Tíminn - 16.12.1987, Qupperneq 6
6 Tíminn
Miðvikudagur 16. desember 1987
Þröstur Ólafsson:
„Eina ráðið að semja með
nógu hörðum fyrirvörum“
„Við verðum að fá frið til þess
að hækka þessi lágu laun án þess
að allir hinir komi prílandi upp
bakið á okkur, eins og gerðist á
þessu ári. Ætli eina ráðið sé ekki
að semja með nógu hörðum fyrir-
vörum gegn öðrum hreyfingum í
þjóðfélaginu, þannig að samningar
okkar opnist um leið og aðrir
hærra launaðir ná hækkun út á þá
- lágmarkslaunin fái þá einhverjar
aukahækkanir út á baráttu ann-
arra, en ekki bara öfugt eins og
tíðkast hefur“, sagði ÞrösturÓlafs-
son, framkvæmdastjóri Dagsbrún-
ar. En Tíminn spurði hann, vegna
mun minni kaupmáttar lágmarks-
launa verkafólks nú en árið 1980,
hvort menn hafi gefist upp á að
finna ráð til að mjókka launabilið
í stað þess að það haldi áfram að
breikka.
Verkamannakaupið
„gullfótur“ fyrir alla aðra
til að hoppa upp frá
í raun, sagði Þröstur, að svipað
mætti segja um þróun allra kaup-
taxta Verkamannasambandsins
eins og þróun lágmarkslaunanna -
sem sýndi glöggt afdrif taxtakerfis-
ins.
Þeir sem geri samninga fyrir
verkafólk hafi orðið að horfa upp
á það að allir aðrir noti verka-
mannakaupið sem einskonar
„gullfót" sem hinir príli svo ofaná.
Hækki þessi „gullfótur" eitthvað
örlítið, verði að bæta laun allra
annarra, allt upp í forstjóra, að
sama skapi og yfirleitt töluvert
meira. „Bilið má nefnilega bara
stækka, en aldrei minnka, hvað
svo sem menn segja í orði. Það er
greinilega bein stefna í þjóðfélag-
inu að láta hærri launin hækka mun
betur og örar heldur en lægstu
launin".
Kjararannsóknarnefnd
misnotuð
Á hinn bóginn sagði Þröstur að
útreikningar Kjararannsóknar-
nefndar segi sorglega litla sögu,
þar sem hún hafi svo þröngan
starfsgreinahóp til að reikna út frá.
Ef þar væri að finna launaþróun
t.d. ríkisstarfsmanna, banka-
manna og ýmissa annarra, mundu
sjást miklu hærri tölur um kaup-
máttaraukningu en þessar ASÍ töl-
ur sýna, sem nær eingöngu ná til
verkafólks, verslunarfólks á frem-
ur þröngu sviði og iðnaðarmanna.
„Kerfi Kjararanr.sóknarnefndar
þyrfti að ná til allra stærstu laun-
þegahópa landsins - ella held ég að
hún eigi enga framtíð fyrir sér.
Hún er á hinn bóginn mikið mis-
notuð af öðrum - menn vitna í
útreikninga hennar þegar þeim
sýnist, en þegja svo þegar þeim
sýnist".
Laun margra stétta
„leyndarmál“
Að sögn Þrastar neitar ríkið að
gefa nefndinni upplýsingar um
launakjör sinna manna og það
sama eigi við um sveitarfélögin og
bankana. Stórfyrirtæki, t.d. Eim-
skip gefi allar upplýsingar um laun
verkamanna, en segi öll laun skrif-
stofumanna hins vegar einkamál
fyrirtækisins og starfsmannanna.
Svipað gildi um Flugleiðir (engar
upplýsingar um flugfólk) og fleiri.
Engar upplýsingar séu heldur um
sjómenn.
„Þessar tölur Kjararannsóknar-
nefndar gefa því engar upplýsingar
um launasamsetninguna í þjóðfé-
laginu. Aðeins hvaða hækkanir
verkamenn og iðnaðarmenn hafa
fengið og búið. Aðrir virðast telja
að það gæti verið óþægilegt að
upplýsingar um þeirra laun sæjust
svart á hvítu".
Að mati Þrastar hefur launabilið
enn haldið áfram að breikka á
undanförnum mánuðum. Launa-
skriðið hafi haldið áf am til sumra,
en þeir sem fylgi töxtunum dragist
lengra og lengra aftur úr.
- HEI
Lágmarkslaunin þyrftu að vera 33.000 kr. aðeins
til að halda kaupmætti febrúarsamninganna:
Kaupmáttur
lágmarkslauna
rýrnað stórum
í „góðærinu“
Frá því að tókst að mjaka kaup-
mætti lágmarkslauna verkafólks í
febrúarsamningunum upp í það sem
hann var árið 1980 hafði hann síðari
hluta sumars aftur minnkað um
meira en 5%, að því er fram kemur
í nýjasta fréttabréfi Kjararannsókn-
arnefndar. Talið er að hann hafi enn
haldið áfram að lækka nú á síðustu
mánuðum hins einstaka „góðæris"
og það á sama tíma og kaupmáttur
flestra stétta, sérstaklega þeirra með
laun í hærri kantinum, hefur stór-
aukist. Að sögn Þrastar Ólafssonar
þyrftu lágmarkslaunin nú að vera
um 33 þús. kr. (í um 30 þús. kr.),
aðeins til að halda halda þeim kaup-
mætti sem þau náðu í febrúarsamn-
ingunum, og enn hærri ef þau ættu
að halda í við kaupmáttarþróun
annarra launa í landinu.
Sú viðbára ýmissa, að enginn sé á
þessum lægstu launum, er jafnframt
alröng. Til dæmis hafði 9. hver
afgreiðslukona í fullu starfi innan
við 30 þús. kr. heildarlaun (bónus og
aukagreiðslur meðtaldar) fyrir dag-
vinnu mánuðina apríl-júní í vor.
Það sama átti við um 9. hverja
fullvinnandi verkakonu. Af þeim
5.200 launþegum í fullu starfi sem
mælingar náðu til höfðu um 350,
(7%) undir 30 þús. kr. heildarlaun,
þ.e. að bónus og öðrum greiðslum
meðtöldum, fyrir dagvinnu.
Lágmarkslaunin hröpuðu
mest allra
Útreikningar Kjararannsóknar-
nefndar á þróun kaupmáttar lág-
Loönuveiðar:
62.000 tonn í
síðustu viku
í síðustu viku veiddust samtals
62.000 tonn af loðnu, að sögn
Ástráðs Ingvarssonar hjá loðnu-
nefnd og eru nú á bilinu 20-25 skip
á miðunum. Veiðin var lítil aðfara-
nótt mánudagsins og komu þá
líklegast um 4.300 tonn af loðnu á
land. Veður var ágætt, en að sögn
Ástráðs, þá var loðnan stygg og
dreifði sér mikið.
„5-6.000 tonna veiði á dag er nú
ekki svo ægilega lítil. Ég þarf nú
ekki að henda skyrtunni þess
vegna“ sagði Ástráður, aðspurður
um hvort loðnuskyrtan væri hætt
að virka. Því til staðfestingar benti
Ástráður á að heildarveiði síðast-
liðnar viku, jafngilti 250.000 tonna
mánaðarveiði og á þriðja milljón
tonna ársveiði, „þó að alls ekki
megi reikna loðnuna á þann hátt. “
- SÓL
KAUPMÁTTUR GREIDDS TíMAKAUPS MIÐAÐ VIÐ
VÍSITÖLU FRAMFÆRSLUKOSTNAÐAR
VERKA VERKA IÐNAÐAR
MENN K0NUR MENN
1983 1984 1985 1986 1987
1980=100
Ttminn bætti inn á þetta línurit kaupmáttarþróun lágmarkslauna (punktalínan) í samanburði við kaupmátt
greidds tímakaups þriggja ASÍ stétta. Kaupmáttur lágmarkslaunanna náði „botninum" í ársbyrjun 1986,
þegar hann var orðinn um 25% lægri en árið 1980 - og enn er hann miklu lægri en árið 1980.
markslauna verkafólks, sérstaklega
síðustu 3 árin, hljóta að vera dapur-
leg lesning - ekki síst fyrir þá sem á
þessu tímabili hafa reynt að berjast
fyrir meiri kauphækkunum til þeirra
lægst launuðuen annarra sem meira
hafa.
Frá árinu 1980 til 1982 óx kaup-
máttur lágmarkslaunanna nokkru
meira en meðalkaupmáttur greiddra
dagvinnulauna ASÍ stétta sem
Kjararannsóknarnefnd fær upplýs-
ingar um. Á (hörmungar)árinu 1983
hrapaði kaupmáttur lágmarkslaun-
anna síðan nokkurnveginn í takt við
kaupmátt annarra. En almennt varð
kaupmáttur lélegastur á 1. ársfjórð-
ungi 1984, um 22% lægri en 1980.
Þegar kaupmáttur flestra stétta fór
svo að þokast uppávið á árinu 1985
hélt kaupmáttur lágmarkslaunanna
hins vegar áfram niðurávið (í kjölfar
jólaföstusamninganna um afnám
„tvöfalda kerfisins“) og náði botnin-
um í ársbyrjun 1986. Kaupmáttur
lágmarkslaunanna var þá orðinn
rúmlega 25% minni en árið 1980. Á
3. ársfjórðungi 1986 vantaði enn yfir
23% á að lágmarkslaunin hefðu náð
1980-viðmiðuninni, þegar greitt
tímakaup ASÍ stéttanna vantaði
„aðeins“ 10% á að ná þeirri viðmið-
un.
I febrúarsamningunum 1987 var
síðan gert stóra átakið, til að rétta
hlut þeirra lægst launuðu, með rúm-
lega 24% hækkun lágmarkslauna (í
26.667 kr.) en hins vegar fremur
lítilli hækkun á hærri taxta. Þessi
24% hækkun dugði þó aðeins til að
koma kaupmætti lámarkslaunanna
um 1% yfir 1980-viðmiðunina.
Kaupmáttur greidds tímakaups ASÍ
stéttanna var þá þegar kominn rúm-
lega 4% yfir það mark og hélt síðan
áfram að þokast upp á við með'
ELDUR,
Það var nóg að gera hj á slökkvilið-
um landsins um helgina. Eftir hádegi
á laugardaginn kom upp eldur í
hlöðu á Bakka í Ölfusi og þurfti að
rjúfa þekjuna vegna reyks. Slökkvi-
liðið kom fljótt á staðinn og gekk vel
að slökkva eldinn. Lítið tjón varð,
en talið er að kviknað hafi í út frá
ónýtum ljósahundi.
Deginum fyrr hafði fjölskylda á
Skagaströnd misst allt sitt í eldsvoða,
og var það líklegast einungis fyrir
tilviljun að ekki fór verr. Þriggja ára
drengur sá eldinn fyrst og aðvaraði
hann foreldra sína. Þurfti heimilis-
launaskriði, sérstaklega meðal hæst
launuðu karlastéttanna, sem náð
höfðu 14% yfir 1980-viðmiðunina
þegar á 2. ársfjórðungi. Kaupmáttur
lágmarkslaunanna fór hins vegar
aftur að hrapa niður og var á 3.
ársfjórðungi orðinn meira en 5%
slakari en árið 1980, sem fyrr segir.
- HEI
ELDUR!
fólk að flýja út á náttfötunum einum
saman, en húsið er talið ónýtt.
Það var svo rétt um hálf tíu á
sunnudagsmorgun að starfsmaður á
leið til vinnu í húsinu á Grensásvegi
8, varð var við eld í húsinu og kallaði
hann slökkviliðið til. Þegar það kom
á staðinn var talsverður eldur laus í
öðrum helmingi þakhæðar hússins.
Var hitinn orðinn það mikill að
rúður sprungu og mikill reykur stóð
upp af húsinu. Slökkvistarfið gekk
vel og var því nánast lokið um ellefu
leytið. Húsið er nokkuð skemmt, en
eldsupptök eru ókunn. -SÓL
Nóg að gera hjá slökkviliðum: