Tíminn - 29.11.1987, Qupperneq 3

Tíminn - 29.11.1987, Qupperneq 3
Sunnudagur 29. nóvember 1987 Tíminn 3 örugglega, meðal annarra þeir Flóki og Guðbergur Bergsson, ég segði þannig frá og svo sýndu leikritin mín það. Og svo gerðist það að ég hitti strákana á Forlaginu, þessa sætu og góðu drengi þar, og þeir vildu að ég skrifaði skáldsögu fyrir þá. Kannske varð kveikjan að þessu til hálfvegis í gamni eftir að sjónvarpsleikritið var sýnt og öll lætin urðu. Maðurinn minn og margir aðrir hvöttu mig og Flóki hótaði mér illu, ef ég ekki héldi þessu áfram! En ég hef ekki neinn sérstakan metnað til þess að vera skáldsagnahöfundur, þótt ég muni örugglega halda þessu áfram, því ég hef þegar hugmynd að nýrri sögu. En ég mun halda áfram að skrifa leikrit og ljóð eftir sem áður.“ Nú gerist sagan á árinu 1958. Hví er sögunni valinn þessi tími? .,Það er einfaldlega af því að þessi stúlka sem kom til mín er að segja hér frá árinu þegar hún var sextán ára. Sjálfsagt á það líka rætur í því að ég var þá unglingur sjálf og á mótunar- skeiði. Ég var að eignast nýja vini og var svo heppin að kynn- ast miklum andstæðum, bæði heldra fólki og svo sárustu örbirgð. Þetta voru tveir heimar og mér fannst ég skilja þá mjög vel. Til dæmis var það svo að þetta hástéttarfólk sem ég kynntist datt mér aldrei í hug að fyrirlíta. Jú, það er satt að á þeim tíma sem sagan gerist voru kynferð- ismál miklu meira feimnismál en núna, en stúlkan í sögunni er svo mikið erotiskt afl að ég hlaut að segja frá þessum hlutum - og ég held að mér hafi tekist að gera það þannig að það sé ekki gróft. Erotikin og kynlífið eru svo mikið afl í lífi okkar að mér fannst þetta verða að vera með. Það eru svo margir á villugötum með þetta, vegna allrar þeirrar bælingar sem verið hefur." Hvað er í deiglunni, Nína? Ertu með fleiri leikrit í smíðum? „Ég á tvö leikrit niðri í skúffu, sem hafnað hefur verið hjá leik- húsunum. Auðvitað yrði ég glöð ef þau yrðu tekin einhvers staðar. Ég var svo heppin þegar ég var að byrja að skrifa leikrit, en þá var ég nýbúin í leiklistarkól- anum, að Sveinn Einarsson, skólastjóri, bæði hvatti mig og hjálpaði mér. Hann hafði lesið yfir ljóðin mín og var strax ánægður með mig sem skáld. Hann hlúði að mér sem leikrita- höfundi á sinni tíð sem þjóð- leikhússtjóri. Hann gaf mér allt- af tækifæri til þess að vinna með leikstjóra, eins og mér finnst vera eðlilegt, og leyfði manni að hafa dramaturgiska vinnu í allt að mánuð. Hins vegar var mér sagt það þegar þessum leikritum mínum var hafnað að nú væri slíkt ekki til siðs lengur hjá leikhúsunum og ég hef spurt mig þeirrar spurningar hvort það sé liðin tíð að höfundur og leik- stjóri vinni saman. Svo getur verið að þegar Sveins nýtur ekki lengur við hafi ég verið sett út í kuldann. Að minnsta kosti er ég það „paranoid“ að ég get alveg látið mér detta það í hug.“ Er ekki öðruvísi umhorfs nú á vettvangi listsköpunar, en þegar þú og þínir félagar í listamanna- hópi voruð að byrja? „Jú, þegar ég var að byrja var langt um liðið frá því er ljóðabók hafði komið út eftir konu - að Vilborgu undanskilinni. Þá gaf einhver mann út eða ekki - því þá þýddi ekki að vera að þessu sjálfur. Það var því nokkur gæðastimpill þegar Ragnar í Smára tók fyrstu bókina mína. Auðvitað var það mjög gott. Það studdi mig líka að hafa kynnst þeim Degi, Jóhanni Hjálmarssyni, Matthíasi Jo- hannesen, Þorsteini frá Hamri og Vilborgu Dagbjartsdóttur. Þessa vini mína umgengst ég enn og er þeim þakklát, því þau tóku mig strax inn í sinn hóp. Ég var strax beðin að lesa upp með þeim, hitti þau á Mokka og svo framvegis. Nú er svo mikið að gerast í skáldskap að ég kemst ekki yfir að fylgjast með því öllu. En mér finnst margt vera mjög gott - til dæmis hef ég verið að lesa heildarsafn af ljóðum Gyrðis Elíassonar, þar sem margt mjög gott er að finna. Og svo var að koma út ljóðasafn eftir unga konu, sem heitir Ragnhildur Pála Ófeigsdóttir. Bókin heitir „Andlit í bláum vötnum“ og mér finnst hún sérstaklega góð. En svo ég snúi mér á ný að sögunni minni nýju, þá er ég alveg afar ánægð með þær við- tökur sem hún hefur fengið. Til dæmis kom fyrsta gagnrýnin frá Guðbergi Bergssyni á Stöð 2 og það var yndislegt allt sem hann sagði. Það sem skrifað hefur verið um bókina hefur líka verið jákvætt og ánægjulegt og sumt sérkennilega fyndið. Mér finnst fólk hafa tekið henni vel.“ Nína Björk: „Ég er mjög glöð og þakklát með þær viðtökur sem bókin hefur fengið." „Ég hef samt engan sérstakan metnað til þess að vera skáld- sagnahöfundur." (Tímamynd Pjctur). ÞAÐ TÓKST! 13.900 KRÓNUR. Okkur tókst það ótrúlega, að útvega 100 Samsung örbylgjuofna ó þessu fróbœra verði. Matreiðslunómskeið fylgir að sjólfsögðu með í kaupunum. Spariðtíma og peninga-VeljiðSamsung, JAPISS BRAUTARHOLT2 • KRINGLAN • SiMI 27133

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.