Tíminn - 18.12.1987, Page 7

Tíminn - 18.12.1987, Page 7
Föstudagur 18. desember 1987 Tíminn 7 Hjálmar Vilhjálmsson, fiskifræöingur vann litsjónvarp í jólahappdrætti SUF: Verð að fá mér loftnet Hjálmar Vilhjálmsson, fiski- fræðingur og sérfræðingur um loðnu, datt í lukkupottinn, þegar hann keypti sér jólaalmanak frá Sambandi ungra framsóknarmanna í byrjun þessa mánaðar. því þegar dregið var um 20 tommu Goldstar litsjónvarps- tæki, kom hans númerupp. í gær var Hjálmari svo afhent tækið, af Gissuri Péturssyni, formanni SUF og kom þá í Ijós að Hjálmar er einn af þeini örfáu sem enn hafa ekki keypt sér lit- sjónvarp. „Það var ekki þessi pressa á okkur hjónunum. Börnin okkar voru upp- komin þegar litsjónvörpin komu til og ég á ennþá gamla svarthvíta sjón- varpið,'" sagði Hjálmar í samtali við blaðamann. „En ég verð þá núna að fá mér loftnet. Annars kom vel á vondan, því ég horfi mjög lítið á sjónvarp. Sumir segja að ég sé fúll. af því að einu sinni var alltaf mynd af mér í sjónvarpinu, en svo hafi einhver kvartað og ég hef ekki sést þar síðan," bætti hann við. En það má segja með sanni að lit- sjónvarpið fór á réttan stað. -SÓL Fara íslendingar norður, meðan aðrir fara suður?: Samkeppni er gód, fyrir kaupandann í norskum blöðum hafa undan- farna daga birst greinar þar sem sagt er frá breytingum í skipulagi útflutn- ingsfyrirtækja í sjávarútvegi þar í landi. Er þá annars vegar um að ræða rækjuútflytjendur, sem var fækkað úr 26 í 5 fyrir nokkru og hins vegar um saltfiskútflytjendur. I Lofotposten síðustu dagana í nóvember er t.d. sagt frá því að fimm fyrirtæki sem fengist hafa við útflutning á saltfiski, bæði blautverk- uðum og þurrfiski, hafa sameinast í eitt sterkt fyrirtæki. Nýja fyrirtækið heitir Unidos-Norsk Klippfisk og Saltfisknærings Fellesorganisasjon A.L. og hefur norska ríkisstjórnin lagt blessun sína yfir samrunann. „Þetta er mjög eftirtektarvert, því að á sama tíma og þróunin hér á landi er að fjölga útflutningsfyrir- tækjum í greininni, þá er þróunin í samkeppnislöndunum sú að fækka þeim. Spurningin er, af hverju eru þeir að sameinast núna, eftir að útflutningur þeirra hefur verið frjáls svo Iengi?“ sagði saltfiskútflytjandi í samtali við Tímann í gær. Sigurður Markússon, hjá Sjávar- afurðadeild Sambandsins tók í sama streng. „Jú, þetta er athyglisvert. Þeir vilja vera færri og stærri. Það gera markaðslegar aðstæður. Öll sam- keppni er góð, en hún er góð fyrir þann sem kaupir. Þeir hafa fordæm- ið fyrir þessu héðan. Þeir horfa á Síldarútvegsnefnd, SÍF og freðfisk- inn. Þeim fannst þeir einfaldlega ekki ná nógu góðum árangri eins og þetta var, sérstaklega með tilliti til okkar. Þeir athuga því okkar skipu- lag og taka það upp, en þá förum við að tala um að fjölga útflytjendum!" sagði Sigurður. Spurningin er því hvort við séum á rangri braut. Erum við að fara norður, þegar samkeppnisaðilarnir fara suður? „Menn geta einfaldlega ekki gert tilraunir með útflutningsstarfsem- ina. Annað hvort verður kerfið að vera svona eða hinsegin. Við vitum að það er mismunandi skipulag í mismunandi löndum. En við eigum ekki að gera tilraunir með útflutn- inginn. Við eigum að kynna okkur hinar ýmsu leiðir og síðan að meta þær. Við verðum að athuga að 70-80% af útflutningstekjum okkar koma úr sjávarútvegi. Norðmenn fá um 5% af þeirra útflutningstekjum þaðan. Samt vilja þeir breyta kerfinu. Segir það ekki allt sem segja þarf?“ sagði útflytjandinn. -SOL Verslunarmannafélag Árnessýslu: MÓTMÆLIR MATARSKATTI Á almennum fundi hjá Verslun- armannafélagi Árnessýslu, sem haldinn var á Selfossi 10. desember s.l. var eftirfarandi ályktun sam- þykkt samhljóða: „Almennur fundur hjá Verslunarmannafélagi Árnessýslu, haldinn á Selfossi 10. desember 1987, mótmælir harðlega framkomnum tillögum stjórnvalda um söluskatt á matvörur, svo og þeim álögum sem þegar hafa tekið gildi. Fundurinn telur að með slíkri skattlagningu sé vegið að afkomu heimilanna. Fundurinn telur að eðlilegra hefði verið að afla ríkis- sjóði aukinna tekna með skattlagn- ingu stóreigna og fjármagns- tekna.“ Gissur Pétursson, formaður SUF, sýnir Hjálmari Vilhjálmssyni, hvernig litatakkar á litsjónvarpi virka, en Hjálmar vann einmitt eitt slíkt í jólaalmanaki SUF. Hann er einn af þeim örfáu sem aldrei keypti sér slíkt tæki, heldur notaðist við sjónvarp í sauðalitunurn. (Timamynd: Gunnur) éP JOLA BÍLASÝNING Laugardag og sunnudag kl. 14-17 Sýnum NISSAN bíla beint frá Japan NISSAN SUNNY Sedan NISSAN PATHFINDER ÞRJU HELSTU FAGTIMARIT BANDARIKJANNA HAFA KOSiD PATHFiNDER JEPPA ÁRSINS [L/ NISSAN SUNNY Coupe NISSAN PRAIRIE 4WD JEPPI - SKUTBÍLL - NISSAN SUNNY Hatchback FJÖLSKYLDUBÍLL Lánakjör: Aðeins 25% út, eftirstöðvar lánaðar í allt að 30 mánuði Verið velkomin - Alltaf heitt á könnunni 1957-1987^1; % 30 S % ára^ mllMGVAR HELGASOIM HF. Sýningarsalurinn. R.tudoyerði, simi 33560.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.