Tíminn - 30.12.1987, Blaðsíða 12

Tíminn - 30.12.1987, Blaðsíða 12
Miðvikudagur 30. desember 1987 12 Tíminn FRETTAYFIRLIT ÚTLÖND Israel: DACCA — Mótmælendur í Bangladesh kveiktu í strætis- vögnum og hentu litlum sprengjum í enn einum vinnu- stöövununum sem stjórnar- andstaðan kallaði til og ætlað er að þrýsta á Hossain Mo- hammad Ershad forseta að láta af embætti. DYFLINNI - Irska lögregl- an óttast að irski lýðveldisher- inn (IRA) hafi í hyggju að beita SAM-7 eldflaug í fyrsta skipti í baráttu sinni gegn breskum herjum á Norður-írlandi nú um áramótin. Eldflaugum þessum er skotið af landi. PEKING — Maðursem myrti háskólanema í Pekíng hefur verið tekinn af lífi. Það var fréttastofan Nýja Kína sem frá þessu skýrði en morðið sem framið var fyrri í þessum mán- uði leiddi til mótmæla náms- manna á lóð háskólans í Pekíng. RIYADH — Arabaríkin við Persaflóa hvöttu ríki þau sem ekki eiga aðild að OPEC, Sam- tökum olíuframleiðsluríkja, að draga úr framleiðslu sinni til að halda uppi verðinu. Þessi hvatning kom í kjölfar fjögurra daga fundar þeirra sex ríkja sem aðild eiga að Samstarfsr- áði Persaflóaríkjanna. Á sama tíma varaði stjórn Indónesíu önnur ríki OPEC við því aö hún myndi ekki halda í heiðri kvóta og verð sem samtökin hafa ákveðið ef önnur ríki svikj- ust um að fara eftir þeim. LUNDÚNIR - Fésýslu menn héldu áfram að losa sig við Bandaríkjadal og hlutabréf lækkuðu í verði í Lundúnum vegna ótta við afleiðingar af lækkun dalsins. Bandariski gjaldmiðillinn lækkaði meiraen nokkrum sinnum áður eftir stríð í fyrradag þegar hann var skráður á 1,5865 vestur- þýsk . mörk. MOSKVA — Sovéski geim- farinn Yuri Romanenko kom til jarðarinnar eftir að hafa verið 326 daga út í geimnum, lengur en nokkur annar maður til þessa. Romanenko hefurdval- ist í geimstöðinni Mir en lenti í, Kazakhstan í gær ásamt tveimur félögum sínum. NIKÓSÍA — írönsk herflug- vél á æfingarflugi hrapaði niður á íbúðahverfi í Teheran og létust nokkrir borgarar. Það var hin opinbera fréttastofa írans sem skýrði frá þessu í gær. BEiRÚT — Skæruliðahópur Palestínumanna sem Abu Nid- al er foringi fyrir sagðist ætla að láta laus tvö ung börn sem rænt var ásamt sex fullorðnum af skemmtisnekkju á Miðjarð- arhafi. Breytast fjöldahandtökur í fjöldabrottflutninga? Ráðamenn í ísrael sögðu í gær að stjórnin myndi vísa fólki sem ógnaði öryggi á hernumdu svæðunum á brott þaðan. Óttast sumir að um fjöldabrottflutninga verði að ræða en aðrir heimildarmenn telja að nokkrum tugum Palestínumanna verði vísað á brott. Þessar yfirlýsingar fylgdu í kjölfar frétta um að Bandaríkjastjórn hefði áhyggjur af stöðu mála á Vesturbakkanum og Gazasvæðinu og óttaðist að Israelsstjórn myndi vísa fjölda Palestínumanna á brott þaðan. Mótmæli gegn ísraelsmönnum hafa sett svip sinn á hernumdu svæðin síðustu vikurnar og hafa ísraelskir hermenn skotið 22 Palest- ínumenn til bana það sem af er þessum mánuði. Samkvæmt heimildum frá ísrael létu bæði Yitzhak Rabin varnar- málaráðherra og Yitzhak Shamir forsætisráðherra að því liggja í gær að stjórnin myndi ekki hika við að beita öllum ráðum til að koma á friði á hernumdu svæðunum og þ.á.m. beita sér fyrir brottflutningi fólks. Filippseyjar: Einir þúsund Palestínumenn hafa verið handteknir í óeirðum síðustu daga og Bandaríkjastjórn hefur var- að ísraelsmenn við því að fjölda- brottflutningar verði teknir upp. Shamir forsætisráðherra þakkaði í gær Bandaríkjamönnum fyrir ráð þeirra en sagði að ísraelsmenn einir vissu hvernig best væri staðið að því að halda uppi röð og reglu í ríki sfnu. Réttarhöldum yfir Palestínu- mönnunum, sem flest allir eru ungir að árum, var framhaldið í gær en herdómari einn tók fram að hvert mál yrði tekið fyrir eitt og sér. Samkvæmt heimildum innan Spilling og óréttlæti eru enn höfuðvandamál Spilling og óréttlæti halda áfram aö setja svip sinn á allt þjóðlíf á Filippseyjum og þótt Corazon Aquino forseti sé nú orðin nokkuð föst í sessi þarf hún að einbeita sér að þessum málum, annars gæti aimenningur snúist gegn henni. í raun og veru ætti Aquino að geta haldið ærlega upp á þessi áramót því hún hefur staðið af sér hverja valdaránstilraunina á fætur annarri á þessu ári. Stjórnmálasérfræðingar telja þó að vandamálin sem taka verður á gætu gert henni lífið alveg jafn erfitt á næsta ári eins og á því sem er að líða. Einn vestrænn stjórnarerindreki sagði að völd Aquino hefðu aldrei verið jafn óumdeilanleg og nú, þau tæp tvö ár sem hún hefur setið í forsetahöllinni. Engu að síður bíða hennar fjöl- mörg viðfangsefni og eru oftast ncfnd til sögunnar spilling í röðum embættismanna, mannréttindabrot og óréttlát skipting eignarlands. Þetta eru kannski ekki mál sem leyst verða á skömmum tíma en Aquino, ekkja og fimm barna móðir, verður þó að snúa sér þannig að ljóst sé að hún vilji taka á því óréttlæti og spillingu sem hér um ræðir. Auk þessa þarf stjórnin að fást við skæruliða kommúnista sem hafa haldið uppi vopnaðri baráttu síðustu tuttugu árin og taka á stærsta lang- tíma vandamálinu; fólksfjölgun sem er svo mikil að jafnvel bjartsýnustu efnahagsspár duga lítt til að hjálpa þar upp á. Spillingin er rótgróin á Filippseyj- um og blómstraði raunar þá tvo áratugi sem Ferdinand Marcos fyrr- um forseti var við völd. Ættarveldið er traust þar í landi og nokkrar ættir eru mest ráðandi í öllu atvinnu- og stjórnmálalífi. Raunarer Aquino og fjölskylda hennar hér meðtalin og þrátt fyrir yfirlýsingar forsetans um að lýðræðið muni skipa öllum jafnt á bekk virðist sem fjölskylduveldið sé síst veikara nú en áður. Mannréttindi eru mál sem Aquino hefur mjög þurft að fást við. Forset- inn hefur verið hávær stuðningsmað- ur mannréttinda en upp á síðkastið virðist sem hún vilji hclst gleyma öllu í sambandi við þau mál. Kannski er það ekki nema von, forsetinn verður að byggja völd sín á velvild og stuðningi hersins og í hvert skipti ísraelsku leyniþjónustunnar mun vera áætlað að vísa um fimmtíu Palestínumönnum úr landi. Palestínskir heimildarmenn sögðu að ísraelsher hefði haldið áfram að handtaka fólk í gær, bæði á Vestur- bakkanum og á Gazasvæðinu. hb Alræmdur glæpamaöur flýr úr brasilísku fangelsi: Varhættur að telja Einn af alræmdustu morðingjum Brasilíu, Cabo Bruno, flúði úr fang-' elsi í Sao Paulo um helgina. Fjölda- morðinginn þurfti ekki að hafa mikið fyrir flóttanum, stökk yfir meters háa gaddavírsgirðingu og lét sig hverfa. Cabo Bruno hafði verið dæmdur í 75 ára fangelsi en var í haldi þar sem öryggisráðstafanir voru litlar. Bruno var handtekinn árið 1983 en hafði áður verið þjóðvarðliði sem hafði það í hjáverkum að myrða fátækt fólk í suðurhverfum Sao Paulo. Það er nokkuð vel þekkt fyrirbæri í Sao Paulo að lögreglumenn vinni í frítímum sínum sem byssumenn. Bruno slapp einnig úr fangelsi árið 1984 en var handtekinn eftir tíu mánuði. Hann birtist í sjónvarpi á þessum tíma og sagði þá að hann hefði til að byrja með talið þá sem hann myrti en þegar hann var kom- inn upp í 33 hætti hann að telja. Mannréttindasamtök höfðu reynt að fá stjórnvöld til að hafa Bruno í öruggara fangelsi en því sem hann ' slapp úr um helgina. hb UTLÖND UMSJÓN: Heimir Corazon Aquino forseti Filippseyja: Vandamálin enn gífurleg þótt hún haldi fastar um völdin en áður. sem mannréttindabrot ber á góma gegn spillingu og efnahagslegu óréu- myndast spenna í samskiptum hers getur vel farið svo að hún sitj^M og stjórnar. Berqsson BLAÐAMAÐURV mörg ár í viðbót í forsetastólnum.hb Árið byrjaði heldur dapurlega á Filippseyjum þegar hersveitir skutu átján óvopnaða mótmælendur til bana þar sem þeir tóku þátt í kröfugöngu fyrir utan Malacanang forsetahöllina. Þrívegis reyndu hóp- ar innan stjórnarhersins að hrifsa til sín völdin og tókst það næstum í ágústmánuði. Svo fór þó ekki og undir lok ársins vann Aquino tvo stóra sigra. Hún tók á móti fulltrúum annarra þjóða Suðaustur Asíu og fyrsta ráðstefna þessara þjóða í tíu ár var haldin í Manilu og tókst vel. Áður hafði svo Gregorio Honasan ofursti og leiðtogi valdaránstilraun- arinnar í ágúst verið handtekinn. Aquino hefur ekki léð máls á neinumviðtölum að undanförnu en samstarfsmenn hennar segja að for- setinn sé ákveðin í að herða baráttu sína gegn spillingu strax á næsta ári. Takist henni vel upp í baráttunni Italía: Eiturlyfjanautnin ágengari en áður Samkvæmt opinberunt tölum frá Ítalíu hefur þeim landsmönnum sem látist hafa eftir að hafa tekið inn of stóran skammt af eiturlyfjum fjölgað verulega. Alls létust 440 Italar vegna eit- urlyfjamisnoktunar á fyrstu ellefu mánuðum þessa árs samanborðið við 262 sem létust á öllu síðasta ári. Nýju tölurnar sýna að flestir, eða um 85%, létust eftir að hafa tekið of stóran skammt af heróíni og flest fórnarlambanna voru á aldrinum 18 til 35 ára. Þrír hinna látnu voru á aldrinum 15 til 17 ára. Einir 28 þúsund ítalir eru nú að reyna að hætta eiturlyfjanoktun sinni með aðstoð sérfræðinga. Flest þetta fólk kemur frá stóru borgun- um í norðri s.s Mílanó og Tórínó. Embættismenn telja að heróínið muni brátt falla í skuggann fyrir kókaíninu og á næstu árum muni dauðsföllum vegna ofnoktunar þessa eiturlyfs fjölga verulega. hb

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.