Tíminn - 16.12.1987, Page 12

Tíminn - 16.12.1987, Page 12
12 Tíminn Miðvikudagur 16. desember 1987 FRÉTTAYFIRLIT GAZA - ísraelskir hermenn skutu aö minnsta kosti tvo Palestínumenn til bana og særðu nokkra aðra sem tóku bátt í andófi gegn yfirráðum israelsmanna a hinu hertekna Gazasvæði. Mótmæli þessi hafa staðið yfir sjö síoustu daga. GENF - Þrettán andstæðing- ar Ayatollah Khomeini Irans- leiðtoga, sem Frakkar ráku úr landi og visuðu til Gabon í siðustu viku, eru í hungurverk- falli og fer ástand þeirra mjög versnandi. Þetta var haft eftir talsmanni Flóttamannahjálpar SÞ i gær. BUSÍA, Kenya - Kenyu- menn hófu að flytja þúsundir flóttamanna frá Uganda frá landamærunum eftir að bar- dagar milli hermanna Uganda- stjornar og öryggissveita Kenyustjórnar tóku að breiðast út. Kenyumenn óttuðust að Ugandaher reyndi að ráðast á flóttamannabúðirnar sem sett- ar voru upp í september eftir að bardagar brutust út milli hers Uganda og skæruliða í grennd við landamærin. LUNDÚNIR - Bandarfkja- dalur hélt áfram að lækka í verði gagnvart öðrum helstu gjaldmiðlum heims, fjórðadag- inn í röð. Gull hækkaði aftur á móti og hlutabréf urðu stöðugri í verði, jafnvel á mörkuðum þar sem hlutabréf lækka vana- lega um leið og Bandaríkjadal- ur lækkar. DUBAI - Áhöfn olíuflutn- ingaskips frá Grikklandi yfirgaf skip sitt í suðurhluta Persafló- ans eftir að íranskir byssubátar höfðu gert árás og kveikt í því. Samkvæmt heimildum var áhöfnin farin frá borði og eldar loguðu glatt þar sem skipið var, stutt frá ströndum Samein- uðu arabísku furstadæmanna. SEOUL - Konan sem talin er tengjast hvarfinu á suður- kóresku farþegaflugvélinni í nóvember kom til Seoul í gær í fylgd öryggisvarða. Það var flugvél sem flaug með hana frá Bahrein til Seoul þar sem hennar bíður yfirheyrsla. VARSJÁ - Stjórnvöld í Pól- landi tilkynntu að þau myndu draga úr hækkunum á matvæl- um sem ráðgerðar voru á næsta ári. Þessi yfirlýsing fylgir í kjölfarið á þjóoaratkvæoag- reiðslunni í síðasta mánuði þar sem stjórnin fékk ekki meir- ihlutafylgi við sparnaðarráð- stafanir sínar. Jerzy Urban talsmaður ríkisstjórnarinnar sagði á blaðamannafundi að matvæli myndu hækka um 40% á næsta ári í stað 110% eins og ráðgert var. Illlllllllllllllllllllllllll ÚTLÖND llillll Bandaríkin: Hart aftur í hart „Ég hef ákveðið að hefja að nýju kosningabaráttu mína og láta fólk- ið um að ákveða," sagði Gary Hart fyrrum öldungadeildarþingmaður frá Colorado í gær. Hart kom flest- um á óvart þegar hann tilkynnti að hann ætlaði að taka aftur þátt í kosningaslagnum og berjast fyrir útnefningu demókrata sem forseta- efni þeirra. David Drier, sem stjórnaði kosn- ingabaráttu þessa vinsæla demó- krata, kom fyrstur með fréttirnar um að Hart væri á leiðinni til Concord í New Hampshire og myndi þar tilkynna þessa ákvörðun sína. Þangað kom Hart síðdegis í gær og fögnuðu honum fjölmargir stuðningsmenn. Hart dró framboð sitt til baka fyrr á þessu ári eftir að blöð birtu fréttir um framhjáhald hans. Þessi vinsælasti frambjóðandi demókrata sást þá í fylgd með smástirninu Donnu Rice og sökuðu fjölmiðlar Hart um að eiga við hana en ekki konu sína. Öldungadeildarþing- maðurinn fyrrverandi viðurkenndi síðar í sjónvarpsviðtali að hafa haldið nokkrum sinnum framhjá konu sinni þau 29 ár sem þau hefðu verið gift. Fyrstu forkosningar demókrata eru einmitt í New Hampshire og fara fram 16. febrúar. CBS sjónvarpsstöðin sagði í gær að helsta ástæðan fyrir ákvörðun Harts væri sú að með því fengi hann kosningastyrk frá ríkinu og gæti því greitt upp einhverjar þær miklu skuldir sem hann var kominn í vegna kosningabaráttu sinnar. Drier sagði hins vegar að það væri ekki aðalástæðan, Hart vildi í raun berjast fyrir að komast í Hvíta húsið. Ákvörðun Harts virtist koma flatt upp á flesta og fáir vildu tjá sig um hugsanlegar pólitískar af- leiðingar hennar. „Þetta er fáránlegt,“ sagði þó einn kosingasérfræðingur repúblik- ana í gær og virtust fleiri, bæði demókratar sem repúblikanar, vera á sömu skoðun. Blökkumaðurinn Jesse Jackson hefur komið sterkastur út úr skoð- anakönnunum sem gerðar hafa ver- ið á fylgi þeirra demókrata sem leita eftir útnefningu þ.e.a.s. eftir að Hart hætti við framboð sitt í maímánuði. Flestir stuðningsmenn demókrata eru samt óákveðnir þessar mundir og margir hafa kvartað yfir því að enginn núver- andi frambjóðenda sé nógu hæfur og sterkur persónuleiki til að geta náð forsetastólnum úr höndum rep- úblikana. Aðrir demókratar sem eru með í forsetaslagnum eru Michael Duk- akis ríkisstjóri í Massachusetts, Paul Simon öldungadeildarþing- maður frá Illinois, Albert Gore öldungadeildarþingmaður frá Tennessee, Richard Gephardt frá Missouri og Bruce Babbitt fyrrum ríkisstjóri í Arizona. hb Gary Hart tilkynnti í gær að hann ætlaði aftur í kosningaslaginn og kom þessi ákvörðun hans nær öllum á óvart Líklegt að olían lækki í kjölfar OPEC-fundar Verð á hráolíu mun lækka eitt- hvað á næsta ári og líklega verður tunnan seld á fimmtán til sextán Bandaríkjadali næstu sex mánuð- ina. Þctta var álit margra sérfræð- inga í olíuverslun í gær eftir að Samtök olíuútflutningsríkja (OPEC) höfðu samþykkt að halda sig við núverandi vcrðlag og kvóta. Tólf af þrettán ríkjum OPEC samþykktu að krefjast áfram átján Bandaríkjadala fyrir hverja tunnu og halda sameiginlegum kvóta í 15,06 milljónum tunna á dag á fyrri helmingi næsta árs. írakar voru eini aðili OPEC sem ekki samþykkti þessar kvaðir en kunnugir telja að þeir hafa dælt upp helmingi meiri olíu en kvóti þeirra upp á 1,54 milljónir tunna segir til um. Einn embættismaður japanska ol- íufélagsins sagði fund OPEC í Vín- arborg hafa valdið mörgum von- brigðum. Ríki samtakanna hafi fundað til að reyna að minnka fram- leiðslukvótann, hækka verðið og fá íraka til að taka þátt í þessum að- gerðum. Ekkert af þessu hefði heppnast. „Ætli verðið verði ekki þetta fimmtán til sextán dalir á tunnu“, sagði embættismaðurinn. írakar hafa ekki viljað samþykkja núverandi kvóta og heimta að fá kvóta til jafns á við erkióvininn íran. Kvóti írana er 2,369 milljónir tunna á dag. Það eru þó ekki bara írakar sem dæla upp meiri olíu en þeim ber réttur til samkvæmt ákvörðun OPEC. Nokkur önnur aðiidarríki virðast ekki standa við gert sam- komulag og þannig er olíufram- leiðslan meiri en OPEC vill vera láta og hið raunverulega verð lækk- ar því heldur en hitt. Saudi Arabar voru mjög andvígir hækkunum á olíu og höfðu stuðning fleiri ríkja í því máli. Þeir óttuðust að skyndilegar verðhækkanir myndu einungis leiða til þess að vestrænu iðnríkin leituðu annað eft- ir orku, markrhið Saudi Araba er að halda olímarkaðinum eins stöðug- um og frekast er kostur og reyna smátt og smátt að auka hlutdeild sína í þeirri olíu sem vestrænu iðn- aðarríkin þurfa. Sá skammtur er um 40 milljónir tunna á dag. hb Reagan uppsker Almenningur vestur í Bandaríkj- unum var ekki hrifinn af forseta sínum fyrr í þessum mánuði, það sýndu allskonar skoðanakannanir. Nú er Reagan vinsælli, þökk sé leiðtogafundinum. Samkvæmt skoð- anakönnun sem stórblaðið The Was- hington Post og sjónvarpsstöðin ABC gerðu nú í vikunni hefur fylgi forsetans aukist verulega frá því fyrir tíu dögum er samskonar könn- un var gerð. Niðurstöður könnunarinnar nú sýndu að 57% aðspurðra voru ánægð með utanríkisstefnu forset- ans, fyrir tíu dögum voru aðeins 46% ánægð með þetta starfssvið Reagans. Alls voru 77% aðspurðra ánægð með hvernig Reagan hagaði sam- skiptum sínum við Sovétmenn, þetta var ellefu prósenta aukning frá fyrri könnun. Þá jókst almennt fylgi við forset- ann um 8%, nú voru 58 af hundraði ánægðir með störf forseta síns en í byrjun síðustu viku voru aðeins 50 af hundraði Bandaríkjamanna sáttir við Reagan. Nærri tveir þriðju þeirra sem spurðir voru spjörunum úr í þessari könnun voru samþykkir sáttmálan- um um eyðingu meðaldrægra og skammdrægari kjarnorkuflauga og' vildu að haldið yrði áfram og samið um fækkun langdrægari kjarnorku- flauga. hb Ríki OPEC vilja halda olíuverði óbreyttu en samkomulag þeirra í vikunni verður engu að síður að líkindum til þess að verðið iækkar eitthvað „Lögreglumaöur Guðs“ enn einu sinni í sviösljósinu í Bretlandi: Berjum glæpamenn þangað til þeir biðja um miskunn Umdeildasti lögregluforingi Bretlands, oft kallaður „lögreglu- maður Guðs,“ er enn einu sinni kontinn í sviðsljósið þar í landi. Jlafa margir heimtað að hann segði af sér eftir að hann sagði í viðtali að berja þyrfti suma glæpamenn þangað til þeir bæðu um miskunn. Jamcs Anderton. hinn strangtrú- aði yfirmaður lögreglunnar í Manc- hester á Norður-Englandi, lét hafa þetta eftir sér í viðtali við tímaritið Woman's Own: „Ég myndi sjáltur alveg örugglega berja suma glæpa- menn. Ég á auövelt með að refsa fólki... Líkamsrefsingum ætti að vera þannig hagað að þeir grát- biðji um miskunn‘\ sagði Anderton. Lögregluforinginn komst t frétt- irnar fyrr á þessu ári þegar Itann hvatti til þess að nauðgararyrðu van- aðir og samkynhneigð bönnuð með lögum. Fulltrúar Verkamannaflokksins á þingi hafa gagnrýnt Anderton harð- lega og einn þeirra David Young sagði að það væri einungis Guði að þakka að Anderton væri ekki Guð eins og hann greinilega teldi sig vera. Lögregluforinginn segir skoðanir stnar vera byggðar á bænum og guð- legri forsjá. hb

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.