Tíminn - 16.12.1987, Qupperneq 3
Miðvikudagur 16. desember 1987
Tíminn 3
Amfetamín-
framleiðslan:
Rannsókn
miðar
ágætlega
„Rannsókninni miðar ágæt-
lega, en henni er alls ckki lokið.
Hún er bæði flókin og erfið og
margt sem þarf að skoða,“ sagði
Arnar Jensson, hjá fíkniefnalög-
reglunni í samtali við Tímann í
gær, en eins og lescndum Timans
er kunnugt, komst upp um amfet-
amínverksmiðju í íbúð fjölbýlis-
húss í Vesturbænum í síðustu
viku. Ekki var eingöngu um arn-
fctamín að ræða, því fleiri efni
munu koma við sögu í þessu
máli. Að öðru leyti vildi Arnar
ekkcrt tjá sig um máiið.
En fíkniefnalögreglan er að
rannsaka fleiri mál en amfetam-
ínframleiðsluna, því nú stendur
sem hæst rannsókn á máli þriggja
aðila, sem stundúðu stórfelldan
innflutning á hassi sem sökkt var
í málningardollur. bcgar upp
komst um málið í síðasia mánuði,
voru tveir karlmenn og ein kona
handtekin. Konunni var sleppt í
gær, en mennirnir eru í gæslu-
varðhaldi til 5. janúar næstkom-
andi.
„Niðurstöður úr þeirri rann-
sókn liggur alls ekki fyrir, því
henni er ekki lokið. Því gct cg
ekkert sagt um þetta mál,“ sagði
Arnar, scm greinilega er orðvar
maður. -SÓL
Fyrirtæki og einstaklingar í Síðumúlanum hafa nú tekið sig saman og sameinast um að skapa jólastemmningu
í þessari gamalgrónu verslunargötu í hjarta Austurbæjar. Nú blasa við gcstum, gangandi og ökumönnum sem
leið eiga um götuna litfagrar skreytingar og alls kyns jólaskraut sem minnir mann á, að þrátt fyrir að jörð sé auð,
þá nálgast jólin óðfluga.
Þetta framtak hefur að vonum vakið eftirtekt og um leið minnt fólk á, að það cru verslanir og fyrirtæki á fleiri
stöðum en í Kringlu og miðbæ. -SÓL
____________________________________ (Tímaniynd: Pjetur)
Þorsteinn Tómasson um breytingatillögur fjárveitinganefndar:
Vængstýfing á Rala
Breytingar á fæðingarorlofi:
Bændakonur og náms-
menn fá fæðingarorlof
Um áramótin ganga í gildi breyt-
ingar á lögum um fæðingarorlof, þar
sem það er lengt úr þremur í fjóra
mánuði. Guðmundur Bjarnason
heilbrigðis- og tryggingamálaráð-
herra hefur undanfarið verið að láta
vinna reglugerð um framkvæmd lag-
anna um fæðingarorlof.
í þeirri reglugerð verður að finna
það markverða nýmæli að frá og
með næstu áramótum munu bænda-
konur fá fullt fæðingarorlof greitt frá
ríkinu og sama gildir um námsmenn.
Hingað til hafa þessir aðilar aldrei
fengið meira en % hluta fæðingaror-
lofs.
Þá verður sú breyting við áramót
að bætur í fæðingarorlofi verða tví-
skiptar, fæðingarstyrkur sem ein-
göngu greiðist mæðrum og fæðingar-
dagpeningar, sem foreldrar geta val-
ið um hvort tekur eftir ákveðnum
reglum.
í því sambandi má geta þess að
atvinnuþátttaka maka bænda á sauð-
fjárbúum og kúabúum er metin
þannig að fullir fæðingardagpening-
ar fást. Atvinnuþátttaka maka
bænda á blönduðum búum og í
öðrum búgreinum verður metin sér-
staklega.
Þá fá þeir námsmenn sem sannan-
lega hafa stundað nám í sex mánuði
eða meira og sem jafna má til meira
en 1052 vinnustunda og fulla fæðing-
ardagpeninga. Hins vegar fá þeir
námsmenn sem hafa stundað nám í
3-6 mánuði og sem samsvarar a.m.k.
516 dagvinnustundum hálfa dagpen-
inga.
Upphæð fæðingarstyrks, sem
reyndar allir fá án tillits til atvinnu-
þátttöku, verður við áramót krónur
16.543 og fæðingadagpeningar verða
tvöfaldir sjúkradagpeningar eða
tæpar 694 krónur á dag frá áramót-
um. En þessar bætur hækka um leið
og aðrar bætur almannatrygginga.
Fæðingarorlof lengist síðan í fimm
mánuði 1. janúar 1989ogsex mánuði
í ársbyrjun 1990.
ÞÆÓ
Fjárlagafrumvarpið afgreitt til þriðju umræðu:
Atkvæðagreiðslur í
þrjá og hálfan tíma
Á fundi í sameinuðu Alþingi í gær
var fjárlagafrumvarpið afgreitt til
þriðju umræðu. Atkvæðagreiðslan
tók rösklega þrjár og hálfa klukku-
stund. Fyrir þingmönnum lágu alls
294 breytingartillögur við einstaka
fjárlagaliði eða tillögur um nýja liði.
Af þessum tillögum komu 165 tillög-
ur frá fjárveitinganefnd. Stjórnar-
andstaðan lagði fram 129 tillögur.
Þrír stærstu liðirnir í atkvæða-
greiðslunni voru safnliðir. í fyrsta
lagi er þar um að ræða framlög til að
byggja grunnskóla og íbúðir fyrir
skólastjóra, en þar er um að ræða
fjárveitingar til framkvæmda við 121
skóia og jafnframt eru veitt 43 fimm
þúsund króna framlög til undirbún-
ings framkvæmda við skólabygging-
ar.
I öðru lagi er um að ræða fjárveit-
ingar til sjúkrahúsa og læknabú-
staða, en þar er 214 m.kr. skipt á
milli framkvæmda við 50 sjúkrahús,
heilsugæslustöðvar og læknisbú-
staði
í þriðja lagi er um að ræða fjárveit-
ingu til hafnarmannvirkja og lend-
ingarbóta upp á 398,5 m.kr., sem
skiptist á 48 staði.
Alls fóru fram fjórtán nafnaköl)
að beiðni stjórnarandstæðinga og
Halldór Blöndal Sjálfstæðisflokki
fór fram á sitt árlega nafnakall um
þann styrk sem þingflokkar fá til
útgáfustarfsemi, en þar var sam-
þykkt tillaga frumvarpsins um 26
m. kr. til þeirra hluta með 46 atkvæð-
um gegn 10.
Þá fór Halldór fram á atkvæða-
greiðslu um kaup ríkisins á 250
áskriftum að dagblöðunum og var sá
liður samþykktur með 50 atkvæðum
gegn 10.
Níels Árni Lund (F.Rn.) gerði þar
grein fyrir atkvæði sínu og benti á að
þessi áskriftarkaup væru lítið skref í
að jafna þá mismunun sem ríkis-
stofnanir iðkuðu gagnvart einstök-
um blöðum varðandi auglýsingar.
Þegar atkvæðagreiðslunni lauk
kvartaði formaður fjárveitinga-
nefndar yfir tímalengd atkvæða-
greiðslunnar og gagnrýndi þá stjórn-
arliða, sem lengdu tímann með þing-
skaparumræðu og þyrftu þeir að
kunna að sitja á strák sínum.
Forseti sameinaðs Alþingis, Þor-
valdur Garðar Kristjánsson, mót-
mælti orðum Sighvats um að fundur
þessi hefði verið óvenjulangur, held-
urværihannréttímeðallagi. ÞÆÓ
Ráðherrarnir Halldór Ásgrímsson og Friðrik Sophusson greiða atkvæði á
þingi í gær. Tímamynd C.unnur
Veckans Affárar birtir úttekt yfir bestu flugvelli
Evrópu:
Keflavík í öðru sæti
í nýjasta eintaki sænska vikurits-
ins Veckans Affárar, eru birtar
niðurstöður á úttekt ritsins á bestu
flugvöllum Evrópu. Niðurstöðun-
um er skipt í tvennt, annars vegar
flugvellir sem þjóna yfir 6 milljón-
um farþega á ári, og hins vegar þeir
sem þjóna minna en 6 milljónum.
í fyrri flokknum er Kaupmanna-
hafnarflugvöllur í fyrsta sæti,
Schiphol flugvöllurinn í Hollandi í
öðru sæti og Frankfurt völlurinn í
þriðja sæti.
í stðari flokknum ber hins vegar
vel í veiði. Milano flugvöllur cr
talinn sá besti, fékk 72,5 stig af
92,5 mögulegum. Keflavíkurflug-
völlur fylgir fast á eftir með 70,5
stig og er dæmdur næstbesti flug-
völlur í Evrópu. Keflavíkurflug-
völlur hefur ekki áður verið á
listanunt, en er nú hástökkvari og
veltir Stokkhólmsflugvelli úr öðru
sætinu.
Þetta eru mikil tíðindi og góð,
og vonandi heldur flugvöllurinn
þessu næstu árin og bætir um betur
ef eitthvað er. - SÓL
Fjárveitinganefnd hefur nú gert
sínar breytingatillögur við fjárlaga-
frumvarpið og vísað því áfram til
annarrar umræðu í þinginu. Hvað
landbúnaðarkafla frumvarpsins
áhrærir, gerir nefndin tillögu um að
jarðræktarframlög hækki um 41
milljón og verði því 141 milljón
króna. Framlög til búfjárræktar
verða samkvæmt tillögum nefndar-
innar 26 milljónir og hækka um 9
milljónir. Tilraunastöðvar landbún-
aðarins fá 8 milljóna króna hækkun
og framlög til Búnaðarfélags íslands
hækkar um 5 milljónir króna.
Nái þessar tillögur fram að ganga
í þinginu, sem telja verður mjög
sennilegt, má búast við miklum sam-
drætti í starfsemi Búnaðarfélagsins
og Rala. Jónas Jónsson, búnaðar-
málastjóri, segir að þessi framlög
þýði verulegan samdrátt í starfi Bún-
aðarfélags íslands. Hann segir að
nefnd hækkun sé einungis um
þriðjungur þeirrar tölu sem Búnað-
arfélagið þurfi til óbreyttrar starf-
semi. „Þetta þýðir ckki síst veruleg-
an samdrátt í þjónustu við nýbú-
greinar, þær greinar sem við erum
mest að reyna að byggja upp. Við
teljum að þurft hefði um 17 milljón
króna hækkun til að halda óbreytt-
um rekstri,“ sagði Jónas Jónsson.
Þorsteinn Tómasson, forstjóri
Rannsóknastofnunar landbúnaðar-
ins, segir að tillaga fjárveitinga-
nefndar um framlag til stofnunarinn-
ar leiði til að leggja verði niður
einhverjar af rannsóknastöðvum út
um land, svo og samdráttar hjá
Rannsóknastofnuninni sjálfri.
Það má láta þess hér getið, að
tilraunastöðvar Rala eru nú Korpa á
Keldnaholti, Hestur í Borgarfirði,
Reykhólar í Reykhólasveit, Möðru-
vellir í Hörgárdal, Skriðuklaustur í
Fljótsdal og Stóra Ármót í Hraun-
gerðishreppi.
Þorsteinn segist ekki vita um
hvernig við verði brugðist af hálfu
stofnunarinnar, en það sé alfarið í
höndum stjórnar Rala. „Það sem er
alvarlegt í þessu máli frá sjónarmiði
stofnunarinnar, er að það hefur ekki
farið fram nein fagleg uniræða um
stöðvarnar eða rannsóknastofnun-
ina. Ég veit ekki til þess að nokkru
sinni hafi verið staðið með þessum
hætti að vængstýfingu á opinberri
starfsemi. En þetta er auðvitað okk-
ar húsbóndi og ekkert við því að
gera. Við verðum að sjá hvernig
hægt er að bregðast við þessu,“ sagði
Þorsteinn Tómasson. óþh