Tíminn - 16.12.1987, Side 2
2 Tíminn
Miðvikudagur 16. desember 1987
KENNÍTALA
ÁLAUNAMÐA
Á launamiða og öll önnur framtalsgögn vegna launa greiddra á árinu
1987 og sem senda ber til skattstjóra í janúar 1988, skal tilgreina
kennitölu, bæði launamanna og launagreiðenda í stað nafnnúmers.
Notkun nafnnúmers á þessum gögnum fellur niður.
RSI<
RÍKISSKATTSTJÓRI
Ragnhildur Gísladóttir og Jakob Frímann Magnússon, Stuð- og Straxmenn í góðra vina hópi í boði Stuðmanna á Hard Rock Cafc í gærkveldi Tímamynd: Gunnar
Áramótamynd Sjónvarpsins:
Strax í Kína í stað
Sirkus Billy’s Smart
Stuðmenn komu saman á mánu-
dagskvöld, í fyrsta skiptl í mjög
langan tíma og gerðist það á veit-
ingastaðnum Hard Rock Café. Ekki
var þó um tónleika að ræða, heldur
var þetta lokað cinkasamkvæmi sem
hljómsveitin hélt, til að halda upp á
ýmis tímamót.
í fyrsta lagi var verið að sýna nýtt
myndband með hliðarhljómsveitinni
Strax, sem heitir Face thc Facts og
er það hið áheyri- og horfilegasta
band. Var því vel tekið af nokkrum
tugum gesta sem hljómsveitin hafði
boðið á staöinn. í öðru lagi voru
sýnd nokkur skot úr nýjustu kvik-
myndaafurð Strax manna, Strax í
Kína, en að sögn Jakobs Frímanns
Magnússonar, hljómborðsleikara,
verður kvikmyndin áramótamynd
ríkissjónvarpsins, og mun fylla í hið
vandfyllta skarð fjölleikahúss Billy’s
Smart. Sýnishornin voru klippt „hist
og her“ úr kvikmyndinni, en þau
skot sem undirritaðir sáu, gefa tilefni
til tilhlökkunar á gamlársdag. í
þriðja lagi var verið að gefa út
geisladisk (eða hljóntdisk) með lög-
um Stuðmanna, sem áður höfðu
verið gefin út á plasti undir nafninu
Á gæsaveiðum, nema hvað nokkrum
nýjum lögum var bætt inn á diskinn.
í fjórða og síðasta lagi var þetta
einkasamkvæmi haldið til að hittast.
Boðið var upp á mat og drykki,
Guðntundur Haraldsson, skáld,
flutti nokkur frumsamin ljóð frá
byrjun síðasta áratugar og tvær
hljómsveitir léku -nokkur lög. Það
voru hljómsveitirnar Svarthvítur
draumur og Ný-dönsk. Þá sungu
nokkrir einstaklingar lög af plötum,
þ.e.a.s. þeir þóttust vera að syngja
og voru það aðilar eins og Simbi í
Salon Veh, Gunni, frantkvæmda-
stjóri Hard Rock og Bjarni Ara.
Þegar að líða tók á kvöldið, tókst
undirrituðum, ásamt fylgdarliði, að
króa Jakob Frímann af og spyrja
hann spjörunum úr, allt frá byrjun
Stuðmanna til pólitískra skoðana
hans. Margt fróðlegt bar á góma í
þessu samtali, m.a. var Jakob spurð-
ur hvort Stuðmenn hygðu á hljóm-
leika á næstunni. Því gat hann ekki
beint svarað, en gat þess að í bígerð
væri að gera nýja Stuðmannaplötu
og þegar hún kæmi út, sem gæti
verið hvenær sem er á næstu tveimur
árum, þá myndu þeir fylgja henni
eftir. Þá kom einnig fram í samtal-
inu, að hljómsveitin ætti sér ýmsa
drauma, eins og að flytja söngleik og
annað sem ekki er tímabært að gefa
upp í þessari grein.
Boði Stuðmanna lauk síðan rétt
eftir miðnætti og var það mál manna
að mikils væri að vænta frá hljóm-
sveitinni í framtíðinni. -SÓL/ES
Guðmundur Haraldsson
Óánægja á Keflavíkurflugvelli meö Kaupskrárnefnd:
ÓEÐLILEGA LANGUR
AFGREIÐSLUTÍMI
„Menn eru orðnir langþreyttir á
ástandinu. Það er mikil óánægja
með Kaupskrárnefnd, því þar oft er
óeðlilega langur afgreiðslutími hjá
þeim. Sem dæmi get ég nefnt að þeir
hafa nú haft eitt mál hjá sér til
meðferðar í 14 mánuði og ekkert
komið út úr því hjá þeim,“ sagði
Leifur Karlsson, trúnaðarmaður á
Keflavíkurflugvelli, í samtali við
Tímann, en eins og kemur fram í
máli hans ríkir nú mikil óánægja hjá
starfsmönnum varnarliðsins með
störf Kaupskrárnefndar.
Fjölmennur fundur trúnaðar-
manna og fulltrúa stéttarfélaga
starfsmanna varnarliðsins var haid-
inn á sunnudag og samþykkti fund-
urinn að senda Alþýðusambandi Is-
lands fimm liðað erindi þar sem farið
er fram á breytingar á nefndinni. Þá
var og samþykkt að senda utanríkis-
ráðherra og félagsmálaráðherra er-
indi sama efnis.
Kaupskrárnefnd er skipuð þremur
aðilum, einum úr ASf, einum úr VSÍ
og einum fulltrúa stjórnvalda, sem
jafnframt er oddamaður nefndarinn-
ar.
„Þá kusum við undirbúningsnefnd
að stofnun starfsmannafélags og eiga
sæti í henni fulltrúi úr hverri deild.
Það er mikill áhugi á að setja slíkt
félag á laggirnar og mun það notast
til að mynda þrýsting og hjálpa til
við úrbætur. Við gerum ráð fyrir að
af stofnun félagsins geti orðið í
janúar,“ sagði Leifur.
Fulltrúar Verkalýðs- og Sjó-
mannafélags Keflavíkur og Iðn-
sveinafélag Suðurnesja skrifuðu
ekki undir samþykktir félagsins, þar
sem starfsmenn félaganna töldu sig
ekki hafa heimildir til undirskrifta.
Heimildir Tímans af fundinum
herma hins vegar, að félögin hafi
ekki viljað breytingar frá núverandi
kerfi og væru því aðeins að reyna að
tefja fyrir.
Fundinn sátu milli tuttugu og
þrjátíu trúnaðarmenn og fulltrúar
stéttarfélaga, en það var gert til að
auðveldara yrði að koma sér saman
um efni bréfanna, en það var gert í
fullu samráði við starfsmenn varnar-
liðsins. -SÓL
Slóí
Það þótti tíðindum sæta á
kvöldskemmtun Stuðmanna í
Hard Rock Café í fyrrakvöld, að
það voru ekki Stuðmenn sem
veittu gestum mesta skemmtun-
ina heldur þekkt skáld úr mið-
borg Reykjavíkur, Guðmundur
Haraldsson, sem hefur undanfar-
in ár verið að selja bækur sínar
með skáldskaparmálum. Guð-
mundur las upp á skemmtuninni
við mjög góðar undirtektir, svo
segja má að hann hafi verið þar
fyrir hönd bókmenntanna álíka
persóna og franski málarinn Tou-
louse Lautrec var málarlistinni á
kaffihúsum Parísarborgar um
síðustu aldamót, einkum á Moul-
in Rouge. Guðmundur vann
þetta kvöld ótvíræðan sigur á
vinsælustu hljómsveit landsins.
Það sýndu undirtektir gesta.