Tíminn - 29.11.1987, Blaðsíða 6

Tíminn - 29.11.1987, Blaðsíða 6
6 Tíminn Sunnudagur 29. nóvember 1987 V arnarliðið á há- hyrningsveiðum Mikið grín var gert að átökunum á miðunum. Þessi mynd birtist í Speglinum október 1954. Eflaust rekur margan minni til síldaráranna á sjötta áratugnum. Það var haustið 1952 sem sjómenn, einkum á Suðurnesjum áttu í miklum erfiðleikum með „stórfiska“ eins og þeim var lýst sem skemmdu net þeirra svo tugum skipti. Þaö var á haustdögum fyrstu áranna á sjötta áratugnum sem þeir atburöir sem hér verða raktir, áttu sér staö. Sjómenn, einkum á Suður- nesjum stóðu frammi fyrir því vandamáli að stórar hvalavöður voru farnar að sækja á síldarmið þeirra út af Reykjanesi og allt vestur á Snæfellsnes. Þetta hafði ekki verið teljandi vandamál fram að þessum tíina, en nú brá svo við að vöðurnar sem stund- um voru í nokkrir tugir háhyrn- inga sóttu í net síldarsjómann- anna. Skaðinn var mikill og voru dæmi þess að illhvelin, en svo voru þau oft nefnd, eyði- lögðu tugi ef ekki hundruð neta hjá einni veiðistöð. Auk þess að eyðileggja netin, styggðu há- hyrningarnir síldina og hámuðu hana þannig í sig að oft var lítið um afla. Fyrsta atlagan að stórfísknum í Tímanum J. október 1952 segir í fyrirsögn; »Horfðu á stórfiska eyðileggja síidarnet- in“. Sfðar segir í textanum; „Sjómenn hafa áhyggjur af hin- um tíðu spjöllum, er stórfiskarn- ir gera í netum og leita nú nýrra ráða til að ráða niðurlögum háhyrninga. Allmargir bátar eru núoröið vopnaðir venjulegum rifflum, en þau vopn duga þó ekki sem best í baráttunni við stórfiskinn. Þarf á skotvopnum að halda, sem hægt er að skjóta úr öflugri kúlum með sprengiefni í.“ Var því brugðið á það ráð að gera út sérstakan bát, Andvara, útbúinn hvalbyssu til háhyrningsveiða. Ekki gekk fyrsta veiðiferðin vel (7.nóv. 1952) vegna þess hversu sjógangur var mikill, en miklar vonir voru bundnar við þessar veiðar til að stemma stigu við frekara netatjóni. Háhyrningur tekur völdin af skipstjóranum Þann 20. nóvember hafði tek- ist að fanga þrjá háhyrninga á tveimur dögum. Þóttu þessar skepnur erfiðar viðureignar í meira lagi og fór heill dagur í að ná fyrsta háhyrningnum. Þegar tekist hafði að festa skutulinn í honum tók hann þegar við stjórninni á bátnum og dró hann fram og til baka á sjónum þannig að hrikti í hverri stoð. Eftir sex tíma viðureign tókst skipverjum að koma böndum um sporð hans þar sem hann synti við skipshlið og draga hann með dráttarspili upp í gálga skipsins. Ekki er öll sagan þar með sögð því skepnan barðist nú enn meir og voru skipverjar hræddir um að gálgi skipsins þyldi ekki átök- in. Eftir nokkra viðureign tókst að lokum að aflífa háhyrninginri og var hann síðan dreginn til hafnar í Keflavík. Veiðiaðferð þessi þótti helst til of erfið og hættuleg, svo ákveðið var að nota öflugan riffil til að skjóta háhyrningana eftir að þeir höfðu verið skutlað- ir. Gafst þessi aöferð mun betur en fyrri daginn og náðu skipverj- ar á Andvara að veiða tvo há- hyrninga án teljandi vandræða. Háhyrningum smal- að saman og þeir reknir á haf út með skothríð Næst segir frá hvalavöðum sem ógna síldarnetum hjá suður- nesjabátum í september 1953. Af frásögnum má ráða að hvalatorfurnar voru mun stærri og fleiri en fyrra ár. Það mátti telja allt að þrjátíu til sextíu hvali í hóp og ágengni þeirra svo mikil að þeir umkringdu bátana þegar um síld var að ræða. Ekki þóttu aðferðir fyrra árs árang- ursríkar til að sporna við þeirri ógnun sem hvalvöðurnar höfðu á síldarnet suðurnesjabáta. Sjó- menn voru því sem næst ráð- þrota gagnvart þessum vágesti og fengu litlum vörnum við komið. Þeir tóku því til þess ráðs að skjóta á háhyrningana með selabyssum, við það flæmd- ust þeir burt en komu þó jafn- harðan aftur, þegar skothríðinni var hætt. Menn sáu að nýta mætti þessa aðferð til að halda háhyrningunum frá netunum og var vélbáturinn Andvari fenginn til að halda hvölunum frá með samfelldri skothríð. Skipverjum Andvara tókst að smala hvölun- um saman og reka þá með samfelldri skothríð á haf út. Þetta varð til þess að síldarsjó- menn fengu frið fyrir ágangi háhyrninga næstu daga. Varnarliðið til höfuðs háhyrningum Á haustdögum 1954 var þolin- mæði síldarsjómanna á þrotum. Ekki var annað séð en að haétta þyrfti síldveiðum vegna gífur- legs veiðarfæratjóns af völdum háhyrninga. Það var því fyrir milligöngu Péturs Eggerz fulltrúa varnar- málanefndar og Alfreðs Gísla- sonar bæjarfógeta að farið var á leit við varnarliðið að aðstoða íslendinga við að herja á háhyrn- ingana. Varð það úr að tveir hermenn með vélbyssur voru settir á hvern síldarbát og átti nú aldeilis að láta til skarar skríða. Herferðin mikla eins og hún var oft nefnd tókst mjög vel og var gífurlegur fjöldi háhyrninga skotinn og stórum vöðum stökkt á flótta. Á stórum svæðum var sjórinn blóðlitaður og um allan sjó flutu dauðir háhyrningar. Tveimur áhöfnum tókst meira að segja svo vel til við veiðarnar, að eftir að þeim hafði tekist að króa eina vöðuna af, var skotið látlaust þangað til allir háhyrningarnir höfðu verið drepnir. Ekki ber heimildum saman hverjum ber einkum að þakka

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.