Tíminn - 29.11.1987, Qupperneq 11

Tíminn - 29.11.1987, Qupperneq 11
Tíminn 11 SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMAL SAKAMÁL SAKAMAL SAKAH móts við hann. Hún sagðist verða til viðræðu um það, þegar þau væru gift, ef af því gæti orðið einhvern- tíma. Ekki hafði parið búið lengi í sveitasælunni, þegar ungfrú Holland réði sér þjónustustúlku, Florence Havies, 17 ára. Stúlkan var tæpast komin inn yfir þröskuldinn, þegar hinn virðulegi Dougal tók að reyna all mjög við hana. Florence varð bæði undrandi og gröm, en vísaði áreitni húsbóndans mjög ákveðið á bug. Ungfrú Holland var alls ekki ánægð með þessa þróun málanna og skammaði unnusta sinn. Hann skýrði málið með því að hann hefði einungis föðurlegan áhuga á stúlk- unni. Strax þá sömu nótt fór hann samt enn á fjörurnar ivð Florence og um morguninn tilkynnti stúlkan, að hún gæti ekki verið lengur í vistinni. Ungfrú Holland bað hana að vera nokkra daga, þar til önnur stúlka fengist. Snemma að morgni 19. maí, aldamótaárið, fóru ungfrú Holland og Samuel Dougal í bæinn að versía. Þau óku af stað í litlum hestvagni og það var í síðasta sinn, sem ungfrúin sást á lífi. Nýja þjónustustúlkan kom strax daginn eftir og næstu tvö árin urðu þær alls níu talsins. Ljóst var að þær áttu ekki einungis að þvo þvotta og leirtau, þrí þrjár þeirra stefndu st'ðar Dogual í barnsfaðernismálum. Jafnframt þessu var Dougal önn- um kafinn við að ná peningum ungfrú Holland út úr bankanum. Þegar bankastjórinn undraðist rit- hönd skjólstæðings síns á einni ávís- uninni, skýrði Dougal það þannig, að ungfrú Holland hefði tognað á hend- inni og þess vegna gæti undirskriftin verið eitthvað bjöguð. í mars 1903, nærri þremur árum eftir hvarf ungfrú Holland, birtist lögreglan skyndilega í friðsæld sveit- arinnar og vildi vita, hvar hún væri niðurkomin. Samuel Dougal sauð í snatri upp sögu um að hún væri í leyfi á meginlandinu. Nei, hann vissi ekki nákvæmlega hvar. Lögreglumenn gerðu sig þó ekki ánægða með þessa skýringu og enn síður þegar uppvíst varð um vinnu- konufjöldann á heimilinu. Nú þótti. nær áreiðanlegt, að ungfrú Holland hefði verið myrt þann 19. maí 1900, enda hafði engin lifandi sála séð hana síðan þann dag. Samuel Dougal var handtekinn og ákærður fyrir fjársvik og falsanir. Meðan hann sat í fangelsinu, gróf lögreglan af kappi og sneri bókstak- lega við allri landareigninni. Margra vikna rannsóknir báru þó engan árangur og menn voru í þann veginn að gefast upp, þegar blaða- maður á staðnum mundi eftir skurði, sem einhverntíma hafði verið fyllt upp í. Hann minnti að það hefði verið vorið 1900... Grafið var á staðnum og eftir nokkrar klukkustundir rákust menn á par af óvenju litlum skóm. Ungfrú Holland hafði verið lágvaxin, aðeins 157 sentimetrar og öll ákaflega nett. Hún notaði til dæmis svo litla skó, að smíða varð þá sérstaklega handa henni í London. Skósmiðurinn bar strax kennsl á litiu skóna sem sitt handarverk. Þá fundust allsérstæðar káputölur, sem ungfrú Holland hafði líka átt. Jarðneskar leifar ungfrú Holland, því þær gátu ekki verið að annarri konu, sýndu að hún hafði látist af skoti í höfuðið. Samuel Dougal neitaði staðfast- lega að hafa myrt ungfrú Holland. Hann hélt því stíft fram, að hann hefði fylgt henni í London-lestina og þá hefði hún verið bráðlifandi. Hann hvikaði ekki frá þessu við réttarhöldin, en sönnunargögnin gegn honum voru yfirþyrmandi og kviðdómurinn var ekki í minnsta vafa. Hann var fundinn sekur og dæmdur til dauða með hengingu. Allt bendir til að Samuel Dougal hafi framið morðið, sem hann var dæmdur fyrir. Þrátt fyrir það nagaði efinn fangelsisprestinn í Chelmsford. Á gálgapallinum spurði hann Dougal í seinasta sinn, hvort hann væri sekur eða saklaus. Seinna hélt presturinn þvt' fram, að hann hefði heyrt hinn dæmda hvísla, að hann væri sekur. Það heyrði hins vegar enginn annar. hótelinu. Dougal hafði trúað henni fyrir að í reyndinni væri hann kvæntur, en skilinn að borði og sæng við konu sína, sem hann hefði aldrei verið hamingjusamur með. Ef Cam- ille gæti sætt sig við þetta, lofaði Dougal að gera allt sem í hans karlmannlega valdi stæði til að veita henni hamingju. Þau fóru að svipast um eftir fram- tíðarheimili, en þangað til það kæmi í leitirnar, hugðust þau búa á gisti- heimili í London. Enginn veit, hvað skötuhjúin spjölluðu um, þegar þau voru f einrúmi, en vitað er hins vegar hvað þau minntust ekki á. Dougal leyndi því að hann átti sér fortíð sem liðþjálfi í breska hernum og starfaði þá í Halifax í Kanada. Þar kvæntist hann ungri stúlku, Jóhönnu Baker, sem lagði drjúgan sjóð í búið. Hjónabandið var skammvinnt, því aðeins þremur vikum eftir brúð- kaupið datt hún niður stiga og hlaut bana af. Slysið var aldrei rannsakað nánar. Dougal fékk leyfi og fór heim til Englands til að jafna sig af sorginni. Tveimur mánuðum síðar kom hann aftur til Halifax - með nýja eigin- konu, Eileen Norman. Hún átti stórfé í kistuhandraðanum. Eileen lést hins vegar snögglega eftir níu vikna hjónaband, er hún lagði sér eitraðar ostrur til munns og varð ekki bjargað. Þetta slys var heldur ekki rannsak- að nánar, en næsta 21 árið var Dougal hlíft við meira af svo góðu. Hann fór á eftirlaun frá hernum og sneri heim til Englands. Þar átti hann f erfiðlcikum með að aðlagast daglegu lífi. Á skömmum tíma hafði hann þrjú störf, sem hann gat ekki innt af hendi og 1895 var hann dæmdur í eins árs fangelsi fyrir ávísanafals. Nú var það fyrst og fremst Samuel Dougal, semvildi búa í sveitinni og um síðir fann hann býli skammt frá Clavering í Essex. Umhverfið var indælt, lítil tjörn, skógarlundir og grænar hæðir. Dougal stakk upp á því við ungfrú Holland, að býlið yrði keypt í hans nafni - en auðvitað átti að greiða það með hennar peningum. En svo langt vildi ungfrúin ekki koma til Hafið samband

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.