Tíminn - 30.12.1987, Qupperneq 4
4 Tíminn
Miðvikudagur 30. desember 1987
„Landnemarnir“ í Grafarvogi
láta það eftir sér margir hverjir
að búa rúmt þótt mikil umræða
hafi verið um háa vexti af lánum
síðan byggingar hófust þar.
Meðalstærð íbúða í Grafarvogi
um síðustu áramót var 176 fer-
metrar. Þar sem íbúafjöldinn
svaraði aðeins til 2,6 að meðal-
tali í hverri íbúð svaraði það til
68 fermetra húsrýmis á hvern
íbúa, samkvæmt upplýsingum í
nýrri Árbók Reykjavíkur. Hús-
rými á mann í Grafarvogi var því
rúmlega tvöfalt stærra að jafnaði
heldur en í norðurbænum (Teig-
ar, Laugarnes og Vogar m.a.),
þar sem fólk lætur sér nægja um
33ja fermetra húsrými að meðal-
tali. í Breiðholti hefur hver íbúi
jafnaðarlega um 38 fermetra til
ráðstöfunar en á bilinu 41-43 fer-
metra í öðrum borgarhverfum.
í Reykjavík töldust um 35.500
íbúðir um síðustu áramót, sem svar-
aði til 2,6 manns í íbúðað meðaltali.
Minnstar eru íbúðirnar í norðurbæ,
um 81 fermetri að mcðaltali. í aust-
urbæ cr meðalstærðin um 86 ferm.
og í vesturbæ rúmlega 92 fermetrar.
Meðalstærð íbúða í suðurbæ (Háa-
leiti, Smáíbúðahverfi og Fossvogur)
er um 114 fermetrar. Enn hefur
íbúðastærðin aukist í 125-126 fer-
metra að meðaltali, þegar byggt var
í Breiðholti, Árbæ og Selási, en
þetta eru einu hverfi borgarinnar þar
sem um eða rúmlega 3 manneskjur
eru að meðaltali um hverja íbúð.
Dæmigerðar kjarnafjölskyldur,
þ.e. hjón eða sambúðarfólk, með
eða án barna, er aðeins að finna í um
helmingi allra íbúða í Reykjavík,
eða um 17.900. Þar við bætast um
3.600 fjölskyldureinstæðra foreldra.
Um 14 þús. íbúðir, eða um 40% allra
íbúða í Reykjavík, eru því eftirfyrir
þá tæplega 25 þús. einhleypinga yfir
20 ára sem búa í borginni.
Athyglivert er að þó borgarbúum
hafi á síðustu 5 árum fjölgað í kring-
um 7.000 og íbúðum um 3.500 hefur
hjónum nær ekkert fjölgað en fjöl-
skyldum sambúðarfólks og ein-
stæðra foreldra fjölgað í kringum
1.300. Einhleypingar 20 ára og eldri
eru hins vegar um 4.000 fleiri en fyrir
fimmárum. Kvnni þaðekki m.a. að
geta skýrt þá miklu eftirspurn sem
veriö hefureftir litlum íbúðum bæði
til leigu og kaups á undanförnum
árum ? - HEI
Frá Grafarvogi, en þar hafa íbúðir bókstaflega sprottið upp sem gorkúlur.
Árbók Reykjavíkur:
Um 70 fm húsrými
á mann í Grafarvogi
Aðeins verið hiýrra í desember 1933 frá 1845:
Níunda hlýjasta árið
frá fyrstu mælingum
„Ég hef nú aðallega miðað við
Stykkishólm, en þar hafa farið fram
veðurmælingar frá því í nóvember
1845, og þetta ár ætlar að öllum
líkindum að verða níunda hlýjasta
árið,“ segir Páll Bergþórsson,
veðurfræðingur. „Pað eru átta ár
sem hafa verið örlítið eða nokkuð
hlýrri frá upphafi mælinganna. Það
hefur ekki munað rniklu."
í Stykkishólmi hafa lengst verið
gerðar áreiðanlegar veðurmælingar
samfellt hér á landi, eða í 142 ár. Af
skrám þaðan má lesa, að aðeins einu
sinni hefur desembermánuður verið
hlýrri en í ár. Meðalhiti í þessum
mánuði nú er um 3,3 stig á C, en árið
1933 var hann 4 stig og hefur ekki
mælst mildari.
„Meðalhiti þessa árs ætlar að
verða 4,7 stig, en hlýjast var 5,2 stig'
árið 1942. Árið 1928 voru mæld 4,8
stig, 1933 voru 5,1 stig, 1939 voru
sömuleiðis 5,1 stig, 1945 voru 4,9
stig og 1951 5,1 stig. Eftir það er
ekkert ár hlýrra en 1960 með 4,8 stig
og aftur 1964 með sama meðalhita.
Frá því 1845 hafa tvö ár verið með
0,9 stiga meðalhita og eru þau hin
allra köldustu. Þau eru hvor tveggja
frá 19. öldinni, 1859 og 1866, en þá
var aldeilis voöalegur áratugur. Ekk-
ert ár á 19. öld var jafnhlýtt því sem
nú er að líða.“
Það vekur þó athygli leikmanns
að meiri sól hafi verið þau ár sem
kaldara var. Páll Bergþórsson segir
það vera vegna þess að hlýindin
fylgi sunnanátt, en þá er yfirleitt
meira skýjað en f norðanátt.
Það sem hins vegar vekur athygli
fræðimannsins, Páls Bergþórssonar,
er að á sama tíma og desember er
Páll Bergþórsson.
svona feiknalega hlýr hér er að
öllum líkindum þessi mánuður sá
kaldasti sem hefur mælst frá upphafi
á Jan Mayen.
„Það eru aldeilis gífurlegar and-
stæður sem hafa verið í veðurfarinu
hér á þessu bili og meiri en nokkru
sinni fyrr. Það segir okkur ekki svo
ýkja mikið þótt sé svona hlýtt hérna
meðan svona kalt er norðurundan,
því að við getum átt að búa að því
frekar síðar. Það er mjög mikið
norðaustan hvassviðri um Vestfirði
og frost og snjókoma sem við er að
búast við slíkar aðstæður. En þetta
er mjög sérstakt að þetta skuli koma
fyrir. “ þj
Nefnd til starfa
Guðmundur Bjarnason, heil-
brigðis- og tryggingamálaráðherra
hefur skipað nefnd til að endur-
skoða lög um almannatryggingar
og stjórnskipulag Tryggingastofn-
unar ríkisins. Fyrsti fundur hennar
verður 5. janúar nk.
Hlutverk nefndarinnar er m.a.
eftirfarandi: Að endurskoða lög
um almannatryggingar og leggja
mat á þau markmið sem fram
koma í núgildandi lögum, en þau
eru að stofni til frá 1971. Að
athuga tengsl almannatrygginga-
laga við önnur lög s.s. lög um
málefni aldraðra og fatlaðra. Að
gera úttekt á Tryggingastofnun
ríkisins, endurskoða stjórnskipu-
lag og deildaskiptingu hennar svo
og starf tryggingayfirlæknis. Einnig
er nefndinni ætlað að endurskoða
fyrirkomulag tryggingaumboða og
sjúkrasamlaga.
f nefndina hafa valist: Finnur
Ingólfsson, aðstoðarmaður heil-
brigðismálaráðherra, Árni Gunn-
arson, alþingismaður, Guðmundur
H. Garðarsson, alþingismaður,
Helga Jónsdóttir, formaðurTrygg-
ingaráðs, Helgi Seljan, fyrrv. al-
þingismaður, Kristján Guðjóns-
son, deildarstjóri í Tryggingastofn-
un ríkisins og Sigurður Hermund-
arson, deildarstjóri í Ríkisendur-
skoðun. Ritari nefndarinnar hefur
verið skipaður Gunnar Jónsson,
lögfræðingur. .
Ragnar H. Ragnar
látinn
Hinn kunni tónlistarfrömuður og
heiðursborgari ísafjarðar, Ragnar
Hjálmarsson Ragnar, lést 24. des-
ember. Ragnar var 89 ára gamall er
hann lést.
Ragnar H. Ragnar var ráðinn
skólastjóri tónlistarskólans á ísafirði
skömmu eftir stofnun hans árið 1948
og starfaði hann óslitið við skólann
þar til fyrr á þessu ári. Ragnar var
menntaður í Kanada, en þangað
flutti hann árið 1921 ogstarfaði hann
þar við söngstjórn og tónlistar-
kennslu þar til hann gerðist sjálf-
boðaliði í bandaríska hernum í
heimsstyrjöldinni síðari. Eftir það
tók hann við skólastjórastöðunni á
ísafirði.
Ragnar hélt alla tíð uppi öflugu
tónlistarlífi á ísafirði með dyggum
stuðningi konu sinnar Sigríðar Jóns-
dóttur. Þau eignuðust þrjú börn og
hafa börn þeirra einnig lagt stund á
tónlist. Sigríður er skólastjóri tón-
listarskólans á ísafirði, Anna Áslaug
Ragnar Hjálmarsson Ragnar
er píanóleikari og Hjálmar Helgi
tónskáld.
ísafjarðarkaupstaður mun sjá um
útför Ragnars.