Tíminn - 22.11.1987, Side 2

Tíminn - 22.11.1987, Side 2
2 Tíminn Sunnudagur 22. nóvember 1987 lllllllllllllllllllll VlSNAPATTUR -i.l .................... 9. þATTUR Bjarni Pálsson á Blönduósi hringdi til mín og tjáði mér að ekki væri réttur kviðlingur sá er birtist í síðasta þætti og hófst þannig: Kveldið löngu liðið er. Þetta var ort á samkomu í samkomuhúsi á Ásbrekku í Vatnsdal, en þar tóku Húnvetningar á móti sunnlendingum er þangað komu í bændaför. Um þessa ferð samdi Ragnar Ásgeirsson ráðunautur bók. Eftir þessu er Ijóst að það var Sunnlendingur en ekki Þingeyingur er svo kvað: Lungt á tímann liðið er lóan hætt að kvaka nóttin faðmar nyrstu sker nú er Guð að halla sér en Húnvetningar halda áfram að vaka! Ágúst Líndal Pétursson, kenndur við Klettakot á Skógarströnd, enda bóndi þar frá 1911 til 1935. Ágúst ólst upp í Árnhúsum í sömu sveit. Þessi býli eru nú bæði í eyði. Ágúst kvað svo á leið til Arnhúsa, en vísur þessar heyrast oft kveðnar í réttum eða þar sem menn koma saman og taka lagiö. Vökrum fáki viljafúsum vendi ég niður göturnar. Er ég fagna Árnahúsum æsku vakna minningar. Þó hárin gráu hylji vanga hugljúf minning aldrci dvín. Þekki ég alla þessa tanga þar eru æskusporin mín. í síðasta þætti var vísa eftir Kristján Benediktsson, málarameistara, á Akureyri, þar sem hann kvartar vegna rigninga er tafði hann frá vcrki. Er hann hafði kveðið þá vísu stytti upp en fljótlega fór að rigna aftur og það mun meir en áður. Þá kvað Kristján: Guð á regni gerði hlé gleðskapur var freistandi. Það er eins og aldrci sé almættinu treystandi. Þá er hér nýort staka úr höfuðborginni. Höfundur er Skúli Guðmundsson. Hún varð til í heita pottinum í Laugardal. Ráðherrar mega ekki vita sitt vamm þó válega í stjórninni syngi. í bróðerni leggja þeir frumvörpin fram en fella þau síðan á þingi. Næsta vísa er eftir ókunnan höfund. Vísan greinir frá ferð Davíðs Þorsteinssonar, stórbónda á Arn- bjarnalæk í Þverárhlíö í Dali. Með Davíð í för var annar stórbóndi, Guðmundur á Svignaskarði. Davíð hefur eflaust verið að finna bróður sinn Þorstein sýslumann í Búðardal, en vísan greinir frá móttökum hjá Theódór Johnson veitingamanni en hann bjó rausnarbúi á Hjarðarholti í Dölum 1924-1931 og á þeim árum hefur þetta gerst. Theódórs ei tæmdist búr til var nóg í garði. Davíð reið í Dalatúr og dilkurinn frá Skarði. Fyrir fáum áratugum var Benjamtn Sigvaldason, fræðimaður frá Gilhaga í Öxarfirði í vinnu í sláturhúsinu í Búðardal. Einn morgun heyrðist hann raula þessa vísu: Ég er enn við óð að fást í orðasennu glaður. Á glóðum brenn af girnd og ást gamall kvennamaður. Margrét Kristjánsdóttir, húsfrú á Bugðustöðum í Hörðudal, sá tryppi leika sér á vetrardegi. Þá kvað hún: Einkunn barna er ærsl og fjör öldinn þarna lítur, hernig Stjarna ung og ör yfir hjarnið þýtur. Júlíus bóndi á Litlanesi í Múlasveit lýsti þannig heilsufari vélarinnar í bát sfnum í bréfi til Árna Einarssonar í Flatey: Allajafnan ílla kveikir ekki er röddin góð. Hoppar, stoppar röltir reykir rekur upp neyðarhljóð. Þá er vísa botnuð af Agli Jónassyni á Húsavík en upphafið birtist í einhverju tímariti. Bakkus hcfur mörgum mætum manni skolað niður í svaðið. Og af hreinum heimasætum hrifsað stundum titilblaðið. Auðunn Bragi Sveinsson kveður svo: Linar sút að súpa á stút sýnast hnútar lífsins rakna. Én ef menn lúta oft að stút eðli brútalt fer að vakna. Kristmundur Jóhannesson Giljalandi Haukadal JÓN DAN: „Þegar ég gekk út af skrifstofunni á kvöldin var ég ekki lengur embættismaður.“ (Tímamynd Brein) ÁRIÐ EFTIR • I SPONSKU VEIKINA -RÆTTVIÐ JÓN DAN NÝJA SKÁLD- SÖGU HANS - V- a<s Kona a - av\b /ir be\rrar >iösS5 LÍðar b'\aSpVsuströnö' ™ ^stu ^eðVaTntTeW °„9 Sa helur . Hún s'e n'fan við sjo'un 9 hvað | kovanna' bugmV0^. aér a\drei ,0f Qinnno9 *orf að Það á dag'oo ? Mn'a-

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.