Tíminn - 18.12.1987, Síða 4
4 Tíminn
Föstudagur 18. desember 1987
Léttur og handhægur heyskeri bæði
fyrir vothey og þurrhey og jafnvel í tað.
Ný sending væntanleg á góðu verði.
Örfáum óráðstafað.
UMBOÐSMENN OKKAR -
YKKAR MENN UM LAND ALLT
Vélabær hf. Andakilshr. S. 93-51252
ólafur Guðmundsson, Hrossholti
Engjahr. Hnapp. S. 93-56622
Dalverk hf. Búðardal S. 93-41191
Guðbjartur Björgvinsson, Sveinsstöðum,
Dal. S. 93-41475
Vélsm. Húnv. Blönduósi S. 95-8145
J.R.J. Varmahlið S. 95-6119
Bilav. Pardus Hofsósi S. 95-6380.
Bilav. Dalvikur, Dalvik S. 96-61122
Dragi Akureyri S. 96-22466
Vélsm. Hornafjarðar hf. Höfn S. 97-8340
Vikurvagnar, Vík S. 99-7134
Ágúst Ólafsson, Stóra Moshvoli,
Hvolsvelli S. 99-8313
Vélav. Sigurðar, Flúðum S. 99-6769
Vélav. Guðm. og Lofts Iðu S. 99-6840
sas?
GlObUS? Lágmúla 5 Reykjavík Sími 681555
I
BiÖLORAUTASKClJíJH
BREIÐHOUI
Frá Fjölbrautaskólanum
í Breiðholti
Skólaslit verða í Bústaðakirkju laugardaginn 19.
desember og hefjast þau kl. 13.30.
Allir nemendur dagskóla og kvöldskóla er lokið
hafa prófum á þriggja og fjögurra ára brautum eiga
að koma þá og taka á móti prófskírteinum.
Um er að ræða nemendur, er lokið hafa áföngum
sjúkraliða, snyrtifræðinga, matartækna, sveinsprófs
svo og sérhæfðu verslunarprófi og stúdentsprófi.
Nemendur, er lokið hafa eins og tveggja ára
brautum, fá skírteini sín afhent í Bústaðakirkju eftir
skólaslitin (um kl. 15.00) og síðan á skrifstofu
skólans frá 4. janúar 1988.
Foreldrar, aðrir ættingjar svo og velunnarar skól-
ans eru velkomnir á skólaslitin.
Skólameistari.
AjXTónleikar
Tónlistarskóli Kópavogs heldurtvennajólatónleika
um helgina. Þeir fyrri verða laugardaginn 19.
desember kl. 11 f.h. í sal skólans Hamraborg 11.
Síðari tónleikarnir fara fram í Kópavogskirkju
sunnudaginn 20. desember kl. 16. Aðgangur er
ókeypis og öllum heimill.
Skólastjóri.
NÝ UMFERÐARLJÓS
Kveikt verður á nýjum umferðarljósum á gatnamótum Nýbýlavegar og Túnbrekku - Furugrund, á
morgun kl. 14.00.
Ljósþessieru tveggja fasa og tímastýrð, jafnframt verða þau samstillt við umferðarljós ágatnamótum
Nýbýlavegar og Pverbrekku.
Frá kl. 21.00 til 07.00 verða Ijósin látin blikka gulu oggildirþá biðskylda á Túnbrekku ogFurugrund
gagnvart Nýbýlavegi.
Á Nýbýlavegi, rétt austan við þessi gatnamót, verður á sama tíma kveikt á nýjum hnappastýrðum
gangbrautarljósum. Tímamynd: C.unnar
Söluskattsfrumvarpið:
Borgaraflokkurinn vill
söluskatt á afruglara
Söluskattsfrumvarp Jóns Baldvins
var til annarrar umræðu í efri deild
í gærkvöldi. Margvíslegar breyting-
artillögur um frumvarpið lágu fyrir
fundinum.
Meiri hluti fjárhags- og viðskipta-
nefndar lagði til í sínu nefndaráliti
að fjármálaráðherra fái heimild til
að setja reglur um að erlendir ferða-
menn fái niðurgreiddan söluskatt
við brottför. Er t.d. bent á að
ullariðnaðurinn geti haft mikinn hag
af þessu.
Þá gerir meiri hlutinn tillögu um
að hlutfall skatts af ýmis konar
þjónustu, sem lagður var á við
Kaþólska kirkjan á Islandi:
Dr. Alfred Jolson
útnefndur biskup
Jóhannes Páll páfi II útnefndi,
þann 15. desember s.l., dr. Alfred
Jolson, S.J. biskup kaþólsku kirkj-
unnar á íslandi.
Dr. Jolson er fæddur 18. júní 1928
í Bandaríkjunum. Afi hans var ís-
lendingur, sem fluttist til Noregs og
kvæntist þar norskri konu. Faðir
hans flutti til Bandaríkjanna og
settist þar að.
Dr. Jolson gekk í reglu Jesúíta
árið 1946 og var vígður til prests 14.
júní árið 1958. Hann lauk licenc-
iatsprófi í guðfræði, doktorsprófi í
heimspeki og félagsfræði við Gre-
goriana háskólann í Róm og M.A.
prófi í viðskiptafræðum við Harvard
háskóla í Bandaríkjunum.
Á síðustu árum hefur dr. Jolson
starfað sem háskólakennari í
Bagdad, Salisbury í Ródesíu, en þó
lengstaf í Bandaríkjunum við Un-
iversity of St. Josef, Philadelphia,
Boston College of Business og starf-
ar nú sem framkvæmdastjóri Wheel-
ing College í Vestur-Virginíu.
Jón Jónsson Fremstafelli:
er jorð
Jón Jónsson bóndi á Fremstafelli
í Ljósavatnshreppi hefur sent frá sér
aðra Ijóðabók sína. Bók Jóns heitir
„Viðkvæm er jörð“. Fyrri bók hans
heitir „Hjartsláttur á Þorra“ og kom
hún út 1982. Höfundur ber sjálfur
allan kostnað af útgáfu bókarinnar.
Káputeikning er eftir Kristin G.
Jóhannsson. Bókin er 91 blaðsíða.
Þau fjölmörgu ljóð sem í bókinni
birtast hafa ekki áður komið út á
prenti.
I
VIÐKVÆM ER JÖRÐ
Viðkvæm
efnahagsaðgerðirnar sl. sumar, s.s.
lögfræðiþjónustu, verkfræðiþjón-
ustu, bókhaldsþjónustu, þjónustu
fasteignasala o.s.frv., verði 12% í
stað 10% eins og nú er.
Svavar Gestsson leggur hins vegar
til að söluskattur af matvörum verði
felldur niður og einnig af aðgang-
seyri að gufubaðstofum, nuddstof-
um, ljósastofum, heilsuræktarstof-
um, útisamkomum og íslenskum
kvikmyndum.
Þingmenn Borgaraflokksins, Jú-
líus Sólnes og Guðmundur Ágústs-
son flytja einnig tillögu um að
undanþiggja matvörur söluskatti.
En þeir leggja einnig til að felld
verði niður heimild fjármálaráð-
herra til að fella niður söluskatt af
hinum margfrægu afruglurum.
ÞÆÓ
Bækur um
Benjamín
Blálending
Komnar eru út tvær barnabækur
um fílinn Benjamín Blálending, sem
nefnast Ævintýraleg sjóferð og
Fyrsti veðurfíll í heimi. Þær eru eftir
Elfie Donnelly, en að því er segir á
bókarkápu hafa þessar bækur orðið
vinsælar víða um lönd, enda hefur
höfundurinn fengið verðlaun fyrir
ýmsar barnabóka sinna. Hersteinn
Pálsson hefur íslenskað þessar
bækur, en Myndabókaútgáfan gefur
út.