Tíminn - 31.12.1987, Side 3
Fimmtudagur 31. desember 1987
Tíminn 3
REYKJAVIK
Reykjavík
★ BRENNUR
Ráðuneyti leyfir veiðar á 4 þúsund tonnum af síld:
Mikill áhugi á söltun
Vegna gerðra samninga við Sov-
étmenn um viðbótarsölu á 30 þús.
tunnum af saltsíld, hefur Sjávarút-
vegsráðuneytið ákveðið að leyfa
veiðar á 4 þúsund lestum af síld í
janúar n.k. Þeir sem hyggjast þá
róa á síld, skulu sækja um veiðileyfi
til ráðuneytisins eigi síðar en 4.
janúar 1988.
Þessar veiðar munu verða ák-
veðnum takmörkunum háðar.
Þannig eiga þau skip einungis kost
á veiðileyfi sem stunduðu síldveið-
ar á þessu ári. Gert er ráð fyrir að
skipta heildarafla jafnt á milli
þeirra skipa sem sækja um veiði-
leyfi. Miðað er við að um 10 skip
stundi veiðarnar og að þau haldi til
veiða eigi síðar en 10 janúar n.k.
Ef skipin hafa þá ekki lagt úr höfn
missa þau veiðiréttinn og mun þá
koma til endurúthlutunar.
Miðað er við að veiðikvóti hvers
skips í þessari úthlutun komi að
tveimur þremur hlutum til frádrátt-
ar við úthlutun haustið 1988.
Kristján Jóhannesson hjá Síldar-
útvegsnefnd segir að síldarsaltend-
ur á svæðinu frá Vopnafirði til
Akraness hafi haft samband við
Síldarútvegsnefnd og sýnt áhuga á
söltun. Hann sagði það ljóst að
ekki nema hluti 44 síldarsaltenda á
haustvertíð myndu óska eftir leyfi
til söltunar í janúar.
Haraldur Hannesson, formaður
Félags síldarsaltenda á Norður- og
Austurlandi sagði að síldarsaltend-
ur á Austfjörðum sýndu mikinn
áhuga á söltun. Hann sagði að
aðstæður manna væru þó mismun-
andi, t.d. væru húsnæðisþrengsli
mikil hjá sumum. Haraldur lét
þess getið að síldveiðar í janúar
kæmu sér eflaust vel fyrir marga
því að sá mánuður væri oft dauður
í öðrum veiðum. Aðspurður sagði
Haraldur að miðað við veiðar 10
skipa, mætti gera ráð fyrir að
síldarsöltun á 4. þúsund tonnum
lyki á um hálfum mánuði. „Söltun
verður að ljúka í janúar, því að
það þarf að afhenda síldina fyrir
marslok til kaupenda", sagði Har-
aldur Hannesson. óþh
Áramótabrennur í Reykjavík
verða tíu talsins að þessu sinni.
Brenna verður haldin við botn Graf-
arvogs og er það í fyrsta sinn sem
áramótabrenna verður haldin þar.
Árbæingar hafa hlaðið bálköst við
Fylkisvöllinn og munu tendra eld í
honum á gamlárskvöld. í Efra-
Brciðholti verður brenna á opnu
svæði við Suðurhóla, Þrastarhóla og
Kruntmahóla og önnur við Suðurfell
upp af Rjúpufelli. í Neðra-Breið-
holti er brenna upp af Leirubakka.
Brenna verður við Víkingsheimil-
ið við Hæðargarð og í Laugardalnum
milli Holtavegar og Álfheima. Þá
verður brenna í Vatnsmýrinni sunn-
an við Norræna húsið, önnur við
Skildinganes og síðan að sjálfsögðu
hin fræga Ægissíðubrenna.
Kópavogur
Það verður aðeins ein brenna að
þessu sinni í Kópavogi og verður
hún á hefðbundnum stað út á Kárs-
nesi. Á undanförnum árum hafa
yfirleitt verið mun fleiri brennur í
Kópavogi en þau auðu svæði sem
bálkestir hafa verið hlaðnir á eru nú
óðum að byggjast svo ekki er lengur
pláss fyrir brennurnar.
I Smárahvammi er þó nægt pláss
og munu skátar í Kópavogi halda
þar brennu og þrcttándagleði á
þrettándanum.
Hafnarfjörður
í Hafnarfirði verður aðeins ein
brenna og verður hún út í hrauninu
við Dvalarheimili aldraðra sjó-
manna í Hafnarfirði.
GarðalMH
í Garðabæ verður brenna við
Bæjarbrautina á sama stað og í
fyrra.
Seltjarnarnes
Á Seltjarnanesi er ein brenna og
að sjálfsögðu er hcnni valinn staður
á Valhúsahæðinni á sama stað og
hún hefur verið undanfarin ár.
Mosfellsbær
Mosfellingar eru brennuglaðir um
þessi áramót. Þeir hafa hlaðið stóran
köst \ið Reykjaveg og aðrar minni
upp við Reykjamel, Brekkutanga,
Álmholt og Dalatanga.
í
Dæmi um gjaldflokka á sjálfvirku vali til útlanda.
Kostnaður á mínútu.
1. Norðurlöndin (að frátöldu Finnlandi) .....kr. 38.
2. Finnland og Holland ......................kr. 41.
3. Bretland ................................. kr. 43.
4. Frakkland, Spánn, V-Þýskaland ........ !. kr. 49.
5. Bandaríkin ...............................kr. 85.
...þú gefur ekki betri jólagjöf
PÓSTUR OG SÍMI
Hringdu til vina
og ættingja erlendis
um hátíðarnar...