Tíminn - 18.12.1987, Qupperneq 13

Tíminn - 18.12.1987, Qupperneq 13
Föstudagur 18. desember 1987 Tíminn 13 IIHIIIIIIIIIIIIIIIÍl BÆKUR IIHIIIII RÆKTAÐU GARÐINN Ræktaðu garðinn þinn eftir Hákon Bjarnason Komin er út hjá IÐUNNI ný og endurskoðuð útgáfa bókarinnar RÆKTAÐU GARÐINN ÞINN eftir Hákon Bjamason. Er þetta þriðja útgáfa bókarinnar og hefur hér m.a. verið bastt við sérstökum kafla um trjárækt við sumarbústaði. I kynningu útgefanda segir: „Bók þessi fjallar um trjárækt í görðum í skýru og stuttu máli. Sagt er frá gerð og lífi trjánna, næringarþörf þeirra, uppeldi trjáplantna, gróðursetningu, hirðingu og grisjun. Lýst er um 70 tegundum lauftrjáa, runna og barrviða. Höfundur bókarinnar, Hákon Bjamason, hefur um tugi ára verið forystumaður í þessum efnum hér á landi. Sakir langrar reynslu og þekkingar er hann öðrum færari til að veita leiðbeiningar um ræktun trjáa, sem að gagni koma." Allar plöntuteikningar í bókinni eru nýjar, gerðar af Eggerti Péturssyni. MARY HIGGINS CLARK l SKUGGA SKELFINGAR í skugga skelfingar Mary Higgins Clark Þetta er þriðja bókin eftir þennan þekkta bandaríska höfund sem kemur út á íslensku. Fyrri bækumar em: Hvar em börnin? og Viðsjál er vagga heimsins. Patricia Traymore er ung, fögur og gáfuð sjónvarpskona. Hun hefur tekið að sér að gera sjónvarpsþátt um öldungardeildarmanninn Abigail Jennings sem sækist eftir embætti varaforseta Bandaríkjanna. En þegar Pat tekur að grafast fyrir um fortíð þessarar mikilsvirtu þingkonu kemur ýmislegt ískyggilegt í ljós. Inn i málið fléttast hörmuleg og hálfgleymd atvik úr bernsku Patricíu sjálfrar, voveifleg afdrif foreldra hennar og myrkraverk sem höggva ískyggilega nærri hinum glæsilega áhrifamikla og framgjarna fulltrúa á löggj afarþinginu. Verð kr. 1.494.00. Heiður í húfi - metsölubók Jeffrey Archer á íslensku Frjálst framtak hf. hefur gefið út bókina Heiður í húfi eftir breska rithöfundinn Jeffrey Archer. Bókin nefnist á fmmmálinu A Matter of Honour og kom fyrst út í Bretlandi í fyrra. Hefur hún síðan verið nær óslitið efst á lista yfir metsölubækur þar og hefur þegar verið þýdd á mörg tungumál. Höfundur bókarinnar, Jeffrey Archer er í hópi vinsælustu rithöfunda í heimi og kvikmyndir og sjónvarpsmyndaflokkar hafa verið gerðir eftir flestum bóka hans. Hérlendis hefur t.d. mynd sem byggð var á sögu hans, Kane og Abel verið sýnd í sjónvarpinu. Jeffrey Archer hefur oftsinnis verið í sviðsljósinu vegna einkamála sinna. Hann var kjörinn á breska þingið þegar hann var aðeins 29 ára en varð síðan að segja af sér þingmennsku og hóf þá rithöfundaferil sinn. Hann sneri sér síðan aftur að stjórnmálum, var aftur kjörinn á breska þingið og var orðinn varaformaður breska íhaldsflokksins en varð að segja af sér í fyrra vegna ásakana um viðskipti við vændiskonu sem hann var síðar sýknaður af. Björn Jónsson skólastjóri þýddi Heiður í húfi. Bókin er 388 bls. og er hún prentunnin í Odda hf. í rangri veröld — smásögur eftir Hrafnhildi Valgarðsdóttur í rangri veröld nefnist bók eftir Hrafnhildi Valgarðsdóttur sem Frjálst framtak hf. hefur gefið út. í bókinni em ellefu smásögur eftir Hrafnhildi en Hrafnhildur er kunnur bama- og unglingabókahöfundur og hlaut nýlega fyrstu verðlaun í samkeppni um slíkar bækur. í rangri veröld er hins vegar fyrsta bók hennar sem ætluð er fullorðnum. Efnistök Hrafnhildar em á margan hátt óvenjuleg svo og val söguefnis. Frásagnarmáti hennar er meitlaður og án orðskrúðs. Hún gefur lesendunum næma innsýn í hugarheim og líf söguhetja sinna en skilur jafnframt eftir margar spumingar sem lesendunum er eftirlátið að svara. Dr. Sveinn Bergsveinsson. Sögur Sveins Bergsveins- sonar Nýlega kom út bókin „Eylönd" smásagnasafn eftir Svein Bergsveinsson sem varð áttræður á þessu ári. 1 bókinni em sögur skrifaðar á tæpum fjómm áratugum, sú elsta frá árinu 1939. Baksvið smásagnanna em margvísleg, nokkrar gerast á erlendri gmnd, aðrar í íslenskum afdölum, en alls staðar er stutt í kímnina hjá Sveini, sem skrifaði ámm saman í skopblaðið Spegilinn. Árið 1982 gaf Sveinn út „Stuttljóð" — smáljóð, heimspekileg og húmorísk. Bókin „Eylönd" er gefin út á kostnað höfundar. Vökunætur komnar út á ný Vökunætur, sögur eftir Eyjólf á Hvoli em löngu upplesnar, en komnar út á ný, í útgáfu Dyngju. Eyjólfur Guðmundsson, bóndi, kennari og rithöfundur skrifaði margt um mannlifið á síðari hluta síðustu aldar og fram á fyrri hluta þeirrar 20. Endurminningar Eyjólfs og skáldsögur eru skrifaðar á einföldu og fögm máli, sem bera höfundinum fagurt vitni. Hann bjó á Suður-Hvoli í Mýrdal og eru heimaslóðirnar vettvangur flestra sagna hans. Lærdómslistir Hinn 20. júlí s.l. varð dr. Jakob Benediktsson áttræður. Af þvi tilefni hefur Mál og menning gefið út safn 26 ritgerða eftir hann í samvinnu við Stofnun Árna Magnússonar. Hefur bókin hlotið heitið Lærdómslistir. Jakob Benediktsson er einhver kunnasti fræðimaður íslendinga og hefur á löngum starfsferli birt eftir sig fjölmargar ritgerðir um íslensk fræði, mál, sögu og bókmenntir í innlendum og erlendum ritum. Flestar ritgerðanna í Lærdómslistum em á íslensku en nokkrar em skrifaðar á dönsku og ensku. Efni þeirra er fjölbreytt, bókin er eins konar sýnisbók af þeim fjölda verka sem Jakob hefur látið frá sér fara. Halldór Guðmundsson, Sverrir Tómasson og Örnólfur Thorsson önnuðust útgáfuna. Bókin er 306 bls. og geymir auk ritgerðanna ritaskrá Jakobs Benediktssonar og Tabula gratulatoria. Prentsmiðjan Oddi hf. prentaði. Draugar, svipír og dularfull fyrirbrigði - bók um yfirnáttúru- lega atburði Draugar, svipir og dularfull fyrirbrigði nefnist bók sem Frjálst framtak hf. hefur sent frá sér. Bókin er í flokki vinsælla bóka og hefur Frjálst framtak áður gefið út tvær bækur í þessum flokki: Heimsins mestu furðufuglar og Ótrúlegt en satt. Draugar, svipir og dularfull fyrirbrigði er eftir Bretana Nigel Blundell og Roger Boar. Bókin fjallar am ýmsa yfirnáttúmlega atburði og er hún byggð á miklum athugunum og heimildarsöfnun höfundanna. Kom í ljós er þeir vom að vinna bókina að ótrúlega margir töldu sig hafa orðið fyrir yfirnáttúmlegri reynslu og að ýmsar sagnir sem gengið höfðu jafnvel öldum saman áttu við rök að styðjast. Furðulúðar og Furðufés Nýjung frá Vöku-Helgafelli Lifandi bækur Hjá Vöku-Helgafelli em komnar út nýstárlegar bækur fyrir yngri börnin en bækur af þessari gerð hafa til þess ekki verið fáanlegar hér á landi. Þessar nýju bækur sem em fyrir yngstu lesendurna hafa hlotið nafnið Leikbækur og eru þetta fyrstu tvær bækurnar í þessum flokki. Nefnast bækurnar Furðulúðar og Furðufés. í leikbókunum er lesmál mjög takmarkað en þess í stað er höfðað til sköpunargáfu lesendanna og ímyndunarafls. Á hverri síðu em kúnstugar persónur og geta börnin sjálf ákveðið útlit þeirra. Plastþynnur, sem hægt er að nota aftur og aftur, fylgja bókunum og hægt er að festa þær inn á teiknað'ar andlitsmyndir þannig að andlitin breyti sífellt um svip. Á þynnunum em myndir af mismunandi andlitshlutum, munnum, nefjum, skeggi og fleiru. Leikbækurnar fást í bóka og leikfangaverslunum og kosta hvor um sig 290 krónur með söluskatti. Vindmyllur guðanna Sidney Sheldon er einn vinsælasti skáldsagnahöfundur sem nú er uppi. Allar bækur hans haf a verið metsölubækur um viða veröld, enda hafa þær verið gefnar út í meira en 75 milljónum eintaka samanlagt, og allar hafa þær komið út í íslenskri þýðingu. Og hér kemur nýjasta og að þvi er margir telja skemmtilegasta skáldsagan: Vindmyllur guðanna. Jóhanna Kristjónsdóttir segiríMbl. 15.9. sl.: n Vindmyllur guðanna er ágætis afþreyingarbók, og þótt ég sé ekki sérfræðingur í Sheldon er hún skemmtilegust þeirra bóka hans, sem ég hef gluggað í ... Þetta er sem sagt spennandi bók, vel sögð og söguþráðurinn ekki of æsikenndur." Dagfinnur dýralæknir og sjo- ræningjarnir umskrifuð fyrir byrjendur í lestri Andrés Kristjánsson íslenskaði Öm og Örlygur hafa hleypt af stokkunum bókaflokki fyrir byrjendur í lestri, sem bera samheitið Byrjendabækur. Fyrsta bókin er endurútgáfa á hinni sívinsælu bók Dagfinnur dýralæknir og sjóræningjarnir sem kom út fyrir tíu ámm og var fyrir löngu uppseld og mikið eftir henni spurt. Á bókarkápu segir m.a. um Byrjendabækurnar: „Þessa bók getum við lesið sjálf" era einkunnarorð Byrjendabókanna. Til grandvallar liggur sá skilningur að það sé börnunum mikilvægt að hafa metnað og löngun til þess að lesa sjálf. Dagfinnur dýralæknir og sjóræningjamir er dæmigerð Byrjendabók. Þótt sagan sé af léttara taginu er hún þess eðlis að fjölskyldan hefur öll gaman af að fylgjast með þegar Dagfinnur og dýrin vinir hans leika á flokk sjóræningja.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.