Tíminn - 30.12.1987, Qupperneq 9
Miövikudagur 30. desember 1987
Tíminn 9
VETTVANGUR
■1
Árni Björnsson:
Hvað er ósæmilegt?
Þórarinn Pórarinsson reit 2. des.
í Vettvang Tímans grein, sem
ncfndist Heilaspuni um samskipti
Stefáns Jóhanns og CIA. Að sjálf-
sögðu er átt við þá geðshræringu,
sem varð vegna fljótræðisfregnar
frá fréttaritara útvarpsins í Noregi
og höfð var eftir norska sagnfræð-
ingnum Dag Tangen. Eins og við
mátti búast skrifar Þórarinn af
skynsamlegu viti um þessi mál, en
þó er auk orðsins „heilaspuni"
eftirfarandi málsgrein athugaverð:
„Eftir stendur því það, að Stefán
Jóhann hefur verið hreinsaður af
þeim grunsemdum, að hann hafi
sem forsætisráðherra haft einhver
ósæmileg samskipti við leyniþjón-
ustu Bandaríkjanna."
Það vita allir, sem við sagnfræði
fást, að skortur á skjalfestum heim-
ildum sannar ekki neitt. Svonefnd-
ur Gamli sáttmáli frá 1262 við
Hákon Noregskonung væri jafn-
mikil staðreynd, þótt handrit að
honum hefði glatast. Hafi eitthvað
„ósæmilegt" farið á milli Stefáns
Jóhanns og fulltrúa Bandaríkja-
stjórnar, hefur það naumast verið
skjalfest. Slíkt og þvílíkt er yfirleitt
ekki gert og engir nafngreindir. En
hafi svo verið móti öllum líkum, þá
verður það skjal aldrei gert opin-
bert, meðan Natómenn ráða ríkj-
um í Reykjavík og Washington.
Því var barnaskapur að trúa slíkri
frétt án þess að sannprófa hana.
Hið ósæmilega athæfi fólst blátt
áfram í því að flækja fósturjörð
sína í hernaðarbandalag. Auðvitað
mökkuðu þeir Stefán Jóhann,
Bjarni Benediktsson og fleiri við
fulltrúa Bandaríkjastjórnar um
Hið ósæmilega at-
hæfi fólst blátt áfram í
því aðflækjafósturjörð
sína í hernaðarbanda-
lag. Auðvitað mökkuðu
þeir Stefán Jóhann,
Bjarni Benediktsson
og fleiri við fulltrúa
Bandaríkjastjórnar um
þessi mál og önnur
samskipti ríkjanna svo
sem rækilega hefur
komiðádaginn. Þaðer
ekki neinn heilaspuni.
Hafi þeir gert það í
góðri trú, var það slík
glámskyggni, að hún
jaðrar við að vera
ósæmileg af ráða-
mönnum nýfrjálsrar
þjóðar.
þessi mál og önnur samskipti ríkj-
anna svo sem rækilega hefur komið
á daginn. Það er ekki neinn heila-
spuni. Hafi þeir gert það í góðri
trú, var það sli'k glámskyggni, að
hún jaðrar við að vera ósæmileg af
ráðamönnum nýfrjálsrar þjóðar.
En svo vill líka til, að sú „góða
trú‘‘ á rússagrýluna kom að einkar
góðu haldi við að klekkja á þeirri
róttæku verkalýðshreyfingu, sem
hafði tekist að bæta lífskjör alþýðu
um 50% á sama áratug og var enn
í sókn undir forystu Sósíalista-
flokksins. Þá höfðu verið höggvin
skörð í gróða atvinnurekenda, og
fulltrúar þeirra blönduðu nú blóði
við þá krataforingja, sem virtust
ærðir af óvild í garð sósíalista fyrir
að hafa skotið þeim ref fyrir rass í
verkalýðsbaráttu og kosningum og
gátu óneitanlega verið nokkuð
stríðnir. Samt voru þessar aðfarir
ósæmilegar af hálfu þeirra, sem þó
kölluðu sig flokksmenn alþýðu.
Þórarinn vitnar til persónulegrar
reynslu fyrir fjórum áratugum, og
leyfist mér vonandi hið sama. Ég
var á þeim tíma ekki reyndur
stjórnmálamaður eins og Þórarinn.
heldur nýkominn í gagnfræðadeild
ofan úr sveit. óviti í pólitík, sá
varla Þjóðviljann, bar Alþýðublað-
ið út á Hverfisgötuna og hélt mest
til hjá þeim systkinum mínum. sem
kusu Sjáifstæðisflokkinn og krata.
Þó kynntist ég þar nokkrum Dags-
brúnarmönnum, sem ég vissi að
voru kallaðir kommar, þótt þeir
segðu það ekki sjálfir. Frá þessum
árum eru mér ætíð minnisstæðar
útvarpsumræður fyrir þá heift, sem
vall upp úr Stefáni Jóhanni og
Bjarna Benediktssyni, þegar þeir
minntust á „íslenska kommún-
ista“. Ályktun mín varð líkt og hjá
barninu í Nýju fötunum keisarans:
Þessum ræðumönnutn getur ekki
verið sjálfrátt.
Það er hugsanlegt, að j im hafi
ekki verið sjálfrátt. Áróðursmask-
ína kalda stríðsins var geigvænleg.
enda fjármögnuð af langvoldug-
ustu búsinnismönnum í heimi:
hergagnaframleiðendum. Eftir
fimni heimsstyrjaldarár var her-
gagnaframleiðsla í Bandaríkjunum
komin í svo svimandi gang, að
henni varð að halda áfram, hvað
sem það kostaði. Til þess þurfti
kalt stríð, svo að sífellt mætti
krefjast endurnýjunar og enn full-
komnari vopna, þótt þau væru
aldrei notuð. Tortryggni rnilli
þjóða vesturs og austurs er ekki
eðlislæg, heldur tilbúin, og henni
er unnt að eyða eins og dögg fyrir
sólu, ef vilji er til eins og nýleg
dæmi sýna.
Með ítrustu þjóðlegri vinsemd
mætti einnig gera því skóna, að
þeir íslensku hafi verið fremur
hrekklausir í skiptum við aöra og
því ekki framið neitt ósæmilegt
vitandi vits. Hákon Lie hét t.d.
framkvæmdastjóri norska alþýðu-
sambandsins og keniur mjög viö
sögu í bók Dags Tangen, sem
Stefánsjóhannsmálið spannst út frá
á dögunum. Maður, sem ti! þekkti
í norsku og íslensku utanríkisþjón-
ustunni (og ég má að sjálfsögðu
ekki nafngreina), komst svo að
orði um Hákon þennan, að hann
hefði verið svo mikil bulla, að
Guðmundi í. hefði ofboðið.
í fjóra áratugi hafa ríkisfjölmiðl-
ar og stærstu blöð landsins keppst
við að gera samningamenn okkar
um Nató og herinn að engilhrein-
um föðurlandsvinum. Það er því
engin furða, þótt fréttamenn fædd-
ir á þessu tímabili hrökkvi hastar-
lega við, þegar þeir heyra þessa
dýrlinga orðaða við leyniþjónustu
Bandaríkjanna, ekki síst ef þcir
eru af gamalgrónum krataættum.
Þarna er þjóðaruppeldi um að
kenna. Og ríður ekki á að bregðast
leifturskjótt við í marglofaðri
fréttasamkeppni frelsisins? Engu
að síður er ekki nema eölilegt að
átelja vinnubrögð fréttastofunnar í
þessu máli, en ég vil í lokin árétta
þá bókun, sem ég gerði á sama
fundi útvarpsráðs:
„Þótt heimildakönnun hafi í
þessu tilviki verið óvönduð, tel ég
það almennt séð af hinu góða, að
Iréttamenn Ríkisútvarpsins opni
umræðuna um mál sem áratugum
saman hafa verið svcipuð slíkum
leyndarhjúp, að það þykja nú
fréttir, sem allir ættu í rauninni að
vita. Fráleitt er, að ekki megi fjalla
um látna stjórnmálamenn og verk
þeirra. Meö slíku viðhorfi væri
verið að hræða fréttamenn frá því
að hrcyfa við sögulegum vanda-
málum."
Aðalsteinn Davíðsson cand. mag.:
Málvernd krefst samhugar
þjóðarinnar en ekki tískuviðhorfa
Bréf til ritstjóra Tímans
Ég stenst nú ekki mátið og sendi
þér athugasemd um málflutning
Tímans undanfarna daga. Ég var
að velta því fyrir mér hvort ég ætti
að skrifa ritstjórn blaðsins opið
bréf með nokkrum glósum en ég
nenni ekki að standa í slíku og læt
mér nægja að senda þér venjulegt
bréf.
í sunnudagsblaði Tímans (20.
des.) er - okkar á milli sagt - ein
hálfvitalegasta ritstjórnargrein
„Sunnudags-leiðari", sem ég minn-
ist að hafa séð í nokkru dagblaði.
Þarna er verið að reyna að gera
sem minnst úr starfsbróður mínum
Finni Karlssyni, „menntaskóla-
kennara að austan" sem „hefur
þennan þátt að aukagetu" Málstað-
ur greinarhöfundar er sýnilega ekki
of traustur, hann fer því sem fyrst
út í geðvonskulegan reiðilestur um
nefmælta „pedanta““, sem „teygja
lopann um einhvern tittlingaskít,
jafn innblásnum rómi og þeir væru
sjálfur Jahve að tala til gjörvalls
ísraels." í grein sem rituð er undir
leyninafninu „Garri“ 22. des. er
vitnað í „skynsamlega skrifaðan
leiðara í blaðinu á sunnudaginn
var“ og þegar ég sá þessa athuga-
semd ákvað ég að nú væri orðið
tímabært að skrifa ritstjóra
blaðsins.
Hvað vakir eiginlega fyrir mönn-
um á blaðinu þínu? Er þetta hlut-
verk blaðsins í málvöndun að ráð-
ast með persónulegum svívirðing-
um að þeim sem reyna að taka að
sér það ekki allt of þakkláta verk
að benda á atriði sem betur mættu
fara í málfari náungans; Ég hef
hlustað á Finn Karlsson hvert sinn
sem ég hef haft tækifæri til og hef
ekki heyrt hann flytja mál sitt
þannig að hann verðskuldi svívirð-
ingar og dónaskap.
Reyndar gefa blaðamenn Tím-
ans þó nokkurn höggstað á sér með
ritstjórnargrein á borð við þessa, -
það er enginn hörgull á athuga-
semdum sem mætti leggja út af
miður vinsamlega. Það liggur t.d.
ekki ljóst fyrir hvort er svívirði-
legra að vera menntaskólakennari
eða að austan (=sveitamaður). Ég
veit ekki hvernig fyrrum sveitungar
okkar fyrir austan tækju því ef
þeim væri bent á þessa sneið í
Tímanum! Síðan er ábendingum
Finns líkt við það að verið væri að
Iýsa frati á Jónas Hallgrímsson og
Konráð Gíslason. Eða svo má að
minnsta kosti túlka málflutning í
þessari grein Tímans. Svo er bætt
við í „Garra“-greininni 22. des.
ummælum, sem af má skilja svo að
á Tímanum starfi nemendur Hall-
dórs Laxness, en Halldór hafi ein-
mitt sótt „mikið af orðum aftur til
liðinna tíma og farið vel með“ og
fréttastjóri Tímans „hafi einmitt
verið að sýna slíkt frumkvæði" sem
er talið öllu betra en „menntaskóla-
flatneskja" eða það málfar sem
tekið er fyrir í síðari hluta „Garra"-
greinarinnar og kynnt sem „Kenn-
araskólaíslenska".
Mér finnst ástæða til þess að
höfundar þessara makalausu greina
komi fram undir nafni og biðji
afsökunar á áberandi stað í blað-
inu.
Eitt aðalvandamál okkar, sem
reynum að benda mönnum á betra
málfar og bctri stíl, er einhver
leiðinda „frjálshyggja" sem nú er í
tísku í máli - eitthvað á borð við
„Þetta er nú mitt persónulega mál-
far og það eru margir sem segja
svona og vertu ekkert að setja þigá
háan hest þó að þú þykist hafa
gengið í skóla“. Málvernd verður
ekki sinnt nema með samhug þjóð-
arinnar og það væri leitt ef maður
þyrfti að benda nemendum sínum
í skólanum eða áhugamönnum um
málrækt á það að hlutur Tímans í
þessu máli sé aulagreinar á borð
við þær sem hér hafa verið raktar,
greinar sem nálgast það að vera
hreinn atvinnurógur.
Með kærri kveðju.
Aðalsteinn Davíösson.
Athugasemd ritstjóra.
Þessi ádrepa Aðalsteins Davíðs-
sonar er svo vel meint af hans hálfu
að hún verður hugleidd af góðgirni.
Sjónarmið fréttastjóranna hafa
áður komið fram í blaðinu. Verður
ekki séð að þörf sé að ýtast meira
á um það lítilræði sem þetta jag er
sprottið af. Starfsmenn Tímans
vilja hag íslenskrar tungu sem
mestan og telja sig jafnan vinna í
þeim anda. Ingvar Gíslason.