Tíminn - 30.12.1987, Qupperneq 8

Tíminn - 30.12.1987, Qupperneq 8
8 Tíminn Miðvikudagur 30. desember 1987 Tíminn MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU 0G FÉLAGSHYGGJU ' Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin i Reykjavík Framkvæmdastjóri Ritstjórar: Aðstoðarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason OddurÓlafsson BirgirGuðmundsson Eggert Skúlason SteingrímurGíslason Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Auglýsingaverð kr. 400 prdálk- sentimetri. Verð í lausasölu 55.- kr. og 65.- kr. um helgar. Áskrift 600.- Réttarbætur til foreldra Um áramótin munu ganga í gildi lagaákvæði og reglugerðir, sem fela í sér ýmsar réttarbætur fyrir foreldra nýfæddra barna eða þeirra sem eiga von á barni. í fyrsta lagi er stefnt að því að lengja fæðingarorlof í þremur áföngum upp í 6 mánuði 1990. Frá 1. jan. n.k. verður fæðingarorlofið 4 mánuðir, en hefur verið til þessa 3 mánuðir. Þessi lenging fæðingarorlofs er augljóslega mikilvæg kjara- bót fyrir foreldra og liður í því að auðvelda foreldrum sem búa við nútíma þjóðfélagshætti að sinna nýfædd- um börnum sínum á viðkvæmu aldursskeiði án þess að missa tekjur af atvinnu sinni. Auk þess sem fæðingarorlofið lengist munu nú fleiri foreldrar njóta fjárhagsaðstoðar trygginga- kerfisins vegna barnsfæðinga en áður hefur verið. Þessi fjárhagsaðstoð verður tvenns konar. Annars vegar svo kallaður fæðingarstyrkur, sem er nýmæli í þessu formi, og kemur ekki síst heimavinnandi mæðrum til góða og er réttarbót fyrir þær. Hins vegar eru fæðingardagpeningar sem ætlaðir eru útivinnandi mæðrum, eins og verið hefur, til þess að koma í veg fyrir kaupskerðingu hjá þeim. Þótt það sé út af fyrir sig rétt að ekki næst með þessu full viðurkenning á tekjuskapandi vinnu- framlagi heimavinnandi kvenna, þá er hér um áfanga að ræða í réttindabaráttu þeirra sem ekki er ástæða til að gera lítið úr. Að sjálfsögðu er nauðsynlegt að sinna áfram réttindamálum heimavinnandi kvenna í framhaldi af þessum lögum og reglugerðarákvæðum, enda við því að búast að núverandi heilbrigðis- og tryggingaráðherra láti þar til sín taka. Þess er einnig vert að geta, að hin nýju ákvæði opna eiginkonum bænda og námsmanna möguleika til þess að fá vinnu sína metna til fullra dagpeninga. Endurskoðun tryggingakerfis Guðmundur Bjarnason heilbrigðis- og trygg- ingaráðherra hefur skipað sjö manna nefnd til þess að endurskoða lög um almannatryggingar. Hér er um mjög viðamikið verkefni að ræða og auk þess vandasamt. Virðist augljóst að nefndin þurfi alllang- an tíma til þess að vinna að þessu verkefni og æskilegt að hún njóti fyllstu sérfræðiaðstoðar. Formaður nefndarinnar er Finnur Ingólfsson við- skiptafræðingur, aðstoðarmaður heilbrigðis- og tryggingaráðherra, og með honum í nefndinni eru bæði embættismenn og stjórnmálamenn. Bryddað hefur á þeirri aðfinnslu á nefndarskipan þessari, að hvorki eigi sæti í henni forstjóri Trygging- astofnunar ríkisins né tryggingayfirlæknir. Slík að- finnsla er ástæðulaus. Ljóst er að þessir tveir menn verða nefndinni til aðstoðar og upplýsinga stöðu sinnar vegna. Má segja að þeim beri bæði réttur og skylda til þess að verða slíkri endurskoðunarnefnd að liði. Sýnist fullkomiega eðlilegt að samskipti endur- skoðunarnefndarinnar og yfirmanna stofnunarinnar byggist á þeim viðhorfum.__________ GARRI ■II Aðeins Þjóðleikhúsið er óperuhæft Þjóðleikhúsið hefur ráðist í mik- ið þrekvirki sem það er að sviðsetja söngleikinn Vesalingana, sem byggður er á frægri skáldsögu eftir Victor Hugo, nafnkunnasta skáld- jöfur Frakka á 19. öld. Langt fram eftir þessari öld var varla til læs inaður í nokkru landi sem ekki hafði lesið þessa miklu sögu í heild cða úrdráttum eða haft af hcnni einhverjar spurnir. Áhugi almennings á Vesalingun- um mun talsvert hafa verið farinn að fölna, þegar nýtísku söng- lcikjasmiðir tóku sig til fyrir fáum árum og sömdu eftir verkinu þenn- an söngleik, sem nú er verið að sýna í Þjóðleikhúsinu i íslenskum búningi. Ágætur söngleikur Garri er svo frægur að hafa séð uppfærslu á Vesalingunum í London og hlýtur að segja sem er að það var mikil hátíð og minnis- stæð skemmtun. Efni og andrúm sögunnar kemst vel til skila í söng- lciknum, þótt auðvitað væri hann borinn uppi af söng og leik og tölvusmíðuðum texta, að ekki sé minnst á sjálfa leikhúsverkfræðina, sem var svo fullkomin að sviðið og leikhúsið allt var cins og á hjólum. Victor Hugo sem skrifaði með fjaðrapenna hefði aldrei órað fyrir aö hægt væri að búa svo orðmargt og epískt ritverk eins og Vesaling- ana hans í annað eins maskínuverk á sviði. Garri vonar fyrir hönd Þjóðleik- hússins að þetta sviðstæknilega meistaraverk heppnist vel á fjölum þess. Það vekur að vísu spurningu hvort rétt sé að velja í stór hlutverk í alvarlegum söngleikjum og úper- um lítt lærða poppsöngvara ineð míkrófónraddir og óvana öðru en argvítugum söngtextum, sem dúll- ararnir búa aukinhcldur til sjálfir á hnjám sér og ætlast varla til að séu bornir fram eins og mannamál. En auðvitað verður að dæma útkom- unu eftir á en ekki fyrirfram. Látum svo vera. Hvar eru meistarasöngvararnir? En hvar eru nú allir söngvararn- ir, sem voru að búa sig undir það á frægum skólum að verða færir um að syngja og bera fram söngtcxta eins og listin býður? Því getur Garri ekki svarað! En e.t.v. geta þeir svarað sem tekið hafa sér valdið til þess að ráða i yfir óperu- og söngleikjaflutningi á Islandi með talsverðum fyrirgangi en lítilli forsjálni. Það er með öllu óraunsætt að dreifa kröftunum varðandi óperu- starfsemina eins og gcrt hefur verið síðan íslenska óperan var stofnuð. Hún hefur því miður ekki reynst það þrifafyrirtæki sem ætlast var til og listclskandi fólki var gert að trúa. Á mcðan ekki rís sérstakt óperuhús - sem varla verður í náinni fraratíð - er engin spurning um að affarasælast verður að fcla Þjóðleikhúsinu að annast úperu- flutning eins og lög gera reyndar ráð fyrir og hefðin býður. Að svo komnu er ekkert hús og ekkert leiksvið fært um að þar séu fluttar óperur eða söngleikir nema Þjóð- leikhúsið og svið þess. Gamla bíó má hins vegar nýta sem æfingasal fyrir Þjóðleikhúsið og hljóm- leikasvið fyrir einsöngvara, litlar hljómsveitir og kóra. Brýna nauðsyn ber til þess að cndurskoða hugmyndir manna um óperustarfsemi og meta þær í Ijósi fenginnar reynslu síðustu ára. Op- erustarfsemin og hagsmunir söng- menntaðs fólks hafa þolað önn fyrir sundurvirkni og ofríki. Slíkt á ekki að láta viðgangast lengur. Garri. VÍTTOG BREITT Með illu skal illt burt reka Nú á að gera tilraun til að kenna bílstjórum í Reykjavík mannasiði. I gær gat að líta í Tímanum frétt um að koma eigi upp nýju liði löggæslumanna sem jöfnum hönd- um munu sinna starfi stöðumæla- varða og umferðarlögreglu. Verk- efnið verður einkum að fylgjast með að reglum um stöðumæla verði hlýtt og að taka þá í karphús- ið sem leggja bílum ólöglega. Eins og allir vita hefur bíllinn allan forgang þegar mannfólkið er annars vegar. Þetta kemur hvað best í Ijós þegar athugað er hvcrnig alltof margir ökumenn leggja bíl- um sínum. Þeir hafa ekki hugmynd um að gangstéttir eru ætlaðar gang- andi vegfarendum en eru ekki bílastæði. Bílum er lagt þvers og kruss um alla borg en fyrst kastar tólfunum þegar dónarnir þurfa að skilja sig við bíla sína í miðbænum. Þar ríkir stjórnlaust öngþveiti alla daga þar sem hver þvælist fyrir öðrum í leit að bílastæðum og þau finnast á ólíklegustu stöðum, svo sem á stöðvunarstöðum strætisvagna og á Dómkirkjutröppunum, fyrir nú utan gangstéttar og akbrautir. Burðarmikill malarkambur Margir eiga erindi í miðbæinn, sem var ekki fyrir svo löngu síðan lítið annað en malarkambur milli Tjarnarinnar og sjávar. Þar eru settar niður byggingar allra höfuð- stofnana landsins sem annast stjórnsýslu og fjármálaumsvif. í ráði er að reisa þarna enn nokkrar pragtbyggingar með bíla- stæðum langt undir sjávarmáli. En varla minnkar umferðin um mið- bæinn við þau auknu umsvif. Það er því ekki seinna vænna að reyna að venja bíleigendur af að hrúga farartækjum sínum um- hverfis þau hús sem þeir eiga erindi í. í þeim hluta höfuðborgarinnar sem nú er farið að kalla kvos eru hundruð bílastæða. Þau eru yfirfull alla vinnudaga og meginþungi bíla- umferðar um svæðið stafar af ráð- villtum bílstjórum sem aka hring eftir hring í leit að stæðum. Það er alkunna að flestir bíl- eigendur hafa glatað hæfileikanum til að ganga. Því kemur ekki til mála að spara sér tíma og fyrirhöfn með því að leggja bílunum tveggja til þriggja mínútna gang frá þeim stað sem leiðin liggur á. í Kolaportinu eru nær ávallt næg bílastæði. Á stóra planinu við höfn- ina er einnig alltaf hægt að koma bílum fyrir á auðveldan hátt og þaðan er ekki nema steinsnar í bankana og stjórnsýslustofnanirn- ar eða verslanir miðborgarinnar. Einsdæmi En fótalausu vesalingarnir sem ekki hafa getu eða sjálfsbjargarvið- leitni til að ganga undir beru lofti í mínútu eða jafnvel tvær demba sér inn í umferðarflækjuna í þröngum götum kvosarinnar og leggja þar bílum sínum á ská og skjön sjálfum sér og öðrum til armæðu. Daglangt eru kranabílar að draga lögbrjótana á brott en allt kemur fyrir ekki. Áfram er haldið að troða umferðinni inn í yfirfullar götur og skilja bílana eftir þversum á gangstéttum. Nú standa vonir til að hægt verði að koma einhverri löggæslu við og kenna bílstjórum betri siði. Það verður víst ekki gert nema með harðýðgi og refsigleði og nú stend- ur einmitt til að láta á það reyna hvort hert eftirlit og háar fésektir, sem meiningin er að innheimta, duga til að koma vitinu fyrir þá fótstirðu. Annars er skipulag miðbæjarins fyrir löngu orðið ein allsherjar kaos. Þar á að fara að byggja meira og stærra en nokkru sinni fyrr, en lítið sem ekkert er fyrirhugað til að greiða fyrir umferð að svæðinu, í því eða út úr kvosinni. Hið eina sem gert hefur verið i þeim efnum í nokkra áratugi var að sneiða af stjórnarráðsblettinum og leggja hraðbraut að gluggum á skrifstof- um forseta og forsætisráðherra. Annað rými virðist ekki vera fyrir allan þann umferðarþunga sem stefnt er að og í gegnum miðbæinn. Annars gerir ekkert til þótt ekki séu bílastæði í miðborginni gömlu. Þau eru nefnilega hvergi til á helstu athafnasvæðum höfuðborga. íslendingar eru víðförulir en skortir flesta hæfileika Eiríks á Brúnum að taka eftir því sem fyrir augu ber í útlöndunum. En sé að gáð mun Reykjavík vera eina höfuðborgin, þar sem þykir sjálfsagt að hrúga kyrrstæð- um bílum við og umhverfis allar höfuðbyggingar stjórnsýslu og fjármálavelda. Bílastæði er heldur hvergi að finna við athafnasamar verslanagötur. Bíla og umferðarþvælan í kvos- inni er einsdæmi. OÓ

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.