Tíminn - 30.12.1987, Blaðsíða 6

Tíminn - 30.12.1987, Blaðsíða 6
6 Tíminn Miðvikudagur 30. desember 1987 Gífurleg tollalækkun fjórhjóla og vélsleða I frumvarpi til nýrra tollalaga, scnt mikiö hcfur verið til umfjöllunar m.a. vegna matarskatts, er lagt til að tollar á fjórhjólum og vélsleðum lækki úr 90% tollum niður í 10%. Nái þetta fram að ganga er ljóst að sú mikla tollahækkun sem kom til fram- kvæmda 17. febrúar sl. hcfur að öllu leyti gengið til baka. Menn geta því aftur farið að kaupa sér fjórhjól á viðráðanlegu verði, sem og vélslcða. Tollalækkun þessi samsvarar tolla- lækkun á bifreiðum við þjóðarsátt- ina í mars 1986. Útsöluverð gæti því lækkaö um 30%. í samtali við Tímann sagði Einar Halldórsson, tollvörður, að þeir hjá tollinum væru einna mest undrandi á því hve lítið hefur borið á því að inn- flutningur hafi dregist saman að undanförnu á þeim hlutum er fyrir- sjáanlegt er að taki miklum tolla- lækkunum. í>ó að ekki sé vitað hver útkoman verður nákvæmlega við af- greiðslu Alþingis, er þó Ijóst að margir hlutir lækka verulega. Peir væru nú að heyra af daglegum breyt- ingum á tollaprósentu ýmissa hluta, en meginreglan væri hins vegar sú í frumvarpinu að hæsti tollur verði ekki nema um 30%. Bensín væri að vísu á hærri tollum, en það heyrði til undantekninga. Sagði Einar að tollverðir væru al- mennt mjög undrandi á því að ekki bar á neinum áhrifum tollafrum- varpsins utan þess að það virtist hafa örvað mjög innflutning á þeim tækj- um og vörum sem kæniu líklega til með að hækka. KB Ekki hefur dregið úr innflutningi á þeim vörum sem munu lækka eftir áramót. Dr. Sturla Friðriksson afhendir Herra Sigurbirni Einarssyni biskup heiðursverðlaun Verðlaunasjóðs Ásu Guð- mundsdóttur Wrigllt. (Tímamynd Gunnar) Sigurbjörn Einarsson fær heiðursverðlaun Herra Sigurbjörn Einarsson bisk- up hlaut heiðursverðlaun Verð- launasjóðs Ásu Guðmundsdóttur Wrightfyrirárið 1987. Eruverðlaun- in veitt herra Sigurbirni fyrir rann- sóknir í guðfræði og kannanir á heimspeki trúarbragða. Dr. Sturla Friðriksson afhenti Herra Sigurbirni Einarssyni verð- launinn og sagði m.a.: „Herra Sigurbjörn Einarsson var lærifaðir heillar kynslóðar presta og mótaði stefnu kirkjunnar um fjölda ára. Sérstakt áhugamál ogrannsókn- arsvið hans hafa verið kristsfræði og kenning kirkjunnar. Herra Sigurbjörn Einarsson hefur verið brautryðjandi í fræðistörfum á sviði trúarbragða hér á landi og verið mikilvirkur rithöfundur í þeim greinum og fjölda ritgerða um trú- fræðilegt efni. Hann hefur verið dáður predikari og er kunnur mælskumaður, sem hvatt hefur til aukinnar þjóðlegrar menningar og siðgæðis meðal landsmanna. Fyrir þessi störf og fyrir rannsókn- ir í guðfræði og á heimspeki trúar- bragða, veitir stjórn Verðlaunasjóðs Ásu Guðmundsdóttur Wright, herra Sigurbirni Einarssyni heiðursverð- laun ársins 1987.“ Áramótabrennur víða um land Það hefur lengi tíðkast að kveðja gamla árið og fagna því nýja með því að tendra eld í bálköst á gamlárskvöld og halda veglegar brennur. Á flestum þéttbýlisstöð- um landsins standa börn og ung- lingar, með dyggri aðstoð hinna fullorðnu, fyrir myndarlegum bál- köstum sem brenna upp um ára- mót. Tíminn leitaði frétta um fyrir- hugaðar brennur á nokkrunt þétt- býlisstöðum um landið. Akranes Á Akranesi verða tvær brennur. Önnur verður fyrir neðan Víði- grund og hin inn við Kalmarsvík. Að sögn lögreglunnar á Akranesi hefur gengið mjög vel að safna í þessar brennur og er reiknað með að þær verði mjög veglegar, enda nokkuð síðan að söfnun hófst í kestina. Að sögn varðstjóra hefur dregið úr aðsókn á brennurnar á Akranesi á undanförnum árum. Á árum áður voru brennur yfirleitt mun fleiri og var aðalstarf lögreglunnar á gamlárskvöld að vakta brennur og stjórna umferð í kringum þær, en það er nú að breytast. Engin skipuleg dagskrá er á gamlárskvöld en á þrettándanum hafa skátar séð um álfadans. ísafjörður Það verður brenna við íþrótta- völlinn á ísafirði og önnur inn í Holtahverfi. Auk þess hafa Hnífs- dælingar hlaðið sér bálköst. Aðal- brennan er við íþróttavöllinn en ekki hafði mikið verið hlaðið í bálkestina nú enda veður verið leiðinlegt að undanförnu. Hins vegar er von um að bálkestirnir stækki nokkuð síðustu tvo dagana. Akureyri Á Akureyri eru brennur með minna móti en þar verða tvær brennur, önnur við Hlíðarbraut og hin við Bárufellsklappir. Á árum áður voru fjórar til fimm brenriur haldnar á Akurcyri en voru þrjár í fyrra. Bálkestirnir eru orðnir nokkuð myndarlegir enda var byrjað snemma í haust að safna efni í brennurnar. Þurfti að flytja aðra brennuna um nokkur hundruð metra þar sem garðrækt bæjarins hafði plantað trjám við hefðbundið brennustæði. Að sögn lögreglunnar á Akur- eyri hefur frekað dregið úr aðsókn á brennur á Akureyri upp á síð- kastið, en þó sé alltaf nokkur fjöldi fólks sem leggur leið sína að brenn- unum einhvern part úr gamlárs- kvöldi. Húsavík Tvær brennur verða haldnar á Húsavík. Önnur er á vegum Kiw- ainsmanna, en hin á vegum ein- staklinga. Kiwainsbrennan sem mun að líkindum verða mun veg- legri er á hefðbundnum stað norð- an við Húsavík á svokölluðum Réttarmel. Hin brennan er aftur á móti sunnan við bæinn á Holtum. Kiwainsmenn munu að líkindum halda veglega flugeldasýningu við brennu sína líkt og verið hefur undanfarin ár. Það hefur ntikið fjölmenni verið við brennurnar á Húsavík undan- farin ár og síst dregið úr aðsókn. Kiwanisbrennan er nú þegar orðin mjög vegleg og ef veður verður hagstætt má ætla að það gæti orðið ágætis brenna. Egilsstaðir og Fellabær Undanfarin ár hefur verið brenna upp á bökkunum við Ey- vindarána fyrir ofan Egilsstaða- holtið og hefur verið dregið nokk- uð í bálköst þar undanfarna daga. Hinum megin við Fljótið hafa Fellamenn hlaðið sinn köst og keppast þeir að sjálfsögðu við að hafa sinn ekki minni en þeirra Egilsstaðabúa. Selfoss Suður af götunni Gagnheiði hafa Selfossbúar hlaðið sér bálköst sem tendrað verður í á gamlárskvöld. Bjóst lögreglan þar við miklu fjöl- menni við brennuna enda aðsókn verið góð undanfarin ár. Þrátt fyrir margmennið hefur allt farið mjög vel fram við brennurnar undanfar- in ár og lítið hjá lögreglunni að gera á gamlárskvöldum, alltjent fram yfir miðnætti. Suðurnes Á Suðurnesjum verða nokkrar brennur um áramótin. Fyrst er að nefna brennuna í Keflavík sem verður á Draugasöndum. í Vogum verður brenna fyrir norðan íþrótta- völlinn. Nokkuð stór brenna verð- ur í Innri Njarðvík og verður hún á hefðbundnum stað. í Garði verð- ur brennan fyrir ofan Lyngholt en á Bieringstanga á Vatnsleysu- strönd. Stærstu brennurnar hafa yfirleitt verið í Keflavík og Innri-Njarðvík. Um þessi áramót mun Innri-Njarð- vík að líkindum hafa vinninginn, en þar verðurm.a. brenndurbátur. Keflavíkurbrennan er nú á vegum einstaklinga, en Keflavíkurkaup- staður hefur séð um brennuna undanfarin ár. Flugeldasýningar hafa verið við brennurnar í Njarðvík og í Kefla- vík undanfarin ár og mun svo að líkindum vera um þessi áramót. - HM

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.