Tíminn - 29.11.1987, Blaðsíða 7

Tíminn - 29.11.1987, Blaðsíða 7
Sunnudagur 29. nóvember 1987 Tíminn 7 þennan góða árangur. Segir svo frá að bardagahetjurnar hafi borið sig vasklega að lengi vel, eins og vænta mátti, en þegar dýpka tók og undiraldan þyngd- ist fölnuðu margir og gerðust valtir á fótum. Þjóðviljinn segir frá því 23. september að „... enda þótt hetjum þessum hafi ekki orðið flökurt af að sjá blóð í Kóreu, gerðist þeim nú óglatt, jafnvel áður en háhyrn- ingsblóð litaði sjóipn.“ Sjómennirnir létu ekki þar við sitja, tóku við hlutverki hermannanna og stökktu skepnunum á flótta. F>ann 29. september var aftur látið til skarar skríða allt frá Sandgerði til Snæfellsness og voru varnarliðsmenn með í för- inni sem fyrri daginn. Tókst þessi aðför ekki síður en hin fyrri og voru háhyrningarnir ým- ist drepnir eða hraktir á flótta. Næstu daga á eftir sást ekki til ferða háhyrninga á þessum slóð- um að degi til en eitthvað var um að net væru rifin eftir háhyrn- inga þegar þau voru tekin upp að morgni. Hæðnin lætur ekki á sér standa Ekki var laust við að hæðni fylgdi í skrifum sumra blaða af þessum atburðum. í Speglinum, október 1954 segir „Faraldur" á eftirfarandi hátt frá þessari herför; „... ég rambaði upp á þiljur. Þarna var eitthvað af skipshöfninni og auk þess tveir soldátar af vellinum, auðvitað hélugráir fyrir járnum, skips- tjórinn stóð með kíki sinn og horfði yfir hafið, eins og segir í sálminum. Allt í einu tekur hann viðbragð. -Fýr! öskrar hann. Soídátarnir létu ekki á sér standa og gerðu einhverja kippi við fallstykkin, en ekkert skeði frekar. Ég leit út á sjóinn og sá eitthvað bera við sjóndeildar- hringinn. -Hvað er þetta? spurði ég skipstjórann. Eggert Gíslason skipstjóri. -Sérðu það ekki, manns- kratti? Þetta er horn á háhyrn- ingi, argasta erkifjanda ís- lenskra sjómanna, þegar frá er talinn Bretinn og SÍS... -Ætli þeir noti hvellfrítt púð- ur í stríðinu? spurði ég. -Nei, mér sýnist flest benda til þess, að þeir hafi gleymt skotfærunum heima hjá sér.“ „Farandi“ heldur síðan áfram; „... það var ógleymanleg sjón að sjá háhyrningsvöðuna allt í kringum sig og gnæfðu hornin við himin, eins og Alaska-aspar- skógur á Tumastöðum. Hinir týhraustu varnarliðsmenn létu ekki sitt eftir liggja gegn erki- fjandanum en skutu og skutu þar til þeir voru skotfæralausir. Sjórinn var blóði drifinn svo langt sem augað eygði.“ ABÓ. Rætt við Eggert Gíslason skipstjóra á einum þeirra báta sem varnarliðsmenn fóru með í víking á Miðnessjó. „Sumir þeirra hittu aldrei og aðrir lágu alveg bakk vegna sjóveiki Eggert Gíslason var skipstjóri á Víði II á þessum árum. Að- spurður um hvernig þessar veið- ar hefðu gengið fyrir sig, hló hann við; „Já, þetta var aðallega um 1953 og ’54, þá var háhyrn- ingurinn að eyðileggja fyrir okk- ur netin svo tugum skipti, þetta var gífurlegt veiðarfæratjór. sem við urðum fyrir. Hópur af könum var fenginn til að fara út með bátunum, svona tveir menn á bát. Þetta voru fleiri tugir báta sem voru á reknetaveiðum á Miðnessjó á þessum tíma. Kananum var ætl- að að skjóta niður háhyrningana en það gekk nú misjafnlega hjá þeim, sumir þeirra hittu aldrei og aðrir lágu alveg bakk vegna sjóveiki. Flestir þessara báta voru komnir með byssu um borð, sterka riffla .222 með klofnum kúlum, við vorum með slíka byssu um borð hjá okkur, ég var þá skipstjóri á Víði II, sem var 56 tonna bátur. Það voru sendir líklega á ann- að hundrað dátar nokkrum sinn- um með bátunum, en greyin voru svo misjafnlega á sig komn- ir þegar út á sjó var komið. Um borð hjá okkur voru Amcríkan- ar, það var nú eitthvað sem þeir hittu, það svona blóðlitaði sjó- inn og kvikindin hurfu. En það var eins og það hefði ekkert að segja þó að þeir væru að skjóta á háhyrningana því þeir komu alltaf aftur, það var svo mikið af þeim. Það eina sem fældi þá frá í einhvern tíma var þegar flug- vélarnar frá kananum komu og köstuðu sprengjum á háhyrning- svöðurnar, þá sá maður eitt og eitt dýr fljóta upp. Slíkar her- ferðir voru farnar nokkrum sinnum. Einu sinni hljóp skot í löppina á mér og hún tættist, ég var frá í þrjá mánuði. Það var svo seinna sem þessi kvikindi átu grálúðuna af lín- unni hjá línubátunum. Á einu svæði gátu þeir varla dregið línuna, því háhyrningurinn át allan fiskinn af línunni á meðan verið var að draga. Það var mikið um að vera þarna, en ég held að árangurinn hafi nú verið misjafn, þetta var algjör plága um tíma, þegar við vorum að fást við þessi kvikindi.“ ABÓ Húsgögn á hagkvæmu verði FINNSK LEÐURSÓFASETT Ný sending eftir helgina. 4 litir. Hagstætt verð. Vönduð framleiðsla úr 1. flokks leðri. Forstofusett og símabekkir nýkomið. Gott verð WJ>^ HÚSGÖGN OG * bN. INNRÉTTINGAR co cq flA ^■^i^^.SUÐURLANDSBPAUT 18 OO Dí7 vV/

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.