Tíminn - 30.12.1987, Side 15

Tíminn - 30.12.1987, Side 15
Tíminn 15 ÍÞRÓTTA ANNÁLL JANUAR Eðvarð Þór Eðvarðsson sundmað- ur úr Njarðvík var kosinn Iþrótta- maður ársins 1986, með 68 atkvæð- um af 70 mögulegum. Víkingar töpuðu fyrir pólsku meisturunum Gdansk í átta liða úrslitum Evrópukeppninnar í hand- knattleik. íslenska handknattleikslandsliðið keppti á Eystrasaltsmótinu í A- Þýskalandi og náði góðum árangri þrátt fyrir að hafna í síðasta sæti á mótinu. Jafntefli gegn A-Þjóðverj- um í fyrsta, stórtap gegn V-Þjóðverj- um daginn eftir, sigur á Pólverjum, jafntefli við Sovétmenn og loks tap fyrir Svíum. Sovétmenn sigruðu á mótinu, unnu A-Þjóðverja í úrsiita- leik. Jóhann Ingi Gunnarsson þjálfari Essen í V-Þýskalandi var kosinn handknattleiksþjálfari ársins 1986 þar í landi af lesendum Handball Magazin. Fram sigraði í karlaflokki og KR í kvennaflokki á íslandsmeistara- mótinu í innanhússknattspyrnu. Leikmenn enska 1. deildarliðsins Watford komu til Islands og kepptu við Reykjavíkurúrval í knattspyrnu á Gervigrasvellinum í Laugardal. Jafntefli varð 1-1. FEBRUAR Handknattleikslandsliðið sigraði á Flugleiðamótinu sem haldið var í Laugardalshöll og á Akureyri. ís- land vann alla sína leiki, Sviss var í 2. sæti, Alsír í þriðja og 21-árs landslið Islands rak lestina. Kristján Arason var kosinn besti sóknarmað- ur mótsins og Konráð Olvasson leikmaður 21-árs landsliðsins varð markahæstur á mótinu. Handknattleikslandsliðið lék einnig tvo leiki við heimsmeistara Júgóslava í mánuðinum, tapaði þeim fyrri 19-20 en vann þann síðari 24-20. Báðir leikirnir voru stórgóðir og mikil stemmning í Laugardals- höllinni. Bjarni Guðmundsson lék sinn 200. landsleik í handknattleik, í fyrri leiknum gegn Júgóslövum. fslenska 18 ára landsliðið í hand- knattleik fékk V-Þjóðverja í heim- sókn og sigraði þrívegis örugglega. Agætur árangur náðist á Meistara- móti íslands innanhúss í frjálsum íþróttum. MARS Víkingar tryggðu sér íslands- meistaratitilinn í handknattleik þremur umferðum áður en íslands- mótinu lauk. Framstúlkur tryggðu sér fslands- meistaratitilinn í handknattleik tveimur umferðum fyrir lok íslands- mótsins. Unglingalandsliðið (21-árs) í körfuknattleik sigraði jafnaldra sína frá Luxemborg 153-81 í Lúxemborg en töpuðu 79-86 fyrir A-landsliði heimamanna eftir framlengingu. Sex heimsmet féllu á HM innan- húss í frjálsum íþróttum. Tveir ís- lendingar kepptu á mótinu, Svan- hildur Kristjónsdóttir og Eggert Bogason. Svanhildur komst í milli- riðil í 60 m hlaupi. Þróttur R. tapaði fyrir KA t undanúrslitum bikarkeppninnar í blaki karla á Akureyri. KA og ÍS leika því til úrslita. Þróttarar urðu íslandsmeistarar í blaki sjöunda árið í röð. Svisslendingar báru höfuð og herðar yfir aðra keppendur í heims- bikarkeppninni á skíðum sem lauk í mánuðinum. APRIL Alfreð Gíslason varð v-þýskur meistari í handknattleik með liði sínu Essen. Alfreð skoraði 7 mörk í síðasta leik mótsins. Þjálfari Essen er einnig íslenskur, Jóhann Ingi Gunnarsson. íslendingar lentu í a-riðli með Júgóslövum, Svfum, Sovétmönnum, Ameríkumönnum og Afríku þegar dregið var í riðla fyrir handknatt- leikskeppnina á Ólympíuleikunum. Njarðvíkingar tryggðu sér íslands- meistaratitilinn í körfuknattleik með tveimur sigrum á Valsmönnum í úrslitakeppninni. Njarðvíkingar unnu bikarkeppnina í körfuknatt- leik, sigruðu Valsmenn með algerum yfirburðum. Pálmar Sigurðsson var kosinn besti körfuknattleiksmaður úrvals- deildarinnar í körfuknattleik á loka- hófi körfuknattleiksmanna. Linda Jónsdóttir hlaut sama titil í kvenna- flokki. KR vann ÍBK í jöfnum og bráð- skemmtilegum bikarúrslitaleik í kvennaflokki körfuboltans. KR varð einnig íslandsmeistari. Stjarnan batt enda á áralanga sigurgöngu Víkinga í bikar- keppninni í handknattleik, sló þá út í undanúrslitum í æsispennandi og framlengdum leik. Stjarnan tryggði sér sigur í bikarkeppninni í fyrsta sinn með sigri á Fram í framlengdum úrslitaleik. Fram varð bikarmeistari í kvenna- flokki í handknattleik, sigraði FH í stórgóðum úrslitaleik. Kristján Sigmundsson mark- vörður Víkinga og Kolbrún Jó- hannsdóttir markvörður Fram voru kosin bestu leikmenn íslandsmótsins í handknattleik á iokahófi hand- knattleiksmanna. Breiðablik sem kom upp úr 2. deild í fyrra tryggði sér sæti í Evr- ópukeppninni í handknattleik með því að verða í 2. sæti í 1. deildar- keppninni. ÍS varð bikarmeistari í karlaflokki og UBK í kvennaflokki í blaki. ÍS vann KA 3-2 í spennandi úrslitaleik en UBK sigraði ÍS 3-0 í kvenna- flokki. Fjórtán íslandsmet féllu á innan- hússmeistaramóti íslands í sundi. fslenska landsliðið í sundi náði mjög góðum árangri á alþjóðlegu sund- móti í Skotlandi. Á fjórða tug ís- lands- og aldursflokkameta féllu og íslenska liðið sigraði í 12 greinum. Átján íslandsmet til viðbótar féllu þegar sundlandsliðið keppti á öðru móti í 50 m braut í Skotlandi stuttu síðar. Þrettán fslandsmet féllu á meist- aramóti fslands í kraftlyftingum. Hæst bar met Magnúsar Ver Magn- ússonar í hnébeygju í 125 kg flokki, 365,5 kg þar sem hann bætti met Jóns Páls Sigmarssonar. Arsenal sigraði í ensku deildabik- arkeppninni í knattspyrnu, lagði Liverpool 2-1 í úrslitaleik. Þorsteinn Páll Hængsson og Þór- dís Edwald sigruðu þrefalt á Meist- aramóti íslands í badminton. Hlín Bjarnadóttir komst í úrslit í tveimur greinum á NM fullorðinna í fimleikum. Hún varð í 5. sæti í gólfæfingu og á tvíslá. íslenska knattspyrnulandsliðið lék gegn ítölum á útivelli í undankeppni Ólympíuleikanna og tapaði 0-2. Bryndís Ýr Viggósdóttir frá Akur- eyri varð sigursælust á skíðamóti íslands í ísafirði um páskana. Bryn- dís Ýr sigraði í svigi og stórsvigi og varð í 2. sæti í samhliða svigi. Einar Ólafsson sigraði þrefalt í göngu. íslenska landsliðið í handknatt- leik, skipað leikmönnum 18 ára og yngri varð í 2. sæti á NM 18 ára íandsliða í Digranesi. Þorsteinn Gunnarsson var kosinn besti varnar- Eðvarð Þór Eövarösson var kosinn íþróttamaður ársins 1986 í byrjun janúar. Eövarð setti Noröurlandamet í 200 m baksundi á árinu. Einar Vilhjálmsson setti 4 Norðurlandamet í spjótkasti á landsmóti UMFÍ á Húsavík. Ein- ar stóð einnig framarlega í stiga- keppni spjótkastara. Arnór Guöjohnsen varð belgískur meistari í knatt- spyrnu meö Anderlecht, varö markahæstur í belgísku 1. deildinni og stigahæstur í eink- unnagjöf stærsta dagblaðs Belgíu. maður mótsins. Norðmenn urðu Norðurlandameistarar. Körfuknattleikslandsliðið varð í fimmta og neðsta sæti á NM, tapaði öllum leikjum sínum. Búist hafði verið við góðri frammistöðu liðsins á nrótinu. Knattspyrnulandsliðið mætti Frökkum á útivelli í Evrópukeppn- inni og tapaði 0-2. Vörn íslenska liðsins var sterk og áttu Frakkar fá góð marktækifæri. Sigur þeirra var eigi að síður öruggur. MAÍ ísland og Holland gerðu jafntefli í skemmtilegum leik í undankeppni Ólympíuleikanna á Laugardalsvefli. Eyþór Pétursson varð glímukappi íslands. Everton tryggði sér enska meist- aratitilinn í knattspyrnu í annað sinn á þremur árum. fslendingar náðu góðum árangri á EM í karate. íslendingar hafa aldrei fyrr unnið glímu á Evrópumóti. Napoli varð ítalskur meistari í knattspyrnu í fyrsta sinn frá upphafi. Valsmenn urðu Reykjavíkur- meistarar í knattspyrnu er þeir sigr- uðu Framara 2-0 í tíðindalitlum úrslitaleik á gervigrasinu. Ajax varð Evrópumeistari bikar- liafa í knattspyrnu, Gautaborg sigr- aði í UEFA keppninni, og Porto í meistarakcppninni. íslendingar tóku þátt í Ólympíu- leikum smáþjóða og náðist góður árangur en aðbúnaðurinn var vægast sagt ekki til fyrirmyndar, gistiað- stöðunni lýst eins og hundakofum eða í besta falli vegavinnuskúrum. Skagamenn urðu meistarar meist- aranna í knattspyrnunni, unnu Fram 2-0 í leik íslands- og bikarmeistara. Ben Johnson spretthlaupari frá Kandada lýsti því yfir að hann gæti hlaupið 100 metrana á 9,85 sek. og þótti mörgum hann taka full stórt upp í sig. Heimsmet Calvin Smith er 9,93 sek. JÚNÍ Arnór Guðjohnsen varð belgískur meistari í knattspyrnu með Ander- lecht, annað árið í röð. Arnór varð markahæsti leikmaður belgísku 1. deildarinnar með 7 mörk og stærsta dagblað Belgíu valdi Arnór knatt- spyrnumann ársins. Handknattleikslandsliðið 21-árs tapaði naumlega fyrir Norðmönnum í fyrri leik liðanna í undankeppni HM 21-árs. Síðari leikurinn tapaðist Iíka og Norðmenn fara því á HM. A-Þjóðverjar sendu knöttinn 6 sinnum í íslenska markið í leik þjóðanna í Evrópukeppninni í knattspyrnu á Laugardalsvelli. Ragnheiður Ólafsdóttir setti ís- landsmet í 3000 m hlaupi á banda- ríska háskólameistaramótinu í frjálsum íþróttum, hljóp á 8:58,00 mín og bætti sig um heilar 12 sekúnd- ur. Ragnheiður varð 2. í hlaupinu. Los Angeles Lakers urðu meistar- ar NBA deildarinnar í körfuknatt- leik, unnu Boston Celtics 4-2 í úrslitakeppninni. Handknattleikslandsliðið lék þrjá leiki við Dani en sigraði aðeins í einum. Landsliðið var þungt á sér og leikirnir lítið fyrir augað. Ágætur árangur náðist á Flug- leiðamótinu í frjálsum íþróttum og var nærri mörgum íslandsmetum hoggið án þess að neitt þeirra félli. Vésteinn Hafsteinsson náði Ól- ympíulágmarkinu í kringlukasti á kastmóti á Selfossi. Vésteinn kastaði 64,30 m en lágmarkið er 63,00 m. JÚLÍ Einar Vilhjálmsson setti Norður- landamet í spjótkasti á Landsmóti UMFÍ á Húsavík. Einar kastaði 82,96 m. Árangur Einars var há- punkturinn á vel heppnuðu lands- móti sem fram fór í miklu blfðskap- arveðri. HSK sigraði í heildarstiga- keppninni, með yfirburðum. Talið er að milli 14 og 16 þúsund manns hafi lagt leið sína á landsmótið en keppendur og starfsmenn voru um 3 þúsund.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.