Tíminn - 30.12.1987, Síða 14

Tíminn - 30.12.1987, Síða 14
14 Tíminn Miövikudagur 30. desember 1987 FISKELDI Námið í dag Markmið námsins er að þjálfa fólk til þess að vinna við fiskeldi á öllum stigum og að undirbúa fólk undir frekara nám á þessu sviði. f dag er um að ræða tveggja vetra grunnnám, með nánast engum enda. Þessar aðstæður kalla á endurskipulagningu námsins og mörkun heildarstefnu í þessu námi. Við Kirkjubæjarskóla er starfrækt fiskeldisstöð, kennslu- stöð, þar sem við erum með verk- legu kennsluna í sjálfu fiskeldinu. í stöðinni er seiðaeldi upp í göngustærð auk tilraunastarfsemi. Námið skiftist í verklegt nám og bóklegt. Bóklegu greinarnar eru: ís- lenska, enska og danska, þessar greinar eru undirstöðugreinar eins og við alla framhaldsskóla á íslandi og þurfa því ckki frekari um- fjöllunar við. Stærðfræði; kenndar eru 6-7 einingar í grcininni. Stærðfræðin er undirstöðugrein margra greina, en hér er hún nauðsynleg til skilnings á efna- fræði, líffræði, eðlisfræði og líf- cðlisfræði, auk þcss leggjum við nokkra áherslu á tölfræði, sem er nauðsynleg til skilnings á allskyns tölfræðilcgum upplýsingum og mati á tilraunaniðurstöðum. Efnafræði; kenndareru3eining- ar, efnafræðin er undirstaða margra grcina t.d. líffræði o.fl. Eðlisfræði; kenndareru3eining- ar, grunnhugtök kynnt. Líffræði; kenndar eru 6 einingar lesin Líf- fræði eftir Colin Clcgg. Fiskalífeðlisfræði; kenndar eru 6 einingar og lesin Biology of Fishes eftir Carl E. Bond. Lífeðlis- fræðin er mjög mikilvæg grein vcgna þcss að flestar framfarir í cldistækni og fleiri þáttum fiskeldis byggjast á lífeðlisfræði fiskanna. Þá cr lífeölisfræðin mikilvæg til þess að geta tileinkað scr nýja þekkingu og skilið þá, sem er nú til staðar. Eldistækni og eldisfræði; alls 19 einingar taka á öllum þáttum fiskeldis, eldisaðferðum, skilyrð- um við eldi, fóðri og fóðrun, sjúk- dómum ogsjúkdómavörnum innan stöðva, líffræði físka og líkams- byggingu o.fl. Einnig kennum við bókfærslu, eldishagfræði og um klakhús alls 4 einingar, þarna er tekið á ýmsum atriðum, sem skifta máli í uppbygg- ingu og rekstri. Þessi kennsla er nú langt frá því að vera nægjanlcg á þessu stigi. Verkleg kennsla er um 30% af náminu, sem í dag er 80 einingar. Reynslan, sem við höfum fengið fram að þessu er í stuttu máli sú að eftir tveggja vetra nám skortir allt framhald hcr á landi, sem veitir nemendum viðunandi stöðu að námi loknu, hér á ég við starfsheiti (starfsréttindi), og (eða) rétt á framhaldsnámi á þcssu sviði. Til- lögur okkar miða að því að bæta úr þessu. Sjá síðar. í tengslum við kennsluna í deild- inni er nokkur tilraunastarfsemi, sem auðvitað er mikilvægur þáttur í kennslunni. Þessi tilraunastarf- semi er á byrjunarstigi og því ekki farin að skila sér að fullu inn í kennsluna enn þá. Þessar tilraunir eru í gangi eða að fara af stað: Framleiðsla þrílitna sjóbirtings með hitalosti, umsjón Þuríður Pétursdóttir líffræðingur, kennari viðdeildina. Kynbre>tingar á sjóbirtingi með hormónagjöf. umsjón Þuríöur Pétursdóttir, líf- fræðingur og Össur Skarphéðins- son, fiskeldisfræðingur. Athugun á vexti sjóbirtings úr Skaftafellssýsiu og undirbúningur að kynbótatilraun á sjóbirtingi í umsjá Erlendar Björnssonar og Halldórs Eiðssonar líffræðinga, kennara við fiskeldisbrautina. Tilraun með hafbcit á sjóbirt- ingi, umsjón Jón Hjartarson, skólastjóri í samvinnu við Magnús Mikil umræða er um starfsmenntun í þjóðfélaginu, haldnareru ráðstefnur, fundað og málin rædd manna á meðal: Undirritaður fer ekki dult með þá skoðun sína að menntakerfið beri ábyrgð á þekkingu fólks og verklegri kunnáttu. Ég hefi áhyggur af því ef t.d. endurmenntunin dreifist út um allt þjóðfélagið og verði rekin af mörgum ólíkum aðilum með mismunandi grunnforsendur. Ég tel að yfirstjórn grunnmenntunar, fagmenntunar og endur- menntunar cigi að vera í höndum menntamálaráðuneytisins, sem tryggi samræmingu, nýtingu kennslukrafta og kennslugagna auk þess að leggja grunninn að þeirri verkmenningu og verkkunnáttu, sem þjóðin leggur upp með á nýja öld. Ég kýs ekki að sjá fólkið í landinu ofurselt duttlungum einstakra atvinnurekenda eða einstaklinga, bæði hvort það fær starfsmenntun við hæfi, hverjir fá hana og hvernig starfsmenntun fólki er boðið upp á. Það varð mér því mikið gleðiefni sumarið 1986 þegar þáverandi menntamálaráðherra Sverrir Hermannsson ákvað að komið skyldi á fót kennslu í fiskeldi við Kirkjubæjarskóla á Síðu á Kirkjubæjarklaustri. Deildin tók til starfa þá strax um haustið 1986, og var ákveðið að endurskoða námsefni og skipulag að ári liðnu í Ijósi fenginnar reynslu, í þeim tilgangi að marka náminu farveg til nokkurrar framtíðar. í tilefni af því, að fyrir nokkru síðan skilaði ég inn til núverandi menntamálaráðherra Birgis ísleifs Gunnarssonar tillögum okkar um breytingar á námi og skipulagi deildarinnar, tel ég rétt að greina frá því, sent við höfum verið að gera og hvað við viljum gera. Jóhannsson fiskifræðing, starfs- mann veiðimálastofnunar á Suðurlandi. Þessi tilraunastarfsemi er mjög mikilvægur þáttur enda er ætlunin að auka hann og gcra að föstum lið í starfi deildarinnar. Það er ekki einasta að nemendur hafi gott af því að taka þátt í tilraunastarfi heldur er mjög mikilvægt fyrir kennara deildarinnar að geta sinnt slíku með kennslunni. Skilningur manna á starfi fisk- eldisbrautarinnar á Kirkjubæjar- klaustri er mjög mikill hér á Suður- landi, við heyrurn ýmsar hvetjandi raddir frá fiskeldismönnum hér sunnanlands og nú nýverið veitti Iðnþróunarsjóður Suðurlands deildinni styrk að upphæð kr. 300.000,- til tækjakaupa. Þessi áhugi á starfi okkar er mjög upp- örvandi og hvetur fólk til dáða. Nú er unnið að því að tækja deildina upp. svo unnt verði að standa undir þeim kröfum, sem gerðar eru til náms á þessu stigi, og eins til þess að geta tekist á við frekara framhald, ef tillögur okkar hjóta náð fyrir augum yfirvalda. Við erum nú þegar komin með tölvur. smásjár, víðsjár, tæki í stöð, tæki til tilrauna í efnafræði, líffræði og lífeðlisfræði eru á leið- inni. Þegar núverandi áætlun lýkur í janúar á næsta ári í uppbyggingu tækjakosts þá er ekkert að vanbún- aði að gera margvíslegar tilraunir, auk þess að framkvæma tillögur okkar um kennslu í deildinni. Tillögur um náms- skipulag fiskeldisbrautar Kirkjubæjarskóla á Síðu Þann 9.11. 1987 var mcnntamála- ráðherra ritað bréf þar sem lagðar eru fram tillögur Kirkjubæjarskóla um framtíðarskipulag fiskeldis- brautarinnar á Kirkjubæjar- klaustri. Þessar tillögur byggja á því að nauðsynlegt sé að veita þeim nemendum, sem eru við nám í deildinni í dag, hæfilegt framhald og um leið að skipa námi í fiskeldi á einhvern ákveðinn stað innan skólakerfisins. Þessar tillögur okkar miða að því að námið verði 3-3,5 ár og að því loknu hafi nemendur öðlast einhver starfsréttindi og rétt til inngöngu í ákveðnar deildir Há- skóla íslands. 1 þessum tillögum er gert ráð fyrir að námið verði 130 einingar, sjá meðfylgjandi drög. f munnlegu samtali er þessum tillög- um fylgt úr hlaði á þann hátt að skipuð verða nefnd til þess að fjalla um tillögurnar og þar komi fram hvaða kröfur HI setji fyrir tak- markaðan inngöngurétt. Við erum

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.