Tíminn - 30.12.1987, Side 3

Tíminn - 30.12.1987, Side 3
Miðvikudagur 30. desember 1987 Tíminn 3 Þorsteinn Pálsson, forsætisráðherra: AHERSLAN A TEKJU OFLUNARFRUMVORP Þorsteinn Pálsson, forsætisráð- herra, leggur áherslu á að tekjuöfl- unarfrumvörpum ríkisstjórnarinnar verði tryggð afgreiðsla frá Alþingi fyrir áramót og einnig fiskveiðifrum- varpinu. Um er að ræða stjórnarfrumvörp- in um söluskatt, tolla og vörugjald og um stjórnun fiskveiða. Sagði forsætisráðherra að um þetta væru forystumenn stjórnarflokkanna sammála og að þeir muni leggja alla áherslu á að málin gangi fram í þessum farvegi. Þetta er að hans sögn helsta niðurstaða fundar leiðtoganna með forseta Sameinaðs Alþingis og viðkomandi ráðherrum. Þannig virðist hafa orðið sam- komulag um að leggja allt kapp á að ljúka tekjuöflunarfrumvörpunum á kostnað kvótafrumvarpsins svokall- aða, ef í harðbakka slær í dag og á morgun. Fari svo að fiskveiðifrum- varpið hljóti ekki afgreiðslu fyrir áramót, er það hluti af samkomulag- inu að fyrir liggi nákvæm áætlun um það hvernig það verði afgreitt og með hvaða hætti, eftir áramót. Grunnur þessa varasamkomulags virðist vera sá að kvótinn verði afgreiddur á fyrstu tveimur starfs- dögum Alþingis á nýju ári, eða nánar tiltekið dagana 4. og5. janúar. „Höfuðatriði þessa máls eru þau að ljúka umfjöllun og afgreiða tekju- öflunarfrumvörpin og fiskveiðifrum- varpið," sagði Þorsteinn Pálsson í samtali við Tímann eftir strangan fund leiðtoga stjórnarflokkanna, forseta Sameinaðs Alþingis, Hall- dórs Ásgrímssonar, sjávarútvegs- ráðherra, og Jóns Sigurðssonar, við- skiptaráðherra, síðdegis í gær. „Við getum eftir atvikum sætt okkur við að afgreiða fiskveiðifrum- varpið á fyrstu tveimur dögum eftir áramót. Það er auðvitað slæmur kostur. en það má alveg búa við það. En það er ákveðinn vilji okkar að ljúka þessum málum og koma þeim frá, enda er það höfuð nauðsyn til að fá hreinar línur. Ég trúi því ekki að menn vilji af ásettu ráði. tafanna vegna, tefja það að afgreiðslu mál- anna verði lokið. Við skiljunt auðvitað, að menn notfæri sér þann rétt að ræða mál til hlítar, en trúum því ckki að óreyndu að menn vilji tafanna vcgna hindra eða tefja aígreiðslu málanna," sagði Þorsteinn. Sagðist Þorsteinn vona að fisk- veiðifrumvarpið geti kontið úr sjáv- arútvegsneínd neðri deildar í dag. Þá sagðist hann telja að tekjuöflun- armálin væru þegar búin að fá veru- lega umræðu og að vel megi takast að Ijúka þeint fyrir áramót. „Það er hægt að ljúka þessum málum á þessunt tíma og það er líka nauðsyn- legt til að eðlileg festa ríki um framkvæmd þessara mála. Um þetta eru forystumenn stjórn- arflokkanna sammála og þeir munu leggja alla áherslu á að málin gangi lram í þessum farvegi," sagði for- sætisráðherra. Varðandi þá spurningu hvort ein- Þorsteinn Pálsson. stakir þingmenn gætu ekki auðveld- lega spillt þcssari afgreiðsluáætlun, sagði Þorsteinn: „Viö vitum að það hafa veriö mismunandi sjónarmið um einstök atriði í fiskveiðifrum- varpinu og það á við um þingmenn allra flokka. En ég veit ekki til þess að nokkur stjórnarþingmaður ætli að koma í veg fyrir að frumvarpið fái afgreiðslu á eðlilegum tíma. Eg hef cngan heyrt gefa yfirlýsingu af því tagi." KB Norðlenskir skipstjórar eru óhressir með vinnubrögð andstæðinga kvótafrumvarps: Ekki vilji þeirra sem málið varðar Augu sjó- og útgerðarmanna bein- ast þessa dagana að Alþingishúsinu við Austurvöll. Þar stendur yfir reip- tog fram og aftur um kvótafrumvarp- ið, einsog kunnugt er. Ekki er sýnt á þessari stundu um hvort frumvarpið seytlar í gegn um þingið fyrir ármót. Flestir telja það þó heldur ósenni- legt. Þessi óvissustaða skapar ákveðna erfiðleika í sjávarútvegs- ráðuneyti og raunar hjá útgerðar- mönnum og sjómönnum víða um land. Á aðalfundi í Skipstjóraféiagi Norðlendinga í gær voru vinnubrögð einstakra þingmanna, sem vilja endurskoðun á núgildandi kvóta- frumvarpi, harðlega fordæmd. í skeyti, sem mun hafa verið sent frá aðalfundinum til forseta þingsins og nokkurra þingmanna, segir: „Aðal- fundur Skipstjórafélags Norðlend- inga haldinn 29/12 ’87 lýsir furðu sinni á framgangi frumvarps um stjórnun fiskveiða á Alþingi, þar sem fyrir liggja samþykktir allra helstu hagsmunaaðila. Vinnubrögð ein- stakra þingmanna, sem stokka vilja kerfið upp eða leggja það niður, eru ekki í neinu samræmi við ríkjandi viðhorf þeirra þjóðfélagshópa, sem málið varðar mest." Jón B. Jónasson, skrifstofustjóri í sjávarútvegsráðuneytinu, sagði í gær í samtali við Tímann að ráðuneytið hefði heimild í lögum til ákveðinnar stjórnunar á fiskveiðunum eftir ára- mót ef svo færi að kvótinn yrði ekki samþykktur. Hann nefndi í þessu sambandi m.a. lög frá 1976 og 1948. „Það er hægt að gera ýmislegt á grundvelli þessara laga," sagði Jón. „Verði kvótinn ekki samþykktur fyr- ir áramót, skapast ákveðnir erfið- leikar í ráðuneytinu með að vinna með tvö ólík kerfi á sama árinu. Það gerir okkur mjög erfitt fyrir að geta ekki unnið að undirbúningi kvóta- kerfis, t.d. að senda út bréf til út- gerðarmanna um val þeirra á afla- marki eða sóknarmarki." Jón lþt þess getið að þetta óvissu- ástand skapaði þó fyrst og fremst ákveðna erfiðleika fyrir útgerðina í landinu sem þyrfti að skipuleggja sinn rekstur fram í tímann. „Útgerð- armenn hringja stanslaust hingað í ráðuneytið og spyrja okkur um ýmis- legt sem við getum ekki gefið svar við á meðan lögin um fiskveiði- stjórnun hafa ekki verið samþykkt á þinginu" sagði Jón B. Jónasson. Ef kvótafrumvarpið fer ekki í gegn fyrir ármót, virðist ljóst að sá fiskur sem skipin kunna að draga úr sjó í upphafi nýs árs, verði dreginn frá kvóta þeirra á næsta ári. óþh Steingrímur Hermannsson, utanríkisráðherra: Kvótafrumvarpið yrði þá óbreytt „Það er rétt að við urðum sam- mála um að leggja áherslu á að þessi þrjú frumvörp fari í gegn fyrir áramótin, en láta þó tekjuöflunar- frumvörpin hafa forgang," sagði Steingrímur Hermannsson, utan- ríkisráðherra og formaður Fram- sóknarflokksins. „En ef það tækist ekki að koma fiskveiðifrumvarpinu í gegn fyrir áramót, þá verði komið saman strax eftir áramót og það samþykkt án tafar og án nokkurra breytinga, sem sjávarútvegsráð- herra geti ekki fallist á.“ Lagði Steingrímur áherslu á það atriði í samkomulagi þessu að eng- ar breytingar yrðu teknar inn í frumvarpið nema þær scm sjávar- útvegsráðherra getur fellt sig við. Sagði hann að Ijóst væri að fram muni koma einhverjar brcytingar á frumvarpinu í meðferð nefnda og í annarri og þriðju umræðu. Allar breytingar á frumvarpi Halldórs yrðu þó miðaðar við þaö scm hann telur sér fært að samþykkja. KB Stcingrímur Hermannsson. *' # * * ** «. «•*"*"*** ■ ■ » *■ . * , -“““■■■■■■•■■•■í fím ÍS fös lau ; ■ SfeöSt ShhI ■ \ » * * Helgarferðir Flugleiða og samstarfsflugfélaga ásamt 17 samstarfshótelum heQast á ný ársbyrjun 1988. Við bygum með JANÚARTILBOÐI sem stendur í rúman mánuð. JANÚARTILBOÐIÐ ER ÓTRÚLEGT! Þar er feröin (flug, gisting ásamt góðum morgunveröi) á hlægilegu veröi. Til Reykjavíkur eru helgarferðir frá 20 stööum á landinu og þar geta helgarferðargestir valið milli sjö frábærra hótela. Frá Reykjavík eru helgarferðirnar til ísafjarðar, Akureyrar, Húsavíkur, Egilsstaða, Hornafjarðar og Vestmannaeyja þar sem gist er á úrvals hótelum og gistiheimilum. Allar upplýsingar hjá söluskrifstofum Flugleiða, ferðaskrifstofum og umboðsmönnum. Láttu ekki JANÚARTILBOÐIÐ fljúga frá þérl FLUGLEIÐIR

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.