Tíminn - 16.12.1987, Side 5
Miðvikudagur 16. desember 1987
Tíminn 5
Seðlabankastjóri og viðskiptaráðherra:
Hagfræðikenning hárra
vaxta virkar illa hér
Ljóst er orðið að gífurlega háir
raunvextir innlánsstofnana hafa
ekki orðið til þess að draga úr
lánsfj áreftirspurn atvinnurekenda
og einstaklinga eins og búist var við.
Jóhannes Nordal, seðlabankastjóri,
efast ekki um að um of hafi verið
treyst á áhrif hárra bankavaxta til að
draga úr eftirspurn eftir lánum, en
bendir á að peningakerfið sjálft hafi
ekki mörg önnur úrræði. Jón Sig-
urðsson, viðskipta- og bankamálar-
áðherra, sagði í viðtali við Tímann
að mönnum yxi nú mjög í augum
hversu háir vextirnir eru orðnir, en
þeir hafi ekki verið nógu lengi þetta
háir til að hægt sé að fullyrða hvort
þeir komi til með að hafa áhrif eða
ekki.
í nýjasta fréttabréfi Verðbréfavið-
skipta Samvinnubankans kemur nú
fram að raunvextir á ríkisskuldabréf-
um hér eru þrisvar sinnum hærri en
t.d. í Bandaríkjunum og að „bestu
kjara vextir“ í viðskiptabönkum eru
t.d. helmingi hærri hér á landi en í
Bandarfkjunum, svo borið sé saman
við sama land. „Bestu kjara raun-
vextir" eru þó enn lægri í Japan.
Hærri en staðist geti
Sagði Jón Sigurðsson að vel væri
nú fylgst með þróun vaxtamála bæði
innan ráðuneytis og Seðlabanka.
Benti hann síðan á ákvæði 9, gr.
seðlabankalaganna, um að Seðla-
bankinn hafi að fengnu samþykki
ráðherra, heimild til þess að hlutast
Til um vaxtaákvarðanir, ef raunvextir
gerast hærri hér en í nágranna-
löndunum, eða ef vaxtamunur er
talinn keyra úr hófi, „Ég hef gert
ráðstafanir til þess að hann geri
jafnan grein fyrir þessum tveimur
atriðum." Skýrslum þessum er ætlað
að berast ársfjórðungslega og er
næsta skýrsla væntanleg í ráðuneytið
næstu daga.
Sagði Jón að þá yrði skoðað vel
hvort til þessa frumkvæðis Seðla-
banka þurfi að koma og einnig verði
að því hugað hvaða gagn það gerir.
„Því að vextirnir verða ekki hrópaðir
niður. Það þarf að breyta markaðs-
aðstæðunum á lánamarkaðinum til
þess að þeir geti farið lækkandi. Þar
ríður á mestu að draga úr lánsfjáreft-
irspurn hins opinbera, draga úr hall-
anum á ríkissjóði og koma þar á
betra jafnvægi," sagði ráðherrann.
Þetta væru þó hlutir sem tækju
langan tíma að hafa sín áhrif, bæði
hinir háu raunvextir og misvægið
sem meðal annars hlytist af misvægi
í fjárhag hins opinbera. „Við höfum
lent í misvægi á lánamarkaðnum og
það er hugsanlegt að vextirnir skjóti
yfir markið um einhvern tíma, mið-
að við það sem langtíma raunvextir
geta verið. Þeir eru nú hærri en
staðist fær til lengdar."
Sagði hann jafnframt að menn
yrðu að gera sér ljósari grein fyrir
því hvaða þættir myndi vextina og
við hvaða þætti af þeim sé hægt að
ráða með þeim stjórntækjum sem
ríkið ræður yfir. „Það mál er nú á
döfinni.“
Sagðist hann halda að það væri
einkum tvennt sem skýrði það af
hverju háir vextir veittu ekki það
aðhald í efnahagslífinu sem þeim
hafi verið ætlað. „Auðvitað er þetta
eitt af því sem menn ekki skilja alveg
til fulls, og eiga hiklaust að viður-
kenna það. En í fyrsta lagi hefur
uppsveiflan í athafnalífinu verið
ákaflega sterk og mönnum gengið
hér allt í haginn. Því hafa menn
auðvitað ráðist í framkvæmdir í
trausti þess að góðærið væri bara
framhaldandi. Og eins þá að menn
eru ennþá trúaðir á það að þeir þurfi
ekki að rísa undir þessum háu
vöxtum. Þar ræður mest þessi við-
varandi verðbólguhugsunarháttur,
sem brjóta þarf á bak aftur. Ef við
förum að slá undan strax, sannast
aldrei sú kenning að háir raunvextir
slái á eftirspurn eftir lánsfé," sagði
Jón að lokum.
Of mikið treyst á háa vexti
Jóhannes Nordal, seðlabanka-
stjóri sagði í viðtali við Tímann að
háir vextir myndu hafa sterkari áhrif
á lántakendur ef þeir væru fastir, en
ekki með ákvæðum um breytilega
vexti. Slíkt fyrirkomulag væri lík-
legra til að hvetja menn til að bíða
og taka frekar lán þegar vextir færu
niður á við aftur.
Hann efaðist ekki um að fullyrð-
ingar væru réttar f fréttabréfi verð-
bréfaviðskipta Samvinnubankans,
um að of mikið hafi verið á það
treyst að háir vextir einir sér gætu
veitt efnahagslífinu nauðsynlegt
aðhald. Sagði hann þó að peninga-
kerfið sjálft hefði ekki mörg önnur
tæki. Þar yrðu að koma til aðgerðir
í ríkisfjármálum, öðrum sviðum
peningamála og gengismálum. Á
þetta væri reyndar einnig bent í
tilvitnuðu fréttabréfi.
Sagði Jóhannes að það væri rétt
að raunvextir væru sérstaklega háir
á lslandi miðað við raunvexti í
viðskiptalöndunum núna. Hins veg-
ar sagði hann að líta bæri á þá
staðreynd að vextir hafi verið að
lækka mjög mikið að undanförnu í
þessum löndum til að auka eftir-
spurn eftir lánsfé. Mismunur raun-
vaxta væri ekki eins sláandi ef litið
væri til lengri tíma. Sagði hann að
9% raunvextir, eins og nú giltu hér,
hafi verið algengir víða um heim s.l.
fimm ár t.d. Þessi mikli raunvaxta-
munur væri mjög nýlega til kominn.
Dollaravextir hafi lækkað alveg sér-
staklega mikið af því að menn hafi
verið að berjast við að hlcypa lífi í
efnahagslíf sitt. „Umheimurinn hef-
ur ekki átt við sama þensluvanda að
strfða og við og við crum náttúrlega
í mjög óvenjulcgri spennu núna hér
á íslandi," sagði Jóhannes Nordal.
Menn yrðu einnig að sjá þaö mikla
: samband sem er ríkjandi milli stööu
ríkisfjármála og vaxtanna. „Því
meira scm ríkið þarf að sækja inn á
innlendan markað eftir lánsfé, því
meira ýtir það vöxtunum upp.“
Sagði hann að lokum að það hefði
auðvitað haft sitt að segja livað ríkið
hefur lagt mikla áherslu á að draga
jafnframtúrlántökumerlcndis. KB
Raunvextir %
Bestu kjara raunvextir í viðskiptabönkum
í nokkrum löndum*
M ■ m
■mn i n:t,
m fiS*
\s\3r^a0ða<'wr'B,eV'a°<10anrt'0'y'F,oo'a<,f,av,v.W'^vto«aocS Sv'Pt00
„Bestu kjara raunvextir“ í viðskiptabönkum í nokkrum löndum. Raunvextir
eru hér skilgreindir sem mismunur á nafnvöxtum og verðbólgu á árinu 1987
(ágúst-september). Að því er fsland varðar er miðað við núgiidandi vexti á
útlánum sem bundin eru við lánskjaravísitölu.
Heimild: Verðbréfaviðskipti Samvinnubankans
Eggert Haukdal alþingismaður:
Bikar lánskjaravísitölu
verði tekinn frá þjóðinni
„Mælirinn er fullur og ég vil bara
fá aðgerðir f þessum málum. Þessi
lánskjaravfsitala er búin að standa
frá 1979 og við höfum margir stjórn-
málamenn stöðugt verið að tala um
að þetta kerfi sé ónýtt og það eigi að
breyta því," sagði Eggert Haukdal
alþingismaður f viðtali við Tímann
þegar hann hafði lagt fram frumvarp
sitt á Alþingi um lánskjör og ávöxtun
sparifjár, þar sem hann leggur
grunninn að því að afnema megi
bindingu lána við lánskjaravísitölu
og gengistrygging verði tekin upp í
staðinn til að vernda sparifé lands-
manna.
„Allir tala um að þctta sé ótækt og
á ég þá bæði við ráðherra og
þingmenn, en það virðist enginn
hafa haft hug eða dug til að láta það
sjást í tillögugerð." Sagðist hann
jafnframt telja að nú væri staðan sú
að vextirnir fari fyrir verðbólgunni
og væru af einstökum atriðum einn
helsti verðbólguvaldurinn.
Frumvarp Eggerts Haukdal á Al-
þingi, um lánskjör og ávöxtun spari-
fjár, hefur að markmiði að taka
lánskjaravísitöluna úr sambandi. Er
í lagafrumvarpi þessu gengið út frá
9. gr. seðlabankalaganna, þar sem
gert er ráð fyrir Seðlabankinn geti í
samráði við ráðherra bundið vaxta-
ákvarðanir banka og sparisjóða.
Gert er ráð fyrir að nafnvextir
lækki á óverðtryggðum lánum við
gildistöku laganna og í áföngum
verði því marki náð að innan árs
verði þeir orðnir sambærilegir við
hliðstæða vexti í helstu viðskipta-
löndum okkar. Ekki er ætlast til þess
að lög þessi virki aftur fyrir sig. Á
hinn bóginn geta aðilar endurskoðað
fjárskuldbindingar, sem byggðust á
lánskj aravísitölu.
„Ég vil gera allt til að koma þessu
á framfæri og að þessi bikar
lánskjaravísitölunnar verði hrein-
lega tekinn frá þjóðinni," sagði
Eggert. Lagði hann áherslu á að hér
þyrfti að komast stjórn á þessi mál
og ríkisstjórn og Seðlabanki yrðu að
stjórna. „Það er ekki nóg að afgreiða
hallalaus fjárlög, þvf það er margt
sem þarf að gera fleira. Ég tel aðnái
þessar breytingar fram, geti þetta
frumvarp átt drjúgan þátt í að koma
í veg fyrir gengisfellingu og óðaverð-
bólgu í kjölfar hennar.“
„Það getur ekki gengið lengur að
lánskjaravísitalan sé ekki tekin úr
sambandi," sagði Eggert Haukdal
alþingismaður. KB
Eggert Haukdal alþingismaður.