Tíminn - 30.12.1987, Page 10

Tíminn - 30.12.1987, Page 10
10 Tíminn Miðvikudagur 30. desember 1987 Miðvikudagur 30. desember 1987 Tíminn 11 IIIMilii íþróttir .:íIIIHIIIIIIIIIII:i: ' ::llllllllllllllllll;!!:':' ..glllllllllllll'1!^1'"' :!llll; .;i,:;llllllllllllll!l!!!'' eiiilllllllllllllllliliiy. jIIÍIIIIIIIIIIIIII!' .iiiilllilllllllllli ÍÞRÓTTIR llllillllllllllllllllll iiiiiiiiiiiiií 1 1X2H LEIKVIKA18 Leikir 2. janúar 1988 Tíminn „o > Q > -o 'O £L Dagur RÚV. Bylgjan C\J o •o œ Stjarnan | 1. Arsenal-Q.P.R. 1 1 1 1 1 1 1 1 1 2. Chelsea-Tottenham X 2 X 2 2 1 1 1 1 3. Coventry-Norwich 1 1 1 X 1 1 1 1 1 4. Derby-Liverpool 2 2 2 2 2 2 2 1 2 5. Newcastle-Sheffield Wed. 1 1 1 1 1 1 1 1 2 6. Oxford-Wimbledon X X X 2 X X 1 X X 7. Watford-Man. United 1 2 2 2 2 2 2 2 2 8. WestHam-Luton 1 1 1 X 1 1 1 1 1 9. Barnsley-Aston Villa 1 1 X X 2 1 1 1 2 10. Huddersfield-Blackburn 2 X X 1 X 1 1 1 X 11. Hull-Leeds X 1 1 2 1 2 1 1 2 12. Leicester-Crystal Palace 1 1 X 2 X X 1 X 2 Staðan: 87 89 102 88 89 90 95 89 93 Gctraunahaninn fékk sinn skcrf af jólastcikinni eins og fleiri og ákvað að fara i megrun. Það fór ekki betur en svo að dálkurinn hans skrapp saman um leið og áramótaspáin verður þess vegna heldur snubbótt. Enda var sú spá gerð fyrir jól og síðan er margt orðið öðruvísi ■ enska sparkinu. Nægir að nefna eitt nafn í því sambandi, Arsenal. Það má kannski segja sem svo að nú sé kominn tími á Arsenal- sigur aftur þótt hanatetrinu þyki slæmt að spá gegn QPR. Totten- ham virðist vera að komast á skrið að nýju en ætli þeir nái nema jafntefli úti á móti Chelsea. Nú, Coventry vinnur Norwich mörgum að óvörum og Derby á ekki “breik“ í Liverpool. New- castle rífur sig upp eftir stórtap á Anfíeld og vinnur Sheff.Wed. 1-0. Oxford heldur Wimbledon niðri í markalausum baráttuleik en botnlið Watford kemur gífur- lega á óvart með heppnissigrí á Man.United og West Ham sigrar Luton heima. Þá er plássið á þrotum og lianinn neyðist til að koma upp um sig, hann notaði nefnilega teninginn á 2. deildar- leikina... Við sendum starfsfólki okkar, viðskiptavinum og landsmönnum öllum óskirum farsælt komandi ármeð þökk fyrir samstarfið á liðnum árum. EIMSKIP Þorgils Óttar Mathiesen átti góðan leik með íslenska landsliðinu gegn Dönum í gærkvöldi og var að auki markahæstur, skoraði 10 mörk. Gullit knattspyrnu- maðurEvrópu1987 Hollendingurinn Ruud Gullit var kjörinn knatt- spyrnumaður ársins í Evrópu 1987. Gullit sem er sóknarmaður og leikur með AC Milano á Italíu er fyrsti Hollendingurinn sem hlýtur þennan titil frá því Johan Cryuff var kjörinn 1974. Gullit fékk 106 atkvæði í kjörinu, Paolo Futre (Portúgal/Atl.Madrid) varð annar með 91 at- kvæði, Emilio Butragueno (Spáni/Real Madrid) þriðji með 61 en aðrir komu þar langt á eftir. -HÁ/Reuter Enskir veðmangarar: Hættir að veðja um fyrsta sætið Enskir veðmangarar eru hættir að nenna að standa i veðja um sigurvegara í 1. deild ensku knattspyrnunnar og verða menn að láta sér duga, í bili a.m.k., að veðja um hvaða lið nær 2. sætinu í deildinni. Ynrinönnum veðmálaskrifstofanna hefur þótt nóg um gott gengi Liverpool á undan- förnum vikum og nú þegar enska 1. deildin er hálfnuð einbeita þeir sér því að öðru sætinu þar sem mörg lið berjast um hituna. Liverpool lék tvo leiki yfir hátíðarnar, vann samtals 7-0 og jók forystuna í 10 stig. Kenny Dalglish framkvæmdastjóri Liverpool er maður sem seint verður nógu ánægður ineð sína menn en honum tókst þó ekki að finna nokkurn skapaðan hlut að leik sinna manna um jóiin. -HÁ/Reuter. Svanhildur valin afreksmaður Kópavogsbæjar Svanhildur Kristjónsdóttir frjálsíþróttakona úr UBK var kjörin afreksmaður Kópavogs 1987. Það er bæjarstjórn Kópavogs sem stendur að kjörinu. Islandsmeistarar og Islandsmethafar úr öllum íþróttafélögum Kópavogs voru einnig heiðraðir í liófi sem bæjarstjórnin hélt af þessu tilefni og þá voru einnig valdir afreksmenn yngri flokka. Aron Tómas Haraldsson hlaupari og boltamaður hlaut útncfningu í flokki 12 ára og yngri og Hlín Bjarnadóttir fimleikakona í ilokki 13-16 ára. -HÁ Magnús Ver Magnússon hefur verið kjörinn kraftlvftingamaður ársins 1987. Magnús er ört vaxandi lyftingamaður og bætti m.a. Islandsmet Jóns Páls Sigmarssonar í hnébeygju í +125 kg flokki á árinu. Magnús tekur hér við viðurkenningu úr hendi Matthíasar Eggertssonar formanns kraftlyftingasam- bandsins. Timamynd Pjetur. Ævar Þorsteinsson karatemaður úr UBK var í gær valinn íþróttamaður ársins í Kópavogi. Það er Rotaryklúbbur Kópavogs sem stendur að valinu og á myndinni hér að ofan tekur Ævar við farandbikar sem fylgir nafnbótinni. Tímamynd Pjetur. Ólafur Unnsteinsson keppti fyrr í þessum mánuði á heimsmeistaramóti öldunga í frjálsum íþróttum í Melbourne i Ástralíu. Ólafur komst í úrslit í kúluvarpi, varð 8. (af 36) með 11,89 m og hafnaði í 10. sæti (af 34) með 36,70 m í kringlukasti. Keppendur á mótinu voru um 5000 talsins frá 52 löndum. Á myndinni hér að ofan er Ólafur (t.h.) ásamt Klaus Lietke V-Þýskalandi sem sigraði í kúluvarpi og kringlukasti. Handknattleikslandstiðið á móti í Danmörku: TapgegnDönum - íslendingar urðu í 2. sæti á mótinu íslenska landsliðið í handknattleik tapaði fyrir Dönum á fjögurra þjóða mótinu í Danmörku í gærkvöldi. Lokatölur urðu 24-25 og sigruðu Danir því á mótinu en íslendingar urðu í 2. sæti. Jafntefli hefði nægt íslenska liðinu til sigurs. Danirnir höfðu forystuna nánast allan leikinn og mest 5 mörk á tímabili í síðari hálfleik. íslendingar söxuðu á forskotiðsíðustu lOmínút- urnar og komust í 23-24. Sigurður Sveinsson fór þá inn úr horninu og var brotið á honum. Töldu íslend- ingar öruggt að dæmt yrði víti en í stað þess var ekkerl dæmt, Danirnir fóru í hraðaupphlaup og skoruðu 23-25. íslendingar svöruðu strax 24-25 og spiluðu svo maður-á-mann síðustu sekúndurnar en Danirnir náðu að halda boltanum út leikinn og tryggja sér sigurinn. Leikurinn var fremur slakur hjá íslenska liðinu, vörnin var oft opin og vantaði meiri ógnun í sóknina. Þorgils Óttar Mathiesen lék mjög vel og skoraði 10 mörk. Geir Sveins- son stóð sig vel í vörninni og Einar Þorvarðarson í markinu, varði 14 skot. Sigurður Gunnarsson lék mjög lítið með, fékk spark í lærið í leiknum gegn Svisslendingum og fann enn til í gær. „Danirnir eru með mjög gott lið cn með öllum okkar mönnum þá vinnum við þá,“ sagði Kjartan Stein- bach fararstjóri íslenska landsliðsins eftir leikinn. Mörk íslands gerðu: Þorgils Óttar Mathiesen 10, Júlíus Jónasson 4, Sigurður Sveinsson 3, Sigurður Gunnarsson 3(3), Guðmundur Guðmundsson 2, Valdimar Gríms- son 2. Frakkar og Svisslendingar gerðu jafntefli, 17-17 í leik sínum í gær og lokastaðan á mótinu varð því þessi: Danmörk....... 3 2 10 69-67 5 ísland.........3 1 1 I 71-67 3 Sviss......... 3 0 2 1 59-60 2 Frakkland ... 3 0 21 60-65 2 -HÁ Óvenju margar milljónir! Upplýsingasími: 685111

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.