Tíminn - 22.11.1987, Qupperneq 13

Tíminn - 22.11.1987, Qupperneq 13
Sunnudagur 22. nóvember 1987 Tíminn 13 JJKjör Ólafs opnar vissa möguleika fyrir Alþýðubanda- lagiðjj JJAð sjá í eigin blaði allt þetta persónuníð þótti mér sártjj mér vel við ákveðna menn, jafnvel ögraði þeim með stríðni og ótugtar- skap. Mér fannst flokkurinn frasa- kenndur, yfirborðskenndur og tala of mikið almennt. Alþýðubandalag- ið er „kaos“, ein allsherjar stefnu- laus kaos.“ Við ræðum nýafstaðinn landsfund Alþýðubandalagsins og átökin á milli þeirra tveggja afla sem þar tókust á. Hvort kjör Ólafs hafi komið til vegna óánægju með þá stefnu flokksins að vera ævinlega með hnefann reiddan og skorts á sveigjanleika. Um það segir Guð- mundur J.: „Hann er nú ekki laus við frasa hann Ólafur Ragnar, þó hans kjör opni vissa möguleika fyrir flokkinn. En það er fjandskapurinn - þessi innbyrðis fjandskapur, altso illindi í pólitík þau verða sjöföld í innan- flokksdeilum miðað við að eiga við pólitískan andstæðing. Það verður erfitt að reisa Alþýðubandalagið við, vegna þess að menn hafa notað svo mikla orku í að rakka hvor annan niður, og sundrungin orðin svo mikil. Um Ólaf má segja að hann hefur gífurlegan dugnað og skipu- lagshæfni. Það er þvf ekki útilokað að honum takist að fá menn til að slíðra sverðin, því rangt er að van- meta Ólaf, hann hefur ýmislegt til að bera m.a. sjálfsöryggi í ríkum mæli sem er gott fyrir stjórnmálamann. En hvort með Ólafi og því fólki sem honum fylgir komi til lýðræðislegri vinnubrögð, er ekki útilokað. Hins vegar hef ég ekki trú á þessari svokölluðu lýðræðiskynslóð, nema þegar hún er í minnihluta þá elskar hún lýðræðið, en ekki þegar hún er í meirihluta. En hvort Ólafi tekst þetta eða ekki get ég ekki sagt. Hann tekur við flokknum aiveg í flaki og er að hluta til sjálfur búinn að spila hann svona eins og hann er. Um Svavar Gestsson má ýmislegt gott segja; indælis piltur Svavar. En hann var bara orðin útslitinn, eins og grammafónsplata sem fskrar í, nálin var orðin svo ryðguð sem hann notaði.“ En hvaða skoðun hefur Guð- mundur J. sjálfur á úrslitum í for- mannskjöri Alþýðubandalagsins? Hvers óskaði hann helst flokknum til handa í þeim efnum? „Ég skal ekki um það segja, það er margt ágætisfólk sem styður Ólaf, og hefur ýmislegt gott til brunns að bera en líka óttalegt leiðindadót í hans hóp. Hvað varðar framboð Sigríðar, þá held ég að það hafi alveg verið misheppnað. Hún er ákaflega indæl kona í ákveðnu starfi á Akureyri, þar sem hún nýtur sín vel. En ég þekki þessa konu ekki nógu vel persónulega, ég held hún hafi til að bera ákveðna hæfni og mannkosti. En að fara að tefla henni fram sem formanni í pólitískum flokki með ekki meiri reynslu eða þjálfun, held ég að hafi verið tíma- skekkja.“ ' Telur þú að Svavar og það sem nefnt hefur verið flokkseigendaklík- an hafi teflt henni fram til að fjar- stýra henni og með því haldið áfram að stjóma á bak við tjöldin? „Já ég býst nú við því að ákveðinn hópur hafi ætlað sér það, en ég skil ekki í að það hefði tekist, en hvað svo sem lá að baki framboði Sigríð- ar, þá var það í mínum huga fyrir- fram dauðadæmt. Enda hefur hún ekki dugnað og röskleika Ólafs. Svavar gerði líka mistök með því að hafa ekki fylgt sínu eftir. Lét Þjóðviljann vinna á móti sér, þannig að veikleiki Svavars er að hann hefur ekki tekið á móti, heldur leitað undan með von um betri tíð.“ og voru mikil sárindi og óþægindi í kringum þetta.“ Við snúum okkur frá stjórnmál- um. Guðmundur er stoltur maður og heyrt hef ég að hann sé kominn af galdramönnum úr Arnarfirði og spyr nánar um það. „Þeir voru frægir fyrir krafta og gáfur forfeður mínir úr Arnaríirðin- um. Jón Ásgeirsson langa-langa afi minn var þjóðsagnapersóna og var ofurmenni að kröftum. Um hann hefur verið sagt meðal annars að kú nokkra, sem féll í dý, hafi hann dregið upp á halanum. Þessir menn voru prestar ættlið fram af ættlið og sagt er að enn lengra aftur hafi galdrar verið mjög ríkjandi. Nei, galdrana hef ég ekki erft, það hefði farið betur. Þetta fólk var svo ættstórt og stolt mitt í miðri fátækt og umkomuleysi, var hugsun- in; það er ættin sem blífur. Það er það sama með afkomendurna, þeir eru stoltir af upprunanum." Guðmundur segir mér því til sönnunar að eitt sinn hafi komið út bók um Hjarðarfellsætt af Snæfells- nesi sem móðir hans hafi verið kennd við. „Þá sagði gamli maðurinn hann pabbi eitthvað á þá leið óskaplega hneykslaður um leið og hann kastaði bókinni frá sér: Uss, að kalla þetta ætt, þetta er engin andskotans ætt. Ég spurði: Hvað er þetta eiginlega, af hverju lætur þú svona, ég efast um að þetta sé nokkuð verra fólk en þitt. Þá svaraði sá gamli stælinn og orðhvatur: Þú hefur ekki hundsvit á þessu. Einhver lögregluþjónn hér í Reykjavík sem þarf að vinna auka- vinnu, hann bara spinnur út ætt frá afa sínum sem hann kallar svo Hjarðarfellsætt! Þetta er tómt kjaft- æði, þetta er engin ætt, það þarf sko meira til. Þetta má nú kalla hroka. Nei, ætli það sé ekki best að vera myndugur í orðum og hafa það stolt." Guðmundur segist hafa sterkar taugar til Arnarfjarðarins og gert marg ítrekaðar tilraunir til að kaupa jörð þá er forfeður hans hafi búið á; Hjallkárseyri, en ekki tekist. „Það var mannfjandi frá Bolung- arvík sem átti jörðina og hafði ég farið vestur í Bolungarvík og gengið á eftir þessum karldjöfli, Benedikt heitir hann víst og er einhver hrepps- spekingur. Reyndar er hann meira en hreppsspekingur, þetta er merkis- maður sem haldið hefur fyrirlestra við Háskólann um Völuspá þar sem hann færir fram sannanir fyrir að Völuspá sé ort í Bolungarvík. Ég slefaði af aðdáun yfir manninum, en þrátt fyrir það vildi hann allt gera ann- að en að selja mér jörðina. Nú, það sem hann gerir af eintómri sérvisku er að gefa jörðina Orkubúi Vest- fjarða! Að hugsa sér órómantískari ráðstöfun. Orkubú Vestfjarða sem ekkert hefur við þessa jörð að gera. Annars eru bæir flestir þarna komnir í eyði. Mig minnir að á Hrafnabjörg- um og Lokinhömrum búi einsetufólk við svipuð kjör og Gísli á Uppsölum gerði, sem þeir drápu helvískir af sjónvarpi og nýmeti. Ég er ekki í minnsta vafa um að þau snöggu umskipti hafi riðið honum að fullu. “ Við snúum talinu að bernskuárun- um í Reykjavík. Guðmundur segist hafa fæðst á Urðarstígnum, en fimm ára gamall flutt vestur í bæ í Verka- mannabústaðina við Ásvallagötu. Voru foreldrar hans ein af fyrstu íbúum verkamannabústaðanna sem Guðmundur segir marga hafa haldið að yrði einhverskonar „getto“. Sú varð nú ekki raunin, en hann minnist þess þó að þeir ríkari sem bjuggu andspænis verkamannabústöðunum voru ekki of hrifnir af. Móðir mín var það sem við getum kallað á útlendu máli sósísldemókrat, og ég held svona undir niðri að hún hafi gert mig róttækan. Eysteinn Jónsson var þá ráðherra og bjó í næsta húsi við okkur; í samvinnubústöðunum svokölluðu. Hann er merkilegur maður Ey- steinn, og dái ég hann meira eftir því sem lengra líður. En það merkilega við Eystein var að hann kom stund- um í íbúðina á móti okkar, þar sem bjuggu 11 börn. Ráðherrann sjálfur á skyrtunni að leita að krökkunum sínum! Við vissum jú, að hann var ráðherra en hann hafði einhvern þann umgengnismáta sem fékk okk- ur til að gleyma að hann væri ráðherra, okkur fannst þetta ósköp eðlilegt. Hann fór alltaf sjálfur út í KRON að versla, spjallaði við okkur ef því var að skipta. Móðir mín þekkti hann vel og fannst okkur hann vera einn af okkur. Gamli maðurinn hann pabbi sem seinna varð alóður íhaldsmaður mátti aldrei heyra hallað á Eystein.“ Guðmundur gekk í barnaskóla og síðan í Ingimarsskóla og segist í barnaskóla hafa verið dux, en þegar fram liðu stundir hafi hann með sanni verið fux hjá Ingimar. „Ég var meira fyrir Laugaveginn en menntaveginn, þvi' er nú helvítis verr. Unglingsárin mín voru á stríðs- árunum og um næga vinnu að ræða. Ég var stór eftir aldri og laug mig 16 ára þegar ég var aðeins 14 ára í bretavinnu við flugvallarfram- kvæmdir í Vatnsmýrinni. Þá dugði sumarkaupið allan veturinn og jafn- vel að maður ætti eitthvað aflögu eftir veturinn. En þetta með skólann var hreint og klárt kæruleysi og heimska. Ég átti sannarlega kost á að ganga menntaveginn, og gamli maðurinn hann pabbi minnti mig á að ekki hefði verið prestur í ættinni lengi og fannst hin mesta skömm að. Föðursystir mín gat aldrei sætt sig við að ég skyldi ekki verða prestur. Hún grét blessunin þegar hún heyrði mig halda ræðu í fyrsta sinn, vegna þess að sú ræða var ekki flutt í kirkju. Hún harmaði það mikið og lá í mér til tvítugsaldurs og grét jafnan þegar prestsmálin bar á góma. En ég lét ekki segjast; mun hafa verið ódæll unglingur og neita ekki núna ég sjái eftir að hafa ekki gengið menntaveginn. Annars var Ingimarsskóli afar skemmtilegur og góður skóli. Ágúst- arskóli var annar skóli sem var meira fyrir aðalinn og í framhaldi af honum M.R. Ingimarsskóli hins vegar fyrir „pöpulinn". Séra Ingimar varfrábær skólastjóri og kennari. Kenndi mér meðal annars félagsfræði, ég held að það hafi ekki einu sinni heitað félagsfræði þá. En það var unun að hlusta á hann skýra mismuninn á oddvita og hreppstjóra og hvað væri stjórnsýsla. Ég held satt að segja að ég hafi lítið bætt við mig í þeirri visku síðan. Þá er mér ekki síður minnistæður Sveinbjörn Sigurjónsson íslensku- kennari sem þýddi „International- inn“; yfirburðakennari Sveinbjörn og mikill íslenskumaður. Þessir indælismenn áttu alltaf von um að ég tæki mig nú á, en það voru eins og ég sagði bölvaðir óknyttir og upp- reisnargirni í mér. Ég stal nú aldrei og reykti ekki , en það var varla til sá prakkaraskapur sem ég var ekki potturinn og pannan í. Ég man eftir ákaflega merkum manni sem kenndi okkur kristin- fræði. Mér datt í hug að gaman væri að stríða honum og æsti bekkjarsyst- kinin upp í að skrópa í tíma hjá honum sem var sá síðasti þann daginn. Við kúguðum stelpurnar og hótuðum þeim öllu illu ef þær yrðu ekki með. Ég segi nú ekki að einhverjar hafi ekki verið til í tuskið. Við gengum alltaf í prúðri röð bæði út og inn og stelpurnar ævinlega á undan. Nú úr næst síðasta tímanum tókum við töskurnar með og marser- uðum í röð út og alla leið út fyrir skólaportið. Þessi merki guð- fræðingur sagðist aldrei hafa orðið fyrir annari eins svívirðu. Að meira að segja dömurnar skyldu hafa tekið þátt í þessari skömm og var hann jafnvel að hugsa um að hætta kennslu fyrir fullt og allt. Á þessum árum var besti bekkur- inn Á, síðan B, og ég var í C. Það eina sem hefur komið gott út úr félagsfræðingum, mestu ruglukollar gegnumsneitt sem maður þekkir, er að þeir hafa rannsakað að C-bekk- ingar komi yfirleitt betur út en A-bekkingar. Þá eiga þeir væntan- lega við þegar til lengri tíma sé litið og ménn farnir að takast á við lífið. Annars voru það aðallega yfir- stéttarbörn sem voru í A-bekk, því börn þurftu þá að vera læs og skrifandi, og keyptir tímar fyrir þau áður en þau byrjuðu í skóla. Það var Sigurður Thorlacius sem umbylti því kerfi. Konan mín var í A-bekk hjá honum og systir hennar einnig. Tengdafaðir minn var einhver ótínd- ur fulltrúi í stjórnarráðinu og sonur- inn lenti í G-bekk. Karlinn kom alveg arfavitlaus upp í skóla, og að hugsa sér sonurinn-eini sonurinn var settur í G-bekk, það þótti honum hin mesta svívirða og skömm. En upp úr þessu var farið að breyta bekkjakerfunum. “ Pólitíkin kemur aftur til tals og Guðmundur segist hafa gengið í flokkinn 17 ára gamall. Það hafi verið á tímum Einars Olgeirssonar og Brynjólfs Bjarnasonar. „Þá var hinn stóri sannleikur sem réði ríkjum og lausn lffsgátunnar brann á vörunum," segir Jakinn um leið og hann tekur hressilega í nefið. „í Dagsbrún gekk ég 16 ára og varð snemma trúnaðarmaður, mað- ur sogaðist inn í þetta. Ég líki þessu við áfengið, maður ánetjaðist þessu. Ég þótti helvíti agressívur, en ég var alltaf sannfærður um að ég færi með rétt mál. Pólitíkin var svo mögnuð á persónan í Hafskipsmáli. Nú, það er nú dæmi um það hvað fjölmiðlar eru sterkir, þegar ásakanir koma fram í Helgarpóstinum skrifaðar af blaða- manni Þjóðviljans. Síðan þegar ég hef sagt af mér þingmennsku og formennsku og mín mál eru komip á hreint, þá taka allir fjölmiðlar við mig viðtöl og spyrja um mitt sjón- armið, nema Þjóðviljinn! Hann heldur áfram miskunnarlausum á- rásum, rakkar mig niður og gerir mig sem allra tortryggilegastan. Eg neita því ekki að ég er lítið viðkvæmur fyrir persónusvívirðing- um, en að sjá í eigin blaði allt þetta níð fannst mér sárt. Og síðan þegar öll önnur blöð eru hætt að fjalla um þetta mál, heldur Þjóðviljinn áfram eitt blaða og endar á gamlársdag með stórri mynd og yfirskriftinni: Eitt af stóru hneykslum ársins. Þetta Iýsir vel vinnubrögðunum á því blaði og gerði endanlega út um mína afstöðu. Með mér gekk úr Alþýðubandalaginu öll mín fjöl- skylda, og jafnvel tengslafólk líka, En nú ert þú genginn úr þessum flokki, hefurðu enn taugar til hans? „Það væri nú lygi að segja að ég hefði ekki sterkar taugar til hans. Mér þykir ákaflega vænt um margt af þessu fólki sem ég hef starfað með. Alþýðubandalagið á andskoti mikið af góðu fólki og ætti þess vegna að eiga möguleika. Spurning- in er aðeins sú hvort hann lifir af allar þessar kviðristur." Gæti komið til greina að þú ættir eftir að sitja á þingi fyrir Alþýðu- bandalagið? „Ég hef ekki trú á því,“ svarar Guðmundur. En þegar ég geng á hann og spyr hvort ekki væri mögu- leiki ef um miklar breytingar yrði að ræða innan flokksins, svarar hann: „Nú ég segi það nú ekki, það eru öll brögð notuð. Það var sagt að ég hefði ekki gefið kost á mér í síðustu kosningum vegna Albertsmálsins, þar sem ég var í hálfan mánuð aðal

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.