það er á hjólum. Svo
sem sjá má er nú búið að leggja
skipinu í garði eigandans en ís-
lenski fáninn hlaktir við hún og
sveinar standa við borðstokkinn
meö víkingahjálm á höfði. Þess má
geta að fyrir nokkrum áruni átti sér
stað mikil uniræön nieðal Vestur
Islendinga um það hvort hom hefðu
veriö á hjálmum víkinga, eins og
þarna sést á niyndinni. Niðurstað-
an varð sú að trúlega hafi engin
horn verið á hjálmunum, en pilt-
arnir á mvndinni virðast ekki vera
sammála þeirri niðurstöðu.
Afmælisterta á vörubílspalli og stássbúnir héraðsbúar á heyvagni. Við fáum ekki betur séð en þarna
sitji kona i upphlut.
. >v-,-