Tíminn - 29.11.1987, Blaðsíða 5

Tíminn - 29.11.1987, Blaðsíða 5
Sunnudagur 29. nóvember 1987 Tíminn 5 - segir Haukur Clausen, sem í dag opnar adra stórsýningu sína að Kjarvaisstöðum í dag, laugardag, kl. 14.00 opnar Haukur Clausen, tann- læknir, aðra málverkasýningu sína í vestursal Kjarvalsstaða. Það eru 111 myndir sem Haukur sýnir og eru þær allar orðnar til á síðustu sex árum, en nú eru nákvæmlega sex ár liðin frá því er hann hélt fyrri sýningu sína á sama stað. Við litum inn þegar Haukur hafði rétt lokið við að hengja myndirnar upp. „Það eru vatnslita, akryl, pas- tel og olíumyndir sem ég sýni hérna,“ sagði Haukur „og þær eru orðnar til á ferðum mínum um landið, því ég er alltaf á ferð og flugi þegar ég get. Hins vegar tek ég oft myndir af mótífunum, næ stemmningum, fer svo með það heim og vinn úr þessu þar. Ég á heldur ekki annars kost, því ég verð að stunda tann- lækningarnar, sem eru mitt starf - þótt helst vildi ég geta iegið við og málað á staðnum. En ég verð að nota frístundirnar, kvöldin og helgarnar. Já, ég nota öll mín frí í þetta. Þessar myndir eru helst úr Skaftafellssýslunum, Þingvöll- um, Borgarfirði, svolítið frá Hornafirði og loks Landssveit- inni - en það eru þessir staðir sem heilla mig mest og ég fer mest til. Mest hef ég lært af sjálfum mér, hef aldrei farið á málara- skóla. Hins vegar málaði faðir minn og ég lærði af honum. Flest allar eru myndirnar til sölu. Ég seldi all vel á fyrri sýningu minni og sé til hvað verður nú. En ég sel ekkert á milli sýninga, því þá er ég hræddur um að ég hefði ósköp lítið til þess að sýna. Dýrt „hoobý?" Ja, hvað á ég að segja? Jú það er dálítið dýrt að ramma inn, en ég legg miícla áherslu á að fá rétta ramma - sem venjulega eru dýrir, því ég vil hafa þá fína og vanda til þeirra. Hins vegar verður varla sagt að þetta sé dýrt á við margt annað, eins og t.d. hesta- mennsku! Jú, víst er dálítið á veggjum heima hjá mér eftir mig, en ég hef þó keypt mikið eftir aðra málara og held að ég geti sagt að ég vilji hafa sem mest uppi hjá mér eftir aðra og minna eftir sjálfan mig. Já, hér er aðeins eitt portrett - fyrsta portrettið sent ég geri - og það er af utanríkisráðherra. Við Steingrímur erum góðir kunningjar, höfum þekkst frá því við vorum sex ára og vorum bekkjarbræður og það varð að samkomulagi að ég málaði af honum mynd. Portrettið hér er þó bara undirbúningsvinna - ég mun mála af honum stóra mynd, virkiicga „statemans" mynd, eins og vera ber, og hún er sem sagt í undirbúningi. „Þetta er bara undirbúningsmynd,“ segir Haukur Clausen, sem hér stendur við „portrett“ sitt af utanríkisráðherra. (Tímamynd Gunnar) Heyrnarlaus leikkona í leikför Heyrnarlaus leikkona frá Banda- ríkjunum er í heimsókn á íslandi. Nafn hennar er Mary Beth Miller, en hún erorðin þekkt víða um heim. í sumar kom hún fram á Alþjóðaráð- stefnu heyrnarlausra í Helsinki og hlaut mjög góða dóma. Hún hefur verið á leikför um Norðurlönd og er ísland síðasta landið sem hún heims- ækir að þessu sinni. Mary Beth sýnir í Bíósal Hótels Loftleiða laugard. 28. nóv. kl. 16:00. Aðgöngumiðar eru seldir hjá Félagi heyrnarlausra, Klapparstíg 28, 3. hæð sími 13560 eða við innganginn. Mary Beth veitir Leikhúsi heyrn- arlausra í New York forstöðu og er auk þess starfandi leikkona. Hún er einnig þekktur rithöfundur og hefur samið leikrit og barnabækur. Við gerð kvikmyndarinnar „Guð gaf mér eyra“ kenndi hún leikaran- um William Hurt táknmál. í ferð með Mary Beth er Deborah Matthews túlkur, sem túlkar allt sem fram fer á ensku. Mary Beth Miller.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.