Tíminn - 29.11.1987, Qupperneq 4

Tíminn - 29.11.1987, Qupperneq 4
4 Tíminn Sunnudagur 29. nóvember 1987 Sunnudags- LEIDARI ÖRLÖG BÓKANNA íslendingar eru mjög skrifandi þjóð. Það sést best f lok ársins, þegar jólabækurnar fara að streyma á markaðinn, jafn árvissar og páskaeggin á páskunum og blöðrurnar á sautjándanum. Það liggur við að þegar tveir menn hittast á förnum vegi geti þeir spurt um „nýju bókina“ liver annars-allir virðast vera að skrifa - skáldsögu, ljóð, barnabók, endurminningarit eða vísdóm úr nálægri sem fjarlægri íslandssögu. Svo eru aðrir sem þýða og enn aðrir sem safna saman úrvali eigin blaðagreina. Það er margt sem koma þarf fyrir almenningsaugu. Svo líða jólin, menn dunda sér í nokkra daga við að skipta einni bók fyrir aðra, hafi gefendum orðið mislagðar hendur í vali eða fleiri en einn hafa gefið afa karlinum sömu skipstjórabókina. Óseldu bækurnar liggja eftir í valnum, flestar senn gleymd- ar, nema bókavörðum, sem skrá þær samviksusam- lega og bera þær inn eftir myrkum ranghölum safna sinna. Þar bíða þær þess að einhverjum þóknist að vitja þeirra eftir lengri eða skemmri tíma - og sumra verður sennilega aldrei vitjað, fremur en leiða utangarðsmanna í kirkjugarðinum. Þeir eru aðeins númer í bókum kirkjugarðseftirlitsmanns- ins. En líkt og höfuðsmaðurinn í „Föðurnum“ hjá Strindberg batt von sína um framhaldslíf við að hann lifði áfram í börnunum sínum, er að sjá sem margur ætli sjálfum sér einhverskonar framhaldslíf með því að gefa út bók - því greinilegt er að mörg bók sem út kemur er ekki skrifuð í þeim tilgangi að höfundur hagnist á henni. Þarna er vissulega á ferðinni fróm tjáningarþörf. Stöku bækur sem út eru gefnar á íslandi eru áreiðanlega ekki ætlaðar nema nánustu fjölskyldu eða vinahópi. Já, örlög bókanna eru merkileg. Sumir tala um sóun og pappírseyðslu, en hvað tjóir að tala um það. Við lifum nú hvort sem er á öld mikillar sóunar og víst er pappír spillt víðar en í jólabóka- flóðinu margfræga. Og þótt mikill hluti þess sem ritað er sé horfinn í „Cloaka maxima“ gleymskunn- ar að ári liðnu, þá flýtur nú alltaf stöku bók fram hjá svelgnum mikla og lýsir unnendum fagur- mennta fram á ókomna tíma. Jólabókastraumurinn á íslandi er einstakt fyrir- bæri og svo sem alls ekki af hinu illa. f»ó er freistandi að barna þessa hugleiðingu með því að þar fer nú verr að allt of algengt er að kastað sé höndum til margrar bókar - og það er því miður séríslenskt fyrirbæri líka. Það er t.d. viðburður að sjá enska eða danska bók, sem er illa prófarkalesin. Þetta verður landinn að bæta. Illa prófarkalesin bók er ekki söluhæf - hún er blátt áfram gölluð vara. Eins þótt bókar bíði ekki önnur örlög en þau að í rykfalla kjöllurum bókalagera og safna, þá er engin bók svo ill að hún eigi að minnsta kosti ekki skilið að fá sæmileg líklæði. Já, enn mega forleggj- arar vorir og prentsmiðjur minnast napurra orða þýska prófessorsins sem eitt sinn sagði: „Ja, die Islánder sind gute genug - aber drúcken können sie nicht!“ Mál er að linni og ætti að vera vorkunnlaust á tölvu og tækniöld. Illllllllllllllllllillll ERLENDMÁL llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll / Avinningur fyrir Reagan að losna við W einberger Verður dregið úr vígbúnaði á Norður-Atlantshafi? ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON SKRIFAR ÞÓTT flest hafi gengið á móti Reagan forseta síðustu misseri og við það hafi bæst óhagstæð skýrsla þingnefndar um íransmálið eða Irangate, eins og það hefur oft verið kailað, hefur þrennt orðið honum til styrktar síðustu vikur. Fyrst er það, að honum virðist Ioks hafa tekist að finna óumdeildan mann í embætti hæstaréttardóm- ara. Annað er það, að honum hefur heppnast að ná samkomulagi við þingið um nokkura lækkun fjárlagahallans, þótt mörgum fjármálamönnum þyki það ganga of skammt. Þýðingarmest er svo það, að hann hefur fengið nýjan varnarmálaráðherra, sem þykir líklegur til að reynast Bandaríkj- unum stórum heppilegri en fyrir- rennari hans. Val Reagans á honum, hefur verið samþykkt nær einróma í öldungadeildinni, og er talið bæta stöðu Reagans í við- ræðunum við Gorbatsjov, þegar fundur þeirra hefst 7. desember. Fyrir Reagan er það tvímæla- laust mikill léttir að hafa losnað við Caspar Weinberger úr stjórninni. Tildrög þess að Weinberger baðst lausnar voru sögð þau, að hann vildi vera sem mest hjá sjúkri konu sinni. Reagan gerði honum lausn- arbeiðnina sem auðveldasta með því að kveðja hann opinberlega með þeim orðum, að hann hefði verið hæfasti varnarmálaráðherra í sögu Bandaríkjanna. Sennilega hefur bandarískur forseti ekki sagt öllu meiri öfugmæli. Weinberger á vafalítið eftir að hljóta allt aðra dóma. Þegar Reagan kom til valda, var Weinberger falið það stórfellda verkefni að gera bandaríska herinn hinn öflugasta í heimi. Þetta var þá stefna Reagans. Vegna mikilla vinsælda Reagans tókst Weinber- ger að fá þingið til að stórhækka framlög til vígbúnaðar. Fjárskort- ur stóð því ekki í vegi þess, að Weinberger gæti gert bandaríska herinn öflugasta her heimsins og gæti því skakkað leikinn eiginlega hvar sem væri í heiminum. Þrátt fyrir hinar miklu fjárveitingar er bandaríski herinn sennilega í reynd ekki miklu öflugri en hann var, þegar Reagan kom til valda, þótt ýmsum vígvélum hafi fjölgað. Fyrsta ástæðan er sú, að gífurleg- ir fjármunir hafa farið í súginn. Vopnaframleiðendur hafa með margvíslegum hætti getað makað krókinn. Sukkið hefur verið gífur- legt og af hálfu Pentagon hefur nægilegt aðhald skort, eins og upp- lýst var í skýrslu þingnefndar fyrir nokkrum mánuðum. Þá var byrjað á ýmsum nýjung- um og nýjum vopnategundum, sem hafa reynst meira og minna mis- heppnaðar, enda hætt við sumar þeirra, en aðrar hafa enn ekki verið reyndar til fulls, svo óvíst er Frank C. Carlucci og Sam Nunn enn hvort hafist verður handa um framleiðslu þeirra. Vandi Weinbergers var m.a. sá, að bandaríski herinn er aðgreindur í þrjár sjálfstæðar deildir með sér- staka yfirstjórn eða í landher, flug- her og sjóher. Hver deildin hefur kappsamlega ýtt fram sínum tota. Til þess að ná samkomulagi við þær, hefur Weinberger orðið að fallast á ýmsar óraunhæfar áætlanir og uppbyggingu. Mest lét sjóherinn til sín taka undir forustu Lehmanns flotamála- ráðherra. Hann fékk líka mestu framgengt, enda í náðinni hjá Re- agan. Lehmann lagði m.a. mikið kapp á fjölgun flugvélamóður- skipa, sem ættu að geta sýnt vald Bandaríkjanna í öllum heimsálfum og auðveldað Bandaríkjunum að gera innrás í Sovétríkin um Norð- ur-Atlantshaf. Nú draga margir herfræðingar gagnsemi flugvéla- móðurskipa í efa, því að auðvelt geti reynst að granda þeim. Þau eru líka mjög dýr í byggingu. Bent hefur verið á með allgildum rökum, að kostnaðurinn við bygg- ingu eins flugvélamóðurskips hafi jafngilt því að framleiddir hefðu verið nógu margir skriðdrekar og tilheyrandi tæki til þess að tryggja jafnvægi hins svokallaða hefð- bundna vopnabúnaðar milli aust- urs og vesturs í Evrópu, en það er á því sviði, sem Atlantshafsbanda- lagið telur sig nú standa verr að vígi en Varsjárbandalagið. Þá má geta þess, að herfróðir menn hafa giskað á að a.m.k. helmingur þeirra framlaga, sem Bandarfkjaþing hafi veitt til víg- búnaðar í stjórnartíð Reagans hafi farið í sukk og rannsóknir og tilraunir með nýjar vopnategundir, sem hætt hafi verið við eða verði hætt við, því að þær hafi reynst eða reynist ónothæfar. Undir þetta heyra tilraunir með ýmsar tegundir eldflauga og hernaðarflugvéla. Þessi dýrkeypta reynsla mun senni- lega leiða til þess, að eftirleiðis verði farið gætilegar í þessar sakir. ÞVÍ er spáð, að hinn nýi varn- armálaráðherra Bandaríkjanna, Frank C. Carlucci, muni haga vinnubrögðum sínum mun skynsamlegar en Weinberger að þessu leyti. Hann hefur að vísu lýst yfir þeirri skoðun sinni að halda eigi áfram að vinna að áætluninni um stjörnustríð eða geimvarnir, en sennilega eru bæði hann og Reagan komnir á þá skoðun, að fram- kvæmd hennar verði að dragast eitthvað á langinn, enda muni ekki fást fjárveitingar til hennar í sam- ræmi við þau tímamörk, em áður hafa verið sett. Þetta getur auð- veldað samningana við Rússa. Slíkum drætti mun Weinberger hafa lýst sig andvígan. Jafnvel er talið, að hann hafi í raun verið andvígur nær allri samningagerð við Rússa að svo stöddu. Yfirleitt virðist álitið, að Reagan muni ganga betur að semja við Rússa eftir að hann hefur losnað við Weinberger. Sumir frétta- skýrendur telja, að Nancy, eigin- kona Reagans, gráti fráför Wein- bergers þurrum tárum. Jafnvel hafi hún stutt að brottför hans. Carlucci hefur gegnt mörgum embættum og yfirleitt þótt reynast vel. Hann hefur verið sendiherra, gegnt háttsettu embætti í varnar- málaráðuneytinu, svo að hann er þar flestu vel kunnugur, og nú síðast var hann öryggisráðgjafi forsetans og yfirmaður þjóðar- öryggisráðsins, þar sem þeir Poind- exter og North réðu áður ríkjum. Carlucci er sagður hafa hreinsað til eftir þá, vikið mörgum úr starfi og ráðið nýja menn og raunar fleiri en áður, svo að raunhæft starf ráðsins gæti styrkst. Eftir Carlucci er haft að fækka megi í herliði Bandaríkjanna og einfalda vopnakerfið. Nauðsynlegt geti reynst að gera breytingar á vígbúnaðarstefnunni. Meðal slíkra breytinga gæti verið að draga úr vígbúnaðinum á norðurhöfum. Þetta síðastgreinda er þó ekki haft eftir Carlucci, heldur sett hér fram sem vísbending, er fslendingar ættu að Ieggja áherslu á. Fyrsta verk Carluccis eftir að Reagan útnefndi hann sem varn- armálaráðherra var að ræða við Sam Nunn formann varnarmála- nefndar öldungadeildarinnar, en hann er nú oft nefndur sem forseta- efni demókrata, þótt hann neiti að gefa kost á sér. Sagt er, að þeir hafi orðið sammála í stórum dráttum og það greitt fyrir því, að Carlucci hlaut eindreginn stuðning varn- armálanefndarinnar og síðan allrar öldungadeildarinnar.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.