Tíminn - 22.11.1987, Blaðsíða 9

Tíminn - 22.11.1987, Blaðsíða 9
Kór Menntaskólans við Hamrahlíð á æfingu. • J (Túnunyiid pjetur). „TUTTUGU ARA AFMÆLI“ Sunnudagur 22. nóvember 1987 Tíminn 9 Tvö —tilþrjúhundruðsöngvarartakalagið saman,“ að sögn Þorgerðar Ingólfsdóttur kórstjóra Það voru Ijúfír tónar sem hljómuðu þegar Tíminn lagði leið sína á æfíngu hjá Kór Menntaskólans við Hamrahlíð nú í vikunni. Tilefni þessarar heimsóknar var að á morgun, sunnudaginn 22. nóvember halda kórarnir sem kenna sig við Hamrahlíð, þ.e. Hamrahlíðarkórinn og Kór Menntaskólans við Hamrahlíð upp á tuttugu ára afmæli sitt. Boðið er til mikillar söngveislu í hátíðarsal Menntaskólans við Hamrahlíð og hefst hún klukkan 15.00. Að sögn Þorgerðar Ingólfs- dóttur kórstjóra má búast við að Besti vinur ljóðsins: Skálda- kvöld á Borginni Besti vinur ljóðsins stendur fyrir skáldakvöldi á Hótel Borg fimmtudaginn 26. nóvember n.k. kl. 21. Þar verða lesin íslensk ljóð og þýðingar, auk þess sem Hörður Torfason flyt- ur ljóð Bertholts Brecht við eigin lög. Eftirtalin skáld lesa upp: Guðbergur Bergsson, Pétur Gunnarsson, Elísabet Kristín Jökulsdóttir, Helga Bökku og Jón Óskar. Þá les Sigurður Pálsson þýðingar sínar á ljóð- um franska snillingsins Prevert, en nú í vikunni kom út bók með ljóðum hans. Viðar Eggertsson les síðan ljóð eftir Bertholt Brecht úr bókinni Kvæði og söngvar sem út kom fyrir skömmu. Skáldakvöld Besta vinarins njóta mikilla vinsælda og er fólk þess vegna hvatt til þess að koma tímanlega. Hin rómaða veitingasala Hótel Borgar verður að sjálfsögðu opin af þessu tilefni. Kynnir á skálda- kvöldinu verður Hrafii Jökuls- son. Miðaverð er krónur 300. tvó— til þrjúhundruð söngvarar taki lagið saman, „en auk núver- andi meðlima hefur gömlum kórfélögum sérstaklega verið boðið að koma. Einnig mun Kristinn Sigmundsson syngja, Bergþóra Ingólfsdóttir lesa ljóð og a.m.k. hluti Stuðmanna taka lagið, en þetta eru allt fyrrver- andi kórfélagar." Kór Menntaskólans við Ham- rahlíð var stofnaður 1967 og hefur Þorgerður verið stjórn- andi hans frá upphafi. Núver- andi kórfélagar í skólakórnum eru 70 að tölu, en árlega verða miklar breytingar á kórnum. Haustið 1982 var stofnaður framhaldskór, skipaður söng- fólki sem áður hafði starfað í skólakórnum. Þessi framhalds- kór eldri nemenda er nefndur Hamrahlíðarkórinn til aðgrein- ingar frá skólakórnum. I dag starfa um 50 einstaklingar með Hamrahlíðarkórnum. Kórinn hefur ferðast víða bæði innanlands sem utan og oft unnið til verðlauna á erlendum kórahátíðum. Það eru ófá lönd sem kórinn hefur lagt leið sína um, sem dæmi má nefna Sviss, Bretland, Þýskaland, Skandin- avíu, Japan, Frakkland og ísra- el. Eins og fyrr segir hefjast tón- Ieikarnir klukkan 15.00 í hátíð- arsal Menntaskólans við Ham- rahlíð og eru allir hvattir til að koma meðan húsrúm leyfir. Aðgangur er ókeypis. ABÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.