Tíminn - 30.12.1987, Qupperneq 5

Tíminn - 30.12.1987, Qupperneq 5
Miðvikudagur 30. desember 1987 Tíminn 5 Breytingar í Reykjavík 1972-1986: FOLKIFJOLGAR HÆGAR EN BÍLUM 0G ÍBÚDUM íbúöum og bílum hefur augljós- lega fjölgað mun hraðar en íbúum Reykjavíkur á tímabilinu 1972 til 1986, segir í formála nýjustu Ár- bókar Reykjavíkur, þar sem m.a. eru dregnar fram nokkar afgerandi tölulegar breytingar sem átt hafa sér stað í höfuðborginni á aðeins 14 ára tímabili. Þá fjölgaði t.d. borg- arbúum sjálfum um 9%, íbúðum þeirra um 38% og fólksbílunum þeirra um 110%. Fækkað um 2.200 börn í grunnskólum Reykjavíkur Pótt fjöldi borgarbúa hafi ekki breyst svo stórlega á þessum árum, eða úr um 84.000 í 91.500, verður annað uppi á teningnum þegar litið er á breytingar innan einstakra aldurshópa, sem fyrst og fremst verða vegna mikillar fækkunar barneigna. Öll fjölgunin og meira til er nefnilega fólk á besta starfs- aldri, þ.e. 25-66 ára, sem um síð- ustu áramót var um 8.000 fleira heldur en 1972. í grunnskólum borgarinnar eru aftur á móti um 2.200 færri (15%) börn en þá var og um 500 færri á barnaheimilisaldri. Ellilífeyrisþegar eru nú hins vegar um 2.900 fleiri (39%) en fyrir hálf- um öðrum áratug. Efbörnum 15áraogyngrihefði aftur á móti fjölgað í hlutfalli við þá eldri væru börn í borginni nú nær 7.000 fleiri en raun er á. Þar af þyrftu grunnskólar borgarinnar að rúma um 4.600 fleiri (38%) nem- endur en nú og barnaheimilin á 3. þús. fleiri börn. Miðað við þann vinnuaflsskort sem nú er svo mjög um rætt gæti verið forvitnilegt að velta fyrir sér hvernig gengið hefði að manna allar þær kennara og fóstrustöður sem þyrfti til viðbótar ef ekki hefði dregið svo úr barn- eignum eins og ráða má af framan- greindum tölum. Á hinn bógin sýnist Ijóst að fram- færsla 7.000 færri barna ætti að gefa fólki aukin fjárráð til annarra hluta. Ef miðað er við 10.000 kr. framfærslukostnað á barn á mán- uði (tvöfalt meðlag) svarar það til þess að Reykvíkingar „spari“ sér þarna um 830 milljóna útgjöld á ári. Bílarístað barnanna? Hafa borgarbúar kannski valið bíla fremur en börn? Á þessu sama tímabili og börnum borgarinnar fækkaði hlutfallslega um 7.000 stækkaði fólksbílafloti þeirra úr 21.000 í 44.200 bíla, eða að meðal- talium 1.660 bílaáári. (1.660 bílar x 450 þús. kr. = 750 milljónir?). Þarna er að vísu miðað við bíla- flotann í árslok 1986 og ckki ólík- legt að hann verði kominn í um 49.000 nú í lok þessa árs. Verður þá kominn fólksbíll á hverja 1,9 borg- arbúa að meðaltali samanborið við bíl á hverja 4 borgarbúa 1972. Er athyglisvert að þarna er um nær sömu tölur að ræða (með öfugum formerkjum) og nefndar hafa verið í sambandi við minnkaða fæðingar- tíðni, þ.e. úr 4 börnum niður í 1,9 börn á ævi hverrar konu að meðal- tali. íbúðum f jölgað meira en fólkinu Reykvíkingar hafa líka verið duglcgir við að byggja á þcssu tímabili. Þótt enn sé talað um skort á íbúðum hvort sem er til lcigu eða á fasteignamarkaðnum, hefur íbúðum í borginni fjölgað mun meira en fólkinu, eða um tæplegu 10.000 á tímabilinu - úr 25.800 í 35.650 íbúðir um síðustu áramót. Tæplega 2,6 íbúar voru þá orðnir um hverja íbúð að meðaltali íborg- inni og aðeins rétt um 2 í íbúð í eldri borgarhverfunum. Framangreindar breytingar urðu á síðustu 14 árunum fyrir 1986, eða álíka tíma og þá var eftir til ársins 2000. Hvcrnig framangreind hlut- föll munu þá hafa breyst skal les- endum látið éftir að spá. • HEI Kerfið situr enn á 370 milljónum Það virðist ætla að ganga treg- lega fyrir sauðfjárbændur að fá greitt inn á reikninga sína fyrir sláturinnlegg frá síðastliðnu hausti. Eins og fram kom í Tímanum fyrir jól, áttu bændur að fá afurðir að fullu greiddar þann 15. desember sl. Samkvæmt upplýsingum Tím- ans í gær höfðu þá flestir sauðfjár- bændur landsins einungis fengið greidd 75% af uppgjöri, þ.e. þá tölu sem kom til uppgjörs í október sl. Á svæði Sláturféiags Suðurlands voru þó greidd 7% til viðbótar til bænda fyrir jól. Ólafur Sverrisson, formaður Landssambands sláturleyfishafa sagði f samtali við Tímann í gær að ríkið ætti eftir að greiða þeim rúmar 500 milljónir. Um helming- ur þeirrar upphæðar er vegna upp- gjörs fyrir kjöt frá 1986, sem átti samkvæmt samningi að vera búið að gera upp við bændur fyrir nóv- emberlok. Hinn hluti upphæðar- innar eru ógreiddar útflutningsbæt- ur fyrir framleiðslu sl. hausts og ógreitt vaxta- og geymslugjald. Að sögn Ólafs áttu rúmar 120 milljónir króna að berast sláturleyfishöfum í gær frá ríkinu, sem þýðir þá að eftir standa um 370 milljónir króna. Ólafur sagði það ljóst að ef ríkið greiddi ekki á næstunni þessar 370 milljónir gætu sláturleyfishafar ekki staðið við nema um 90% af greiðslum fyrir afurðir sl. hausts. „Fyrir áramót fá bændur fullt verð, en það er ekki unnt að borga út nema 90% upphæðarinnar. Stjórn Landssambands sláturleyfishafa getur ekki vænst þess að sláturleyf- ishafar geti borgað meira en upp að 90%. Ég vil gcta þess að vaxta- og geymslugjald fyrir afurðir sl. hausts hefur enn ekki fengist ákveðið, þrátt fyrir ítrekaöar til- raunir fulltrúa sláturleyfishafa í svokallaðri fimmmannanefnd, sem tekur ákvörðun um þetta. Það virðist standa á cinhvcrjum upplýs- ingum frá landbúnaðar- og fjár- málaráðuneyti um það hvernig reikna skuii þetta út. Þarna er um að ræða nálægt 155 milljónum. Það er auðvitað fyrir neðan allar hellur að vaxta- og geymslugjaldið skuli ekki fást ákveðið," sagði Ólafur. Jóhannes Kristjánsson, formað- ur Landssambands sauðfjárbænda, sagði að stjórn þess kæmi saman til fundar strax eftir áramót til að ákveða með hvaða hætti yrði brugðist við þessari töf á afurða- greiðslum. „Við höfum reynt að láta jólin líða án þess að hugsa illt' til neins, með öðrum orðum að ástunda kristilegt hugarfar." Hann sagði að sér sýndist málið snúast um ágrcining annarsvegar slátur- lcyfishafa og hinsvegar ríkisvalds og banka. „í mínum huga er þá spurningin sú hvort sauðfjárbænd- ur eigi að vcra þolcndur í því dæmi,“ sagði Jóhannes Kristjáns- son. óþh Tilkynning frá Lögreglunni í Reykjavík: Lýst eftir manni Lýst er eftir Inga Jóhanni Haf- steinssyni, sem ekki hefur spurst til síðan 3. nóvember sl. Ingi Jóhann er 35 ára 180 cm á hæð í meðal holdum. frekar breið- leitur, með alskegg og Ijóst, litað hár. Síðast sást til ferða Inga Jóhanns á Skagaströnd, að morgni 3. nóv- ember sl. Þeir sem gefið geta upplýsingar um ferðir hans frá þeim tíma eru beðnir um að gefa sig fram við lögregluna. Vörur Hvítaness selfluttar í land með Ljósafossi: Fer Hvítanes á flot í dag? „Um leið og Ljósafoss kom var farið að vinna að því að létta Hvíta- nesið og það hefur gengið að óskum. Það voru farnar tvær ferðir með alls á fjórða hundrað tonn af vörum úr Hvítanesi á land,“ sagði Sigfús Harðarson, hafnarvörður í Höfn í Hornafirði, í gærkvöld um björgun Hvítaness af sandrifinu. Vörum var skipað upp úr skipinu yfir í Ljósafoss allt þar til fór að dimma í gær. „Ætli verði ekki að fara hér um bil fjórar ferðir.“ Sigfús taldi að því verki yrði ekki lokið fyrr en um miðjan dag í dag. Undanfarið hefur verið gcngið frá traustum taugum frá skipi til lands til að hafa cinatt á því fulla stjórn. Á hvcrju flóði cr rcynt að toga það af rifinu, en það hefur rcynst árang- urslaust til þessa. Siglus sagði engan vafa lcika á því að kalla mætti það björgun skips, úr því scm komið væri. Skipafélagið hefði orðið fyrir slíku tjóni að þctta væri trygginga- mál. Að lokum sagði hann þær sögu- sagnir um að ekki hafi verið sætt sjávarföllum þcgar Hvítanesi var siglt inn að Höfn vcra rangar. Allt aðrar ástæður lægju að baki, s.s. veður hefði vcrið vont og slæmt skyggni. þj Stökkti sjö á flótta með því að veifa hníf: Var ögrað vegna hörundslitarins Eftir yfirheyrslur lögreglunnar í Grindavík í gær hefur það fengist staðfest að Bretinn, sem áður hafði lent í áflogum við Grindvíking utan við Stapa, greip til hnífs til varnar óboðnu gestunum sjö scm réðust til inngöngu í herbergi hans f verbúð- inni í Grindavík síðar um nóttina. Hann mun þó ekki hafa beitt honum hcldur gripið hann með sér þegar hann stökk móti mönnunum frarn á ganginn. Upphafið cr að rekja til átaka utan við Stapa, sem hófust þegar Bretinn og vinstúlka hans urðu fyrir áreitni af þessum mönnum. Sá þeirra, sem Bretinn hafði undir og Íék svo grátt sem Tíminn skýrði frá í gær, hafði að sögn ögrað honum vegna hörundslitarins sem er blakkur. Bretinn er farinn af landi brott, en rannsóknarlögreglan fer nú með málið. þj

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.