Tíminn - 18.12.1987, Síða 5
Föstudagur 18. desember 1987
Tíminn 5
Astæður 871 m.kr. útgjaldaauka við byggingu flugstöðvarinnar:
Kosningavíxill Sjálfstæðis-
flokks eða léleg stjórnun?
Miklar og harðar umræður um
flugstöðvarskýrsluna margrómuðu
fóru fram í sameinuðu Alþingi í
gær. Þingmenn Alþýðubandalags-
ins höfðu krafist að þessi umræða
færi fram fyrir jólaleyfi. Hins vegar
er ijóst að umræður hefjast á ný
eftir jólaleyfl þar sem eftir er að
taka afstöðu tii tillögu um sérstaka
rannsóknarnefnd þingsins.
Steingrímur Hermannsson utan-
ríkisráðherra hóf umræðuna og
sagðist ekki hafa miklu við skýrsl-
una að bæta enda verkið að mestu
unnið áður en hann tók við þessum
málaflokki.
Rakti utanríkisráðherra megin-
markmið og niðurstöður verksins.
Ljóst væri að fyrir hendi væri
annars vegar ný flugstöð, sem upp-
fyllti eðlilegar starfrænar og útlits-
legar kröfur, en hins vegar væri
mismunur upp á 871 milljón króna
'á framreiknaðri áætlun og fram-
reiknuðum framkvæmdakostnaði
við fullgerða flugstöð.
Þá sagði utanríkisráðherra að
flugstöðin væri ekki venjulegur
álkassi eins og gerðist víða erlendis
heldur glæsilegt hlið að landinu.
„Við hljótum að hafa gert ráð fyrir
að byggingin yrði æði kostnaðar-
samt fyrirtæki þegar Alþingi sam-
þykkti það.“
Kostnaðarsprengingin hefði orð-
ið vegna endurhönnunar.sem
næmi 102 m.kr. af umframeyðsl-
unni.
Þá nefndi utanríkisráðherra að
upphaflegur lögbundinn kostnaður
stöðvarinnar hefði numið 42 millj-
ónum bandaríkjadala, og þá verið
skorinn niður um 12 milljónir dala.
Byggingarnefnd hafi talið þá áætl-
un mjög rúma og bætt við nær
öllum þeim atriðum, sem sleppt
hafði verið við niðurskurðinn,
enda væri flugstöðin á mörkum
þess að vera starfhæf ef þær viðbæt-
ur yrðu ekki gerðar. Ráðherra
gerði grein fyrir þeim meginatrið-
um sem lægju í kostnaðaraukning-
unni, s.s. stækkun landganga og
landgangahúss, stækkun kjallara,
snjóbræðslukerfi o.s.frv. Þá hefði
umferð ferðamanna aukist mjög á
byggingartíma. Loks hefði komið
til vandamál vegna notkunar
tveggja staðla við bygginguna, en
þar sem bandarískir staðlar hefðu
gengið lengra hefði verið krafa
Bandaríkjamanna að þeir væru
notaðir og þá með tilheyrandi
kostnaðarhækkunum. Tók Stein-
grímur undir ýmsa af þeirri gagn-
rýni sem fram kemur í skýrslu
Ríkisendurskoðunar, Ljóst væri að
upplýsingaflæði hefði verið ábóta-
vant milli íslenskra og bandarískra
hönnuða.
Meginvandamálið, sem hér væri
um að ræða, væri hvort leitað hefði
verið réttra heimilda til að taka inn
þær viðbótarframkvæmdir og við-
bótarkostnað vegna þeirra. Bygg-
inganefnd hefði haft heimild ráð-
herra til að stofna til þessara út-
gjalda. Hins vegar hefði skort á að
Ieitað hafi verið til fjárveitingar-
valdsins með eðlilegum hætti.
Einnig kæmi fram að upplýsingar
hefðu borist Fjárlaga- og hagsýslu-
stofnun, en þar hefði ekkert verið
gert.
Utanríkisráðherra sagði að
réttara hefði verið að koma þessum
upplýsingum um viðbótarkostnað
til Alþingis og ríkisstjórnar og að
það hefði ekki verið gert væri
aðallega gagnrýnisvert.
Sagði Steingrímur að mikilvæg-
an lærdóm mætti draga af fram-
kvæmdinni og nefndi í því sam-
bandi ábendingar Ríkisendur-
skoðunar um bætt vinnubrögð.
Jón Baldvin Hannibalsson
fjármálaráðherra tók undir margt
af gagnrýninni í skýrslunni og benti
á að 1986 hefði verið sótt um
heimild til að taka 520 m.kr. lán í
lánsfjárlögum, sem hefðu átt að
duga tii að koma stöðinni í notkun.
Flugstöðin hefði síðan verið opnuð
með viðhöfn, en fáu um dögum
síðar hefði komið bréf frá bygg-
inganefndinni sem sýndi fjárþörf
upp á 1.020 m.kr.í ár en ekki 520
miiljónir. Nefndin hefði verið
komin í greiðsluþrot og því veitt
lánsheimild. Jón sagði að skýrslan
staðfesti þörfina á úttekt og sýndi
að ekki hefði verið næg yfirsýn yfir
framkvæmdirnar og áætlanagerð
ábótavant.
Þá gagnrýndi fjármálaráðherra
bygginganefndina fyrir að birta,
vísvitandi eða af fákunnáttu, vill-
andi útreikninga á blaðamanna-
fundi ( sumar, þar sem reiknaðar
hefðu verið fullar verðbætur á áður
verðbætta niðurstöðu. Þá væri at-
hyglisvert að engar beiðnir hefðu
komið fram um aukafjárveitingar
eða stöðu mála í upphafi árs 1987
þrátt fyrir að framkvæmdastjóra
hefði átt þá að vera ljóst að þeirra
þyrfti með. Gagnrýndi Jón Baldvin
að engin kostnaðaryfirlit eða
áfangaskýrslur hefðu komið frá
1984 og þar til eftir kosningar.
Benti Jón á ýmis atriði sem sýndu
að framkvæmd var áfátt, s.s. að
tveir menn hefðu verið í fullu starfi
að ieiðrétta og samræma teikningar
í næstum heilt ár.
Þá mætti gera ráð fyrir að sú
ákvörðun að flýta opnun stöðvar-
innar hefði kostað á bilinu 120-150
m.kr.
Steingrímur J. Sigfússon
(Ab.N.e.) minnti á að fræðslu-
stjóra norður í landi hefði verið
vikið úr embætti fyrir að fara
nokkrar milljónir fram úr fjárveit-
ingum til sérkennslu, en hér hefði
einum milljarði verið sóað en eng-
inn væri rekinn. Gagnrýndi hann
mjög skýrslu utanríkisráðherra,
sem lögð hafði verið fram að
Umboðsmaður Alþingis:
Gaukur Jörundsson
kosinn í embættið
Á fundi sameinaðs Alþingis var
Gaukur Jörundsson prófessor við
lagadcild Háskólans kjörinn með
miklu atkvæðamagni til að gegna
stöðu umboðsmanns Alþingis.
Þetta er nýtt embætti og verður
sett á stofn um áramótin. Er hlut-
verk þess að hjálpa þegnum lands-
ins að leita réttar síns gagnvart
opinberum stjórnvöldum. Þarf sá
er því gegnir að uppfylla sömu
kröfur og gerðar eru til Hæstarétt-
ardómara.
í skriflegri kosningu hlaut Gauk-
ur 40 af 50 greiddum atkvæðum.
Benedikt Blöndal hlaut 1 atkvæði
og níu þingmcnn skiluðu auðum
atkvæðaseðlum. ÞÆÓ
Utanríkisráðherra, Steingrímur Hermannsson á Alþingi í gter.
beiðni 9 þingmanna og sérstaklega
þær ályktanir sem þar væru
dregnar.
Nauðsynlegar umframfram-
kvæmdir til að koma flugstöðinni í
gagnið væri engin málsvörn, því
Alþingi hefði ekki verið gerð grein
fyrir málinu. Þá hefðu engar fram-
reiknaðar kostnaðaráætlanir verið
lagðar fram fyrr en langt var liðið
á yfirstandandi ár.
Alvarlegustu mistökin hefðu þó
verið að flýta opnun flugstöðvar-
innar einmitt þegar kostnaðar-
sprengingin hefði verið að koma
fram. Það væri stórpólitískt
hneyksli að ákveða í október 1986
að opna flugstöðina fyrir kosningar
með því að gera dýra viðauka-
samninga við verktaka.
Byggingarnefndin hefði, vísvit-
andi eða ekki, verið með falsaðar
tölur og hefði fyrir löngu átt að
segja af sér. Þá vildi þingmaðurinn
að utanríkisráðherra afturkallaði
skýrslu sína, því „plaggið væri
falsað og uppfullt af sleggjudóm-
um“.
Það yrði að kalla menn til
ábyrgðar og sérstök rannsóknar-
nefnd níu þingmanna væri rökrétt.
Þetta mál varðaði háttsetta emb-
ættismenn, s.s. húsameistara ríkis-
ins, fyrrverandi formann bygginga-
nefndar og ráðhcrra. Allar breyt-
ingar hefðu verið án heimildar og
umframeyðslu hefði verið haldið
leyndri árin 1985,1986 og alltfram
yfir kosningahátíð Sjálfstæðis-
flokksins í stöðinni.
Matthías Á. Mathiesen sam-
gönguráðherra sagði einkennilegt
að vinstri menn syrgðu fullan að-
skilnað starfsemi hers og almennr-
ar flugþjónustu. Eftir stæði að það
tókst að byggja fullbúna flugstöð á
aðeins fjórum árum. Mismunur
milli raunkostnaður og kostnaðar-
áætlunar væri það sem deilt er um.
Sá mismunur skýrðist af verðlags-
hækkunum á byggingartíma og
þeim ákvörðunum um breytingar
sem gerðar hefðu verið til að
tryggja fullbúna flugstöð. Allar
ákvarðanir um viðbætur hefðu
óumdeilanlega verið teknar af rétt-
um aðilum. Aukning ferðamanna
á tímabilinu staðfesti að þær ák-
varðanir hefðu verið réttar.
Árni Gunnarsson (A.N.e.) sagði
að hér væri um að ræða sambæri-
legt ábyrgðarleysi eins og við
Kröfluframkvæmdirnar. Endaværi
hugtakið ábyrgð farið að verða
óljóst í hugum margra þingmanna.
Taldi Árni að embætti Húsamcist-
ara ríkisins bæri verulega ábyrgð
hvernig farið hefði með flugstöðina
og það embætti ætti að leggja niður
vegna kostnaðar og gagnsleysis.
Húsameistari ríkisins væri ábyrgur
fyrir hönnunarmistökum.
Svavar Gestsson (Ab.Rv.) velti
fyrir sér stöðu og ábyrgð þingsins
Guðrún Agnarsdóttir sagðist van-
treysta eðli þeirrar samtryggingar
ráðamanna, scm þetta mál sýndi,
það þyrfti ný vinnubrögð með aðra
siðfræði að lciðarljósi. Ekki skað-
aði að hagsýn húsmóðir héldi um
stjórnvölinn í fjármálaráðuneyti.
Páll Pétursson (F.N.v.) sagði að
ávallt væri þægilegt að vera vitur
eftir á. En byggingarsaga flug-
stöðvarinnar væri vörðuð mistök-
um. Vitnaði hann í lög frá 1984 þar
sem bygging stöðvarinnar er
ákveðin. Þar kæmi fram að utan-
ríkisráðherra færi með yfirstjórn-
ina og ábyrgðina. Þá væri þar
kveðið á um fjárhagslegan ramma
framkvæmdanna. Allt hefði hins
vegar farið úr böndunum varðandi
ákvæði laganna og allar breytingar
gerðar án samþykkis Alþingis.
Ræddi Páll ábyrgöina og sagði að
hönnuðir tækju laun sem ábyrgir
fagmenn og því hlyti starf þeirra að
vera spurningarmerki í því tillit.
Enginn vafi léki á hinni pólitísku
ábyrgð, hana bæru utanríkisráð-
herranir fyrrverandi, Matthías Á.
Mathiesen og Geir Hallgrímsson.
Sagði Páll Pétursson að við gerð
fjárlaga og lánsfjárlaga þcssi ár
hefðu engar upplýsingar um að
áætlunin væri farin úr böndum
komið fram í fjárhags- og við-
skiptanefnd neðri deildar, þrátt
fyrir að formaður byggingarnefnd-
ar hefði komið á fund hennar.
Sama gilti um utanríkisráðherrana
Tímamynd Pjetur.
fyrrverandi, því t árlegum skýrsl-
um þeirra til Alþingis hefði ekki
verið stafkrókur um að áætlanir
stæðust ekki.
Nokkrum vikum fyrir opnun
stöðvarinnar hefði utanríkismála-
nefnd farið í vettvangskönnun og
ekkert hefði heldur þá komið fram
um glundroðann. Vitnaði þing-
maðurinn í 44 gr. stjórnarskrárinn-
ar þess efnis að ekkert gjald má
reiða af hendi scm ekki er heimild
fyrir í fjárlögum eða lánsfjárlög-
um. Ljóst er að ráðhcrrar verði að
gera Alþingi betur grein fyrir stór-
framkvæmdum.
Þorsteinn Pálsson forsætisráð-
herra gagnrýndi alþýðubandalags-
menn harðlega og sagði þá beita
útúrsnúningum. Ekki hefði verið
eytt umfram heimildir, því byg-
gingarnefnd hefði haft slíka heim-
ild frá ráðherra, en í lögunum væri
vikið frá meginreglu að fjármála-
ráðuneyti og fjárlaga- og hagsýslu-
stofnun fari með eftirlit fram-
kvæmda, þó auðvitað verði að fara
eftir heimildum í fjár- og lánsfjár-
lögum. í þessu verki hefðu átt sér
sambærileg mistök og áður hefur
gerst varðandi opinberar fram-
kvæmdir og fyrir slíkt þyrfti að
girða í framtíðinni. Fjárlagabeiðn-
ir hefðu borist í þessu máli á sama
hátt og aðrar bciðnir til fjárveit-
ingavaldsins.
Hreggviður Jónsson (B.Rn.)
sagði að setja yrði sérstakar reglur
um opinberar framkvæmdir til að
tryggja að svona slys yrðu ekki.
Utanríkisróðherra ítrekaði (
lokaræðu sinni að ámælisvert væri
að viðbót í framkvæmdum hefði
verið ákveðin án þess að borið væri
undir fjárveitingarvaldið. Einnig
hefðu verið mistök að Alþingi
hefði ekki verið gerð grein fyrir
umframkostnaði.
Þórhildur Þorleifsdóttir
(Kvl.Rv.) og Aðalheiður Bjarn-
freðsdóttir töluðu einnig í umræð-
unni og ræddu einkum hver bæri
ábyrgðina. Aðalheiður sagði að
það væri ekki hægt að bjóða þjóð-
inni upp á slíkt hneyksli, sem þessi
byggingasaga væri. ÞÆÓ