Tíminn - 30.12.1987, Blaðsíða 15

Tíminn - 30.12.1987, Blaðsíða 15
Tíminn 15 Miðvikudagur 30. desember 1987 að sjálfsögðu tilbúin til þess að uppfylla þær kröfur enda getum við það vel. í markmiðslýsingu með tillögun- um segir orðrétt: „Markmið braut- arinnar er að búa nemendur til starfa og stjórnunar í fiskeldis- stöðvum og til frekara náms í fiskeldi og skyldum greinum. Brautin veitir rétt til stjórnunar- starfa í fiskeldisstöðvum og til náms við ákveðnar deildir (skil- greindar frekar) Háskóla íslands, Tækniskóla íslands og í öðrum hliðstæðum menntastofnunum." Hér er gerð tilraun til þess að marka námi í fiskeldi farveg, sem við teljum alveg nauðsynlegt. í þessari markmiðslýsingu er sveigjanleiki, sem gefur nemend- um kost á útgönguleið, eftir 3 ár, en einblínir ekki á einhvern loka- punkt. Til þess að gefa nokkuð frekari lýsingu á tilllögum okkar þá fylgja hér með drög að námsskipu- lagi. Til þess að auðvelda mönnum skilning á námsskipulaginu þá Vandamálin rædd. Jón Hjartar- son, skólastjóri, Þuríður Péturs- dóttir líffræðingur og Gísli Arnar Gíslason, nemandi. táknar seinasta talan einingafjölda í áfanga, t.d. 103 táknar þá 3 einingar. Á bak við hverja einingu standa 2 kennslustundir í 13 vikur. Hafbeitartilraunir fara fram í þessari sleppitjörn. Tillögur okkar gera ráð fyrir að allt námið sé 130 einingar. Við gerum ráð fyrir að, þar sem við leggjum áherslu á ákveðna þætti, þá sé inngönguréttur nemenda tak- markaður, enda ekki um stú- dentspróf að ræða. Eins mætti hugsa sér að bæta við einni önn ef mönnum sýndist þurfa, þá 18-20 einingum í viðbót. Á hinn bóginn er umhugsunar- vert, að ekki skuli vera til neinn Háskóli í sjávarútvegsfræðum, sem tekið gæti við nemendum úr fisk- vinnsluskóla, mennta- og fjöl- brautaskólum og fiskeldisbraut, einkum í landi, sem rekur stóriðju í útgerð og fiskvinnslu. Ég sé ekki betur en hér þurfi vissulega að taka til hendinni, enda ekki víst að kostnaður yrði ýkja mikill, sé hæfi- legrar samvinnu gætt við það, sem fyrir er. Ekki er vafi á því að nemendur af fískeldisbraut, eins og þeirri, sem ég er að tala um hér, ættu helst þar heima. Tillögur okkar um nám í fiskeldi byggja á því að við teljum að menntakerfið beri ábyrgð á því að ætíð sé nægt framboð af hæfu og vel menntuðu starfsfólki í landinu til þess að starfa á hinum ólíku sviðum þjóðlífsins. Tillögur okkar taka mið af þeirri skoðun, að við sem vinnum að skólamálum berum ábyrgð á verkmenningu og verk- hæfni landsmanna. Niðurlag I þessari grein hefi ég drepið á ýmsa þætti einkum þó nám í fiskeldi. Unnt hefði verið að ræða þetta enn frekar og dýpra en kýs að láta hér staðar numið að svo stöddu. Ég get þó ekki orða bund- ist í lokin vegna ummæla fram- kvæmdastjóra tveggja stórra fisk- eldisstöðva hér á landi, sem þeir viðhöfðu í mín eyru. Þeir sögðu báðir það skoðun sína að engin þörf væri á menntuðu starfsfólki í stöðvarnar, því besta starfsliðið væru sjómenn og bændur, því þeim mætti auðveldlega kenna það, sem þeir þyrftu að vita á hverjum stað. Ég varð orðlaus í bæði skiftin, og hugsaði sem svo að mikið væri það skrítið nú árið 1987 að menn héldu enn fram gildi þekkingar- skortsins. Til hvers haldið þið? Ég vona að það sjónarmið, sem þessir menn túlka, sé ekki ríkjandi. Helst vildi ég að þeir hafi sagt þetta í spaugi. Islendingum er meiri nauðsyn en flestum öðrum að mennta sitt fólk, starfsmenntun og starfshæfni er öruggasti grundvöll- ur velgengni okkar á komandi árum. Við þurfum að vinna ötul- lega að þessum málum og láta verkin tala. Það verður okkur ekki til framdráttar að hlusta á há- stemmdar ræður um nauðsyn hlut- anna á fundum og ráðstefnum, ef við framkvæmum ekki það sem nauðsyn ber til. Jón Hjartarson, skólastjóri Kirkjubæjarkiaustri. Drög að námsskipulagi fískeldisbrautar Kirkjubæjarskóla á Síðu Námsgrein 1. önn 2. önn 3. önn 4. önn 5. önn 6. önn Ein.al Móðurmál 103 203 303 xx3 12 Erlend mál: Enska 103+1 203+1 8 Danska 103 203 6 Líffræði 103 203 6 Efnafræði 103 203 303 313 413 15 Eðlisfræði 103 212+1 6 Stærðfræði 103 213 112 323 11 Líkamsrækt 101 201 301 401 501 601 6 Eldistækni-ELD 102 202 302 402 8 Klakhús-KLAK 101 1 Fiskirækt-FIR 101 1 Eldisfræði-ELF 102 203 303 403 11 Vatnalíffr. VLIF 102 3 Fiskalífeðlisfr. FISKLF. 103 203 303 9 Eldishagfræði ELDHFR 103 3 Tölfufr./bókfærsl. 103 203 6 Verklegt 102 202 303 403 503 603 16 Lokaverkefni 4 4 Alls 20 22 22 23 21 23 130 VINNINGSNÚMER í Happdrætti Krabbameinsfélagsins -------------Dregiö 24. desember 1987 ■ BMW 5181EDITION: 38554 117512 TOYOTA COROLLA1300 XL SEDAN: 46696 121510 160407 HÚSBÚNAÐARVINNINGAR Á 70.000 KR: 32931 85414 87885 120787 148692 35746 87313 97378 144987 175958 VÖRUVINNINGAR Á 40.000 KR: 4975 24812 49794 78285 95339 116138 129531 148123 5151 28552 51780 78532 95670 117828 130082 153261 6432 32037 51847 78965 96135 121780 131570 154962 6721 32267 53229 79445 103940 121978 132508 156094 7650 32315 56387 85550 104210 123679 135433 156830 8320 33627 57104 86821 106291 126888 136909 158309 9653 35437 57956 87062 106509 128066 137321 160115 12545 36185 68359 87848 112224 129034 144530 160995 14816 42136 68531 93135 113074 129387 145875 161258 22259 45649 70131 94420 113556 129527 146410 165211 Handhafar vinningsmiða framvísi þeim A áskrifstofu Krabbameinsfélagsins að Skógarhlíð 8, sími 62 14 14. /1 % Krabbameinsfélagiö 167910 171141 171842 172299 173535 174114 174128 176379 176991 178108 pur\r\ui iui ivjoiiiwi 11 veittan stuöning. Krabbameinsfélagið 10 mánaða hvolpar fást gefins Blanda Labrator og Golden Retrevier. Upplýsingar í síma 41705 t Þökkum innilega hlýhug og samúð við andlát og útför konu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu Ingunnar J. Ásgeirsdóttur Kirkjuteigi 13 Jón Egilsson Sveinn Jonsson, Sigríður Stefánsdóttir Þorgeir Jónsson, Dröfn Björgvinsdóttir Sigriður Jónsdóttir, og barnabörn SvavarHaraldsson t Innilegar þakkir til ykkar allra fyrir hluttekningu og hlýhug í oröi og verki við andlát og útför móöur okkar, tengdamóður og ömmu. Thoru Margrethe Kristjánsson Hlíðartúni 6, Mosfellsbæ Rúna Gísladóttir Þórir S. Guðbergsson Stína Gisladóttir Edda Gisladóttir HansGíslason Heiða Björg Sigurbjartsdóttir Lilja Gísladóttir Jón Snorri Sigurðsson KristinnR. Þórisson Þóra Bryndís Þórisdóttir HlynurÖrn Þórisson Hrafn Þorri Þórisson Baldvin Hansson Berglind Snorradóttir Björgvin Hansson Ingibjörg Snorradóttir Davíð Hansson Snorri Freyr Snorrason t Eiginmaður minn og faðir okkar Eyþór Einarsson, Kambahrauni 8, Hverageröi andaðist í Sjúkrahúsi Suðurlands þann 23. desember. Jarðarförin fer fram frá Hrunakirkju laugardaginn 2. janúar kl. 14.00. Bílferð verður frá B.S.Í. í Reykjavík kl. 11.00 og frá Hótel Selfossi kl. 12.00. Gu&borg Aðalsteinsdóttir og börn t Maðurinn minn Albert Jóhannesson Kleppsvegi 12 lést þann 24. desember í Landakotsspítala. Nelly Eva Jóhannesdóttir

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.