Tíminn - 16.12.1987, Qupperneq 19

Tíminn - 16.12.1987, Qupperneq 19
Miðvikudagur 16. desember 1987 Tíminn 19 i i Nú er sannleiksást og meydómur Jessicu Hahn dreginn í efa Fimmtug í „pínupilsi11 Dyan Cannon í gull- ... en svo var hún í nýja kjólnum kápunni... innanundir Cary Grant og Dyan Cannon eignuðust saman dótturina Jennifer og virðast foreldrarnir á þessari mynd vera að takast á um barnið, - en það kom að því seinna að átökin um Jennifer urðu staðreynd. Man einhver ennþá eftir Jessictr Hahn, ungu stúlkunni sem Jimmy Bakker sjónvarpspredikari svipti meydómnum og varð síðan að borga undir borðið um langa hríð eða þangað til allt komst upp? Nú er Jessica aftur komin í fréttirnar og er umdeild sem fyrr enda hefur hið dýrmæta skírlífi hennar verið dregið í efa. Það eru stórblöðin Playboy og Penthouse sem eigast við um persónuna Jessicu Hahn þessa dag- ana. Bæði blöðin höfðu borið ví- urnar í Jessicu um að segja alla söguna eins og hún hefði gengið fyrir sig. Peim var báðum í mun að klekkja á sjónvarpstrúboðum, sem höfðu beitt dómsmálaráðuneytið þrýstingi til að taka upp rannsókn á klámiðnaði i' Bandaríkjunum með þeim afleiðingum að margar stóverslanakeðjur hættu að selja þessi blöð. Penthouse reið á vaðið og bauð Jessicu 350.000 dollara fyrir einka- rétt á sögunni hennar, mynda- lausri. En hún vildi bera meira úr býtum bg gerði samning við Playboy, sumir segja að hún fái eina milljón dollara fyrir, og fylgja þar myndir af henni fáklæddri. En áður en til þess kom að Playboy kæmi sögu Jessicu á prent birti En mellumamman Roxanne Dacus og Guccione, útgefandi Penthouse, segja að það sé langt í frá að Jessica segi alla söguna Penthouse sögu, byggða á eftirriti af segulbandsupptöku, sem Jessica virðist hafa gert á meðan hún stóð í samningaviðræðum um „þagn- arpeningana" frá Bakker. í þessari eftirritun, og sömuleiðis viðtalinu í Playboy, sem prentað var í tveim hlutum og jók söluna á blaðinu geysilega, heldur Jessica því staðfastlega fram að hún hafi verið 21 árs hrein mey þegar hún lenti í ævintýrinu með Bakker á Florida 1980, sem stóð í 90 mínút- ur. Hún gefur líka í skyn í viðtalinu að Jimmy Bakker hafi fyrst gefið henni eiturlyf og síðan nauðgað henni. Jimmy Bakker, sem sagði grát- andi í sjónvarpi af sér forstöðu PTL klúbbsins í fyrravetur eftir að Jessica Hahn er nú orðin skjólstæðingur Hughs Hefner, útgefanda Playboy, og segir sögu sína gegn góðu gjaldi. hafa viðurkennt að hafa staðið í kynlífssambandi við Jessicu, hélt því þá fram að hún virtist ekki vera neinn grænjaxl í kynferðismálum, hún líktist meira atvinnumann- eskju, sem kynni oll leyndarmál starfsgreinarinnar. En á orð hans var ekki hlustað á þeim tíma, bæði vegna framburðar Jessicu sjálfrar og uppljóstrunarinnar um að Bakker kynni að hafa dregið sér milljónir dollara úr sjóðum sem tryggir áhangendur hans höfðu safnað saman. En nú eru farnar að renna tvær grímur á fólk. Getur verið að Jessica Hahn hafi ekki verið cins saklaus og hún vill vera láta þegar fundum hennar og Bakker bar saman? í glæður þessarar tor- tryggni blæs Penthouse tímaritið nú glatt. í síðasta tölublaði þess er að finna ýmsar heldur sóðalegar opinberanir á fyrra lífi Jessicu. Þar kemur t.d. fram á sjónarsviðið fyrrverandi kærasti hennar, Rocky Riccobono, sem heldur því frarn að hann hafi sofið hjá henni tveim árum áður en hún hitti Jimmy Bakker. Blaðið heldur því m.a.s. fram að það geti leitt fram sjónar- vott að slíkum atburði. Og það heldur því líka fram að það viti um fleiri vini og nágranna Jessicu sem séu reiðubúnir að votta að hún hafi verið alræmd daðurdrós áður en Jimrny Bakker kom til sögunnar. En rúsínan í pylsuendanum er þó líklega viðtal í blaðinu við fyrrverandi pútnamömmu, Rox- anne Dacus, sem heldur því fram að Jessica hafi unnið sem vændis- kona á vegum hennar þegar Jessica var aðeins 18 ára. Roxanne Dacus kom síðan fram á blaðamanna- fundi, sem útgefandi Penthouse, Guccione, hélt nýlega til að stað- festa að allt væri satt og rétt sem eftir sér væri haft í blaðinu. Hún sagði að Jessica hefði verið svo afkastamikil í vinnunni að sum kvöld hefði hún þjónað allt að 40 viðskiptavinum! Allar líkur eru nú til að stríð Playboy og Penthouse lendi fyrir dómstólunum og þar verði líka tekist á um sannsögli og meydóm Jessicu Hahn. Leikkonan Dyan Cannon er orð- in 50 ára, en hún vill fylgja tískunni út í ystu æsar. Ef tískuhönnuðir fyrirskipa pils sem ná aðeins niður á mið læri, - og hafa þá helst tággrannar ungar píur í huga - þá er öruggt að Dyan er fremst í flokki þeirra stuttklæddu. Svo var það nýlega að Dyan mætti í gleðskap í Hollywood í gullofnu dressi eða kápu ökkla- síðri. Hún vakti aðdáun og mikla athygli í gullkápunni og með nýlit- að ljósgult hár. Þegar farið var að dást að fínu kápunni hló leikkonan prakkaraleg á svipinn og sagði: „Ég á eftir að fara úr kápunni. Ég er auðvitað í nýja kjólnum mínum innanundir." Svo svipti hún káp- unni frá sér og þá birtist „nýi kjóllinn". Kjóllinn var í tvennu lagi - og ber var konan um miðj- una. Þetta var þröngt og örstutt pils og brjóstahaldari, - en ber naflinn stóð upp fyrir pilsstrenginn. Samkvæmisgestir urðu hálfhissa, en horfðu þó með aðdáunaraugum á leikkonuna sem bar þennan djarfa kjól svo glæsilega. Rödd heyrðist sem kvað upp úr með það sem margir hugsuðu: „Hún gæti sko alveg eins verið 25 ára - sem 50 ára!“ Dyan Cannon fer með aðalhlut- verk í nýrri Disney sjónvarps- mynd, sem kölluð er „Rock and Roll Mom,“ en þar leikur hún einstæða móður, sem fer að syngja með hljómsveit til að vinna sér inn aukapening, en upp úr því verður hún rokkstjarna. Dyan Cannon var fjórða eigin- kona hjns látna sjarmörs Cary Grants og eignaðist með honum dóttur, - sem var einkabarn hans. - Þau skildu þegar Jennifer litla var enn barn að aldri, en samband dóttur og föður var mjög innilegt allt til dauða hans, en þá var Jennifer orðin tvítug og varð forrík dollaraprinsessa, því að föðurarfur hennar er geysistór.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.