Tíminn - 16.12.1987, Side 14

Tíminn - 16.12.1987, Side 14
14 Tíminn Miðvikudagur 16. desember 1987 jilllllllllll BÆKUR llllllllllllllllll KVOSIN Byggingar- saga miðbæjar Tofusamtökin og Forlagið hafa sent frá sér bókina Kvosin, byggingarsaga miðbæjar Reykjavíkur. Höfundar bókarinnar eru Guðný Gerður Gunnarsdóttir þjóðháttafræðingur og Hjörleifur Stefánsson arkitekt. Guðmundur Ingólfsson hefur tekið ljósmyndir í bókinni og gert eftirtökur af gömlum myndum. Kvosin er frásögn af því hvernig höfuðborg íslands byggðist. 1 bókinni er fjallað um hús, byggingarlist og byggingarhefðir í Reykjavík frá upphafi til okkar daga. í bókinni er fjallað um fyrstu húsagerðir bæjarins, fyrstu verslunarhúsin og hvernig byggingar breyttust við afnám verslunarhafta og með tilkomu nýrra verslunarsambanda. Hér er lýst þeim breytingum sem ný byggingarefni höfðu í för með sér, og hvaða áhrif nýjar stefnur í byggingarlist höfðu á húsagerð í miðbænum. Byggingarsaga hverrar einstakrar lóðar er rakin og greint er frá helstu stefnum í byggingarlist Norður-Evrópu um og eftir seinustu aldamót og bent á áhrif þeirra í byggingum miðbæjarins. Saga þessi er rakin í máli og fjölmörgum nýjum og gömlum ljósmyndum, auk teikninga af húsum og húshlutum. 1 bókinni eru um 500 ljósmyndir og teikningar. Nýjar ljósmyndir eru af nánast öllum húsum miðbæjarins og auk þess úrval gamalla ljósmynda. Þá hefur vaxið frá upphafi til okkar daga. Kvosin er 330 bls. Prentsmiðjan Oddi hf. prentaði. Á besta aldri Bókaútgáfan Forlagið hefur sent frá sér bókina Á besta aldri sem Jóhanna Sveinsdóttir ritar í samvinnu við Þuríði Pálsdóttur. í bókinni er fjallað um breytingaskeið kvenna (og reyndar karla líka), rætt um helstu fylgikvilla sem og alvarlegri einkenni eins og beinþynningu. Þá er í bókinni sérstakur kafli um hormónagjafir og gildi þeirra og loks er ítarleg umfjöllun um líkamsrækt miðaldra kvenna og holla fæðu svo og baráttuna við þunglyndið. Á síðustu árum hefur sú þögn sem áður rikti um breytingaskeiðið verið rofin enda er það óumflýjanlegt og engri konu óviðkomandi. Ætla má að um 80- 90% kvenna þekki einhver einkenni þess og óþægindi af eigin raun. Hér á landi hefur Þuríður Pálsdóttir brotið ísinn með fyrirlestrahaldi sínu um vandamál breytingaskeiðsins og hvernig bregðast skuli við þeim, enda er nú almennt viðurkennt að gamlar kreddur viðvíkjandi tíðahvörfunum séu að mestu leyti rangar og fyrir æ fleiri konur getur þetta æviskeið orðið,, upphaf að ánægjulegu og þroskandi tímabili. En það er skoðun höfunda bókarinnar að til þess verði konur að skilja hvað breytingarnar þýða, af hverju þær starfa og hvaða tækifæri þær hafa til að njóta ævinnar á besta hátt - andlega og líkamlega. Bókin er byggð á reynslu fjölda kvenna sem segja sögu sína í viðtölum. Þá er stuðst við þekkingu kvenlækna og annarra sérfræðinga og hafa þeir Víglundur Þorsteinsson kvensjúkdómalæknir og Ingólfur Sveinsson geðlæknir lagt höfundunum lið við gerð bókarinnar. Á besta aldri markar tímamót í íslenskri umfjöllun um heilsufarssögu kvenna því að höfundarnir líta svo á að engin ástæða sé til að óttast breytingaskeiðið ef konur vita hvað þær eiga í vændum og kunna að takast á við það af sjálfsöryggi og þekkingu. Á besta aldri er 230 bls. AUK hf./Jóna S. Þorleifsdóttir hannaði kápu. Prentsmiðjan Oddi hf. prentaði. Bókaútgáfan Hildur gefur út eftirtaldar bækur árið 1987: Leiftur liðinna daga, hesta- menn segja frá Hestabók í stóru og vönduðu broti með úrvals frásögnum af hestum og mönnum, skrifaðar af þekktum hestamönnum. Margar þessara sagna eru úr tímaritinu Hesturinn okkar. Albert Jóhannsson hefur af stakri smekkvísi og vandvirkni safnað þessum frásögnum saman í eina bók. Mannamunur, eftir Jón Mýrdal Saga þessi er ein af fyrstu íslensku skáldsögunum, meðan íslenska skáldsagan var enn á bemskuskeiði. Þessi 100 ára saga lýsir forfeðmm okkar á sinn sérstaka hátt, þar sem gott og illt berjast um völdin. Hún var mjög vinsæl og langrt fram á þessa öld hefir mátt heyra fólk bera sér í munn tilsvör úr henni. Sögur Jóns Thoroddsen, Guðrúnar frá Lundi og Jóns Mýrdal munu alltaf verða lesnar af íslendingum. Ég græt að morgni, ævi- saga Lilian Roth Þessi vel skrifaða og sanna ævisaga listakonu lýsir því ljóslifandi hve djúpt er hægt að sökkva í alkohohsma og eiturlyf, og hvemig hægrt er, með vilja og hjálp AA samtakanna að koma sér til nýs Ufs og til að hjálpa öðmm. Saga þessi hefir alltaf verið mikið lesin, sérstaklega af þeim, sem komist hafa í snertingu við þetta mikla böl, og hún hefir orðið mörgum að Uði. Þetta má einnig sjá á þvi, að þetta er þriðja útgáfa bókarinnar — nú í kiljuformi. Sagnabrot ■ ■ Onnu ísafold hefur gefið út bókina Önnubók eftir Fynn í þýðingu Sverris Páls Erlendssonar. í bókinni Kæri herra Guð, þetta er hún Anna segir Fynn frá kynnum sínum af Önnur, þessu óvenju einlæga, skýra og hreinskiina barni. Þegar Anna lést, aðeins sjö ára gömul, lét hún Utið eftir sig Uggja nema minninguna um tilvist sína. En hún hafði safnað saman í nokkra skókassa ýmsu dóti sem hún vildi varðveita. Þar á meðal vom niðurstöður skemmtilegra athugana hennar, ýmsar hugleiðingar og svoUtil sagnabrot. í Önnubók leyfir Fynn okkur að njóta með sér brots af þessum handritum. Kæri herra Guð, þetta er hún Anna, sem nú er endurútgefin í kiljuformi, og Önnubók em ekki barnabækur í venjulegum skilningi þess orðs. Þetta em hins vegar bækur um barn og það getur verið allt annað mál. Bókin er gefin út með styrk frá Þýðingasjóði. Bókin er innbundin, 63 bls. Ib. H. Cavling: Læknaritarinn Danski rithöfundurinn Ib. H. Cavling, sem nú er látinn fyrir nokkmm ámm, skrifaði fjölda bóka, sem notið hafa mikiUa vinsælda, bæði í heimalandi hans og einnig hér. Hann er meðal þeirra rithöfunda, sem hvað lengst hafa notið stöðugra vinsælda hér á landi og er þessi bók 28. titillinn, sem þýddur er á íslensku af bókum hans. Syndir feðr- anna II. bindi. Fyrra bindið kom út 1986 og var endurútgáfa endurbætt. Fékk hún mjög góðar móttökur, svo að ákveðið var framhald á þessum bókaflokki sem sýnir að enn kunna Islendingar að meta íslenskan fróðleik. Gunnar Þorleifsson sá um útgáfuna. Margit Ravn: Aðeins af ást Þetta er 23. og siðasta bókin í endurútgáfu á bókum Margit Ravn. Bækur þessarar norsku skáldkonu nutu feikilegra vinsælda, þegar þær kómu fyrst út, og enn em þær mjög vinsælar. Aðalpersónan er ung stúlka, sem fellur fyrir þeirri freistingu, sem afborgunarkaup bjóða upp á. Hún rekur sig þó á, að þar eins og anncirs staðar, kemur að skuldadögunum. Norræn ævintýri Bókaútgáfa Máls og menningar hefur gefið út fyrstu bókina í nýjum flokki ævintýra og nefnist hún Norræn ævintýri I. í þessu bindi em allar þýðingar þeirra Steingríms Thorsteinssonar og Brynjólfs Bjamasonar á ævintýmm H.C. Andersen og auk þess sögurnar Alfhóll í þýðingu Sigurðar A. Magnússonar og Leggur og skel eftir Jónas HaUgrímsson. Ennfremur koma nú ævintýri eftir Finnann Zachris Topehus í fyrsta sinn út á íslensku í þýðingu Sigurjóns Guðjónssonar. Bókin er í stóm broti, því sama og Þúsund og ein nótt og íslenskar þjóðsögur og ævintýri, safn Einar Ólafs Sveinssonar, sem kom út í fyrra. Norræn ævintýri er 616 bls. að stærð, prýdd fjölda faUegra 19. aldar teikninga. Prentsmiðjan Oddi hf. prentaði. Bókin er gefin út með styrk úr Norræna þýðingarsjóðnum. Sterkasti mað- ur allra tíma Viðtals- og myndabók um Jón Pál Viðtalsbækur þykja ef tU viU ekki nýstárlegar nú orðið, en nýjasta bók Bókaútgáfunnar Reykholts er nýstárleg, vegna þess að hún fjallar um kornungan mann, aðeins 27 ára gamlan. En þrátt fyrir lágan aldur em ekki vandkvæði að fyUa eins og eina bók af viðtölum við afreksmanninn Jón Pál Sigmarsson og myndum af honum við hin ýmsu tækifæri. Og það er einmitt það sem hin nýstofnaða bókaútgáfa hefur nú gert. 1 bókinni greinir Jón PáU frá þeim spennandi aflraunamótum sem hann hefur tekið þátt í — keppninni um titUinn „Sterkasti maður heims" undanfarin ár og keppninni um titUinn „Sterkasti maður aUra tíma" sem fram fór á þesu ári. Ferill hans er rakinn aUt frá þvi hann hóf þátttöku í íþróttum, og reyndar sagt frá ýmsum strákapömm æskunnar. Skrásetjari viðtala er Jón Óskar Sólnes, íþróttafréttamaður á fréttastofu Sjónvarps. Bókina prýðir fjöldi mynda.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.