Tíminn - 18.12.1987, Síða 14

Tíminn - 18.12.1987, Síða 14
14 Tíminn Föstudagur 18. desember 1987 llllll:lll!l!l!!lllillllllllil BÓKMENNTIR Emil Björnsson: Litríkt fólk. Æviminningar Útg. Örn og Örlygur 1987. f hinum fyrri æviminningum, sem komu út fyrir ári, lýsti höfundur uppvexti sínum í víðum en einangr- uðum dal milli austfirskra fjalla. í þessari bók víkkar sögusviðið. Hér er heimdraganugm hleypt og horfið á vit óræðrar framtíðar sem á líka eftir að verða býsna fjölskrúðug. Höfundurinn leiðir lesendur um marga ókunna stigu, myrka og bjarta, eftir atvikum. Sagan hefst árið 1932 þegar ung- lingurinn „paufaðist upp kaðalstig- ann utan á gömlu Súðinni austur á Breiðdalsvík". Héðan í frá var allt ný lífsreynsla. Hún hófst í loftlausri kytru undir þiljum meðan þetta gamla lífakkeri okkar íslendinga þreytti sinn grimmúðga leik við haf- öldur austfirskrar strandar í vitlausu veðri og sjóveikin ætlaði söguhetj- una lifandi aðdrepa, sveitadrenginn sem aldrei hafði migið í saltan sjó. En eftir að hann var drifinn upp á þiljur hafði hann þegar haft sigur í stríðinu við dauðann. Því næst er lýst í fáum, glöggum dráttum þeirri sýn til fjalla og jökla sem jafnan hefur fangað hugi fcrðalanga. Og í kaflalok er sögumaður kominn til sjálfs höfuðstaðar íslands. Gömul saga um sveitapiltinn, sem kemur í fyrsta sinn til borgar, er endurtekin en á myndrænan hátt. Gestur í hcimsborg paufast hann til náttstaö- ar síns á Grettisgötunni. „Ég þrammaði þangað neðan frá höfn með skjatta minn um öxl, gott ef ég settist ckki á hann í Bankastræti, líkt og þúfu í hvíldarskyni." Og hvernig kom Grettisgatan dalbúanum fyrir sjónir? „Ég sá húsaþyrpingar og himin, hvert sem litiö var. Mér fannst eins og öll þessi hús myndu kremja mig á milli sín, nema bílarnir á götunni yröu fyrri til þess. Hvert var ég kominn?" Eftir fyrstu næturdvölina syðra liggur leiðin vítt um vang. Skyndi- lega er sögumaður kominn af fátæk- Nýir eftirlætisréttir Ásta R. Jóhannesdóttir og Einar Örn Stefánsson Vaka/Helgafell Hér er á ferðinni matreiðslubók sem er fyrst og fremst forvitnileg. Fimmtíu landskunnir einstaklingar eru fengnir til að gefa uppskriftina að eftirlætisrétti sínum. Hugmyndin er ekki ný þar sem fyrir einhverjum árum kom út sams konar bók og mun hún hafa fengið góðar viðtökur og selst upp. Eins ætti þessi bók að vera líkleg til vinsælda enda upp- skriftin að bók sem þessari einföld og sífersk. Auk þess sem bókin gefur nokkra innsýn í matarsmek k þeirra 50 mekt- armanna og kvenna (25 karlar og 25 konur) sem þar bera á borð sína uppáhaldsrétti er hún að því er virðist við fyrstu sýn mjög fjölbreyti- leg. Allar uppskriftirnar eru aðal- réttir, en hinir ýmsu réttir eru þó mismunandi viðamiklir, sumir þung- ir og aðrir léttir, suma er talsvert verk að búa til aðra er fljótlegt að búa til. Eins eru réttirnir ntismun- andi forvitnilegir. Þó vissulega megi segja að fróð- legt sé að vita að Hófí og Halldór legu, breiðdælsku býli inn á stærsta búgarð kreppuáranna, „úr lágum bæ í einhverja háreistustu stórbyggingu á landinu. í stað útkjálka og einang- runar var komin þjóðbraut og ær- usta. í stað sjö ntanna heimilis var urn hundrað manna úrtak úr öllum sýslum landsins saman komið undir einu þaki. I staðinn fyrir örsmá- an og þýfðan túnbleðil gaf á að líta eggslétta töðuvelli í öllum áttum svo langt, að kalla, sem augað eygði." Þetta voru Korpúlfsstaðir. Emil lýsir vinnumennskunni þar og kynnum sínum af fólki ágæta vel og ófróðum til mikils gagns. Þá ber hann í skóla austur á Laugarvatn í „keisaradæmi Bjarna og kónga hans“. Þaðan gefur sýn til vistar á héraðsskóla á fjórða áratugnum. Laugarvatnsdvölin markaði höfundi framtfðarbraut með nokkrum hætti, þótt þess sé ekki getið hér. Því næst kemur frásögn af menntaskólaárunum á Ásgrímsson eru bæði hrifin af lambalæri og að uppskriftirnar sem þau gefa hafi sín persónulegu ein- kenni, þá er ekki beinlínis hægt að tala um mikið nýjabrum í því sam- bandi. Nokkrir aðrir sem þarna gefa uppskriftir eru þó ekki eins hefð- bundnir þegar kemur að uppáhalds- réttinum. Raunar er af nógu að taka í þessu sambandi en hér skal einung- is tíundaður uppáhaldsréttur Jakobs Jakobssonar hjá Hafrannóknar- stofnun sem er indverskur fiskréttur og uppáhaldsréttur Hrafns Gunn- laugssonar sem er laxhaus og gulrót- arkaka. Báðir eru þetta óalgengir fiskréttir sem fróðlegt væri að prófa, þó hvorugur þeirra sé fljótleg- ur í matreiðslu. Annað er það sem vekur strax athygli þegar bókin er skoðuð, en það eru nafngiftir réttanna. Margir heita þeir frumlegum nöfnum og persónulegum. T.d. „Nórakjúkling- ur“ hjá Amóri Guðjónsen, „Fiskisúpa úr Breiðholtinu" hjá Sig- urði G. Tómassyni, og „Fjalla- manna-bouillabaisse“ hjá Thor Vil- hjálmssyni, og „Glundur og ger- semi“ hjá Gerði Pálmadóttur, svo dæmi séu tekin. Akureyri. Norðanstúdentar gleðjast þegar þeir lesa þann kafla, hverfa á vit gamalla kynna, og öðrum er frásögnin þaðan til mikils fróðleiks um það mannlíf sem dafnaði innan veggja þessa musteris og kynnast ýmsum mikilhæfum skólasveinum sem áttu eftir að verða vitar þjóðar- innar í mörgum efnum. En sögunni víkur aftur suður. Kaflarnir Hernám Háskólanám og Kolakarlar svo og Heimsstyrjöld og hugsjónamenn eru margbreytilegir að efni og sýna þá ólgandi iðu og mögnuðu straumhvörf sem urðu í íslensku þjóðlífi styrjaldaráranna meðan lendur álfunnar voru blóði baðaðar en íslenskur efnahagur nærðist á ósköpum heimsins. Á það leggur höfundur áherslu. Undaðar moldir Evrópu leit hann sjálfur á fréttamannsferð sinni til Tékkósl- óvakíu skömmu eftir stríð. Svo margt fékk höfundur að sjá og í stuttu máli er þetta forvitnileg matreiðslubók, skemmtilega unnin og vel gerð að öllum ytri búnaði. Guðlaug Richter Sonur Sigurðar Þorvaldur Þorsteinsson myndskreytti. Mál og menning Guðlaug Richter hefur áður sent frá sér söguna: Þetta er nú einum of... Þar sagði frá ábyrgð og áhyggj- um 9 ára manns í Reykjavík og var það vel gert af næmleika og skilningi. Nú mun ýmsum finnast að meira sé færst í fang þar sem hér er sagt frá bræðrum í umhverfi sögualdar þar sem víkingaforingi á sér bú og syni af ólíku móðerni að því er varðar stéttartign oggöfgi. Annarbróðirinn er alinn upp til víkingaferða og -mannaforráða þar sem hinn þræl- reyna á þessum gjörbyltingartímum að stórfróðlegt er fyrir þá að lesa sem þá voru ekki á dögum. Því er lýst hvernig hann fótar sig í Reykja- vík sem nú er öll önnur en þegar hann gisti á Grettisgötunni forðum daga. Hann skrifar um frumbýlings- árin með ástinni sinni. Ekki var léttara þá en nú fyrir ungt fólk að koma sér fyrir og er öll frásögnin af því merkileg. Við tók háskólanám, hugmyndastríð geisar í guðfræði- deildinni, en höfundur lætur slíkt ekki villa sér sýn og lýkur guðfræði- námi á tveim árum. Jafnframt er hann þingskrifari og kynnist helgasta véi þjóðarinnar og þeim sem þar starfa. Hann verður fréttamaður við Útvarpið, leitar eftir prestsstarfi í þjóðkirkjunni og fríkirkjunni í Reykjavík, en eftir ósigra á þeim vígstöðvum er Óháði söfnuðurinn stofnaður. Er þeim kirkjusögukafla Emils lýst af hreinskilni. Ef einhver kynni að vænta þess að fá í þessari bók samfellt ágrip af sögu íslands á tveimur áratugum aldar- innar þá gengur hann bónleiður til búðar. En því meiri innsýn er lesand- anum veitt í ýmsa þá atburði sem markverðastir hljóta að teljast. Frá- sögn af sumum þeirra er allnýstárleg svo sem hinum sögufræga fundi Alþingis 30. mars 1949. Höfundur- Hrafnhildur Valgarðsdóttir Leðurjakkar og spariskór Skáldsaga. Æskan. Hér segir frá nokkrum krökkum í 8. bekk. Þar gerast í rauninni ekki nein furðuleg ævintýri eða sérstaklega spennandi viðburðir. Þó verður úr þessu mikil spennusaga, ékki fyrst og fremst vegna þess sem gerist, heldur vegna þess sem ekki gerist en er ímyndun. Og höfundurinn fer vissulega utan við alfaraleið þegar sú spenna er mögnuð. Og spennan er öll mjög eðlileg þegar forsendur hennar eru fundnar. Það er hægt að hræða fólk með ýmsu móti og óttinn er staðreynd, - ægileg staðreynd þar sem hann nær að magnast. En það er alltaf eitthvað að gerast í skólabekk unglinganna og þó að borni er ekki mótaður til slíkra harðræða. Þar er raunar teflt fram andstæðum lífsstefnum. Hér verður þó enginn dómur á það lagður hvort stærra sé verkefnið, víkingaöldin eða fjölskyldumálin í Reykjavík. Þessi saga er vafin nokkurri forn- eskju og forlagatrú og það árétta myndirnar vel því að þær einkennast af dul og eru sumar sem þoku sveipaðar og á það vel við þar sem örlögin halda föstu taki og mannlegt auga sér lítið aftur og ekki fram. Sonur ambáttarinnar hefur ógeð á vopnaburði og vígaferlum en tengist samt bróðurnum svo að reynir á þor og hreysti í skiptum við hefndar- inn varð vitni að því sem gerðist og sér það fréttamanns augum innan frá, úr þinghúsinu sjálfu. En myndin af viðburðum dagsins hefði að lík- indum orðið önnur ef lýst hefði verið utan frá, því að sjaldan veldur einn þá tveir deila. Svakaleg er lýsingin á frægri veislu þegar tiltekin bygging var endurheimt úr hers höndum. Við lestur bókarinnar kynnist les- andinn höfundinum, séra Emil Björnssyni, vel. Frásögnin styrkist mjög af einstökum atvikum og at- burðum sem valda því að ævibrautin tekur nýja stefnu. Þannig skýrist það að presturinn Emil Björnsson er hvorki bókmenntafræðingur né við- skiptahöldur, heldur fréttamaður og sálusorgari. Við erum leidd til kynna við „litríkt fóik“, sumu lýst af miklu næmi, öðru ef til vill með fullalmenn- um orðum, en allir njóta sannmælis. En eitt er víst að mannskilningur Emils og mannúð bregst honum ekki. Lítilmagninn gleymist ekki í öldurótinu og afar fögur en minning hans um vininn og kjarabróðurinn Þorstein Valdimarsson, skáld. Og ekki gleymir hann förunautinum sem reynst hefur honum lengst og best um dagana. Frásagnarlist Emils í fyrri bók hans lét engan sem las ósnortinn. Sama er að segja um þessa. Bókin sýnir hve íslensk frásögn stendur og fellur með því hvernig málinu er beitt. Hér drýpur það úr penna í allri sinni auðlegð. Eins og í upphafi ferðar kemur Eniil sér hvarvetna úr kytrunni og upp á þiljur og honum upplýkst sýn til allra átta. Þórhallur Guttormsson. gömlu fólki sýnist það smámunir tekur það á tilfinningarnar. Það kann góðursögumaðuraðtúlkaogíþví liggur menntagildi unglingabókanna að þær nái tilfinningunum. Ef vel tekst til verður þá lesandanum líkt og hann sjái sjálfan sig og félaga sína úr nokkurri fjarlægð, nánast eins og hlutlaus áhorfandi sem stendur utan við. Það er með þessa sögu Hrafnhild- ar eins og lífið sjálft að unglingarnir eru ekki einir í heiminum. Kennarar og foreldrar gegna sínu hlutverki þó að þeir séu nánast eingöngu í baksýn í þessari sögu. Þetta er fyrst og fremst saga skólakrakkanna, sam- skipta þeirra og geðhrifa, þó að eldri kynslóðin sé að baki og geti verið örlagavaldur. H.Kr. þyrsta vígamenn. Annars er það Grjótgarður, ambáttarsonurinn sem sagan er um. Þetta er sagan af baráttu hans og andlegri togstreitu. Þar koma til bróðurböndin, kærleik- ur móður og fóstursystur og örlögin. Boðskapur sögunnar er saman- dreginn í orðum völvunnar á síðustu blaðsíðu sögunnar: „Hann eignaðist bróður um stund. Það var hans hamingja og ef til vill einnig þín.“ Guðlaug Richter kann til verka að segja sögu. Hún vakti vonir með fyrstu sögu sinni og þær vonir bregðast ekki. H.Kr. Forvitnileg matreiðslubók -BG Sonur víkingsins Von og kvíði í áttunda bekk eftir sniUinginn heimskunna - Richard Scarry - er falleg og skemmtileg barnabók. Tilvalin jólagjöf.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.