Tíminn - 22.11.1987, Blaðsíða 12

Tíminn - 22.11.1987, Blaðsíða 12
12 Tíminn Sunnudagur 22. nóvember 1987 GUÐMUNDUR J. GUÐMUNDSSON í HELGARVIÐTALI ÚTILOKA EKKI AÐ ÉG EIGI EFTIR AÐ SETJASTINN Á ÞING AFTUR Það yrði þá til að þjóna mínum skoðunum og mínu fólki, en ekki aðeins fyrir þingmennskuna. Guðmundur j. Guðmundsson er svo sannarlega ekki af baki dottinn, enda er ekki út í hött að joðið í millinafni hans sem reyndar stendur fyrir nafnið Jóhann, skuli í hugum almennings ævinlega vera Jaki. En þó hann hafi ekki verið tilbúinn í sérframboð á sínum tíma, eru þá tímarnir orðnir breyttir hvað þetta varðar? „Það hefur verið töluvert rætt innan verkalýðshreyfingarinnar um nýjan flokk eða samtök sem yrðu fyrir launafólk í þessu landi. En enn er ekki komið neitt ákveðið skipu- lagsform á þau samtök og hefur verið afar hljótt um þau.“ Guð- mundur fær sér í nefið og þegar ég spyr hann hvort þetta hafi verið mikið rætt segir hann aðeins: „Já töluvert“. Hann játar því einnig að þessar viðræður hafi farið fram með- al óánægðs verkafólks og forystum- anna í verkalýðshreyfingunni. Guðmundur J. er einn af reyndari verkalýðsleiðtogum þjóðarinnar og hefur setið á þingi fyrir Alþýðu- bandalagið. Eins og alþjóð veit þá sagði hann sig úr Alþýðubandalag- inu á síðasta sumri, að undangengn- um miklum átökum. Ég spyr hann um þau mál. „Síðari ár, þá get ég sagt eins og kemur fram í leikriti eftir Laxness, að innan Alþýðubandalagsins kom mín upphefð alltaf að utan. Ég var aldrei sterkur innan flokksins, ég var það hér áður fyrr. Hins vegar lá minn styrkleiki utan flokksins. Ég neita ekki að ég var alveg sjúkur að komast inn á þing þegar ég var í kringum þrítugt. En þegar ég loks fór inn á þing til tveggja ára, þá var löngu slokknuð sú þörf. Það er mjög erfitt að vera á alþingi og stunda það eins og ber að stunda það, jafnframt að vera for- maður í Dagsbrún og formaður Verkamannsambandsins, án þess að vanrækja eitthvað. Oftast endar það með að menn vanrækja allt. Sann- leikurinn er sá að þingmennskan er þannig að ef menn ætla að standa sig þá verða þeir að gefa sig allan að henni.“ Ertu með þessu að segja að það hafi alfarið verið þín ákvörðun að draga þig út úr pólitík og gefa ekki kost á þér til þingmennsku? „Ég var nú búinn að bjóða Svavari, að ef erfiðleikar yrðu að koma saman lista, þá yrði ég nú sennilega minnst veikur þó ég ekki kæmist inn; hann skyldi aðeins hnippa í mig. Nú, mér fannst bæði Alþýðu- bandalagið og ég sjálfur bera nokkra ábyrgð á að nokkru leyti. Mér fannst flokkurinn sjálfur allt annar flokkur, en hann var. Um hann hafði flykkst námsfólk, allskyns bóhemar og þetta eru nú ekki tærar listamannssálir sem slá mest um sig.“ Hvaða öfl innan Alþýðubanda- lagsins unnu helst gegn þér? „Ég hef alltaf átt þar mjög mikið af andstæðingum, og ekki lagt mig fram um að afla mér vinsælda. Ég var stríðinn og hugsaði ekki alltaf um að fylgja meirihluta eða koma

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.