Tíminn - 18.12.1987, Qupperneq 15

Tíminn - 18.12.1987, Qupperneq 15
Föstudagur 18. desember 1987 Tíminn 15 MINNING Helgi Ketilsson frá Álfsstööum Póst- og síma málastofnunin Fæddur 20 ágúst 1906 Dáinn 29. ágúst 1987 Land míns födur, landið mitt, laugað bláum straumi, Eilíft vakir auglit þitt ofar tímans glaumi. Þetta auglit elskum vér, - ævi vor á jörðu hér brot af þínu b ergi er, blik af þínum draumi. (Jóhannes úr Kötium) Helgi Ketilsson, frændi minn, fyrrum bóndi á Álfsstöðum í Skeiða- hreppi, andaðist á Elli- og hjúkrun- arheimilinu, Selfossi, á höfuðdag- inn, 29. ágúst s.i. Foreldrar hans voru Ketill Helgason, bóndi á Álfs- stöðum, fæddur í Skálholti 11. októ- ber 1871, dáinn 11. mars 1965 og kona hans Kristín Hafliðadóttir, frá Birnustöðum á Skeiðum, fædd 26. júní 1874 dáin "18. jánúar 1943. Foreídrar hennar ' voru Hafliði Jónsson, bóndi á Birnustöðum, frá Auðsholti í Biskupstungum og kona hans Sigríður Brynjólfsdóttir, frá Bcrfhoíti á Rangáryöi 1 um. Foreldrar KetiK/'íoru HelgiTÓiafsson, Wndi í 'Skálholrí og Örarígsffiíð tmdir Eyjá- fjöllum, kona hans var Valgerður Eyjólfsdóttir, bónda í .Vælugerði -í Flóa, var hún sysftr Ingúnnar konu sr. Brynjólfs Jónssonar á Ólafsvöll- um. Helgi Ólafsson fluttisj frá.Skál- ér feíalVi ; ÁA1P1B8R > Börnin sin^'ásamH unni Helgu Éyjólfsdóttur 4 ára að Laxárdal í ónúpverjahreppi. Þar 4)j^'húRfivbMifn<5ptnst þaðan að Húsátóftum á Stei&tm tíl Gesáfhfoð^ 5 ur síns, n*eð tvo drengi síijá, Kétíl og Ólaf og frænku sína Þórunni H: BÆKUR lllllllllillllllllll A S G E 1 R JAKOBSSON fllfXlfí isiinmn JAIUJXX EIX.UIS S.Ui.1 KSHNiHSSOX.Ul SKUGCS 1 A Ásgeir Jakobsson: Hafnarfjarðar- jarlinn — Einars saga Þorgilssonar Bókaútgáfan Skuggsjá, Hafnarfirði, hefur gefið út bókina Hafnarfjarðarjarlinn - Einars saga Þorgilssonar, sem Ásgeir Jakobsson skráði. Ásgeir Jakobsson hefur meðal annarra bóka ritað Einars sögu Guðfinnssonar og Tryggva sögu Ófeigssonar, sem Skuggjá gaf einnig út á sínum tíma. Hafnarfjarðarjarlinn er ævisaga Einars Þorgilssonar og segir frá foreldrum Einars, æsku hans í þurrabúð í Garðahverfi, og síðan frá Einari sem formanni og útvegsbónda á árabátatímanum, kútteraútgerðarmanni á kútteratímanum og útgerðarmanni fyrsta íslenska togarans. Bókin er einnig 100 ára útgerðarsaga Einars Þorgilssonar og þess fyrirtækis, sem lifði eftir hans dag og er elsta starfandi útgerð í landinu, rekin samfellt í heila öld og byrjuð önnur öldin. Helgu. Hin börnin, Guðmundur, Helgau ^Helgi og Þórunn, fóru til • starfá á. b$i Eystn- og yiri-. Hreppum: >>'&'; . .Í-’H Árið -f8Ó8,Íé£Íir Ketill á 'teigu' hálfa jörðina Álfsstaði. Flytuf móðir hans með honum a§ -Álfsstöðum, einnig ólafur sonur hynnar og Þór- unn Helga. -ótáfur var vinnumaður hjá bróður sínúm'til ársins 1923 ex hana'%faMjat _ G^É&tgú. Sigur^ar- f ddtöic^fíá^^ygg hreppibg'h<>.fu|>au'bu5kap f Rey'kjá1 vík,. ValgeÍ^r andaðisfá Árfsstððr- ' um 19. mars 1922. Hún ar jarðsett að Ólafsvöllum. - Árið ^J^JsjísjptiKetilJ alla jötð- ina, eft'úþað^hffúr ekki verið tvíbýli . á Álfsstöðum; Þéitn hjónum varlíu barna auðið, eitt dó í æsku, en þau sem upp komust eru hér talin í aldursröð: Brynjólfur, fæddur 26. september 1901, búsettur í Reykjavík, starfaði um árabil hjá Reykjavíkurborg, hafði áður verið bóndi m.a. á Bjargi í Hrunamannahreppi í Árnessýslu. Kona hans, Elínbjörg Sigurðardótt- ir, var frá Brúará í Kaldrananes- hreppi í Bjarnarfirði á Ströndum, andaðist 26. janúar 1986. Ólafur, fæddur 15. ágúst 1903, bifreiðstjóri á Laugarvatni. Kona hans er Svanborg Ásmundsdóttir frá Neðra-Apavatni. Valgerður, fædd 29. mars 1905, búsett á Selfossi. Sigurbjörn, fæddur 6. aprfl 1910, búsettur í Reykjavík, var um árabil skólastjóri í Ytri-Njarðvík. Kona hans er Hlíf Tryggvadóttir, kennari, ættuð úr Garðinum. Ellert Helgi, fæddur 17. júní 1913, dáinn 10. apríl 1973. Hann var alinn upp f Reykjavík hjá föðurbróður sínum Helga og konu hans Elínu. Ellert var lengst af sjómaður. Kona hans, Guðmunda H. Sigurðardóttir, var frá Steinshólum í Grunnavíkur- hreppi, dáin 18. apríl 1969. Kristín Ágústa, fædd 6. ágúst 1914, dáin 3. febrúar 1985. Hún bjó í Forsæti í Villingaholtshreppi. Mað- ur hennar var Sigurjón Kristjánsson, bóndi og listasmiður. Hafliði, fæddur 16. ágúst 1916, fyrrum bóndi á Álfsstöðum, búsettur á Selfossi. Guðmundur, fæddur 10. septem- ber 1919, búsettur á Selfossi, mjólk- urfræðingur hjá Mjólkurbúi Flóa- manna. Kona hans er Ingilaug Jóns- dóttir frá Litla Saurbæ í Ölfusi. Auk þess ólu þau upp Helga, son Ólafs Helgasonar. Helgi er búsettur í Reykjavík og er Iöggiltur fasteigna- sali. Kona hans er Kristín Einars- dóttir, ættuð frá Flagbjarnarholti, Rangárvallasýslu. Helgi Ketilsson ólst upp í systkina- hópi, sem öll voru kappsöm og dugleg til vinnu. Faðir hans missti heilsuna um fertugt og reyndi þá mjög á þrek þeirra bræðra, en Ólaf- ur, bróðir Ketils, var stoð og stytta heimilisins meðan hann dvaldi þar. Helgi Ketilsson dvaldi nær alla sína ævi á Álfsstöðum, eða í 78 ár. Álfsstaðir eru kosta jörð frá hendi náttúrunnar, en jörðin liggur austan við Vörðufell, er mikil prýði að fjallinu, sem er hæst og svipmest á móts við Álfsstaði, en þar er fjallið 391 metri yfir sjávarmáli. Álfstaða- heiðin er þurrlcnd og grasgefin, sérstaklega góð til ræktunar, ekki þarf að ræsa landið eða fjarlægja steinvölu. Þó túnið hafi verið stækk- að er mikið eftir af heiðinni, sem ekki hefur verið breytt í tún. Beiti- land náði ekki til Álfsstaða vegna legu landsins, en þeir bræður byggðu flóðgarða og veittu vatni á stór áveitulönd úr lækjum og uppsprett- um Vörðufells. Nú er vatnið úr Vörðufeili ekki lengur notað til að veita á útengi, en sjálfrennandi vatn er lagt í Álfsstaðabæinn úr Vörðu- felli og til nokkurra nærliggjandi býla. Átímum mengunarerómetan- legt að hafa hreint og tært neysluvatn og njóta nágrannar Álfsstaða þess. Helgi. ólst upp við hefðbundið búskaparíag þeirra tíma. Heyskapur stúndaðúr með orfi og ljá, en að- drættir með hestvögnum. Strax og véltækin komu til sögunnar var hafist handa u_m að stækka túnið og kaupa . t. .. þeirra þéhír^ bræwuroTljclga og'Hafliða jörðiná. og ,var Valgerður systir þeirra ráðs- koná hjá. þeim. Þeir bræður reistu ' stórtíþúðítrh'ús á jörðinni, bættu anrtan húsakost og stækkuðu túnin. Helgt úafðj yndi 'áf kindum og aiA.- ' ■ ' t n a t1 tJ> fér árúitf sfúrlan á fjaíl. og xrftast a’.Hórfðtfrleitj Naut hann þessara fjallaferða mjög og var vel K.ynntpr^ ^f..4gjöafélögum sínum. Meðart.satyðfé,varrffcið til slátrunar;: tíl Rjeykjávíkur yár jbánn. um árabil - re.kstrárstjó«fyrír-upp-Skeidamenn, Hann var einn af þeirri kynslóð er lagði akfæra vegi um landið með skóflu og haka, má þar m.a. nefna að hann vann við að leggja veginn frá Sandlækjarkoti að Þrándarkoti. Helgi hafði gleði af vinnunni og vann öll sín verk af trúmennsku. Helgi Ketilsson var einlægur stuðningsmaður Framsóknarflokks- ins og Samvinnuhreyfingarinnar. Hann var bókhneigður og hafði yndi af lestri góðra og fróðlegra bóka, félagslyndur var hann og mann- blendinn, viðræðugóður og hafði gaman af að fá gesti í heimsókn, en oft var gestkvæmt á Álfsstöðum. I fardögum 1984 hættu þeir bræð- ur búskap og seldu jörðina bróður- dóttur sinni, Erlu Éllertsdóttur og manni hennar Birni Jónssyni. Þau voru áður búsett í Hafnarfirði. Með þeirri ráðstöfun tryggðu þeir að um sinn yrði jörðin í eigu sömu ættarinn- ar. Það var erfið ákvörðun fyrir Helga að þurfa að flytjast frá Álfsstöðum, en hann gerði sér glögga grein fyrir því að halla tók á starfsævi hans. Þeir bræður keyptu þá einbýlishús á Selfossi og fluttu þangað ásamt Val- gerði systur þeirra. Eftir að hann kom að Selfossi stytti hann sér stundir með því að sækja samkomur á vegum aldraðra og hitta að máli bændur í innkaupaferðum, en marg- ir sveitungar komu í heimsókn til þeirra systkina. Þegar Helgi varð áttræður fór hann í dagsferð til Grænlands, var það eina ferðin hans til útlanda. Ég mun hafa verið átta ára þegar ég kom fyrst að Álfsstöðum til viku dvalar og var það mín fyrsta sveitar- dvöld. Þær hlýju móttökur, sem ég hlaut þá og ávallt síðan hjá frænd- fólki mínu þar, vil ég nú þakka. Eins og áður segir andaðist Helgi á höfuðdaginn, þegar halla tóksumri og haustlitir byrjuðu að setja svip sinn á náttúruna. Útför hans var gerð frá Selfosskirkju 4. september s.l. Mikið fjölmenni var við jarðar- förina, ættingjar, sveitungar og vinir. Séra Sigurður Sigurðarson jarðsöng. Jarðsett var á Selfossi. Það er bjart yfir minningu Helga Ketilssonar frá Álfsstöðum, þar er genginn góður drengur, blessuð sé minning hans. Soffla Eygló Jónsdóttir frá Stóra-Skipholti RAFEINDAVIRKJANAM Samkvæmt heimild menntamálarðuneytisins getur Póst- og símamálastofnunin nú boðið rafeinda- virkjanemum, sem lokið hafa 4. önn í iðnskóla, til náms á 5. önn í fjarskiptasviði í rafeindavirkjun. Útskrifast þeir þá með sveinspróf í rafeindavirkjun frá Póst- og símaskólanum eftir 7. önn og eftir að hafa lokið starfsþjálfun. Ennfremur er hægt að bæta við nemum er lokið hafa 6. önn en þeir munu eftir nám og starfsþjálfun útskrifast með.sveinspróf í rafeindavirkjun eftir 13 mánuði. Starfsþjálfun, sem er fólgin í uppsetningu og viðhaldi á mörgum og mismunandi tækjum og kerfum, fer fram í ýmsum deildum stofnunarinnar í Reykjavík og víðsvegar um landið. Laun eru greidd á námstímanum. ^ Dmsóknir, ásamt prófskírteini eða staðfestu afriti af því, berist Póst- og símaskólanum fyrir 8. janúar ,1088. éf jráð fyrir að rvám þefj^t en 20. Nánari upplýsingar eru veittar í PósF og síma- j^rólanúm síma 91-26000. ijmsóknareyðublöð tiggja frammi í PÓst- og síma- ,^cólanum,r(íjá dyravörðum Lffld^ííHpHússins við :®öft^^úö^|WÓIa«ióövár vi^t^i^^^raut og Reykjavik, 16.12.1987. ^Skólastjóri. rms* VÖRUMERKI VANDLATRA NÆRFATNAÐUR NÁTTFATNAÐUR CALIDA Heildsölubirgöir: igurjónfson Ijf. Þórsgata 14 - sírni 24477 Fjármálaráðuneytið Kennitala í stað nafnnúmers Fjármálaráðuneytið vekur athygli fyrirtækja og einstaklinga á þeirri breytingu, að kennitala kemur í stað nafnnúmers. Allir reikningar, sem sendir eru ráðuneytum og stofnunum ríkisins og eiga að greiðast af ríkissjóði skulu auðkenndir með þessari tölu til þess að teljast greiðsluhæfir. Breytingin tekur gildi 1. janúar 1988. Reikning- ar sem sendir eru eftir miðjan desember koma ekki til greiðslu fyrr en eftir áramótin og verða því einnig að bera kennitöluna.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.